Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 Viðskipti Umsjón: Vidskiptabla&iö McDonalcTs a Islandi siglir lygnan sjó - sala McDonald’s í Evrópu minnkar vegna hræðslu við kúariðu Á mánudaginn tilkynnti McDonald’s hamborgarakeðjan í Bandaríkjunum að útlit væri fyr- ir að tekjur félagsins yrðu minni en gert var ráð fyrir og er helsta ástæðan fyrir því talin vera minni sala í Evrópu vegna hræðslu við kúariðu. Um 25% tekna fyrirtækisins koma frá Evr- ópu en í fyrra seldi McDonald’s hamborgara fyrir samtals 35,1 milljarð dollara. Pétur Þórir Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Lystar hf., sem er um- boðsaðili McDonald’s á íslandi, seg- ir þessa hræðslu ekki hafa náð til ís- lands, heldur þvert á móti hafa sala stöðugt aukist milli mánaða allt frá stofnun fyrirtækisins. „Það kjöt sem McDonald’s notar hefur farið í gegnum strangt gæðaeftirlit og ekki hefur orðið vart viö sjúkdóma af neinu tagi í kjöti fyrirtækisins, enda notar McDonald’s á Islandi að- eins íslenskt nautakjöt. Hræðslan við kúariðu í kjöti McDonald’s á ekki við nein rök að styðjast heldur er frekar um að ræða almenna hræðslu gagnvart öllu kjöti á svæð- inu,“ segir Pétur. Varðandi við- brögð McDonald’s keðjunnar gagn- vart þessu ástandi sagðist Pétur ekki verða hissa á að veitingastaðir á því svæði myndu auka vöruúrval- ið með áherslu á svina- og kjúklingaafurðir ásamt fiskafurð- um. Pétur taldi auk þessa að ekki myndu koma til gagngerra verð- breytinga þrátt fyrir minnkandi sölu í Evrópu. Skinnaiðnaður leggur til að hlutafjáraukning verði heimiluð Búna&arbankl íslands hf. Hlutafjár- aukning Bún- aðarbankans í biðstöðu Á aðalfundi Skinnaiðnaðar hf., sem haldinn verður 20. desember nk„ leggur stjóm félagsins til að heimiluð verði aukning hlutafjár fé- lagsins um allt að 200 miújónir króna. Einnig er lagt til aö stjóm- inni sé heimilt að taka allt að 60 milljóna króna umbreytanlegt skuldabréfalán. Samkvæmt tillögu stjómar er lagt til að lánardrottni verði veitt heimild til að breyta höfuðstól lánsins í hlut í Skinnaiðnaði í síðasta lagi í ágúst 2005. Breytiréttur þessi skal heimila kröfuhafa að breyta kröfu sinni í hlutafé í ágústmánuði ár hvert, fyrst árið 2000 á genginu 3,0 en síðan á því gengi sem stjóm félagsins kann að ákveða hverju sinni og tekið skal fram í skilmálum hvers skuldabréfs. Breytiréttur skal þó aldrei heimill á lægra gengi en 3,0. Ef eigandi skuldabréfs sem gefið verður út með breytirétti í hlutafé vill breyta kröfu sinni í hlutafé skal hann tilkynna félaginu um það með mánaðarfyrirvara. Ef hlutafé félags- ins verður hækkað á lánstímanum hefur eigandi bréfsins einungis rétt til forgangs að nýjum hlutum, ef hann hefur þegar tilkynnt útgef- anda um að hann ætli að breyta skuldinni í hlutafé. Verði félaginu slitið, með samruna eða skiptingu, áður en láninu hefur verið breytt í hlutafé eða það greitt skal þess gætt að staða skuldbindingar skv. láninu verði með sama hætti og staða hlutafjár í nýju felagi. Að öðm leyti en að framan greinir skal ákvörðun um lækkun hlutaíjár í félaginu, útgáfa nýrra breytanlegra skuldabréfa, hækkun hlutafjár með út- gáfu jöfnunarhlutabréfa, áskriftarrétt- indi eða slit félagsins ekki hafa áhrif á réttarstöðu eigenda skuldabréfsins áður en kröfu hans verður breytt í hlutafé nema á þann hátt að tryggt verði að verðmæti réttar hans verði ekki minna en þær viðmiðanir sem fram koma í viðkomandi skuldabréfi. Óvíst er hvort heimild til hluta- fjáraukningar hjá Búnaðarbanka íslands hf. verður nýtt. Þetta kem- ur fram í Viðskiptablaðinu sem út kom i gær. Að sögn Pálma Jónssonar, for- manns bankaráðs, er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um nýt- ingu heimildarinnar og sagði hann að sérfræðingar bankans væru að fara yfir málið. Hluthafafundur bankans 16. októ- ber síðastliðinn samþykkti að hækka hlutafé í Búnaðarbankan- um um 250 milljónir króna með út- gáfu nýrra hluta og að bankaráð hefði heimild til að ákveða síðar gengi og framkvæmd aukningar að öðru leyti. Síminn GSM og Gagarín kynna afþreyingarefni fyrir farsíma Síminn GSM og Gagarín setja í dag á markað gagnvirkt afþreying- arefni fyrir farsíma. Fyrst um sinn verður hægt að spila leiki á WAP- síma en leikimir em jafnframt þró- aðir fyrir komandi kynslóðir far- sima. í þessum fyrsta áfanga geta við- skiptavinir Símans leikið fjóra ein- falda leiki: skák, drekaat, faUbyssu- leik og sjóorrustu. Hægt verður að velja um að spila við aðra mann- eskju eða tölvu. Á næstu vikum og mánuðum bætast við fleiri leikir og ýmis þjónusta. Það er Gagarín ehf. sem hefur þróað þessar lausnir, leikina og leikjamiðlarann GameBrain til að stýra leikjun- inn en þúsundir munu geta spilað á sama tíma. í frétt frá Símanum og Gagarín segir að félögin séu að stíga skref inn í framtíðina með þessari þjón- ustu á sviði fjarskipta. íslendingar Halló Frjáls fjarskipti sameinast Mint Holding Eignarhaldsfélagið Mint Holding og Halló Frjáls fjarskipti hafa gert samning um sameiningu félaganna. Óvíst er með hvaða hætti þessi sam- eining verður nákvæmlega en líkur eru til þess að sameinað félag muni verða breskt og starfa undir nafni Mint þó eignarhlutir beggja í sam- einuðu félagi verði jafnir. Dótturfyr- irtæki Mint Holding, svo sem breska fjarskiptafyrirtækið Mint Telecom og sjö önnur fyrirtæki, meðal annars í Sviss, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Indlandi og Brasil- íu, munu ásamt fjórum dótturfyrir- tækjum Halló Frjálsra íjarskipta, sem starfrækt eru á íslandi, starfa undir hinu sameinaða fyrirtæki. Mint Telecom og Halló Frjáls fjar- skipti hafa verið í samstarfi viö uppbyggingu alþjóðlegs GSM kerfis sem byggir á forgreiddum farsima- kortum (Mint Worldwide GSM Roaming), að því er fram kemur í frétt frá Talentu-Hátækni sem á 27% hlut í Halló Frjálsum fjarskipt- um. eru fremstir í flokki þjóða þegar kemur að notkun farsíma og þeir hafa verið fljót- ir að tileinka sér nýj- ungar tengdar far- símum og þráð- lausum við- skiptum. Með nýrri tækni, GPRS og \ síðar þriðju kyn- slóð far- síma eykst flutnings- geta og myndgæði verða betri. Til að byrja með þarf ekki að greiða sérstaklega fyrir afþreyingar- efnið sjálft heldur einungis fyrir tengitímann. Minni líkur á uppsögn samninga I ljósi þeirra verðbólgutalna sem birtar voru á dögunum kemur fram í Morgunkorni FBA að ólíklegt sé að verðlagsþróun leiði til þess aö til endurskoöunar eöa uppsagnar á launalið kjarasamninga komi á næsta ári. FBA bendir á að ein forsenda samninganna sé sú að verðbólgan minnki á samningstímabilinu og mun nefnd skipuð ASÍ og SA leggja mat á það í febrúar á næsta ári. í febrúar á þessu ári mældist 12 mán- aða hækkun vísitölu neysluverðs 5,6%, samanborið við 4,2% nú. Verð- bólgan hefur því hjaðnað nokkuð. „Ljóst er að samningarnir eru vart í hættu nema þá því aðeins aö næstu tvær mælingar leiöi í ljós mun meiri verðhækkanir en um og eftir síðustu áramót. I byrjun janú- ar á þessu ári mældist vísitala neysluverðs um 0,8% hærri en í byrjun desember á síðasta ári og skýrðist nokkur hluti þeirrar hækk- unar af tæplega 1,5% hækkun bens- ínverðs. Nú má hins vegar frekar búast við lækkun á bensíni vegna verðlækkana á heimsmarkaði og lækkunar á gengi dollara. í janúar hækkaði húsnæði um 0,6% og mn 0,4% í febrúar. Vart er hægt að bú- ast við meiri hækkunum þeirra liða nú. Hins vegar er líklegt að gengis- þróun krónunnar komi að nokkru fram í aukinni verðbólgu í næstu tveimur mælingum. Einhverjar taf- ir gætu þó orðið á þessum áhrifum a.m.k. fram yfir útsölur í febrúar. Einhverjir kunna líka að vilja bíða með verðbreytingar þar til þeir hafa meiri vissu um að gengisbreyting krónunar hafi fest sig í sessi. Að teknu tilliti til þeirra þátta sem hér hafa verið nefndir má telja ólíklegt að verðþróunin kollvarpi forsend- um kjarasamninga i byrjun næsta árs,“ segir í Morgunkomi FBA. DV Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 1.209 m.kr. - Hlutabréf 279 m.kr. - Bankavíxlar 360 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Pharmaco 134 m.kr. Össur 29 m.kr. , Íslandsbanki-FBA 26 m.kr. MESTA HÆKKUN © Þormóður rammi-Sæberg 7,1% Q Samherji 2,4% O Eignarh.fél. Alþýðubankinn 1,8% MESTA LÆKKUN O Tangi 5,8% O íslenska járnblendifélagið 4,8% ! © Opin kerfi 3,4% ÚRVALSVÍSITALAN 1.289 stig - Breyting O 0,26% BM veðjar á Linux Lou Gerstner, forstjóri IBM, hef- ur greint frá því að fyrirtækið hygg- ist verja yfir einum milljarði doll- ara til að styðja við Linux-stýrikerf- ið á næsta ári en Linux er helsti keppinautur stýrikerfis Microsoft. Forstjóri IBM segir að aukinn stuöningur IBM við Linux sé hluti af þeirri stefnu IBM að beina sjón- um að opnum kerfum og hann gagn- rýndi Microsoft, Sun Microsystems og EMC fyrir að vera síðustu stóru tölvufyrirtækin sem ekki aðhyllast opin kerfi. Grimsey ráð- inn forstjóri íslands Ein stærsta keöja matvöruversl- ana í Bretlandi sem ber hið þjóðlega nafn Iceland hefur ráðið nýjan for- stjóra. Sá heitir Grimsey, Bill Grimsey. Hann tekur við af Stuart Rose sem nýverið kvaddi Iceland og fór til starfa hjá Arcadia tískukeðj- unni. I kjölfar ráðningar Grimsey hækkuðu hlutabréf í Iceland um 2,2% í gær. Carlsberg þarf að selja Coca-Cola i Noregi Norsk samkeppnisyfirvöld hafa komist að þeirri niðurstöðu að Carlsberg verði að selja Coca Cola Drikker A/S og minnka þannig ítök sín á norska gosdrykkjarmarkaðn- um, til þess að sameining Carlsberg og Orkla geti gengið eftir. Norska fréttaþjónustan TDN Finans greindi frá þessu í gærmorgun. KAUP SALA feli Dollar 86,600 87,050 S9 Pund 126,810 127,460 1*1 Kan. dollar 57,000 57,350 B S5I Dönak kr. 10,2570 10,3130 Norsk kr 9,4140 9,4660 C9 Sœnsk kr. 8,9140 8,9630 ; I4H FI. mark 12,8535 12,9307 j U Fra. franki 11,6507 11,7207 ■J Belg. franki 1,8945 1,9059 ; CJ Sviss. franki 50,7900 51,0700 | S Holl. gyllini 34,6795 34,8878 Þýskt mark 39,0747 39,3095 11 B ít. lira 0,03947 0,03971 j £23 Aust. sch. 5,5539 5,5873 Port. escudo 0,3812 0,3835 LS_J Spá. peseti 0,4593 0,4621 [ * 1 Jap. yen 0,76910 0,77370 B lirsktpund 97,037 97,620 SDR 111,5100 h-1 fO h* 00 o o ^ECU 76,4235 76,8827

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.