Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Qupperneq 22
22
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001
Helgarblað
DV
íkveikja skók litla þorpið:
Brennandi
heit ást
ungs bónda
Rannsóknarmenn voru ekki í nein-
um vafa. Eldsvoöinn, sem haföi eyði-
lagt stórbýli Hans Ziegelmeiers i bæn-
um Ort við landamæri Austurríkis og
Þýskalands, hafði orðið vegna
íkveikju. Ein af hlöðunum hafði
brunnið til grunna á nokkrum
klukkustundum. Eldurinn hafði
breiðst út til aðalbyggingarinnar sem
einnig varð rjúkandi rúst. Slökkvi-
liðsmenn börðust við eldinn án árang-
urs.
Á hlaðinu stóð Ziegelmeier, sem
var 28 ára, og grét. Nágrannarnir
höfðu safnast saman í kringum hann
og reyndu að hugga hann eftir bestu
getu.
„Við skulum hjálpa þér að koma
undir þig fótunum á ný. Það er alveg
sama hversu erfitt þetta verður. Allir
í bænum munu standa við hlið þér,“
sögðu nágrannarnir.
Allir töluðu um hver í ósköpunum
gæti hafa leikið einn iðnasta og vin-
sælasta þorpsbúann svona grátt. Lög-
reglan hafði ekki síður áhuga á að fá
svar við þessari spumingu.
Nafnlaus hótunarbréf
Það kom í ljós að Hans Ziegelmeier
gat veitt nokkrar áhugaverðar upplýs-
ingar sem kynnu aö koma lögreglunni
að gagni. Hann greindi frá því að
hann hefði fengið mörg hótunarbréf
áöur en eldurinn kom upp. Þau voru
að vísu nafnlaus en hann vonaði að
lögreglan gæti með aðstoð rithandar-
sérfræðings komist að því hver send-
andinn væri.
Hans Ziegelmeier reyndi á allan
mögulegan hátt að vera lögreglunni
til aðstoðar svo að hægt væri að finna
brennuvarginn og draga hann fyrir
rétt. Á meðan lögreglan hellti sér út í
rannsókn málsins hófu nágrannamir
hjálparstarf sitt á býli Ziegelmeiers.
Verkefnið var viðamikið. Þó svo að
Unnustan
Alexandra Schmidthuber haföi búiö
meö Hans í nokkra mánuöi. Hún
vildi alls ekki snúa aftur til hans.
slökkviliðsmennirnir hefðu getað tak-
markað útbreiðslu eldsins að ein-
hverju leyti voru vatnsskemmdirnar
svo miklar að engu hafði verið hægt
að bjarga og ekkert var hægt að nota
aftur.
Vinir og nágrannar Ziegelmeiers
hugguðu hann með því að þrátt fyrir
allt hefði aðeins verið um hluti að
ræða. Hann hafði sloppið án skrámu.
Stóra spurningin var hins vegar enn
hver gæti verið svona vondur að vilja
gera Hans svona illt. Þetta hlyti að
hafa verið einhver utanaðkomandi.
Nágrannarnir steyptu, múmðu og
smíðuðu. Verkið gekk hratt fyrir sig
og brátt gat Hans flutt inn í nýtt býli,
næstum fínna en það sem hann hafði
átt áður.
Óánægður meö störf lög-
reglunnar
Hans var ákaflega þakklátur fyrir
það sem nágrannar hans og vinir
höfðu gert fyrir hann eftir eldsvoð-
ann. En hann lýsti hátt og snjallt yfir
óánægju sinni með störf lögreglunnar.
„Þetta gengur ekkert hjá þeim. Þeir
finna aldrei brennuvarginn," sagði
hann. Hann hefði nú ekki átt að vera
svo viss um það og af vissum ástæð-
um varö hann heldur ekkert ánægður
þegar rannsókn lögreglunnar bar loks
árangur. Hann var nefnilega handtek-
inn fyrir að hafa sjálfur lagt eld að
býli sínu. Allar rannsóknir lögregl-
unnar bentu til þess að hann væri
brennuvargurinn. Menn töldu sig líka
hafa ástæðu til að ætla að hann hefði
sjálfur skrifað hótunarbréfm. Á einu
bréfanna fannst nefnilega far eftir
þumalfingur hans.
Ziegelmeier vísað á bug öllum sak-
argiftum. Hann benti á að fingrafarið
hefði komið á bréfiö þegar hann las
það. Og hvers vegna I ósköpunum
hefði hann átt að kveikja í fína bú-
garðinum sínum sem hann grundvöll-
ur viðurværis hans?
Bálreiöir nágrannar
Nágrannarnir og vinimir stóðu all-
an tímann við hlið hans og studdu
Hjálpsamir nágrannar
Nágrannarnir aöstoöuöu Hans viö aö reisa nýtt býli þar sem brunarústirnar voru.
Hans Ziegelmeier
Hans kvaöst ekki geta skiliö hver heföi getaö viljað honum svo illt aö senda
honum hótunarbréf og kveikja í býlinu hans. Hann reyndi aö aöstoöa
lögregluna eftir bestu getu.
„Það kom í Ijós að
Hans Ziegelmeier gat
veitt nokkrar áhuga-
verðar upplýsingar
sem kynnu að koma
lögreglunni að gagni.
Hann greindi frá því
að hann hefði fengið
mörg hótunarbréf áð-
ur en eldurinn kom
upp.“
hann í einu og öllu. Þeir sögðu lög-
reglunni að Hans væri alls ekki sú
manngerð sem gæti fimdið upp á því
aö reyna að svindla út úr tryggingun-
um. Nokkrir þeirra fóru samt inn á
verksvið lögreglunnar og reyndu að
upplýsa málið sjálfir.
En lögreglan skipti ekki um skoðun
og þegar næg sönnunargögn voru fyr-
ir hendi var Hans Ziegelmeier ákærö-
ur fyrir íkveikju og tryggingasvindl.
Hann uppskar einnig fyrirlitningu og
reiði nágrannanna. Hann hafði ekki
bara reynt að svindla út úr trygging-
unum heldur hafði hann einnig gert
nágranna sína og vini hlægilega og
notað þá á grófan hátt.
Málið var ljóst. Hans Ziegelmeier
haföi kveikt í en lögreglan var ekki
viss um ástæðuna. Það gat ekki verið
vegna tryggingafjárins því það hafði
verið allt i lagi með fjármál Ziegel-
meiers. Auk þess hafði verið hagnað-
ur af rekstri búsins. Hvað var það
sem hafði gert unga bóndann að
brennuvargi?
Við yfirheyrslu greindi Hans
Ziegelmeier óvænt frá því að hann
hefði kveikt í býli sínu vegna ástar-
sorgar. Fyrrverandi unnusta Hans,
Alexandra Schmidthuber, hafði sagt
honum upp og hann hafði vonað að
eldsvoðinn myndi verða til þess að
hún fyndi til samúðar með honum og
sneri aftur til hans. Hann kvaðst elska
hana ákaflega heitt.
ísköld kærasta
Alexandra haföi búið á býlinu hjá
hans í nokkra mánuði. Hún hafði ekk-
ert samband haft við hann síðan hún
flutti og hitti hann fyrst við réttar-
höldin. Þegar hún bar vitni varð öll-
um í dómsalnum ljóst að Hans Ziegel-
meier hafði lifað í draumaheimi og að
hugarórar hans hefðu aldrei getað
orðið að veruleika.
Alexandra sýndi algeran tilfinn-
ingakulda í garð fyrrverandi unnusta
síns og hristi bara höfuðið: „Ekkert
og allra síst brjálæðislegur eldsvoði
hefði fengið mig til að snúa aftur til
Hans. Mér líkaði ekki lífið á bónda-
bænum og ég þoldi Hans ekki lengur.
Það var eitthvað undarlegt við hann.
íkveikjan sýnir einnig að hann er
ekki alveg heill á geði,“ sagði Alex-
andra. Þetta var kveðjan sem Hans
fékk frá fyrrverandi unnustu sinni áð-
ur en hann var settur í fangelsi til
þess að afplána þriggja ára fangelsis-
dóm fyrir íkveikju og tryggingasvindl.
Um leið og Hans Ziegelmeier var
leiddur út úr réttarsalnum rétti einn
fyrrverandi nágranna hans, sem hafði
aðstoðað við endurbyggingu búgarðs-
ins, honum miða sem á stóð: „Þú skalt
halda þér í burtu frá bænum okkar
þegar þú verður látsinn laus.“
Giftist morðingja sínum
Karin Brugger tók bónoröi í bemni útsendingu