Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Side 51
I LAUGARDAGUR 27. JANUAR 2001 DV Tilvera Erum ekki aö svindla Nikulás Úlfar Másson, deildarstjóri húsadeildar Árbæjarsafnsins, seg- ir aö þaö hafi veriö byggö svipuö hús í Reykjavík þannig aö ekki er um sögufötsun aö ræöa. voru húsin flutt 1 Árbæjarsafnið í Reykjavík. Húsin voru reist 1820 og í eigu 0rum & Wulff sem ráku verslun á Austfjörðum og notuð sem pakk- hús. í öðru húsinu var geymt korn en í hinu kjöt og sagt er að Kristján Jónsson Fjallaskáld hafl látist í ris- inu á kornhúsinu. Fyrir skömmu var lokið við endur- gerð gamla kaupfélagshússins á Vopnafirði og siðan hafa komið fram hugmyndir um að flytja götnlu pakk- húsin á Árbæjarsafninu aftur austur. Gömul hús hafa aðdráttarafl „Þettar er í fyrsta skipti sem ég heyri á þetta minnst,“ segir Nikulás Úlfar Másson, deildarstjóri húsa- deildar Árbæjarsafnsins, þegar hann er spurður hvernig honum lítist á þá hugmynd að flytja húsin aftur austur á Vopnafjörð. „Reykjavíkurborg er Pakkhús, bryggja og bátur dv-myndir gva Búiö er aö staösetja Aöalbjörgina RE 5 viö húsin og til stendur aö gera bólverk og litla bryggju viö húsin. Þegar því er lokiö á aö vera hægt aö gefa góöa mynd af útgerðarsögu Reykjavíkur á safninu. Húsunum bjargað frá glötun - ekki um sögufölsun að ræða, segir Nikulás Úlfar Másson, deildarstjóri húsadeildar Vopnfirsku pakkhúsin á Árbæjarsafninu Flutningur húsanna í Árbæinn var fullkomlega eölilegur á sínum tíma og bjargaöi þeim frá glötun. Árið 1975 stóð til að ýta tveimur gömlum pakkhúsum á Vopnafirði út í sjó. Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, bað Vopnflrðinga um að hinkra við og skömmu síðar búin að kosta miklu fé í endurgerð húsanna. Pakkhúsin eru inni á skiplaginu hjá okkur og við notum þau mikið bæði undir sýningar og sem ráðstefnusal. Sem betur fer eru sveitarfélög um allt land farin að átta sig á því að endurgerð gamalla húsa hefur ákveð- ið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og kemur þeim á kortið.“ Erum ekki að svindla Nikulás segir að flutningur hús- anna í Árbæinn hafl verið fullkom- lega eðlilegur á sínum tíma og það hafi bjargað þeim frá glötun. „Vernd- arákvæði Þjóðminjasafnsins ná yflr allt landið og þvi fékkst leyfi til að flytja húsin og setja þau upp á Ár- bæjarsafninu. Húsin eru merkileg vegna þess að þau eru dæmigerð pakkhús frá byrjun nítjándu aldar. Það voru byggð svipuð hús í Reykja- vík á sama tíma þannig að ekki er um söguíolsun að ræða þótt þau standi á Árbæjarsafninu." Eftir að húsin voru flutt til Reykja- víkur stóðu þau fokheld í fimmtán ár vegna þess að enginn vissi hvað ætti að gera við þau. Reykjavíkurborg vildi ekki leggja fé í að gera þau upp vegna þess að þau voru í eigu ríkis- ins og ríkið vildi ekki gera þau upp vegna þess að húsin stóðu á borgar- landi. „Þegar við settum upp lýðveldis- sýningu Reykjavíkurborgar fórum við fram á að fá húsin formlega af- hent til að nýta þau undir sýninguna. Þjóðminjasafnið tók vel í það og af- henti okkur húsin til varðveislu. í framhaldi af því var kornhúsið gert upp, kjöthúsið var gert upp síðastlið- ið sumar í samvinnu við Menntafé- lag iðnaðarins og sett upp sýning um sögu byggingartækni á íslandi. Á næstu misserum stendur til að gera umhverfi húsanna sem eðlileg- ast. Við erum tO dæmis búin að stað- setja Aðalbjörgina RE 5 við húsin og tO stendur að gera bólverk og litla bryggju við húsin. Þegar því er lokið ætti að vera hægt að gefa góða mynd af útgerðarsögu Reykjavíkur á safn- inu þrátt fyrir að það standi langt frá sjó.“ -Kip Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Fyrir nokkrum árum hófust gagn- gerar endurbætur á gamla kaupfélags- húsinu á Vopna- firði. Húsið, sem kaUast Kaupangur, var upphaflega reist árið 1884. Hjörleifur Stefáns- son arkitekt sem sá um verkið segir að Fr. Bald bygginga- meistari hafi byggt húsið og að hann hafi einnig séð um byggingu Alþingishússins og Hegningarhúss- ins í Reykjavík. „Það var verslunarfélag Örum & Wulff sem lét reisa húsið sem versl- unar- og íbúðarhús. Frá fyrstu tíð var verslun í norð- austurenda neðri hæðarinnar og tvö herbergi inn af henni. í herberginu við vesturhliðina voru geymdar ýmiss konar vörur og þar voru tröppur upp á efri hæðina en í eystra herberginu var skrifstofa. Á efri hæðinni voru geymdar vörur. í suðurenda hússins var íbúð sem gengið var inn um á suður- gafli hússins og fyrir ofan hana voru íbúð- arherbergi." Stóð autt í tvo áratugi „Þegar Kaupfélag Vopnfirðinga var stofnað árið 1918 keypti það Kaupang og rak þar verslun. Tölu- verðar breytingar voru gerðar á húsinu í kringum 1940, tvílyft út- bygging reist við norðurgaflinn og við vesturhliðina var byggður stór einnar hæðar skúr. Á árunum milli 1950 og 1960 var Kaupangur múr- húðaður að utan og norðurgaflinn klæddur með jámi. Kaupangur hefur um- talsvert varöveislugildi - húsiö var í skelfilegu ásigkomulagi, segir Hjörleifur Stefánsson t ■ ■ Su ■■ sa ISa1 II * K| ; c* *' 1 ii &s rT Sl Þegar versl- unarrekstri var hætt í hús- inu voru þar íbúðir og búið í því til 1980, eftir það varð það leikvöllur fyrir börn og unglinga sem unnu töluverð- ar skemmdir á því.“ Hjörleifur segir að húsið hafi verið í mjög slæmu ástandi þegar hann kom að því fyrst. „Það var búið að standa autt í tvo áratuga og um- gengni við það slæm. Víða höfðu verið unnar skemmdir, hurðir brotnar og veggjaklæðningar eyðilagðar. - Innan dyra var húsið hreint út sagt í skelfilegu ásigkomulagi, sóðalegt og illa þefjandi. Ástandið var lítiö betra að utan, neglt hafði verið fyrir flesta glugga, þakið ryðgað og múrinn sprunginn eða dottinn af. Kaupangur er óvenjulega stórt hús og það má telja á fingrum annarrar handar jafn stór hús frá 19. öld. Húsið hefur því umtals- vert varðveislugildi bæði fyrir Vopnafjörð og sögu byggingarlist- ar í landinu." -Kip Daewoo Lanos 1,6 Hurrícane '99, ek. 26 þús. km, 3 d., 5 g„ vínr. Verð 1.090 þús. Daihatsu Applause XI '99, ek. 30 þús. km, 4 d„ ssk„ blás. Verð 1.285 þús. Ford Escort 1400 Ghia '96, ek. 65 þús. km, 5 d„ 5 g„ dökkgr. Verð 750 þús. 'k-iWPú ■ * - ■ jViVIÍ/ 1 Ford Mondeo Ghia '97, ek. 60 þús. km, 4 d„ ssk„ vínr. Verð 1.390 þús. Hyundai Accent GLSi '98, ek. 49 þús. km, 4 d„ 5 g„ grás. Verð 690 þús. Hyundai Elantra GLSi Wagon '97, ek. 65 þús. km, 5 d„ ssk„ rauður. Verð 890 þús. Hyundai Sonata GLSi '97, ek. 32 þús. km, 4 d„ ssk„ dökkgr. Verð 990 þús. MMC Lancer GLXi st„ 4wd„ '97, ek. 65 þús. km, 5 d„ 5 g„ vínr. Verð 1.150 þús. Nissan Micra LX 1300 '95, ek. 80 þús. km, 3 d„ 5 g„ hvítur. Verð 590 þús. — ; 1 ' s * i S #j i Renault Mégane Classic '98, ek. 59 þús. km, 5 d„ 5 g„ fjólubl. Verð 1.180 þús. VW Golf GL Variant 160 '98, ek. 36 þús. km, 5 d„ 5 g„ græns. Verð 1.060 þús. VISA- og EURO-raðgreiðslur Skuldabréf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.