Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 Frettir I>V Pólitísk sprengja á flokksþingi Framsóknar: Kúvending á sjáv- arútvegsstefnunni - ef tillaga Kristins H. Gunnarssonar nær fram aö ganga Pólitískri sprengju var varpað á flokks- þingi Framsóknar- flokksins sem hófst í Reykjavík i gær. Þar lagði Kristinn H. Gunnarsson þing- flokksformaður fram tillögu að breytingu á lögum flokksins sem í raun þýðir kúvend- ingu Framsóknar- flokksins í sjávarútvegsmálum. Með- flutningsmenn hans að tillögunni eru formaður og stjóm Framsóknarfélags Reykjavikur. Mikill hiti er í mönnum út af tillög- unni sem sést m.a. á því að í atvinnu- málanefnd flokksþingsins, sem tók til- löguna til umfollunar, áttu Kristinn og hans menn ekki að fá að sitja í þeim hópi sem fjallaði um sjávarútvegsmál. Þess í stað var Kristni falið að sitja í byggðanefnd. í sjávarútvegsnefndinni voru, samkvæmt heimildum DV, nær eingöngu þekktir hagsmunaaðilar. Þegar ljóst var að Kristinn naut öflugs stuðnings innan flokksins, m.a. Reykjavíkurfélags- ins og það gegn stefnu flokksins og formannsins, þá upphófst mikið samningamakk á bak við tjöldin. „Ég nýt býsna góðs stuönings úr Reykjavík og formað- ur Sambands ungra framsóknarmanna lýsti yfir stuðningi við tillöguna og minnti á að SUF væri með 170 fulltrúa. Þá sagðist Steingrímur Hermannsson taka undir margt af því sem ég lagði fram í rnálinu," sagði Kristinn H. Gunnarsson í samtali við DV í gær- kvöld. „Það er tölu- verður almennur stuðningur við meginhugmyndir okkar í málinu." Flokksþingsmað- ur úr röðum Reyk- víkinga, sem DV ræddi við í gær, seg- ir ljóst að sjávarút- vegsstefnan sé að gera út af við flokkinn. Stærstan hluta síns fylgis sæki flokkurinn út á land og þar er allt að hrynja vegna kvótakerfisins. Blóð- ugt sé að horfa á fylgi flokksins minnka meðan meira að segja anarkistar eru með vaxandi fylgi í Reykjavík og komnir með 1,7% á móti 9% Framsókn- arflokksins. í lagabreytingartillögu Kristins og félaga segir m.a.: „Að við endurskoðun á lögum um stjóm fiskveiða verði byggt á svo- nefndri fymingarleið, sem er önnur þeirra leiða sem Auðlindanefnd bendir á. Árlega verði fymd 2-5% veiðiheim- ilda þar til allar veiðiheimildir hafa verið innkallaðar. Fymdar heimiidir verði leigðar til nokkurra ára í senn á markaði. Sjávarútvegsráðuneytið ann- ast framkvæmdina, en þriðjung til fjórðung heimildanna skal leigja sam- kvæmt skilmálum sem sveitarstjómir setja um útgerð og vinnslu sem nauö- synleg þykja til þess að tryggja at- vinnustarfsemi i viðkomandi sveitarfé- lagi. Skipting milli sveitarfélaga fari eftir lönduðum afla að meðaltali árin 1983-1990.“ Þessar tillögur koma í kjölfar skýrslu sem Kristinn kynnti á vegum Byggðastofnunar. Þai- greinir frá mik- illi byggðaröskun vegna kvótakerfisins og þá ekki síst vegna aflaframsals. -HKr. Kristinn H. Gunnarsson. Hörð átök eru hafin um kúvendingu á stefnu flokksins í kvótamálinu. DV-MYND HARI Jóhannes og vinir hans Svanirnir fá ekki lengur sætabrauö og endurnar leiðar. Vonsvikinn dýravinur við Reykjavíkurtjörn: Bannað að gefa öndunum - gatnamálastjóri greip í taumana „Starfsmenn gatnamálastjóra sátu fyrir mér og bönnuðu mér að gefa önd- unum,“ sagði Jóhannes Helgason sendibilstjóri sem lengi hefur keyrt út brauðmeti fyrir Jóa Fel. bakara. Jó- hannes er dýravinur og hefur haft það fyrir sið að aka með afgangsbrauð nið- ur að Reykjavíkurtjöm daglega og skilja þar eftir tvo til þrjá plastpoka með brauði handa öndunum. „Sjálfur hef ég byrjað á því að hella úr hálfum poka af sætabrauði út í Tjörnina sem álftirnar hafa gleypt í sig enda eru þær fyrir sætindi. Hitt hef ég skilið eftir handa menntaskólanemum og öðrum sem hafa sama áhuga og ég á því að endumar hafi það gott á Tjörninni,“ sagði Jóhannes sem núna þarf að greiða stórfé fyrir að fara með afgangs- brauðið í Sorpu. „Konur í vesturbænum hafa verið að kvarta yfir gæsaskít á tjamarbakk- anum en ég legg ekki brauðpokana mína að jöfnu við þann óþrifnað. Það mætti segja mér að svanirnir söknuðu mín á morgun, svo ekki sé minnst á allar endumar sem hafa hópast að bakkanum við það eitt að sjá sendibfl- inn minn nálgast," sagði Jóhannes Helgason sem er sár. Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræð- ingur hjá gatnamálastjóra, kom af fjöllum þegar brauðbannið við Tjörn- ina var borið undir hann: „Þetta er ekki fyrirskipun frá okkur, svo ég viti.“ -EIR Blaðið í dag Gulli smyglað í viðarkössum Erlent fréttaljós Lífsháski í Afríku Feröasíöur OV // Ml ' ;' mM Veruleikinn er hæli Stefán Jónsson ! Nótt á neyðar- línunni DV á vettvangi íslandsbyggð á öðrum hnöttum Ósjálfráö skrlft Skoöanakónnun DV í himnaríki bragðlaukanna Eins og í sláturhúsi Sepang - musteri kappaksturs Formúla 1 Parmesan Draumalönd höfuðborgarinnar Ólafur Þór Ólafsson 600 profamr a bílum DV-bílar Ikingut verölaunuö íslenska barnakvikmyndin Ikingut, í leikstjórn Gísla Snæs Erlingssonar, var valin besta myndin á alþjóðlegri bama- myndahátíð í Kanada um helgina. Danska myndin Mirakel hlaut einnig fyrstu verðlaun. Kvikmyndahátíðin í Montreal er ein virtasta bamamynda- hátíð í heimi. Höll í Grafarvogi Fyrsta skóflustungan að stærstu íþróttamiðstöð landsins var tekin i Grafarvogi í gær. Verklok eru áætluð eftir 2 ár og þá verða risnar bæði knatt- spymuhöfl og skautahöll. Samstarf í samkeppnismálum Samkeppnisyfirvöld á Islandi, í Dan- mörku og Noregi gengu í gær frá samn- ingi sem eflir möguleika þeirra á auk- inni samvinnu. Peningafalsari á súlustaö Lögreglan í Reykjavik handtók í gær mann um fertugt sem hafði gerst sekur um peningafólsun. Maðurinn hafði fals- að 2.000 króna og 5.000 króna seðla og meðal annars greitt með þeim i versl- un, á bensínstöð og á nektardansstað. Krónan of dýr Samtök iðnaðarins segja að krónan sé of háu verði keypt og að boöaðar skatta- og vaxtalækkanir kunni að koma oft seint til framkvæmda til að bera árangur. Stjörnubíó hættir Norðurljós hf. hætta rekstri Stjömu- bíós við Laugaveg og hafa sett húsnæði kvikmyndahússins í sölu. í staðinn vill fyr- irtækið reisa og reka kvikmynda- og tóm- stundahús í miðbæ Reykjavikur. Loðnan fer Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðing- ur hjá Hafrannsóknastofhun, segir loðnuna fyrir austan land veiðanlega í viku til tíu daga til viðbótar. Enn eru 150.000 tonn óveidd úr kvótanum þetta árið þannig að menn verða að semja hratt ef takast á að bjarga þeim verð- mætum. Lífeyrir og EES í svari fjármálaráöuneytisins við fyrirspum frá Landssamtökum lífeyris- sjóða er tekið fram að samkvæmt EES- samningnum sé lífeyrissjóðum ekki heimilt að endurgreiða iðgjöld til rikis- borgara aðildarríkja EES-samningsins. Af þessu leiðir líka að endurgreiðsla lif- eyrissjóðsiðgjalda til íslendinga er áð sjáifsögðu ekki heimil hér á landi Birgir Leifur Haf- þórsson, kyffingur af Skaganum, er í 29.-34. sæti eftir ann- an hring á fjórum höggum undir pari á Madeira Island Open- mótinu sem fram fer í Portúgal og er hluti af evrópsku móta- röðinni. Birgir Leifur fór annan hring- inn á einu höggi undir pari í gær en hann fékk þrjá skolla á hringnum eftir góða byrjun. Árangurinn nægði honum þó til áframhaldandi þátttöku og held- ur hann út í þriðja hring í dag. Nýtt eimbaö Undirbúningur er hafinn að bygg- ingu eimbaðs í Sundhöllinni við Bar- ónsstíg. Eru gestir beðnir um að taka tillit til þess og sýna þolinmæði á með- an á framkvæmdum stendur. Skortur á eimbaði i Sundhöllinni hefur heft rekst- ur hennar í samkeppninni við aðra sundstaði í höfuðborginni. Binda menn miklar vonir við eimbaðið sem á að verða tilbúið í vor. -EIR Birgir áfram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.