Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 24
24 Helgarblað LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 x>v yjj|. s . wsmí, i " .r ■HL \wm ■ffS5| [iBBP • • • 'mmm W&r ip. w Æmz'm |$k P1 fe '9| Hér er hljómsveit Geirmundar Valtýssonar fyrir tæpum 30 árum Myndin er tekin 1973 og sá meö kústinn er Geirmundur, maöurinn í börunum er Hilmar Sverrisson og viö þær styöja Viöar Sverrisson (t.v.) og Höröur G. Ólafsson. sungu: „Bíddu við“. Fólkið var kom- ið í biðröð löngu fyrir tíu til að kaupa miða. Við áttum náttúrlega alls ekki von á þessum geysilegu viðtökum og áttuðum okkur alls ekki á því hvað var eiginlega í gangi. Þetta var hreint ótrúlegt sumar, Bíddu við var efst á vin- sældalistanum í Lögum unga fólks- ins alveg frá því í byrjun júlí, þegar platan kom út, frá byrjun sláttar og fram að réttum um miðjan septem- ber.“ Bændur berjast um toppinn „Ég man eftir að við hjónin vor- um á leið heim frá Akureyri um miðjan september á þriðjudags- kvöldi og þá voru einmitt „lög unga fólksins" í útvarpinu. Þáttastjórn- andinn, líklega Hemmi Gunn, sagði að það væri nú svo skemmtilegt að það væru tveir bændur á toppnum núna, þá var einmitt bítillinn Paul McCartney nýbúinn að kaupa bú- garð og fluttur út í sveit. Bíddu við var búið að berjast við lag hans, Mary had a little lamb, allt sumarið og My friend and I, Magga Kjartans og Trúbrots, og hafa betur. Og svo var einnig að þessu sinni, breski bóndinn í öðru sætinu og sá skag- firski í því fyrsta. Við áttum ótrú- legum vinsældum að fagna þetta sumar og þetta var bara byrjunin á góðum og vinsælum ferli hljóm- sveitarinnar. Um haustið kom svo út seinni platan okkar með laginu „Nú er ég léttur". Þegar við spiluðum þessi lög inn veturinn áður var planið að þetta lag yrði aðalnúmerið, „Bíddu við“ var hugsað sem svona upphit- unarlag sem átti að vekja athygli á hljómsveitinni sem „Nú er ég létt- ur“ átti síðan að fullkomna. En þetta snerist alveg við. „Nú er ég léttur" náði ekki ofar en í 5. sæti á vinsældalistanum.“ Þrumustuð í þrjár kynslóðir Árin í kringum 1970 voru mikið gróskutímabil í íslensku skemmt- analífi. Þá stóð bítlamenningm i blóma og aragrúi popp- og dans- hljómsveita var starfandi. Félags- heimilin höfðu sprottið upp hvert af ööru og um hverja helgi, sér- staklega að sumrinu, voru dans- leikir svo aö segja í hverju „krummaskuði" í landinu, svo not- að sé þekkt orð um landsbyggðina. í auglýsingatímanum í útvarpinu í hádeginu var langur lestur í lið sem hét „fundir og mannfagnaðir" og seinna „skemmtanir" og þar mátti heyra hvar böllin væru þá helgina og hvaða hljómsveitir spil- uðu. Og unglingarnir og yngra fólkið fór að skipuleggja skemmt- anir helgarinnar. 1 dag er þetta mikið breytt en samt er það ein hljómsveit og einn tónlistarmaður sem hefur haldið velli í öllu þessu umróti síðustu þrjá áratugina. Það er konungur „skagfirsku sveiflunnar", Geir- mundur Valtýsson, sem um þessar mundir fagnar 30 ára afmæli hljómsveitar sinnar. Allan þennan tíma er Geirmundur búinn að standa á sviðinu, lífsgleðin upp- máluð, og hefur spilað og sungið stuð í landann. „Ég er búinn að dansa eftir tón- unum frá Geirmundi eins lengi og ég man,“ sagði fullorðinn maður í Reykjavík í samtali við blaðamann á dögunum og þannig er það með svo marga. Fyrst með Rómó og Geira Áður en Geirmundur stofnaði sína eigin hljómsveit var hann bú- inn að spila fullan áratug, fyrst með Rómó og Geira, síðan Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar og svo Flamingó sem hætti í lok sjöunda áratugarins. „Hljómsveit Geirmundar varð til um áramótin 1970 og 71 og fyrsta ballið sem við spiluðum á var árshá- tíð Lionsklúbbs Sauðárkróks 6. febr- úar. í hljómsveitinni með mér voru strákar sem þá voru búnir að vera í unglingahljómsveit þarna áður, Bassi, Jói Friðriks og Guðni Frið- riks. Við spiluðum mikið þennan vetur, á þorrablótum og árshátíð- um, Sæluviku og sveitaböllum í Skagafírði og um allt Norðurland um sumarið. Það var nóg að gera enda böll í mörgum félagsheimilum um hverja helgi yfir sumarið á þess- um árum. Þarna um veturinn tók ég upp efni á tvær litlar hljómplötur ásamt hljómsveitinni Trúbrot og í hönd fór eitt viðburðaríkasta sumarið í spilamennskunni. Á fyrri plötunni, sem út kom í byrjun júlí, var lagið „Bíddu við“ og það hlaut strax því- líkar vinsældir og setti okkur svo rækilega inn á landakortið að það var hreint með ólíkindum." Allir sungu: „Bíddu við“. Við sáum það glöggt á böllum sem við spiluðum á í Skjólbrekku í Mývatnssveit þetta sumar. Þau voru síðustu helgina í júní, júlí og ágúst. Okkur var alltaf vel tekið þarna fyr- ir austan en fyrir ballið þarna i lok júlí, eftir að platan var komin út, mættum við bara þarna í rólegheit- um skömmu fyrir níu og fórum að stilla hljóðfærunum upp, ballið átti aö byrja klukkan tíu og standa til tvö eins og balltíminn var þá. En fljótlega upp úr níu fóru að renna þarna að bílar og heilu rút- umar upp að húsinu og brátt var fjöldi fólks saman kominn og allir skagfirski sveiflugæðingurinn Geirmundur Valtýsson á 30 ára starfsafmæli Miðgarður var toppurinn - Þið voruð að spila úti um allt land á þessum árum, var þetta ekki mikið í föstum skorðum, spilað á þessum stað kannski ákveðna helgi ár eftir ár? „Jú, það var svoleiðis. Við vorum mikið að spila hérna í Skagafirði og um allt Norðurland, á árshátíðum, þorrablótum, vorfögnuðum, sveita- böllum, slægjuböllum og réttarböll- um, bæði fyrir norðan og austan. Víðihlíð í Húnavatnssýslunni var nú einn af þessum stöðum sem við spiluðum mjög oft á. Hljómsveit Geirmundar hefur leikið þar á böll- um í yfir 200 skipti. Skjólbrekka í Mývatnssveit var mjög vinsæll staður um áraraðir og þannig mætti áfram telja og að sjálf- sögðu spiluðum við geysilega mikið i Miðgarði á gullaldarárunum á átt- unda áratugnum, þegar verslunar- Hér er hljómsveit Geirmundar árið 1993 til 1994 Taliö frá vinstri: Geirmundur Valtýsson, Kristján Baldvinsson, Eiríkur Hilmisson og Sólmundur Friöriksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.