Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Síða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Síða 49
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 DV 57 Tilvera v Afmælisbörn Bridget Fonda Bridget Fonda fagnar í dag 37 ára afmæli sínu. Bridget er dóttir leikarans Peter Fonda og sonardóttir Henry Fonda. Engan þarf að undra að Bridget skuli hafa lagt fyrir sig leiklist enda er móðir hennar, Susan Brewer, einnig leikkona. Sagt er að Bridget hafi ver- ið með foður sínum við upptöku myndarinn- ar Easy Rider, en raunar mun hún ekki hafa séð mikið til föður síns í æsku en samband þeirra mun samt afar náið. Bridget hóf kvik- myndaleik 1982 en hefur ekki komið mikið við sögu í stórum hlutverkum. Alan Alda Hinn geðþekki leikari Alan Alda er 67 ára í dag. Alda hóf leikferil sinn á sviði og fór þaðan yfir í sjónvarpsleik. Hann varð fyrst þekktur fyrir hlutverk sitt í MASH-þáttunum þar sem hann lék Benjamin Franklin eða „Hawkeye." Alda hefur leikið í nokkrum kvikmynda Woodys Allens en síðast hafa íslenskir sjónvarpsáhorfendur áreiðanlega séð hann í Bráðavaktinni þar sem hann lék lækni sem mátti muna sinn fifil fegri í bransanum. Stjörnuspn Gildir fyrir sunnudaginn 28. janúar og mánudaginn 29. janúar Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.) Spa sunnudagsms: Þó að þú sért ekki al- veg viss xun að það sem þú ert að gera sé rétt verður það sem þú velur þér til góðs þegar til lengri tíma er litið. Spa mánudagsíns: Þú ert að skipuleggja ferðalag eða einhvern mannfagnað og hlakkar mikið til. Þú hefur ekki mikinn tíma fyrir sjálfan þig. Hrúturinn (21. mars-19. aprill: Spá sunnudagsíns: Þú þarft að gæta þag- mælsku varðandi verkefni sem þú vinn- ur að. Annars er hætt við að þú náir minni árangri. Spá mánudagsins: Ekki er ólíklegt að þú lendir í deilum við nágranna þinn, þar sem spenna hefur ríkt á milli ykk- ar um nokkurt skeið. Tvíburarnir (21. mai-2i. iúnn: Spá sunnudagsins: Það verður leitað til þín um ráðleggingar. Þú skalt leggja þig fram um að veita þá aðstoð sem þú getur en ekki gefa ráð sem þú hefur litið vit á. Spá mánudagsins: Þú færð á þig gagnrýni sem þér finnst óréttmæt. Það er þó best að halda haus og láta ekki á neinu bera. Liónið (23. iúli- 22. áaústi: Spa sunnudagsins: ' Þú færð fréttir sem valda þér miklum heilabrotum. Ættingi þinn kemur þér verulega á óvart og sýnir á sér nýja hlið. Spá mánudagsins: Þeir sem eru ólofaðir binda sig trúlega á næstunni eða lenda í al- varlegum ástarævintýrum. Félags- lifið er með besta móti. Vogin (23. sept.-23. okt.i: Spa sunnudagsins: Þú ert óþarflega varkár gagnvart tiUögum ann- arra, en þær eru allar nýstárlegar. Þú myndir samþykkja þær ef þú þyrðir að taka þá áhættu. Spá manudagsins: Mál sem hefur lengi verið að þvælast fyrir þér leysist fyrr en varir og það verður þér mikill léttir. Kvöldið lofar góðu. Bogamaður (22. nóv.-21. des.i: Spá sunnudagsins: "Morgiminn verður ró- legur og notalegur og þér gefst tími til að hugsa málin. Kvöldið verður sér- staklega notalegt. Happatölur þínar eru 3, 8 og 27. Þú færð fréttir sem gleðja þig mjög. Þú ert bjartsýnn og fullur áhuga á því sem þú ert að gera. Fiskarnir (19. febr.-20. mars): V Spá sunnudagsins: *Þú færð að heyra gagn- jj rýni varðandi það hvem- [If ig þú verð tíma þínum. Þér finnst þú hafa mikið að gera en sumum finnst þeir vera vanræktir. Spá mánudagsins: Bömin em í aðalhlutverki í dag og þú þarft að gefa þeim mikinn tíma. Breytingar eru fyrirsjáanlegar á næstunni og þú farir i stutt ferðalag. Nautið f20. april-20. maD: Ekki gera neitt gegn betri vitund. Liklegt er Sv að ákveðnar upplýsing- ar vanti sem muni gera þér auðveld- ara fyrir þegar þú kemst að þeim. Spá mánudagsins: Ástarlifið blómstrar um þessar mundir en ekki er vist að það muni standa lengi. Njóttu augnabliksins. Happatölur þínar eru 2,13 og 37. Krabbinn (22. iúní-22. íúií>: | Mikið rót er á tilfinn- ingum þínum og þér gengur ekki vel að taka ákvarðanir. Mannamót lífgar upp á daginn. Spa manudagsins: Fólk er ekki sérlega samvinnuþýtt í kringum þig. Með lagni getur þú þó náð þvi fram sem þú vilt. Happatölur þinar eru 5, 8 og 34. Mevian (23. áeúst-22. sept.l: Spá sunnudagsins: Þú ert orðinn þreyttur ^^^^á venjubundnum verk- ' efnum og ert fremur eirðarlaus. Þú ættir að breyta til og fara að gera eitthvað alveg nýtt. Spa mánudagsms: Reyndu að gera þér grein fyrir þvi hvað þú vilt gera í lífinu. Það er timi til kominn að þú setjist niður og veltir fyrir þér málunum. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.l: Spá sunnudagsins: Þér verður mest úr ►verki fyrri hluta dags- ins. Dagurinn verður afar skemmtilegur og lánið leikur við þig á sviði viðskipta. Spá mánudagsins: Sjálfstraust þitt er með besta móti og þér gengur vel við allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Gættu þess þó að of- metnast ekki og sýna öðru fólki hroka. Steingeltin (22. des.-19. ian.>: ' Spá sunnudagsins: Þú hefur í mörgu að snúast og þarft á aðstoð að halda. Ástvinir þínir eru fúsir til að láta þér hana í té og ekki hika við að þiggja hana. Spa manudagsms: Kunningi þinn launar þér ríku- lega aðstoð sem þú veittir honum er hann þurfti á að halda og þú finnur að hann metur þig mikils. _____________Vinsailnstn myndbandið Hasaratriði af gamla skólanum Vinsælasta myndbandið í dag er Mission Impossible II og kemur það engum á óvart. Myndin var vinsælasta kvikmyndin í Banda- ríkjunum í fyrra og er komin á lista yfir mest sóttu kvikmyndir allra tíma. Sá sem græðir mest á þessum vinsældum er Tom Cruise en reikningsglöggir menn sögðu að tekjur hans af myndinni væru um það bil 80 milljónir dollara. Fyrsta myndin í þessum flokki (við verðum að reikna með að fleiri en tvær myndir verði gerð- ar) náði ekki jafn mikilli aðsókn þó að hún væri svo sem nógu mik- il - skilaði 180 milljón dollurum í Bandaríkjunum einum. Það var Brian De Palma sem leikstýrði mynd númer eitt en við stjórnvöl- inn á númer tvö er John Woo sem segist reyndar ekki hafa veriö mjög hrifinn af fyrri myndinni: „Mér fannst hún allt of flókin. Ég náði ekki sögunni. Ég samþykkti að leikstýra númer 2 eftir að Tom Cruise lofaði mér að þetta yrði ekki hátæknimynd - hressileg hasaratriðin yrðu af gamla skólan- um,“ sagði Woo í viðtali um þær mundir sem myndin var frum- sýnd. MI-2, eins og hún er oftast skammstöfuð, er þrátt fyrir hasar- atriðin í anda sígildra njósna- mynda og því vildi Woo fá leikkonu í anda Ingrid Bergman eða Audrey Hepburn. Frægt er orðið að Cruise krafðist þess að fá að framkvæma öll áhættuatriðin sjálfur og hafði sitt fram oftast nær. Meðal annarra leikara sem koma við sögu má nefna Thandie Newton, Ving Rhames, Dougray Scott og Anthony Hopkins. Hand- ritið skrifaði Robert Towne en fer- ill hans reis hæst á áttunda ára- tugnum meö Chinatown og Shampoo. Mission Impossible il Mikill hasar og heit rómantík The Hunchback of Notre Dame - ★★ Klassík Hringjarinn frá Notre Dame eftir Victor Hugo er ein frægasta skáld- saga allra tíma. Hefur hún jafn- an vakið áhuga kvikmynda- gerðarmanna, enda einstak- lega myndræn, og hafa margar út- gáfur litið dagsins ljós. Fyrir rúm- um fjórum árum gerði Walt Disn- ey vandaða og góða teiknimynd eftir sögunni og í kjölfarið kom leikin útgáfa sem Peter Medak (The Krays, Romeo is Bleeding) leikstýrir og skartar söngvaranum og leikaranum Mandy Patinkin í hlutverki hringjarans og kroppin- baksins Quasimodo. Richard Harr- is er í hlutverki kardínálans Dom Frollo og Salma Hayek leikur sígaunastúlkuna Esmeröldu. Hringjarinn frá Notre Dame er svo magnað skáldverk að ef þokkalega er staðið að handritsgerð og góðir leikarar fylla upp í persónurnar þá getur myndin aldrei klikkað og þessa niðurstöðu er auðvelt að fá eftir að hafa séð útgáfu Medaks sem gerð var upprunalega fyrir sjónvarp. Þegar á heildina er litið er myndin innhaldsrík og vel leik- in en frekar flöt. Það er lítill kraft- ur í henni frá leikstjórans hendi. Leikararnir ná góðum tökum á persónum sínum, sérlega verður Richard Harris aumkunarvert ili- menni í hlutverki prestsins. Salma Hayek er eins og fædd í hlutverk Esmaröldu, dökk á húð og hár og kynþokkafull og Mandy Patinkin er óþekkjanlegur í hlutverki hringjarans og nær vel að halda sér innan þess ramma sem hann skapar sér. -HK Útgefandi: Góöar stundir. Leikstjóri: Pet- er Medak. Bandarísk, 1998. Lengd: 98 mín. Bönnuö börnum innan 12 ára. The List - ★★ Dómarar í ® vondum málum The List er dæmigerð Hollywood B- mynd, spennu- tryllir sem stend- ur ekki undir nafni, aðallega vegna þess að plottið er ekki nógu vel úthugsað til að myndin gangi upp. Auk þess eru fljótfærnis- mistök alltof mörg. Aðstandendur myndarinnar hafa grafið upp vand- ræðagemlinginn Ryan O’Neal í aðal- hlutverkið, leikara sem má muna sinn fifil fegri. Þetta er ekki sami leikarinn og heillaði allar stelpur heimsins í Love Story á sínum tíma. Eitt hefur þó ekki breyst, hann er jafn slæmur leikari og hann var áður. í The List leikur hann dómara einn sem þarfa að höggva skarð í vinahóp sinn meðal laganna varða þegar glæsileg gleðikona, sem hand- tekin hefur verið, gerir ljóst að allir æðstu menn borgarinnar hafi sæng- að hjá henni og að hún eigi mynd- bandsupptökur með þeim öllum. Hún færir dómaranum lista með nöfnum sem verður að sjálfsögðu heitari en allt sem heitt er. The List heldur vel dampi fram yfir miðja mynd þrátt fyrir ótrú- verðugheitin sem birtast í mjög svo skrýtnum túlkunum á lögum og heiðarleika. Ein af mörgum mistök- um leikstjórans, sem jafnframt er handritshöfundur, gerir það þó að verkum að botninn dettur úr tunn- unni meðan hún er aðeins hálf og leiðir til þess að allir meðalgreinda menn gruna nú hvert leiðin liggur í leit að morðingjanum. Svona af- drifarik mistök eiga ekki að sjást í spennutryllum og gerir það að verk- um að þegar spennan er að mestu horfin verða gallarnir mun meira áberandi. Útgefandl: Sklfan. Leikstjóri: Sylvain Guy. Bandarísk, 2000. Lengd: 91 mín. Bönnuö börnum innan 16 ára. Dog Park - ★★ jjg| Hundagrín Kanadíska gaman- myndin Dog Park, sem er frá árinu 1998, gekk vel í heimalandi sínu og sópaði til sín verðlaunum. Leik- stjórinn, Bruce McCulloch, er eink- um þekktur fyrir gamanþáttaröðina Kids in the Hall, sem var m.a. sýnd í sjónvarpi hérlend- is. Dog Park er rómantísk gamanmynd þar sem segir frá Andy, leiknum af Luke Wilson, sem er nýskilinn við konu sína. Hundur þeirra hjóna kemur illa út úr skilnaðinum og þarf að ganga til hundasálfræðings. Andy verður síð- ^ ar hrifinn af annarri konu, sem einnig á hund, en er í millitíðinni seldur ljósku á piparsveinauppboði. Yfimaður Andys á einnig í brasi með ástarmálin eftir að upp kemst um framhjáhald eig- inmanns hennar og úr þessu verða ýmsar flækjur. Andy hefur til að bera dæmigert aulaútlit sem minnir til dæmis á Ross í Friends og Amerikanar virðast voða- lega hrifnir af. Luke skilar sínu hlut- verki sæmilega en langfyndnastur er Mark McKinney í hlutverki hundasál- fræðingsins. Persónur myndarinnar eiga það flestar sammerkt að eiga hunda og leika þeir stórt hlutverk og halda jafnvel myndinni uppi á köflum með ótrúlegum skemmtilegheitum. 4' Dog Park er stundum fyndin mynd en hún ristir aldrei djúpt. Eftir á að hyggja er Dog Park meira í ætt við lít- ið sjónvarpsleikrit þar sem lítið er um vera en bíómynd. Meiri spenna og dramatísk átök hefðu gert gæfumun- inn. Hafi fólk hins vegar ekkert merki- legt fyrir stafni er Dog Park ágætis af- þreying. -aþ Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Bruce McCulloch. Lengd: 90 mín. Aldurstak- mark: 12 ára. ss naust RAFCEYMAR PALLHLlFAR www.benni.is Vagnhöfða 23 • Sími 587 0 587 Eigum fyrirliggjandi plasthlífar í palla fyrir eftirtalda pallbíla: MMC '87-'92, GM S10 '82, GM langur '88-96, GM langur '74-'87, GM Stepside '96 ->, Dodge langur 74-'93, Dodge stuttur 74-'93, Ford F150 '97->, Ford langur '80-'96, Ford stuttur '80-'96, Ford Ranger '82-'92, Jeep Commanche '86, Isusu D/C ’88-'96, Mazda '86-'93. VERÐ TILB0Ð KR. 4.900,- Takmarkað magn!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.