Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Síða 40
j»48
Tilvera
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001
DV
• Svo
sem
rætist draumur
hann er ráðinn
- þá dreymir mest sem hafa trú á draumum sínum
Stundum er mikill
draumur fyrir litlu efni og
hryggan mann dreymir
sjaldan gleðilega drauma,
segir í gömlum máltœkjum.
Alla menn dreymir og frá
ómunatíð hafa þeir velt fyr-
ir sér gildi og merkingu
drauma. Sumir leggja trún-
aö í drauma sína og telja
þá fyrirboða þess sem fram-
tíöin ber í skauti sér. Efni
drauma getur verið atvik
sem þarf að túlka.
Gríski heimspekingurinn
Aristóteles taldi aftur á móti að
draumar væru tengdir líkamsá-
standi og óháðir yflrnáttúrlegum
öflum. Hann hafnaði því að
draumar gætu haft forspárgildi
vegna þess að við gætum ekki
munað framtíðina.
Draumur um framtíð
Draumar höfðu mikla þýðingu í ís-
lensku sveitasamfélagi og mikið
mark tekið á berdreymnu fólki. Sagt
var að draumar sem menn dreymdi
á vaxandi tungli rættust fljótt en að
*"'*tlraumar sem menn dreymdi á
minnkandi tungli rættust seint.
Sumir halda þvi fram að draumar
rætist eins og þeir er ráðnir og því
eigi að ráða þá jákvætt.
Jónas Jónasson frá Hrafnagili seg-
ir frá nokkrum draumaráðningum í
bók sinni fslenzkir þjóðhættir. „Ef
menn dreymir, að menn fari í vatn
eða kafi í því, er það fyrir veikind-
um. Ef menn dreymir mikinn
óþverra, til dæmis að maður hafi
gert í rúmið eða eithvað því líkt,
áður en menn fara til sjóar, boðar
það góðan afla.“ í seinni tið hefur
hugmyndin um góðan afla breyst í
peninga þvi eins og alþjóð veit tákn-
ar mannaskítur í draumi peninga
_ eða happdrættisvinning.
^ Jónas segir að ef menn dreymir
brennivin eða drykkjuskap á vetrum
boði það hálku og ef menn dreymir
að þeir sjái margar sólir eða tungl á
lofti boði það mannslát. Þeir sem
ljúga upp draumum eða þegja yfir
þeim missa draumgáfuna og hreyfi
menn höfuðið á undan fótunum eftir
að þeir vakna gleyma þeir draumum
sínum.
Draumamenn
Eitt öruggasta ráðið til að dreyma
mikið er að fá sér draumamann eða
draumakonu. Þetta er gert með því
að biðja einhvern sem er rétt við
andlátið að sjá um drauma sina.
Flestir taka þvi vel vegna þess að
talið er varasamt að neita þeirri bón.
Jónas frá Hrafnagili segir að það
sé gömul trú „að draumamenn og
konur rotni að fullu í kirkjugörðum
nema augun; þau halda sér með fullu
lífi, sem lifandi væru“. Hann segir
einnig að menn hafi stundum komið
niður á slíkar höfuðkúpur í kirkju-
görðum og það sé nóg að hylja augun
með mold til að slokkni á þeim.
Dreymi fólk sama drauminn oft er
það vegna þess að draumgjafinn færi
því hann aftur og aftur þar til við-
komandi hefur meðtekið skilaboðin
sem í honum felast. Vilji menn losna
^við draumgjafa sinn er nóg að reka
hann burt því þá fyrtist hann. Þegar
draumgjafinn fer að ljúga í draumi
er maður feigur.
Draumaráðningar
Sagt er að draumar hafi mis-
munandi merkingu fyrir hvern og
^ einn, sama atvikið í draumi hefur
DV-MYND PJETUR/SAMSETNIN6 HALLUR
í draumi sérhvers manns
Nöfn hafa mikla þýöingu i draumum og algengt er að einstaklingar beri nöfn sem vitrast
hafa fööur eöa móöur í draumi
ekki sömu merkingu fyrir alla.
Samkvæmt þessu verður hver ein-
staklingur að læra að túlka sina
eigin drauma og lítið gagn er í
draumaráðningarbókum og ráðn-
ingaformúlum. Því hefur þó verið
haldið fram að nöfn hafi mikla
þýðingu í draumum og algengt er
að einstaklingar beri nöfn sem
vitrast hafa í draumi. Konu eina
frá Hornafirði dreymdi nóttina
fyrir skírn sonar sins að til henn-
ar kæmi maður og segði henni að
skíra drenginn eftir fóður hennar.
Nafni barnsins var breytt á síð-
ustu stundu því ekki þykir ráðlegt
að neita draumanöfnum.
í þjóðtrúnni hafa áhveð-
.in fyrirbæri í draumum
svipaða merkingu, til
dæmis tákna blóm
eða tré yfirleitt af-
komendur eða ætt
viðkomandi. Sólar-
upprisa eða skært sól-
skin boðar gott en sól-
myrkvi erfiðleika, lygnt
og tært vatn táknar ham-
ingju og velgengni en úfið
haf óstöðuleika, ósætti og leiðindi.
ekki neina hugmynd um hvemig
hann fór að því og mundi sjaldnast
eftir spurningunum. Hæfileikar
Drauma-Jóa dofnuðu með aldrin-
um og hann gerði lítið til að halda
þeim við. Hæfileikar af þessu tagi
eru ekki óþekktir í dag og annað
slagið heyrast sögur af fólki sem
dreymir fyrir daglátum eða
óorðna atburði.
Samdraumar
Það kemur stundum fyrir að ná-
komið fólk dreymi sama draum-
inn eða svipaðan. í snilldarverki
Finnboga Bernódussonar, Sögur
og sagnir úr Bolungavík, rekur
hann draum ungs manns sem
dreymdi að hann var stadur í
ókunnugu húsi þar sem margt fólk
var saman komið við dans og gleð-
skap. Manninum fannst hann vera
vel til fara og fór að svipast eftir
dansfélaga. Hann sá gullfallega
dökkhærða stúlku og bauð henni í
dans. „Hún var snotur, hávaxin og
þrýstin, og honum fannst einhver
straumur leggja frá henni yfir til
sin. Einkanlega tók hann eftir hve
augun voru dimm og seiðandi." Aö
dansleiknum loknum fylgdi hann
stúlkunni heim og bauð hún hon-
um inn. Ekki er að sökum að
spyrja, varir hennar voru freist-
andi og hann spurði hvort hann
mætti gista. Skúlkan svaraði með
þeim orðum: „Hvað ætli þýði að
fresta því sem fram á að koma,“ og
eyddu þau nóttinni saman.
Tveimur árum síðar var maður-
inn í kaupstaðarferð og fór á dans-
leik. Sér hann þá draumstúlkuna
sína sitja við borð. „Hann bauð
henni í dansinn og allt fór sem í
draumnum. Hann fór með henni
heim og stúlkan sagði, er þau voru
komin inn til hennar: Ég þekki þig
aftur, ég hefi sé þig fyrr og
kannski meira. Þá sagði hann
henni draum sinn. Hún brosti
hýrt: Nákvæmlega þetta sama
dreymdi mig fyrir tveimur árum
og ég hef alltaf síðan beðið eftir
piltinum sem faðmaði mig þá sæl-
ustu nótt ævi minnar. Draumar
geta ræst, jafnvel blautir draumar.
Martröð
Stundum kemur fyrir að menn
dreymir að eitthver þyngsli sitji
ofan á þeim og kallast það
martröð. Samkvæmt þjóðtrúnni
stafa martraðir af einhvers konar
kvikindi eða illum anda sem sæk-
ir á menn í draumi.
í Færeyjum er mara kvenvættur
sem birtist mönnum á nóttinni í
líki fagurrar konu og finnst
þeim eins og þeir liggi
glaðvakandi og mara
komi upp í til þeirra.
Hún skríður síðan
upp á brjóst þeirra
og þjarmar svo fast
að þeim að þeir geta
hvorki náð andanum
né hreyft legg né lið.
Mara leitast eftir þvi
að stinga fingrunum upp
í menn og telja í þeim tenn-
urnar, takist henni það gefa þeir
upp öndina.
Bældir kynórar
Draumar og draumaráðningar
eru sígilt umræðuefni og allir hafa
gaman af því að láta ráða fyrir sig
drauma. Freud hélt því fram að í
draumum uppfyllti fólk óskir sin-
ar og fengi útrás fyrir bælda
kynóra. Hvort sem það er rétt eða
ekki leynist nokkur sannleiks-
broddur í spakmælinu: í draumi
sérhvers manns er fall hans falið.
-kip@ff.is
Martröð
Samkvæmt þjóötrúnni stafa martraöir af einhvers konar kvikindi
eöa illum anda sem sækir é menn í draumi.
Draumfarir
Suma dreymir meira en aðra og
segir sagan að þá dreymi mest sem
hafa trú á draumum sínum og
sumir kunna þá list að dreyma
það sem þá langar til. Drauma-Jói
var frægur um síðustu aldamót
fyrir að geta dreymt um fjarlæga
staði og atburði. Algengt var að
Jói legðist til svefns og fólk spyrði
hann frétta af fjarstöddum ættingj-
um eða týndum hlutum. í flestum
tilfellum sagði Jói rétt frá en hafði