Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 Helgarblað I>V Þar sem hjálpsemin ræður ríkjum staklega þegar um alvarleg slys er að ræða. „Þetta starf byggist á góðri þjálfun og almennri skyn- semi,“ segir Eiríkur á milli þess sem hann svarar I símann. Veit aldrei hver hringir næst Auk Eiríks eru fjórir aðrir á Neyðarlínuvaktinni þetta kvöldið og meðal verkefna sem þeir þurfa að sinna er að fylgjast með inn- brotskerfum, brunakerfum og neyðarhnöppum í fyrirtækjum á vegum Securitas og Vara. Fimm manns vinna á venjulegri vakt og eru starfsmennirnir af báðum kynjum og með ólíkan bakgrunn. Að sögn Eiríks er mjög einstak- lingsbundið hvað starfsmönnum finnst erfiðast við starfið. „Það er mjög erfitt þegar börn eiga í hlut og þegar fólk í sjálfsvígshugleið- ingum hringir inn,“ segir Eiríkur og bætir við að slíkum símtölum fari fjölgandi. Þetta er ekki í fyrsta Gefandi starf Stefán Kristinsson slökkviliösmaöur segir aö starfiö sé gefandi og aö þaö sé gaman að geta hjálpað fólki og látiö því líöa vel. Stöðvarstjórinn Marteinn Geirsson, stöövarstjóri hjá Slökkviliöinu, fylgist meö því sem er aö gerast í Neyöarlínuherberginu. sinn sem Eiríkur vinnur við að hjálpa fólki því hann hefur áður starfað sem lögreglumaður og slökkviliðsmaður og segir hann að sú reynsla nýtist honum vel í starfinu. í því hringir síminn og beðið er um aðstoð vegna veik- inda. Eiríkur sinnir símtalinu og lætur sjúkraflutningamenn vita um hvert þeir eiga að fara og lýsir ástandi hins sjúka. Stuttu seinna láta þeir vita um að búið sé að sinna kailinu og veikindin hafi ekki reynst eins alvarleg og í fyrstu var talið. „Maður veit aldrei hver hringir næst, það gæti verið símagabb eða tilkynning um alvar- legt umferðarslys," segir Eiríkur. Sumir sem hringja eiga við ólík- legustu vandamál að etja og nefnir Eiríkur sem dæmi að eitt sitt hafi ungur maður hringt inn því hann átti í vandræðum með að setja smokkinn rétt upp á sitt allra heilagasta. Einnig hafi lítill gutti hringt inn vegna þess að búið var að stela frá honum pokémonmynd- um og vildi hann fá lögregluna tii að upplýsa málið. Hún fór á stað- inn og leysti málið þannig að gutt- inn fékk myndimar sínar aftur. Bíiarán, hávaði og slagsmál Við hliðina á Eiríki hafði einn af liðsmönnum slökkviliðsins fengið sér sæti til að fylgjast með því sem var að gerast. Marteinn Geirsson er stöðvarstjóri hjá slökkviliðinu og hefur verið slökkviliðsmaður i 28 ár og segir að starfið sé skemmtilegt, krefj- andi og oft erfitt. „Það getur verið líkamlega erfitt þegar fara þarf inn í brennandi hús til að bjarga fólki," segir Marteinn. Mikilvægt Friögerður Jónsdóttir aöalvaröstjóri á aö sinna lögreglubeiönum. Um 260 þúsund símtöl berast til Neyðarlínunnar á hverju ári og eru ástæður þeirra margvís- legar þó flestar þeirra séu frá fólki í neyð. í Skógar- hlíðinni þar sem starfs- menn Neyðarlínunnar svara símtölum lands- manna er einnig að finna fjarskiptamiðstöð lögregl- unnar og aðalvarðstöð Slökkviliðsins í Reykja- vik. Síðastliðna helgi fékk blaðamaður DV að skyggnast þar inn og fylgjast með starfsmönn- unum á nœturvakt. Veörið var einstaklega gott kvöldið sem blaðamaður lagði leið sína í Skógarhlíðina og á himni var fullt tungl. Sumir gætu talið að það væri fyrirboði um að þaö ætti eftir að vera nóg að gera á vaktinni. Eitt af því sem einkenn- ir störf þeirra sem þar vinna er að enginn veit fyrirfram hvað gerist eða hvar þeir munu lenda á vakt- inni. Vaktstjórinn á Neyöarlín- unni að þessu sinni er Eiríkur Jós- epsson sem starfað hefur þar í rúm fjögur ár. Eiríkur segir að það geti verið krefjandi starf að svara hjálparbeiðnum fólks í vanda, sér- í lögreglubí! númer 271 Þau Arnar Marteinsson varöstjóri og Ásgerður Stefánsdóttir lögreglumaöur voru á vaktinni þessa nóttina og þurftu aö sinna margs konar útköllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.