Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Síða 31
31 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000______ X>v_______________________________________________________________________________________ Helgarblað Persónun j ósnir Enn er íslensk erföagreining í forsíðufréttum og nú síðast í vikunni vegna nýrra uppgötv- ana varðandi beinþynningu og æðaþrenginga í útlimum. „Vísindin efla alla dáð,“ sagði maðurinn forðum og var alvara, enda væri þetta allt gott og blessað ef vísindin væru ekki si- fellt að hnýsast í einkahagi þess fólks sem hefur einhverju að leyna. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Sumir vilja leggja mann- erfðafræðilegum rannsóknum lið með því að veita aðgang að læknaskýrslum um sjálfa sig, en aðrir telja slikt aðför að prívat- lífinu; „Persónunjósnir". Þeir segja sem svo: Hver vill að það komist upp að afi manns hafi verið flogaveikur, drykkfelldur, léttgeggjaður eða jafnvel örf- hentur. Þessu fólki stendur til boða að viðkvæmar staðreyndir um heilsufar afa og ömmu og þess nánasta verði dulkóðaðar svo að enginn hafi aðgang að þeim nema í hávísindalegum tilgangi. í þrjú ár hafa mætustu menn atast í fjölmiðlum, á torgum og þjóðarsamkundum og rifist og skammast - einsog svo oft - um eitthvað sem enginn botnar upp né niður í; „persónunjósnir“. Það er ekkert langt síðan ég heyrði orðið „persónunjósnir" fyrst. Það var semsagt fyrir svona hálfum öðrum áratug að ofboðslegt upphlaup varð hér á landi útaf persónunjósnum. Það sem skeði var að sjötíu- þúsund konum voru sendir happdrættismiðar frá SÁÁ sem eru samtök áhugamanna um að missa áhuga á áfengi. Þetta þótti Hagstofunni svo grunsamlegt athæfi að krafist var lögreglurannsóknar á því hvort persónunjósnum hefði verið beitt til að komast að því hvar þessar sjötíuþúsund konur voru til húsa og ekki síður hinu hvernig forráðamönnum happ- drættisins hafði tekist að kom- ast á snoðir um að allar þessar sjötíuþúsund konur voru konur en ekki karlar. Grunur lék semsagt á að brot- in hefðu verið lög frá Alþingi 25. maí 1981 um kerfisbundna skráningu á upplýsingum sem varða einkamálefni. Lögreglan taldi talsverðar lík- ur á því að þeirri aðferð hefði verið beitt til að greina konur frá körlum að kanna hvað fólk- ið hét. Meiri líkur væru til dæmis á þvi að maður sem héti Eygló væri kona en karl, en til dæmis Jón gæti gefið hið gagnstæða til kynna. Síðan var heldur hljótt um persónunjósnir á íslandi þartil fyrir þrem árum að gauragang- urinn hófst útaf íslenskri erfða- greiningu. Ég er ákafur fylgismaður per- sónunjósna og hef stundað þær af mikill hnýsni svo lengi sem ég man. Þess vegna vil ég ekki láta dulkóða snefil af því sem um mig eða aðra landsmenn hefur verið skráð í gegnum tíð- ina. Flosi Þeir sem eru á móti per- sónunjósnum eru undantekning- arlaust illvirkjar og fúlmenni sí- fellt plottandi einhver myrkra- verk sem ekki mega fyrir nokkurn mun lita dagsins ljós. Við sem erum með hreinan skjöld og höfum alla æfi mest ástundað guðsbarnahjal og góða siði, fögnum persónunjósnum því þá má þó ætla að atferli okkar gegnum tíðina; pestir og plágur um- svif og afrek, séu skjalfest sann- leikanum samkvæmt,án þess að almannarómurinn og Gróa á Leiti séu þar aðalhöfundar. Ég vil ekki láta dulkóða læknaskýrslur mínar heldur vil ég að þær liggi á glámbekk einsog læknaskýrslur hafa gert hingaðtil. Þá legg ég til að ameríska leyniþjónustan CIA geri opin- berar skýrslurnar sem teknar voru af mér þegar ég var sjó- maður og sigldi á Bandaríkin rétt uppúr stríðinu. Til að fá að fara í land í New York þurfti ég að sverja og leggja við drengskap minn, fyrir óamerísku nefndinni á íslandi, að hvorki ég, pabbi og mamma, afi og amma né nokkur af min- um nánustu hefðu, í alvöru, ver- ið að leggja á ráðin um að anna og kollvarpa ríkis- stjórn þess sama ríkis. Þá mun á þessum sama stað einnig skjalfest að ég hefði t aldrei ' kynnst né á . þekkt einn einasta kommúnista og þaðanafsíður nas- ista og að fólkið mitt væri ekki með krónískan lekanda eða sífil- is en sjálfur væri ég sannur sjálfstæðismaður. Ég á mér þá ósk heitasta að skýrslur CIA um mig verði gerðar lýðum ljósar, sem og all- ar mínar sjúkraskýrslur sem greina undanbragðalaust frá því að ég sé léttgeggjað gamalmenni með króniska kransæðastíflu og ónýt innyfli nema hvað síðasti og aftasti hluti meltingarvegar- ins fúnkerar óaðfinnanlega. Semsagt ánafna ég hérmeð ís- lenskri erfðagreiningu allar mínar sjúkraskýrslur með því skilyrði að þær verði aldrei dulkóðaðar Flosi Leikhus Hlín Agnarsdóttir leikstýrir Ástkonum Picassos í Þjóðleikhúsinu: Konur ofvirka meistarans Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld lejkritið Ástkonur Picassos eftir Brian McAvera. Frá hendi höfund- ar er um að ræða átta einleiki en Hlín Agnarsdóttir hefur skrifað leikgerð upp úr sex af þeim sem mynda heildstæða leiksýningu. Hlín er auk þess leikstjóri verksins. Ástkonur Picassos er sannkölluð kvennasýning því allir sem að henni koma eru konur fyrir utan ljósahönnuðinn, Ásmund Karlsson. Þýðendur verksins eru hvorki fleiri né færri en fjórir: Ingibjörg Haralds- dóttir, Hrafnhildur Hagalin Guð- mundsdóttir, Ingunn Ásdísardóttir og Steinunn Jóhannesdóttir. Höf- undur leikmyndar og búninga er Rebekka Ingimundardóttir, Stein- imn Bima Ragnarsdóttir sér um tónlist og Helena Jónsdóttir sér um hreyfilist. Leikkonumar sem taka þátt í sýningunni era Anna Kristín Amgrimsdóttir, Guðrún S. Gísla- dóttir, Helga E. Jónsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir. Kvalalosti málarans Hlín segir að þrátt fyrir að við- fangsefnið séu ástkonur Picasso þá sé hvorki um að ræða ævisögu hans né sýningu á verkum hans. „Við byggjum verk okkar á text- um Brians McAvera um þessar kon- ur en ekki ævisögu Picassos. Viö fengum upp i hendumar einleiki sem við höfum brotið upp og búið tO leiksýningu úr. Það hefur verið mjög gaman að vinna úr þessu en ég segi ekki að það hafi verið auð- velt.“ Picasso kvæntist tvisvar en átti fjöldann allan af sambýlis- og ást- konum. Hlin segir að það sé athygl- isvert að ástkonur hans hafi verið að flækjast meira og minna I lífi meistarans þótt hann hefði skipt um sambýliskonu. „Þær ganga mjög aftur í lífi hans þótt hann hætti að vera með þeim. Hann slítur aldrei samböndum; „Picasso slítur aldrei samböndum; heldur kon- unum alltaf volgum. Þœr eiga sér allar stað í lífi hans. Þegar hann byrjar með nýrri konu hefur hann ekki slitið síðasta sambandi. Hann kvelur nýja konu með gamalli og gamla með nýrri og etur þeim þannig saman. “ heldur konunum alltaf volgum. Þær eiga sér allar stað í lífi hans. Þegar hann byrjar með nýrri konu hefur hann ekki slitið síðasta sambandi. Hann kvelur nýja konu meö gamalli og gamla með nýrri og etur þeim þannig saman. Hans sambönd era mikið á þennan hátt; þau era sadómasókisk. Konumar era ma- sókistar og hann sadistinn." Ofvirkur á öllum sviöum f tíma spannar verkið í raun meirihluta 20. aldarinnar; frá annarri ástkonu Picassos til þeirrar síðustu. „Við höfum komist að því að Picasso var I raxm ofvirkur á öllum sviðum, bæði sem listamaður og ástmaður. Ofvirkni og manía ein- kennir allt hans líf.“ Hlín segir að ástkonur hans hafi gegnt stóra hlutverki í listsköpun hans og hluti af aðdráttarafli hans hafi verið að hann gerði þær eilífar á striganum. „Þær næra hann. Hann sýgur úr þeim alla orku, hold og blóð og set- ur það á strigann. I verki Brians McÁvera er fjallað mjög um það hvemig hann notar þær sem efnivið fyrir listsköpun sina.“ Brotnar ástkonur Af þeim konum sem fiallað er um í Ástkonum Picassos er aðeins ein sem yfirgefur Picasso; tekur völdin í eigin hendur. „Hún var ástkona hans i fremur skamman tíma, tvö ár. Hún var gift allan þann tíma og hafði manninn sinn sem bakhjarl í því sambandi. Hún er sú eina sem ákvað að láta Picasso ekki beygja sig. Hinar kon- umar í þessari uppsetningu gera það ekki.“ Lífið í kringum Picasso var ekki dans á rósum. „í verkinu segjum við frá sam- skiptum ástkvennanna við hann og áhrifum þeirra á lif þeirra. Sumar fóra mjög illa út úr samböndum sín- um við Picasso, brotnuðu niður og urðu að taugasjúklingum. Þær kon- ur, sem sjálfar vora listamenn, eins og t.d. rússneski ballettdansarinn Olga Kohklova og ljósmyndarinn og súrrealistinn Dóra Markovich, fóm- uðu listferli sínum á meðan þær voru með honum. Dóra Markovich hóf þó listsköpun sína að nýju löngu eftir að hún sleit sambandi við Picasso. Hlín segir að vinnan við verkið hafi verið mjög skemmtileg. „Ég hef mjög gaman af því að DV-MYND E.ÓL. Picasso nærðist á þrótti ástkvenna sinna J verkinu segjum viö frá samskiptum ástkvennanna viö hann og áhrifum þeirra á líf þeirra. Sumar fóru mjög illa út úr samböndum sínum viö Picasso, brotnuöu niöur og uröu aö taugasjúklingum. “ skoða mannlegt atferli. Ég hvorki hafði ekki né hef sérstakan áhuga á Picasso, þótt því verði ekki neitað að maðurinn var bæði mikill lista- maður og áhrifamikill persónueliki. Uppsetningin byggir miklu fremur á áhuga á að rannsaka mannlegt eðli en að dást að málaranum." -sm Gjafakort í Þjóðleikhúsið á Glanna glasp og Glanni glaspur, geisladiskur. Vinningshafar: Birkir Pálsson Fossöldu 12e 850Hellu 10725 Bjarki Rúnar Steinarsson Funafold 105 112Reykjavík 3278 Guðný Þorsteinsdóttir Skógabraut20 250Garði 15695

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.