Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Qupperneq 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 DV Shimon Peres Fundur ráöherrans og Yassers Arafats Palestínuleiötoga er ráðgeröur á morgun. Peres svartsýnn á friðarsamning fyrir kosningar Shimon Peres, ráðherra skipu- lagsmála í ísrael, sagði í gær að ágreiningurinn um Jerúsalem kæmi í veg fyrir að friðarsamkomu- lag milli ísraela og Palestínumanna næðist fyrir kosningamar 6. febrú- ar næstkomandi. Fundur Peresar og Yassers Arafats, leiðtoga Palestínu- manna, er fyrirhugaður á morgun. Ekki er gert ráð fyrir að Ehud Barak forsætisráðherra taki þátt í viðræðunum. Samkvæmt niðurstöðum þriggja nýrra fylgiskannana, sem birtar voru í gær, er stjórnarandstöðuleið- toginn Ariel Sharon með stórt for- skot á Barak, frá 16 prósentustigum til 18 prósentustiga. Kannanirnar leiddu í ljós að Peres myndi ganga betur en Barak gegn Sharon. Gautaborg: Særðust er bíla- sprengja sprakk Tveir menn særðust þegar bíla- sprengja sprakk fyrir utan Volvo- verksmiðjuna í Gautaborg aðfara- nótt föstudags. Mennirnir voru að koma af kvöldvakt og settust í bíl fyrir utan verksmiðjuna. Þær ætl- uðu að taka þriðja manninn upp í bilinn. Sprengjan sprakk þegar þeir höfðu ekiö nokkra metra. Blaðafulltrúi Volvo taldi sprengjutilræðið ekki tengjast verk- smiðjunni. Hann vildi ekki tjá sig um hvort mönnunum höfðu borist hótanir. Alexia prinsessa Gríska prinsessan á leiö til brúö- kaups síns og Carlos Morales Quintana fyrir einu og hálfu ári. ETA fylgist með ferðum Alexiu Félagar í ETA, aðskilnaðarhreyf- ingu Baska, fylgjast grannt með ferðum grísku prinsessunnar Alex- iu, bróðurdóttur Sophiu drottning- ar, í Barcelona. Spænska blaðið La Vanguardia greindi frá því í gær að lögreglan hefði oft orðið vör við að félagar í ETA veittu bíl prinsessunnar eftir- för. ETA-hreyfingin reyndi eitt sinn að ráða Jóhann Karl Spánarkonung af dögum. Alexia prinsessa er dóttir Önnu Maríu Danaprinsessu og Kon- stantíns, fyrrverandi konungs af Grikklandi. ^ Jarðskjálftinn á Indlandi: Óttast að mörg þúsund hafi látist Óttast er að þúsundir hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem reið yfir vesturhluta Indlands í gærmorgun. Fréttastofan Press Trust of India greindi frá því í gærkvöld að 1500 hefðu látist, þar af eitt þúsund í bænum Bhuj sem er nálægt miðju skjálftans. Innanríkisráðherra Gujarat-héraðs, Haren Pandya, sagði í viðtali við Reutersfréttastof- una að hann óttaðist að mörg þús- und hefðu látist í skjálftanum sem mældist 7,9 á Richter. Björgunarmenn leituðu í rústun- um í gær á meðan þúsundir manna höfðust við á götum úti. Á loft- myndum sást að 90 prósent bygg- inga í Bhuj, sem er 150 þúsund manna bær nálægt landamærum Pakistans, höfðu skemmst. í Ah- medabad, höfuðborg Gujarat-hér- aðs, þar sem um 5 milljónir búa, lét- ust að minnsta kosti 400 manns þeg- ar um 80 hús jöfnuðust við jörðu. Nokkur húsanna voru fimm hæða fjölbýlishús. Pandya sagði að minnsta kosti 30 til 40 vera á lífi í rústunum. Björg- unarmenn notuðu sagir og bora til að komast að þeim sem voru grafn- ir undir húsarústunum. Fjöldi manna reyndi að aðstoða með því að grafa með berum höndunum. Sjúkrahús voru yfirfull af slösuðu fólki. Lögreglan greindi frá fleiri dauðsföllum í borgum meðfram ströndinni. ÍGujarat bjuggu menn sig undir eftirskjálfta. í Pakistan létu að minnsta kosti átta manns lífið af völdum jarð- skjálftans. Yfirmaður pakistanska hersins, Pervez Musharraf, skrifaði forsætisráðherra Indlands, Atal Behari Vajpayee, bréf og vottaði honum samúð sína. George W. Bush Bandarikjafor- seti sendi þeim sem um sárt eiga að binda samúðaróskir og bauð um leið aðstoð við björgunarstörfm. Þjóðhátíðardagur var á Indlandi í gær. Margir voru því enn sofandi þegar skjálftinn reið yfir. Aðrir voru að búa sig til að taka þátt í skrúðgöngum og hátíðarsýningum í tilefni þess að 51 ár var liðið frá því að landið varð lýðveldi. Yfirvöld Indlands héldu í gær neyðarfund vegna náttúruhamfar- anna. m Ræöst á áætlanir Bush Vladimir Pútín Rússlandsforseti réðst í ræðu í gær harkalega á áætlan- ir George Bush Bandaríkjaforseta um eldflaugavama- kerfi úti í geimn- um. Pútín varaði einnig NATO við því að veita fyrr- verandi Sovétlýðveldum aðild. Vilja shjóta úlfa 52 prósent norskra karla og 53 prósent norskra kvenna eru fylgj- andi úlfaveiðum. 37 prósent eru andvíg en 10,3 prósent óákveðin. Norsk yfirvöld hafa heimilað veiðar á 20 úifum. Alls eru 100 úlfar sam- tals í Noregi og Svíþjóð. Hætta farsímaframleiðslu Ericsson-fyrirtækið í Svíþjóð ætl- ar að hætta farsímaframleiðslu og verður 600 manns sagt upp störfum. Ericsson tapaði rúmlega 200 millj- örðum íslenskra króna á farsímum í fyrra. Bandaríska fyrirtækið Flextronics tekur við framleiðslunni. Lést í sprengjutilræði Kokkur í spænska sjóhemum beið bana er sprengja sprakk undir bíl hans í San Sebastian. Stjórn- málamenn saka ETA, aðskilnaðar- hreyfmgu Baska, um árásina. í fangelsi vegna hártísku Tuttugu og átta háirgreiðslumenn í Kabul í Afganistan hafa verið fangelsaðir fyrir að hafa klippt við- skiptavini sína eins og Leonardo DiCaprio var klipptur í myndinni Titanic. Titanic-myndbönd hafa gengið á milli unglinga í leyni í Kabúl. Pinochet á sjúkrahús Augusto Pin- ochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, var í gær lagður í skyndi inn á sjúkrahús. Að sögn fjölmiðla í Chile veiktist Pin- ochet á heimili sínu. Hann var íiuttur í þyrlu á sjúkrahús. Húsarústir í Ahmedabad Jaröskjálftinn sem skók vesturhluta Indlands í gærmorgun mældist 7,9 á Richter. Blair styöur ráðherra sinn Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kvaðst í gær ekki sjá að neitt ólöglegt hefði átt sér stað varð- andi þátt ráðherrans Keith Vaz sem bar fram fyrirspum vegna ríkis- fangsumsóknar Indverja. Starfsmenn Clintons skildu illa við: Skáru símasnúrur og veltu húsgögnum í Hvíta húsinu Af erlendum uppruna Yfir helmingur allra sem kærðir voru vegna ofbeldis í Noregi seinni helming síðasta árs voru af erlend- um uppruna. Mafíumóðursýki Lögmaður Rúss- ans Pavels Borod- ins, sem handtek- inn var í New York í síðustu viku að beiðni svissneskra yfirvalda, segir handtökuna lið í herferð Bandaríkj- anna gegn meintum rússneskum mafíósum og peningaþvotti. Um sé að ræða mafiumóðursýki. Borodin er grunaður um mútuþægni og pen- ingaþvott. Starfsmenn Bills Clintons, fyrr- verandi Bandarikjaforseta, skildu illa við þegar þeir yfirgáfu Hvíta húsið. Bandaríska stórblaðið Was- hington Post greindi frá því í gær að menn Clintons hefðu skorið i sundur símasnúrur og tölvusnúrur, velt húsgögnum, skilið eftir sig hauga af rusli, dónalegar myndir og sóðalegar orðsendingar á tölvu- skjám og á símsvörum. Starfsmennirnir höfðu sem sagt ekki bara fjarlægt stafinn „W“ af lyklaborði margra tölvanna í Hvíta húsinu þannig að nýir starfsmenn áttu í erfiðleikum með að skrifa rétt nafn núverandi forseta, George W. Bush. Samkvæmt frétt Washington Post höfðu starfsmenn Clintons einnig á brott með sér postulín og silfur úr forsetaþotunni, Air Force One. Hátt- settur starfsmaður á kosningaskrif- George Bush Forsetinn skilur aö valdaskipti geti valdiö miklu tilfinningaróti. stofu Bush sakaði starfsmenn Clint- ons um að hafa pakkað niður mál- verkum til að láta senda sjálfum sér. Nokkrir fyrrverandi starfsmanna Clintons hafa staðfest að strákapör hafi verið framin. Þeir leggja áherslu að menn hafi ekki haft neitt illt í huga. Starfsmönnum Bush þótti þetta hinsvegar ekkert fyndið. Ari Fleischer, talsmaður Bush, sagði að ekki stæði til að leggja fram kæru vegna málsins. „Forset- inn skilur að valdaskipti geta verið erfið og valdið miklu tilfinning- aróti. Hann mun taka tillit til þess,“ sagði talsmaðurinn. Starfsmaður Clintons staðfesti að postulín hefði horfið úr forsetaþot- unni. Það hefði brotnað vegna óhapps. Embættismenn Bush reyndu fyrst að verjast allra fregna af málinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.