Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001
Fréttir
I>V
137 fangar losnuðu úr fangelsi á síðasta ári - 6 af hverjum 10 fengu reynslulausn:
Þriðji hver út eftir
helming afplánunar
- síbrotamaður í 7. afplánun sem alltaf hafði rofið skilyrði reynslulausnar fékk tækifæri
hafði á árunum 1990-1998 hlotið 14
Á síðasta ári losnuðu 137 fangar
úr refsivist í fangelsum landsins.
Rétt um þriðji hver fangi losnaði út
á reynslulausn eftir að hafa afplánað
helming dæmds dóms. Tæplega
þriðji hver fangi losnaði hins vegar
úr fangelsi eftir tvo þriðju hluta af-
plánunar en rúmur þriðjungur fang-
anna tók út alla þá refsingu sem þeir
höfðu verið dæmdir í.
Árið áður, 1999, var heildarhlutfall
reynslulausna svipað, þá losnuðu
tveir af hverjum þremur föngum út á
reynslulausn og helmingur þess
hóps eftir helming afplánunar. Það
ár ákvað Fangelsismálastofnun að
tveir síbrotamenn fengju reynslu-
lausn eftir að hafa afplánað tvo
þriðju hluta dóms. Annar þeirra
Byggðastofnun:
Nasco selt á
236 milljónir
Undirritaður var í gær samning-
ur um sölu á rækjuverksmiðju
Nasco í Bolungarvík. Fyrirtækið
varð gjaldþrota í desember sl. eins
og greint hefur verið frá.
Að sögn Kristins H. Gunnarsson-
ar, stjórnarformanns Byggöastofn-
unar, er söluverð 236 milljónir. Veð-
kröfuhafarnir sem bera málið uppi,
Byggðastofnun, Sjóvá-Almennar og
Sparisjóðurinn í Bolungarvík,
breyta hluta af kröfum sínum í
hlutafé að upphæö 97 milljónir.
Kaupendurnir, sem eru Verkalýðs-
og sjómannafélag Bolungarvíkur,
hópur í kringum bæjarsjóð og fyrr-
verandi starfsmenn Nasco, ásamt
Þorbimi í Grindavík, koma inn með
60 milljónir króna. Þessi hópur fær
í nokkur ár virkan meirihluta en
veðkröfuhafarnir geyma hluta af
sínu hlutafé þannig að nýir eigend-
ur fái tækifæri til að koma fyrirtæk-
inu í rekstur aftur.
Kristinn sagði að á eignum Nasco
hefðu hvílt á fimmta hundrað miilj-
ónir. Með þessari sölu væri Byggða-
stofnun að tapa um 150 milljónum
króna. Kröfur i þrotabúið námu um
880 milljónum króna en áhvilandi
veð voru um 450 milljónir. -JSS
refsidóma. Þegar stofnunin mælti
með að hann skyldi fá reynslulausn
var hann að afplána fangelsi í sjö-
unda skipti. Þrisvar hafði hann hlot-
ið reynslulausn áður en alltaf rofið
skilyrði hennar og komið til baka í
fangelsið. „Þrátt fyrir að umsækj-
andi hafi hlotið marga refsidóma á
skömmum tíma og afpláni nú fang-
elsisrefsingu í sjöunda sinn er lagt
til að honum verið með vísan til per-
sónulegra ástæðna veitt reynslu-
lausn...“ segir í niðurstöðu stofnun-
arinnar.
Erlendur Baldursson, afbrotafræð-
ingur hjá Fangelsismálastofnun, seg-
ir að í þessu tilviki hafi fanginn af-
plánað tvo þriðju af 22ja mánaða
Búist er við miklum fundarhöld-
um i samningaviðræöum sjómanna
og útvegsmanna um helgina, og ein-
hverjir gera sér vonir um aö hreyf-
ing fari að komast á málin eftir
„kyrrstöðu" í 13 mánaða fundarlotu
þar sem um 30 fundir hafa verið
haldnir án nokkurs árangurs.
Samningafundur hófst kl. 14 í gær
og stóð enn þegar DV fór í prentun.
Fyrir þann fund höfðu samninga-
menn fengið 10 klukkustunda frí frá
næsta fundi þar á undan, en þá dró
aðeins til tíðinda. Sjómenn lögðu
fram tilboð sem var hafnað og út-
vegsmenn lögðu fram annað tilboð
sem sjómenn höfnuðu. Þeir sem DV
ræddi við eftir þann fund sögðu
þetta tilboð ekki hafa verið neitt
innlegg sem byggjandi væri á, en
síðan hefur verið haft eftir öðrum
ónafngreindum samningamönnum
að þarna- væri hugsanlega viðræðu-
grundvöllur á ferðinni.
Flotinn er nú kominn í land, en
reiknað var með síðustu skipum til
hafnar um hádegi í dag. Löndun er
lokið úr þeim loðnubátum sem síð-
astir komu með afla að landi í gær,
fangelsisdómi á Kvíabryggju. Hegð-
un hans hafi í einu og öllu verið til
fyrirmyndar og hann hefði gengist
undir persónulega meðferð sem
nefndin hefði talið mannbætandi.
Menn geta deilt um þetta
„Menn geta auðvitað deilt um
þetta,“ segir Erlendur og vísar til
þess að reynt sé að stuðla að því að
fangar komi betri út í frelsið á ný.
„Ef flutningur í annað fangelsi, hegð-
un og viðleitni fanganna sjálfra til að
verða betri menn sýnir árangur er
reynandi að gefa síbrotamönnum
reynslulausn eftir tvo þriðju í viss-
um tilvikum," segir Erlendur. „En
hefði þessi maður til að mynda brot-
ið reglur, t.d. með fíkniefni eða ann-
en reikna má með að um 140-150
þúsund tonn séu óveidd af loönu-
kvótanum, eftir að sjávarútvegsráð-
að hefði hann örugglega setið út all-
an afplánunartímann.
Á árinu 1999 ákvað Fangelsismála-
stofnun einnig að sleppa öðrum sí-
brotafanga út á reynslulausn eftir
tvo þriðju hluta afplánunar. Sá fangi
hafði 10 sinnum áður afplánað óskil-
orðsbundna refsivist. Erlendur segir
að í því tilfelli hefði fanginn sýnt
fyrirmyndarhegðun f refsivistinni og
hann notfært sér þau meðferðarúr-
ræði sem boðið var upp á meðan af-
plánun stóð. „Almennt séð, ef mönn-
um finnst heppilegra að síbrotamað-
ur fái reynslulausn, þá eru honum
gjarnan sett þau skilyrði að hann
megi ekki bragða vín eða önnur
vímuefni á skilorðstímanum.“
herra jók kvótann um 100 þúsund
tonn í fyrradag að tillögu Hafrann-
sóknastofnunar. -gk
DVWYND HILMAR ÞÓR
Borgarstarfsmenn í vorverkum
Ýmislegt þarf að gera viö í borginni
á hverjum degi, hvort sem um sum-
ar eöa vetur er aö ræöa. Það er þó
ekki alltaf sem hægt er aö vinna
vorverk í mars en aö undanförnu
hafa starfsmenn Reykjavíkur heldur
þeturgetaö tekiö til hendinni víöa
um borgina þar sem veöriö hefur
veriö eins og á góöum vordegi
Gönguskíðaleiðangur:
Ætlar að
ganga rúma
600 kílómetra
Einn lengsti gönguskíðaleiðangur á
íslandi hófst á miðvikudag i Homvík á
Ströndum og fór vel af stað. Það er
fjallamaðurinn Guðmundur Eyjólfsson
sem ætlar að ganga á skíðum um 600
km leið. Frá Homvík mun hann fara
yfir Vestfjarðahálendið, norður yfir
jökla og austur til Vopnafjarðar þar
sem áætlað er að ferðinni ljúki á tima-
bilinu frá 1. til 12. aprfl.
„Það sem fær mann til að takast
svona lagað á hendur er auðvitað mik-
ill metnaður á sviði fjallamennsku,
brennandi ævintýraþrá og áhugi á
landinu," segir Guðmundur um ferð-
ina.
í leiðangrinum á einnig að prófa nýj-
ustu fjarskiptatækni sem í boði er fýr-
ir ferðalanga í óbyggðum en það em
Tetra-handtæki og VHF-talstöðvar. Þá
mun nýr ferilvöktunarhugbúnaður frá
Trackwell Software fylgjast með fram-
vindu ferðarinnar.
Guðmundur er þrítugur Reykvíking-
ur og hefur hann stundað fjalla-
mennsku, ísklifur, klettaklifur og flall-
göngur í yfir fjórtán ár, meðal annars í
evrópsku Ölpunum, á Grænlandi, í
Noregi og á íslandi. í gönguferðinni
mun Guðmundur draga vistir og far-
angur á sérstökum sleða en á fyrir
fram ákveðnum stöðum mun hann end-
umýja matarbirgðir og aörar nauðsynj-
ar. -MA
-Ótt
Sjómannaverkfallið:
Stíft fundað um helgina
- flotinn í landi og 140-150 þúsund tonn óveidd £if loðnu
Sjómenn á samningafundi
Grétar Mar Jónsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins, feryfír
gögn meö sínum mönnum.
Voðríð i hvolil
r
jM
v?
Austlæg eða breytileg átt
Hæg austlæg eöa breytileg átt. Stöku skúrir
eða él vestan til og meö norðurströndinni en
víða léttskýjað austanlands. Hiti 1 til 5 stig aö
deginum sunnanlands en vægt frost annars
staöar.
A!H t=ri!r vc-Orí
E
Regnbogar á himni
Regnbogar eru einstök listaverk sem
myndast þegar sólin skín í gegnum
rigninguna. Aöeins er hægt aö sjá
regnboga ef maöur er meö sólin bak
viö sig og rigninguna fyrir framan.
Hægt er aö búa regnboga til í garðinum
heima á góöum sólardegi meö því að
nota garðslöngu. Talið er sá regnbogi
sem lengst hafi sést var regnbogi yfir
Noröur-Wales sem sást í þrjá tíma.
1 Sí>l-irjÞinjHir ojf sj.iv.irfoll
RtYKJAVIK AKUREYRI
Sólariag i kvöld 19.35 17.47
Sólarupprás á morgun 07.35 09.04
Síödegisflóö 01.07 05.40
Árdeglsflóö á morgun 01.07 05.40
Skýringar á ve&urtáknum
(Jf-^VINDATT 10V-HITI -io° >.VINDSTYRKUR \ „„„ í metrum á wkúndu ^ r KUb 1 HEIÐSKÍRT
iD €3 O
IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAO
SKYJAÐ
%>/ telíji w iil
RIGNING SKURiR SLYODA SNJÓK0MA
==
ÉUAGANGUR ÞRUMll SKAF- ÞOKA
VEÐUR RENNINGUR
VoAriA n niorKiin
Hægviðri og léttskýjað
Hægviðri og víöa léttskýjaö en stöku él veröa viö suðausturströndina. Hiti
verður í kringum frostmark aö deginum en talsvert næturfrost.
IV!ai«utjag«i
Vindur: C
5-10 m/«\
Hiti 0° tii -5“
Noröan og norðaustan 5 tll
10 m/s. Dálítll él veröa N-
og A-lands, en léttskýjaö á
Suöur- og Vesturlandl.
Frost 0 tll 5 stlg aö
deglnum.
Vindur:
3-8 m/%
Hiti 0° til -5"
Fremur hæg austlæg átt.
Viöa snjókoma eöa él og
frost um mestallt land.
!W!&víhMt!ae
Vindur:
3-8 m/%
Hiti 0° til .5“
Fremur hæg austlæg átt.
Viöa snjókoma eöa él og
frost um mestallt land.
KBB ;
AKUREYRI alskýjað 1
BERGSSTAÐIR skýjaö 0
BOLUNGARVÍK alskýjað 0
EGILSSTAÐIR -4
KIRKJUBÆJARKL.
KEFLAVÍK skýjaö 2
RAUFARHÖFN alskýjaö 0
REYKJAVÍK skýjaö 3
STÓRHÖFÐI skúrir 4
BERGEN 2
HELSINKI snjókoma 1
KAUPMANNAHÖFN skúr 5
ÓSLÓ snjókoma 0
STOKKHÓLMUR þokumööa 1
ÞÓRSHÖFN snjóél 3
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö -1
ALGARVE skýjaö 17
AMSTERDAM alskýjaö 8
BARCELONA alskýjaö 14
BERLÍN skýjaö 9
CHICAGO snjókoma -1
DUBUN rigning 5
HAUFAX léttskýjaö -1
FRANKFURT skýjaö 14
HAMBORG léttskýjaö 8
JAN MAYEN snjóél -11
LONDON súld 8
LÚXEMB0RG skýjaö 11
MALLORCA mistur 22
MONTREAL heiösklrt -7
NARSSARSSUAQ léttskýjaö 4
NEW YORK skýjaö 7
ORLANDO þokumóöa 21
PARÍS skýjaö 15
VÍN skýjaö 11
WASHINGTON þokumóöa 5
WINNIPEG skýjaö -8