Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Side 51
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 DV ______sT Tilvera Ovæntur glaðningur í súpudiskinum - eins og það gerist best í fínum boðum Það er ekki að ástæðulausu að Auður Jónasdóttir er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Hún er þekkt meðal vina og vandamanna fyrir afbragðs eldamennsku og því virkilega spennandi að fá að sjá í uppskriftabók hennar. „Ég verð nú að viðurkenna að þessir réttir sem ég sýni hér eru frá henni systur minni í Vestmannaeyj- um. Hún er leyndarmálið á bak við mína uppskriftabók því hún er al- gjör meistarakokkur og hefur verið mín stoð og stytta hvað uppskriftir varðar þegar gesti ber að ■t'/FfíTi£3>T garði,“ sagði Auður. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort hún hefði ekki lent í neyðarlegri reynslu við heimboð í mat. „Ég held að ég hafi komist áfalla- laust í gegnum tíðina með matarboð heim til mín, en hitt er annað mál að ég hef farið í vægast sagt vand- ræðalegasta matarboð sem hugsast getur. Málið er að vinur minn bauð mér í mat til ættingja sinna þar sem voru 15-20 manns, og ég ætla að taka það fram að ég þekkti ekki neinn annan en vin minn. Þetta var allt virkilega flott og bara eins og það gerist best í finum boðum. Nema hvað að sjávarréttasúpan sem var í forrétt átti að slá öll met og var frúin búin að vera að laga hana frá hádegi. Svo sitjum við vinur minn með húsbóndanum inni í stofu og erum rétt að tygja okkur að matarborðinu þar sem gestirnir voru sestir þegar konan hans kemur til okkar og er vægast sagt vandræðaleg. Hún sagð- ist vera búin að setja súpuna frægu á diska og það væri ekki til nóg því það vantaði á þrjá diska (okkar diska). Vinur minn dó ekki ráða- laus þar sem gestirnir biðu eftir okkur við matarborðið varð því að leysa vandann og það strax. Hann hentist inn í eldhús og bjó til einhverja hveitiklessu fyr- ir þrjá, bætti einhverju kryddi við til að fá-réttu litina og smakkaði ekki einu sinni á þessu áður en þessu var hellt í diskana okkar. Þannig endaði það að ég fékk kalda hveitiklessu, húsbóndinn fékk klessu og auðvitað vinur minn líka. Ég þarf vart að taka fram að þetta var mesti viðbjóður sem ég hef smakkað en ég reyndi að bera mig mannalega og reyndar herrarnir líka. Það stórfurðulega er að húsfrúin vogaði sér að standa upp þegar allir höfðu klárað af diskunum og spyrja: „Má kannski bjóða ykkur meiri súpu?“ „En svo við snúum okkur að upp- skriftunum þá eru þessar fengnar „Eg held að ég hafi komist áfallalaust í gegnum tíöina með matarboð heim til mín, en hitt er annað mál að ég hef farið í vægast sagt vandræöaleg- asta matarboð sem hugsast getur," sagði Auður S. Jónasdóttlr, matgæð- ingur vikunnar. að láni hjá henni yndislegu systur minni Beggu." Búri a la Vestmannaeyjar Fyrir 4 1-2 flök búri (má vera skötuselur) 1 egg 1 msk. sítrónusafi 1 msk. mjólk 1 bolli rasp 1 bolli hveiti 1/2 bolli mulið ritzkex 1 tsk. karrí 1 tsk. aromat 1 tsk. kjöt- og grillkrydd 11/2 tsk. picanta krydd salt og pipar (eftir smekk) Búrinn er roðflettur og gæta þarf þess vel að öll hvíta fitan fari með. Búrinn er skáskorinn í ca 5-7 cm stóra bita. Gott er að sprauta sítrónusafa yfir hann og látið liggja í 15 mínútur. Egg, mjólk og sítrónusafi pískað saman og búrinn settur í safann og látinn liggja í 10 minútur. Þurrefnu^, blandað saman í plastpoka og fiskin- um velt vel upp úr þurrefnunum og að lokum steiktur. Sósa 4 msk. majones 4 msk. sýrður rjómi 2 msk. sætt sinnep 1 msk. sykur salt og pipar á hnífsoddi 2 tsk. steinselja Öllu hrært saman og borið fram kalt. Grjón Soðin með Aromat-kryddi 1 msk. majones 1 msk. ananassafi 1/2 dós kurlaður ananas (safmn tekinn frá) 1/2 dós gular baunir (safinn tekinn frá) öllu blandað saman. Heitu eplin hennar Beggu systur 10 msk. sykur 2 msk. kaniil 5-6 epli skorin í báta og raðað í eld^ fast mót. Kanilsykri stráð yfir og álpappír settur ofan á og gert gat á miðju. Bakið í 15 mínútur og hellið safan- um af. 3 eggjahvítur stífþeyttar 200 g sykri bætt smátt og smátt saman við Breiðið marengsinn yfir eplin og bakið við 175-180"C þar til hann er orðinn ljósbrúnn. _ Berið fram með þeyttum rjóma eða ís. Súkkulaði- Valhnetu- rjómatoppar Mjúkt og einstaklega gott bragð einkennir þessar smákökur. blanda Sérlega góðar og mjúkar súkkulaðibitasmákökur - einfaldar í framleiðslu. 200 g hveiti 100 g kókosmjöl 1/4 tsk. hjartarsalt 200 g smjör 125 g sykur 3 tsk. kakó 3 egg 130 g suðusúkkulaði 1 tsk. vanilludropar Brytjið súkkulaðið og blandið öllu saman í hrærivélarskálina, haf- ið smjörið mjúkt og eggið ekki kalt. Hnoðið saman deigið þar til vel hef- ur blandast. Látið deigið standa smástund áður en sett er á plötu. Bakið við 180 gráður í 9-11 mín. 100 g smjör 100 g púðursykur 50 g sykur 1 egg 1 tsk. vanilludropar 150 g hveiti salt á hnífsoddi 1/4 tsk. lyftiduft 100 g valhnetur 150 g rjómasúkkulaði Hrærið saman mjúkt smjörið og sykurinn, setjið eggið saman við og hrærið þar til deigið er vel blandað. Saxið nið- ur súkkulaðið og hneturnar og blandið því út í ásamt þurrefnum, kælið og gerið kúlur á plötu. Bakið við 190 gráður í 10-12 mínútur. Nykaup Þarsem ferskleikinn byr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Vanillukrans Þessar eru einfaldar, eiga að vera harðar og geymast vel 250 g smjörlíki 175 g sykur 1 1/2 msk. vanillu dropar 1 stk. egg 375 g hveiti Hafið egg og smjörlíki við stofuhita, blandið öllu hráefhi saman í skál og hrærið á litlum hraða þar til deigið er rétt komið saman. Kælið deigið lítil- lega áður en sett er í pressuna. Bakið við 200 gráða hita i 9-11 mín. Rístoppar Einfaldar, mjúkar og mildar á bragðið. 3 eggjahvítur 220 g púðursykur 50 g rice krispies 200 g ríssúkkulaði Þeytið hvítur vel, setjið sykur saman við og þeytið þar til hann er uppleystur. Saxið niður súkkulaðið og blandið saman við ásamt rice krispíinu með sleikju. Bakið við 170 gráður í 11-13 mín. Ragnar Björnsson ehf. Dalshrauni 6, Hafharfirði, sími 555 0397, fax 565 1740 Gæðarúm á góðu verði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.