Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Qupperneq 30
30
___________________________________LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000
Helgarblað____________________________________________ I>V
Helvítið hófst þegar kærasti dótturinnar flutti inn:
Horfðu á
þegar móðir-
in var myrt
„Einn, tveir, þrír...“ Með sam-
einuðum kröftum fleygðu ungu
mennirnir tveir stóru ferðatösk-
unni í ána. Unga konan á árbakk-
anum sá töskuna hverfa hægt af
vatnsyfirborðinu. Það var móðir
hennar sem lá í töskunni. Hún
hafði sjálf brotið handleggi henn-
ar og fætur svo að hægt væri að
koma henni fyrir í töskunni.
Nicole Himstedt, sem var 23
ára, hristi höfuðið. Þetta hafði
ekki verið skemmtilegt. Þegar vin-
ur hennar, Marco Achenbach,
sem var 5 árum eldri en hún,
hafði sett stálvír um háls móður
hennar og hert að hafði móðirin
barist á móti af öllu afli. Af hverju
Kærastinn
Marco Achenbach var hrottafenginn
morðingi.
„Á meðan þau sátu á
kránni rifjaði Nicole
upp daginn þegar
móðir hennar hafði
sagt Marco að hún
ætti enga peninga og
að hún myndi heldur
ekki gefa honum
peninga þótt hún
ætti þá. Þar með
undirritaði hún sinn
eigin dauðadóm."
gefst hún ekki bara upp, hafði
Nicole hugsað með sér. Henni
hlýtur að vera ljóst að þessu er
lokið núna.
Llfi Adelheid Himstedt var
vissulega lokið. Tilvera Adelheid
breyttist í helvíti þegar kærasti
Nicoline flutti inn í íbúð hennar á
Astersweg 12 í Giessen fyrir norð-
an Frankfurt þar sem hún bjó með
dóttur sinni og syni, Heiko.
Kærastinn var eins og ein-
ræðisherra
Marco hafði komið með lítinn
farangur þegar hann flutti inn.
Hann hafði samt tekið með sér
stórt búr fyrir skröltormana sína
tvo. Hann var ráðríkur og fór
fljótt að skipa öllum fyrir í litlu
íbúðinni. Hann varð eins og ein-
ræðisherra yfir Adelheid.
Fyrst heimtaði hann fé af hús-
móðurinni. „Og komdu strax með
það, rolan þín,“ hrópaði hann að
skelfingu lostinni konunni. Hún
rétti honum 10 marka seðil. Hann
hrifsaði budduna úr hendi henn-
ar og tók næstum allan ellilífeyr-
inn sem hún var farin að fá fyrir-
fram. Því næst sendi hann
kærustuna sína, Nicole, og bróður
hennar, Heiko, eftir bjór og
brennivínsflösku.
Horfðu aðgerðalaus á
móðurina beitta ofbeldi
Svona gekk það til vikum sam-
an. Þegar Marco fékk ekki fé hjá
tilvonandi tengdamóður sinni
beitti hann hana ofbeldi. Hann sló
hana svo fast með stórum hnefun-
um að hún fékk mar um allan lík-
Fórnarlambið
Adelheid neitaði að gefa kærasta
dóttur sinnar ellilífeyrinn sinn.
amann. Þegar hún gaf honum fé
sýndi hann þakklæti sitt með því
að nauðga henni. í heimsku sinni
hélt hann að hann gerði henni
stóran greiða. Hún hefði ekki not-
ið kynlifs síðan maðurinn hennar
lést fyrir mörgum árum. Hann
neyddi hana til munnmaka og
bæði dóttir hennar og sonur
horfðu á á meðan. Þau voru
einnig viðstödd þegar hann barði
móður þeirra eins og harðfisk.
Þau gripu aldrei inn í. Þetta var
svo grimmdarlegt og viðbjóðslegt
að saksóknarinn kvaðst vera orð-
laus.
Meö líkiö í innkaupakerru
gegnum allan bæinn
„Andskotinn." Nicole hrökk við
blótsyrði kærastans síns. „Nú vill
kerlingin ekki einu sinni fara niö-
ur.“ Marco benti út á ána. Ferða-
taskan, með líki móðurinnar,
hafði flotið upp. Þau litu ráðvillt
hvert á annað. Þá sagði Heiko:
„Hvað segið þið um kjötvinnsl-
una?“ Þau stálu innkaupakerru
frá stórmarkaði og óku líkinu í
gegnum allan bæinn. í kjöt-
vinnslu, sem hafði verið lögð nið-
ur, fleygðu þau töskunni niður í
I Giessen
ibúð Adelheid var í bakhúsi við
Astersweg 12.
eitthvað sem líktist sorprennu.
Amman
Louise sakar barnabörnin sín um að
hafa brugðist móður sinni.
Dóttirin
Nicole, til vinstri. Enginn skildi hvers vegna hún hafði ekki hjálpað móður
sinni. Meira að segja verjandi hennar átti erfitt með að útskýra aðgerðaleysi
hennar.
Sonurinn
Heiko, til hægri, sonur hinnar myrtu, stakk upp á því aö lík móður hans yrði
falið í kjötvinnslu sem lögð hafði verið niður. Hann átti erfitt með aö útskýra
hvers vegna hann hjálpaði ekki móöur sinni.
Þau héldu að nú hefði þeim tekist
að losna við Adelheid Himstedt
fyrir fullt og allt. Þess vegna héldu
þau á næstu krá og drukku fyrir
afganginn af lífeyri móðurinnar.
Það hafði gengið mikið á dag-
ana áður en Adelheid dó. Marco
hafði bannað þeim að gefa móður-
inni mat. Hann sagði að hún gæti
drukkið úr krananum væri hún
þyrst. Það væri engin ástæða til
að eyða peningum í mat handa
henni. í lokin var konan, sem var
1,50 m að hæð, ekki nema 35 kíló.
Undirritaði sinn eigin
dauöadóm
Á meðan þau sátu á kránni rifj-
aði Nicole upp daginn þegar móð-
ir hennar hafði sagt Marco að hún
ætti enga peninga og að hún
myndi heldur ekki gefa honum
peninga þótt hún ætti þá. Þar með
undirritaði hún sinn eigin dauða-
dóm. Marco hafði i brjálæðiskasti
tekið pott með sjóðandi olíu af
eldavélinni og hellt úr honum nið-
ur eftir baki móðurinnar. Adel-
heid veinaöi af sársauka en Marco
þaggaði niður í henni með þvi að
bregða stálvír um háls hennar og
herða að. Adelheid Himstedt barð-
ist örvæntingarfull fyrir lífi sínu.
En Marco var ekki að tvínóna við
hlutina. Hann lagði stórar hendur
sínar um háls hennar og þrýsti
fast. Adelheid varð líflaus i hönd-
um hans.
Nicole og Heiko höfðu horft á
þegar Marco myrti móður þeirra.
Þau höfðu ekkert sagt. Þau höfðu
ekki komið móður sinni til hjálp-
ar.
Líkið fannst þegar nýr eigandi
sláturhússins hóf framkvæmdir.
Það hafði þá legið svo lengi i sorp-
rennunni að ekki var hægt að
bera kennsl á það nema með að-
stoð mynda af tönnum Adelheid.
Marco var dæmdur í 10 ára
fangelsi fyrir manndráp. Hjarta-
lausu systkinin fengu bæði
þriggja og hálfs árs fangelsisdóm
fyrir að hafa ekki komið móður
sinni til hjálpar. Þau hafa bæði
verið látin laus. Nicole er búin að
gifta sig og á von á bami. Vonandi
eignast hún börn sem hegða sér
betur gagnvart móður sinni en
hún og bróðir hennar gerðu gagn-
vart sinni móður.
Morð vegna afbrýðisemi
Jenny Cubit réði ekki við hatur sitt og afbrýðisemi.