Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 Frettir I>V Pólitísk sprengja á flokksþingi Framsóknar: Kúvending á sjáv- arútvegsstefnunni - ef tillaga Kristins H. Gunnarssonar nær fram aö ganga Pólitískri sprengju var varpað á flokks- þingi Framsóknar- flokksins sem hófst í Reykjavík i gær. Þar lagði Kristinn H. Gunnarsson þing- flokksformaður fram tillögu að breytingu á lögum flokksins sem í raun þýðir kúvend- ingu Framsóknar- flokksins í sjávarútvegsmálum. Með- flutningsmenn hans að tillögunni eru formaður og stjóm Framsóknarfélags Reykjavikur. Mikill hiti er í mönnum út af tillög- unni sem sést m.a. á því að í atvinnu- málanefnd flokksþingsins, sem tók til- löguna til umfollunar, áttu Kristinn og hans menn ekki að fá að sitja í þeim hópi sem fjallaði um sjávarútvegsmál. Þess í stað var Kristni falið að sitja í byggðanefnd. í sjávarútvegsnefndinni voru, samkvæmt heimildum DV, nær eingöngu þekktir hagsmunaaðilar. Þegar ljóst var að Kristinn naut öflugs stuðnings innan flokksins, m.a. Reykjavíkurfélags- ins og það gegn stefnu flokksins og formannsins, þá upphófst mikið samningamakk á bak við tjöldin. „Ég nýt býsna góðs stuönings úr Reykjavík og formað- ur Sambands ungra framsóknarmanna lýsti yfir stuðningi við tillöguna og minnti á að SUF væri með 170 fulltrúa. Þá sagðist Steingrímur Hermannsson taka undir margt af því sem ég lagði fram í rnálinu," sagði Kristinn H. Gunnarsson í samtali við DV í gær- kvöld. „Það er tölu- verður almennur stuðningur við meginhugmyndir okkar í málinu." Flokksþingsmað- ur úr röðum Reyk- víkinga, sem DV ræddi við í gær, seg- ir ljóst að sjávarút- vegsstefnan sé að gera út af við flokkinn. Stærstan hluta síns fylgis sæki flokkurinn út á land og þar er allt að hrynja vegna kvótakerfisins. Blóð- ugt sé að horfa á fylgi flokksins minnka meðan meira að segja anarkistar eru með vaxandi fylgi í Reykjavík og komnir með 1,7% á móti 9% Framsókn- arflokksins. í lagabreytingartillögu Kristins og félaga segir m.a.: „Að við endurskoðun á lögum um stjóm fiskveiða verði byggt á svo- nefndri fymingarleið, sem er önnur þeirra leiða sem Auðlindanefnd bendir á. Árlega verði fymd 2-5% veiðiheim- ilda þar til allar veiðiheimildir hafa verið innkallaðar. Fymdar heimiidir verði leigðar til nokkurra ára í senn á markaði. Sjávarútvegsráðuneytið ann- ast framkvæmdina, en þriðjung til fjórðung heimildanna skal leigja sam- kvæmt skilmálum sem sveitarstjómir setja um útgerð og vinnslu sem nauö- synleg þykja til þess að tryggja at- vinnustarfsemi i viðkomandi sveitarfé- lagi. Skipting milli sveitarfélaga fari eftir lönduðum afla að meðaltali árin 1983-1990.“ Þessar tillögur koma í kjölfar skýrslu sem Kristinn kynnti á vegum Byggðastofnunar. Þai- greinir frá mik- illi byggðaröskun vegna kvótakerfisins og þá ekki síst vegna aflaframsals. -HKr. Kristinn H. Gunnarsson. Hörð átök eru hafin um kúvendingu á stefnu flokksins í kvótamálinu. DV-MYND HARI Jóhannes og vinir hans Svanirnir fá ekki lengur sætabrauö og endurnar leiðar. Vonsvikinn dýravinur við Reykjavíkurtjörn: Bannað að gefa öndunum - gatnamálastjóri greip í taumana „Starfsmenn gatnamálastjóra sátu fyrir mér og bönnuðu mér að gefa önd- unum,“ sagði Jóhannes Helgason sendibilstjóri sem lengi hefur keyrt út brauðmeti fyrir Jóa Fel. bakara. Jó- hannes er dýravinur og hefur haft það fyrir sið að aka með afgangsbrauð nið- ur að Reykjavíkurtjöm daglega og skilja þar eftir tvo til þrjá plastpoka með brauði handa öndunum. „Sjálfur hef ég byrjað á því að hella úr hálfum poka af sætabrauði út í Tjörnina sem álftirnar hafa gleypt í sig enda eru þær fyrir sætindi. Hitt hef ég skilið eftir handa menntaskólanemum og öðrum sem hafa sama áhuga og ég á því að endumar hafi það gott á Tjörninni,“ sagði Jóhannes sem núna þarf að greiða stórfé fyrir að fara með afgangs- brauðið í Sorpu. „Konur í vesturbænum hafa verið að kvarta yfir gæsaskít á tjamarbakk- anum en ég legg ekki brauðpokana mína að jöfnu við þann óþrifnað. Það mætti segja mér að svanirnir söknuðu mín á morgun, svo ekki sé minnst á allar endumar sem hafa hópast að bakkanum við það eitt að sjá sendibfl- inn minn nálgast," sagði Jóhannes Helgason sem er sár. Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræð- ingur hjá gatnamálastjóra, kom af fjöllum þegar brauðbannið við Tjörn- ina var borið undir hann: „Þetta er ekki fyrirskipun frá okkur, svo ég viti.“ -EIR Blaðið í dag Gulli smyglað í viðarkössum Erlent fréttaljós Lífsháski í Afríku Feröasíöur OV // Ml ' ;' mM Veruleikinn er hæli Stefán Jónsson ! Nótt á neyðar- línunni DV á vettvangi íslandsbyggð á öðrum hnöttum Ósjálfráö skrlft Skoöanakónnun DV í himnaríki bragðlaukanna Eins og í sláturhúsi Sepang - musteri kappaksturs Formúla 1 Parmesan Draumalönd höfuðborgarinnar Ólafur Þór Ólafsson 600 profamr a bílum DV-bílar Ikingut verölaunuö íslenska barnakvikmyndin Ikingut, í leikstjórn Gísla Snæs Erlingssonar, var valin besta myndin á alþjóðlegri bama- myndahátíð í Kanada um helgina. Danska myndin Mirakel hlaut einnig fyrstu verðlaun. Kvikmyndahátíðin í Montreal er ein virtasta bamamynda- hátíð í heimi. Höll í Grafarvogi Fyrsta skóflustungan að stærstu íþróttamiðstöð landsins var tekin i Grafarvogi í gær. Verklok eru áætluð eftir 2 ár og þá verða risnar bæði knatt- spymuhöfl og skautahöll. Samstarf í samkeppnismálum Samkeppnisyfirvöld á Islandi, í Dan- mörku og Noregi gengu í gær frá samn- ingi sem eflir möguleika þeirra á auk- inni samvinnu. Peningafalsari á súlustaö Lögreglan í Reykjavik handtók í gær mann um fertugt sem hafði gerst sekur um peningafólsun. Maðurinn hafði fals- að 2.000 króna og 5.000 króna seðla og meðal annars greitt með þeim i versl- un, á bensínstöð og á nektardansstað. Krónan of dýr Samtök iðnaðarins segja að krónan sé of háu verði keypt og að boöaðar skatta- og vaxtalækkanir kunni að koma oft seint til framkvæmda til að bera árangur. Stjörnubíó hættir Norðurljós hf. hætta rekstri Stjömu- bíós við Laugaveg og hafa sett húsnæði kvikmyndahússins í sölu. í staðinn vill fyr- irtækið reisa og reka kvikmynda- og tóm- stundahús í miðbæ Reykjavikur. Loðnan fer Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðing- ur hjá Hafrannsóknastofhun, segir loðnuna fyrir austan land veiðanlega í viku til tíu daga til viðbótar. Enn eru 150.000 tonn óveidd úr kvótanum þetta árið þannig að menn verða að semja hratt ef takast á að bjarga þeim verð- mætum. Lífeyrir og EES í svari fjármálaráöuneytisins við fyrirspum frá Landssamtökum lífeyris- sjóða er tekið fram að samkvæmt EES- samningnum sé lífeyrissjóðum ekki heimilt að endurgreiða iðgjöld til rikis- borgara aðildarríkja EES-samningsins. Af þessu leiðir líka að endurgreiðsla lif- eyrissjóðsiðgjalda til íslendinga er áð sjáifsögðu ekki heimil hér á landi Birgir Leifur Haf- þórsson, kyffingur af Skaganum, er í 29.-34. sæti eftir ann- an hring á fjórum höggum undir pari á Madeira Island Open- mótinu sem fram fer í Portúgal og er hluti af evrópsku móta- röðinni. Birgir Leifur fór annan hring- inn á einu höggi undir pari í gær en hann fékk þrjá skolla á hringnum eftir góða byrjun. Árangurinn nægði honum þó til áframhaldandi þátttöku og held- ur hann út í þriðja hring í dag. Nýtt eimbaö Undirbúningur er hafinn að bygg- ingu eimbaðs í Sundhöllinni við Bar- ónsstíg. Eru gestir beðnir um að taka tillit til þess og sýna þolinmæði á með- an á framkvæmdum stendur. Skortur á eimbaði i Sundhöllinni hefur heft rekst- ur hennar í samkeppninni við aðra sundstaði í höfuðborginni. Binda menn miklar vonir við eimbaðið sem á að verða tilbúið í vor. -EIR Birgir áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.