Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Side 56
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum ailan
sólarhringinn.
550 5555
Austfjarðamið:
Dauöaleit að
skipverja
Stór hluti loðnuflotans, togarar
og varðskip leituðu í allan gærdag
að ungum skipverja sem hvarf fyrir
borð af togaranum Björgvin EA frá
Dalvik snemma i gærmorgun þar
sem skipið var á veiðum um 50 sjó-
mílur út af Austfjöröum. Ekki er
ljóst hvemig skipverjinn féll fyrir
borð en hann var á frívakt og átti að
vera sofandi í koju sinni. Seint í
gærkvöldi hafði leitin engan árang-
ur borið. -EIR
Y f irdýralæknir:
Áhyggjur af
kjötsmygls
Halldór
Runólfsson.
Samkvæmt
heimildum DV er
nokkuð um kjöt-
smygl til lands-
ins. Einn af við-
mælendum blaðs-
ins sem unnið
hefur að rekstri
veitingahúss seg-
ir að nokkur
brögð hafi verið
að því að í hann
og honum boðið
ýmist frá Evrópu,
eða Argentínu.
væri hringt
smyglað kjöt,
Bandaríkjunum
Hann segir að oft sé um talsvert
magn að ræða og i eitt skipti hafi
honum verið boðið að kaupa kjöt
fyrir eina milljón króna. Miðað við
verð á smygluðu kjöti er þar um að
ræða um 700 kíló. „Við höfum mikl-
ar áhyggjur af smygli,“ segir Halldór
Runólfsson yfirdýralæknir. „Á síðasta
ári fórum við þess á leit við tollstjóra
að hafa augun sérstaklega opin fyrir
kjöti“. Fréttaljós á bls. 20. -sm
Ríkisstjórnin:
Selur símann
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sín-
_ um i gær að fara að tillögum einka-
'■ væöingamefndar og ganga til sölu
á 49 prósentum hlutabréfa í Lands-
símanum í þremur áföngum. Byrj-
að verður að selja 24 prósent hluta-
bréfa til starfsmanna, almennings
og smærri fjárfesta og síðan verða
25 prósent til viðbótar seld einum
aöila sem valinn verður eftir
ákveðnum reglum. Þar með verða
49 prósent Landssímans komin í
einkaeigu en ríkið heldur eftir 51
prósenti. Með í kaupunum fylgir
dreifikerfl Landssímans og hefur
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, lýst þeirri
ákvörðun sem reiðarslagi fyrir
landsbyggðina.
-EIR
HREÐJATAK A
EISTUNUM!
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001
Útlendingaeftirlitið lagðist á eistneska strippara:
Hotað handtoku
færu þeir ur spjor
- hundrað vonsviknar konur heimtuðu endurgreiðslu á Hótel íslandi
„Þetta var bara svikin vara. Við vin-
konumar fórum til að sjá eistnesku
stripparana sem höfðu verið í íslandi í
dag og fengum i staðinn einhveija ís-
lenska stráka sem hvorki kunnu að
strippa né voru sexí,“ sagði ein fjöl-
margra kvenna sem borguðu sig inn á
Hótel ísland á fimmtudagskvöldið til
að sjá eistneska karlstrippara sem
fluttir hafa verið til landsins til að
skemmta. „Þama vom um eitt hundr-
að konur og undir lokin var okkur nóg
boðið. Við heimtuðum endurgreiðslu
og því var lofað. Við vitum bara ekki
hvert við eigum að sækja peningana
okkar,“ sagði konan sem borgaði 1500
krónur fyrir miðann eins og aðrar
konur sem mættu á Broadway til að
sjá eistnesku kyntröllin.
„Þetta stripp var ekki á okkar veg-
um,“ sögðu
skemmtanastjór-
arnir á Broadway
aðspurðir. „Húsið
var leigt undir
þessa skemmtun
sem tókst ekki
mjög vel.“
Það era félag-
arnir Eyþór Tóm-
asson og Gústaf
Sveinsson sem
stóöu að skemmt-
uninni sem aldrei
gat orðið vegna af-
skipta lögreglunnar:
Dv-MYND STOÐ 2
Eistnesku strippararnir
Útlendingaeftirlitiö vildi ekki viöurkenna
þá sem iistamenn og því gátu þeir ekki
háttaö sig fyrír konurnar á Broadway.
„Útlendingaeftirlitið neitaði að við-
urkenna Eistana sem listamenn og
okkur var tjáð að þeir þyrftu atvinnu-
leyfi ef þeir ætluðu að dansa hér á
landi gegn
greiðslu. Það gekk
svo langt að okkur
var hótað því að
Eistamir yrðu
handteknir og
sendir umsvifa-
laust úr landi ef
þeir svo mikið
sem færa úr einni
spjör. Við urðum
því að bjarga mál-
unum með inn-
lendum strippur-
um en Eistamir
fylgdust með úr fjarlægð. Lögreglan
var á staðnum allan tímann, tilbúin að
grípa i taumana ef Eistamir stigu á
svið,“ sagði Gústaf Sveinsson sem
ásamt Eyþóri félaga sínum hefúr lagt í
mikinn kostnað við að flytja eistnesku
stripparana hingað til lands. Eistamir
era fjórir talsins og hafa vakið athygli
víða um heim fyrir listfengan nektar-
dans sem sagður er höfða sterkt til
kvenna á síðkvöldum. „Við ætlum í
mál við Útlendingaeftirlitið. Þetta er
listdans. Eistamir era listamenn,"
sagði Gústaf sem enn hefur ekki gefið
upp alla von um að Eistamir fái leyfi
yfirvalda til að hátta sig á sviði. „Ella
verðum við að senda þá heim og sitja
sjálfir eftir með sárt ennið,“ sagði
Gústaf.
Ekki hefur verið ákveðið hvemig
konunum hundrað sem sóttu skemmt-
unina verður endurgreitt á grandvelli
þess að þeim hafi verið seld svikin
vara á Broadway á fimmtudagskvöld-
ið. -EIR
Umfangsmikil rannsókn:
30 yfirheyrðir í flugdólgamálinu
„Við viljum fá alla mynd-
ina skýra og að þvi loknu
snúum viö okkur að flug-
dólgunum sjálfum," sagði
Gisli Þorsteinsson, lögreglu-
fulltrúi hjá rannsóknar-
deild lögreglunnar í Hafnar-
firði, um rannsókn flug-
dólgamálsins. Flugleiðir
kærðu sem kunnugt er þrjá
farþega sem ollu uppnámi i
einni af þotum félagsins á
leið til Mexíkós og voru fyr-
ir bragðið skildir eftir í
Minneapolis. „Við höfum
þegar yfirheyrt tvær áhafn-
Rugdólgur snýr heim
Ómar Konráösson
tannlæknir í flugstöö
Leifs Eiríkssonar viö
komuna frá Mexíkó.
ir Flugleiða og þá far-
þega í fluginu sem við
teljum að hafl eitthvað
til málanna aö leggja,“
sagði Gísli lögreglufull-
trúi og átti þar við þá
farþega sem næstir
sátu flugdólgunum á
leiðinni til Mexikós.
í flugáhöfnunum
tveim sem við sögu
koma eru 14 manns og
farþegarnir sem næstir
sátu eru um 10 talsins.
Þá verður stöðvarstjóri
Flugleiða í Minneapol-
is yfirheyrður þegar hann kemur til
landsins í febrúar og svo flug-
dólgarnir þrír, tannlæknir í Garða-
bæ, vinkona hans og útgerðarmað-
ur í Vestmannaeyjum. Sá síðast-
nefndi verður yfirheyrður af lög-
reglunni i Vestmannaeyjum svo
ekki þurfti að fljúga með hann til
lands vegna þessa. Alls verða því
um 30 manns yfirheyrðir áður en
yfir lýkur.
„Málið snýst um fylliríslæti í
flugvél. Það er mergurinn málsins,"
sagði Gísli Þorsteinsson, lögreglu-
fulltrúi í Hafnarflrði.
-EIR
tilboösvorö kr. 2.750,-
Merkilega heimilistækiö<e
Nú er unnt að "o
Rafport
merkja allt á
heimilinu,
kökubauka,
spólur, skóla-
dót, geisla-
diska o.fl.
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport_______
Heilsudýnur t sérjlokki!
r» æfn&heil sal
^EILSUNNAR veC
Reykjavik 581 2233 Akureyri 461 1150
DV-MYND HILMAR ÞÓR
Nú er að leggja Egyptana
Landsliðsmennirnir Ragnar Óskarsson og Guöjón Valur undirbjuggu sig fyrir leikinn gegn Egyptalandi, sem fram fer i dag, með því að skoða kameldýr t dýra-
garði í frönsku borginni Montpelliere þar sem heimsmeistarakeppnin í handknattleik er haldin. íslendingarnir verða að sigra til að ná öðru sæti í riðli sínum og
þar með komast áfram - og það ætla þeir sér að gera.
4
4
4
i
i
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4