Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Side 16
16 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Hann er nauðsynlegur fyrir viðgang mannkynsins Þegar ég kynntist Guöfmnu var hún glóhærö og liöaöist hárið í þokkafullum bylgjum niöur eftir vel sköpuöu bakinu. Yfir himinbláum augum hennar hrundu litaöar og listilega plokkaöar augabrýn hennar í ákveóinni parabólu. Guöfinna ilm- aöi vanalega af dýrum ilmvötnum en oft á tíöum blandaöist ilmurinn hvít- laukslykt og/eöa heilbrigöri svita- angan. Hún var barmfögur og meö þann fegursta rass sem ég hefi aug- um litiö; hann reis eins og útópískt fjall upp úr fullkomnu landslagi. Textinn hér að framan er upp- diktaður og á, hvað umfjöllunarefn- ið varðar, í engu fyrirmynd sina í helstu bókmenntagrein íslendinga: minningargreinum. í slikum grein- um má sjá lýsingar á kostum manna og kvenna en í fáum tilvik- um er vikið að löstum þeirra þótt slíkt komi fyrir. Varðandi líkamlegt atgervi og útlit er stundum minnst á svip manna, augu, nef (ef það er tignarlegt), fingur, líkamsbyggingu almennt og limaburö. Rass er rass er rass Því má halda því fram að rassar hafi oröið mjög útundan í mannlýs- ingum, sérstaklega á prenti. I dag- legu lífi er það ekki talið til vand- aðra mannlýsinga þegar minnst er á rass fólks. Skiptir þá engu hvort ummælin eru jákvæð eða neikvæð: rass er rass er rass. Ekki er tiltöku- mál þótt piltur vindi sér að stúlku og tjái henni í óspurðum tíðindum: „þú ert með svo sérstök og leiftr- andi augu.“ Það þætti fréttnæmt ef sami piltur sneri sér að sömu stúlku og segði: „rassinn á þér vakti at- hygli mína. Hann er fallegur og virðist stinnur viðkomu." Öllu umtali um rassa er tekið á þann veg að sá sem mælir sé lítt þroskaður og geti ekki hugsað um náunga sinn nema sem kynveru. Hins vegar er í lagi að tala um augu fólks án þess að nokkuð kynferðis- legt sé lagt í orðin. En stakk ekki Ödipus úr sér augun eftir að hafa drepið föður sinn og sængað með móður sinni? Þaðan kemur Ödipus- arduldin. Augun eru lykilatriði, það eru jú þau sem sjá allan ósómann og miðla til annarra líkamshluta. Augu meö appelsínuhúð? „Þá kom og til Siguröar jarls kon- ungur sá er Sigtryggur hét. Hann var af írlandi. Hann var sonur Ólafs kvarans en móöir hans hét Kormlöö. Hún var allra kvenna fegurst og best að sér oröin um það allt er henni var ósjálfrátt en þaö er mál manna aö henni hafi allt verið illa gefiö þaö er henni var sjálfrátt. “ Þetta segir í sjálfri Njálu og er þar gerður skýr greinarmunur á því sem er sjálfrátt og ósjálfrátt. Með þá sundurliðun í huga verður að teljast einkennilegt að fólki sé æ ofan i æ hrósað fyrir eitthvað sem er með- fætt og lítið hægt að gera við í stað þess að leyfa fólki að heyra hvað manni þyki mikið til koma líkams- hluta sem það getur virkilega unnið í og gert betri á alla lund. Rassinn feilur að sjálfsögðu í flokk síðar- nefndu líkamshlutanna. Þótt hann sé eins og sköpulag líkamans að ein- hverju leyti erfðafræðilega fastmót- aður er með réttum æfmgum og lifnaðarháttum hægt að halda hon- um í skefjum og, ef vilji og gen eru fyrir hendi, koma honum í heimsklassa. - Augun breytast ekk- ert. Þau fá ekki appelsínuhúð eða lafa niður á kinnar. Fiskur án rass Rassinn er eitt af því sem gerir spendýr að spendýrum. Fiskar eru til að mynda fullkomlega rasslausir. Þeir geta skilað frá sér ómeltri fæðu og úrgangi en hafa ekki í kringum opið neitt í líkingu við rass spendýr- anna. Raunar hafa þeir ekki heldur jafn skemmtilegan hlandbúnað og spendýrin. Talið er að afturendi spendýr- anna hafl haft gríðarlega þýðingu fyrir vöxt og viðgang tegundanna. Rassar kvendýra hafi laðað karldýr- in að þegar þeim stóð til boða að vera kvendýrunum innan handar við fjölgun. Þetta er gott og blessað hjá þeim spendýrum sem ekki höfðu fyrir þvi að risa upp á aftur- fætuma og hanga þar í uppréttri stöðu um aldir alda. Mannfræðing- urinn Desmond Morris hefur haldið því fram að brjóst mannskepnunnar hafi fyllt skarð rassins þegar mað- urinn var búinn að grafa rassinn á sér inn í alls kyns múnderingar. Nú eru það sem sagt brjóstin sem eru mál málanna. Eflaust eru margir sammála því - sumir kannski full- mikið sammála. Á rassgatinu Við hreyfðumst lítið úr stað ef ekki væri neinn rass. Rassvöðvinn er stór vöðvi og mikilvægur í dag- legu lífi. Lífið væri heldur tilbreyt- ingarlítið ef við sætum bara á rass- gatinu. Undartekning er ef maður rekst á manneskju sem er rasslaus. Þegar talað er um rasslaust fólk er í flest- um tilfellum verið að tala um að lít- ið fari fyrir vöðvanum sem slíkum; að fyrir röð tilviljana hafi genin ekki gert ráð fyrir því að það gæti verið ágætt að vera með stærri rass. Þrátt fyrir smæð vöðvans hefur rasslítið fólk líka hæfileikann til að hreyfa sig úr stað. Fólk sem þarf vinnu sinnar vegna eða áhugamála Augun og rassinn Ekki er tiltökumál þótt piltur vindi sér að stúlku og tjái henni í óspurðum tíöindum: „þú ert meö svo sérstök og leiftrandi augu. “ Þaö þætti fréttnæmt ef sami piltur sneri sér aö sömu stúlku og segöi: „rassinn á þér vakti athygli mína. Hann er fallegur og viröist stinnur viökomu. “ „Þá kom og til Sigurðar jarls konungur sá er Sig- tryggur hét. Hann var af írlandi. Hann var sonur Ólafs kvarans en móðir hans hét Kormlöð. Hún var allra kvenna fegurst og best að sér orðin um það allt er henni var ósjálfrátt en það er mál manna að henni hafi allt verið illa gefið það er henni var sjálfrátt. “ Brennu-Njáls saga að hreyfa sig hratt og mikið er oft með stælta rassa. Nægir þar að nefna Marion Jones og Ato Boldon en bæði eru þau með fallega þjó- hnappa. Farðu í rassgat Þrátt fyrir augljóst gildi rassa i samfélaginu, bæði í sambandi við samdrátt kynjanna og einnig í hreyfingu, er ljóst að þeir eru ekki í hávegum hafðir. „Helvitis rassgat," segjum við, „farðu í rassgat", „rokrassgat" og „farðu í rass og rófu“, svo eitthvað sé nefnt. í einni merkingu er rassinn og innstu kimar hans þó jákvæðir, eins þver- sagnakennt og það kann að virðast: það er oft sagt við lítið bam að það sé algjört rassgat. Já, ekki rass, heldur rassgat. Það er ljóst að nokkuð meiri virðuleikablær og á stundum dulúð hvílir yfir rassinum sjálfum. Gatið sem leynist í honum miðjum er þó yfirleitt talið til þeirra hluta likam- ans sem ekki á að vera að tala mik- ið um, hvað þá að opinbera á al- mannafæri. Þess vegna er til dæmis í lagi að fólk sem er stolt af sínum rassi fjárfesti i þar til gerðum nær- eða sundfötum sem kennd eru við g- strenginn. Þá sýnir það rassinn sjálfan en hlífir fólki við því sem sefur innst í rassskorunni. G- strengsheitið hefur eftir því sem best er vitað lítið með tónlist að gera og tengist Jóhanni Sebastian Bach ekkert þótt hann hafi samið Air on a G-string - sem þýðir ekki Er í G-streng. Það verður æ algengara að sjá fólk á sundstöðum landsins spóka sig í ofangreindum fatnaði. Er þá yf- irleitt um að ræða fólk sem telur sig hafa þann rass að bera að öðrum þætti gaman að sjá hann. I flestum tilfellum er það rétt metið. Kannski rennur senn upp sá tími að rassinn verði metinn að verðleik- um og um hann verði skrafað á já- kvæðan og opinskáan hátt á opin- berum vettvangi. Rassinn er mikil- vægur fyrir við- og vindgang teg- undarinnar maður. -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.