Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 46
58
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001
Tilvera
I>V
íslendingabyggð
á öðrum hnetti
- um ósjálfráða skrift
Svissneski andamiöillinn
Helen Smith (1863-1929) varö
frœg fyrir störf sín um aldamót-
in 1900 þegar rithöfundurinn
Victor Hugo fór aö tala í gegn-
um hana. Hún varö fljótlega
vinsœl meðal spíritista og sagt
er aö hún hafi lyft hlutum meö
hugarorku, fœrt þá úr stað og
að framliönir hafi talaö í gegn-
um hana á ýmsum tungumál-
um. í einni leiöslunni greip hún
penna og fór aö skrifa af mikl-
um krafti en þegar œðiö rann
af henni mundi hún ekkert eftir
atvikinu. Helena skrifaöi meöal
annars greinargóöa lýsingu á
lífi framliöinna sem höföu aö-
setur á plánetunni Mars og um
tíma ritaöi hún á tungumáli
þeirra.
Andaskrift eöa ósjálfráö skrift
vakti mikla athygli meöal
spíritista á nítjándu öld og fyr-
irbœriö barst fljótlega til Is-
lands.
Höndin hreyfist sjálfkrafa
í bók Nils 0. Jacobsons Er líf eftir
dauðann? er ósjálfráðri skrift lýst á
eftirfarandi hátt: „Maður situr þægi-
lega, heldur á penna og hefur blað fyr-
ir framan sig. Eftir nokkrar árangurs-
lausar tilraunir fer höndin að hreyfast
„sjálfkrafa". Fyrst kemur ólæsilegt
krot, siðan orð og ljósar meiningar,
þótt skrifarinn horfi ekki á blaðið og
hugsi um allt annað. Þegar síðan er
farið að lesa úr því sem skrifast hefur
- og til þess þarf þolinmæöi, þvi allt er
skrifað í einni striklotu, engin grein-
armerki - koma í ljós orðsendingar,
ýmist frá látnum ættingjum eða öðr-
um öndum, þekktum eða óþekktum.
Þær flytja huggun og gefa ráð, stund-
um gamansamt mál, stundum alvar-
legar áminningar. Mál og stíil getur
verið allsendis ólikt skrifaranum og
fyrir koma orð úr tungumálum, sem
hann kann ekkert í. Sá, sem tjáir sig
stýra hendi skrifarans býr stundum
yfir þekkingu á bókmenntum og list-
um langt fram yfir það, sem á valdi
skrifarans er.“
Ævar R. Kvaran, rithöfundur og
fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Morg-
uns, segir í grein sem nefnist Ósjálfráð
skrift að þessi lýsing sé nokkuð rétt en
hún geri ráð fyrir því að menn setjist
niður í þeim tilgangi að skrifa. „En í
flestum tilfellum gerist þetta án nokk-
urs fyrirfram tilgangs skrifarans, t.d.
maður heldur á penna og ætlar að fara
að skrifa bréf eða eitthvað annað, en
finnur þá að hann missir stjóm á
hendi sinni og hún tekur að skrifa allt
annað en hann ætlaði sér. Oft skrifar
höndin líka með miklu meiri hraða en
skrifaranum er eiginlegt eða fært
ella.“
Rithöfundurinn og efasemdamaður-
inn James Randi, sem hefur verið
óþreytandi við að berja á öllum sem
fást við það sem hann kallar gervivís-
indi, hindurvitni og huglækningar, er
sem era með sex
fótum. Þeir eru
miklu stærri en
ykkar hestar; þeir
eru ákaflega mein-
lausir og ekki eins
greindir og ykkar
hestar. Þeir hafa fax eft-
ir öllu bakinu og tagl þeirra
er mjög langt. Sjálf rófan nær niður á
konungsnef, og draga þeir taglið, þeg-
ar það fær að vera sjáifrátt. Eyrun eru
mjög lítil og sjást tæplega fyrir faxinu.
Þeir er fjögura álna háir og gildir eftir
þvi.“ Á Fjörgyn eru einnig hyrndir
villihestar og skepnur sem líkjast
gíröffum sem ganga sjálfala á völlun-
um.
DV-MYND. SAMSETNING SÆMUNDUR
Hörgyn
íslendinganýlendan í geimnum mun vera í 369 Ijósára fjarlægö frá jöröinni og í næsta nágrenni viö stjörnu sem nefn-
ist Aidebaram.
aftur á móti á þeirri skoðun að ósjálf-
ráð skrift sé tóm vitleysa og sama eðl-
is og álíka raunveruleg og andaglas
eða andalækningar.
Penninn tók á rás
Mörg dæmi eru um menn sem hafa
misst stjórn á pennanum og skrifað
alls kyns sögur og lýsingar sem eng-
inn hefur getað útskýrt. Þegar Guð-
mundur Jónsson frá Bakka í Amar-
firði, sem síðar varð frægur sem Guð-
mundur Kamban, var seytján ára gam-
all tók penni hans á rás og skrifaði
sjálfstætt. Sagan segir að Guðmundur
hafi ekki haft hugmynd um það sem
hann var að skrifa fyrr en aðrir lásu
það, jafnvel þótt hann muldraði fyrir
munni sér það sem á blaðið fór jafnóð-
um og hann skrifaði það.
Ef marka má undirskriftimar sem
fylgdu voru það H.C. Andersen og
Jónas Hallgrímsson sem skrifuðu i
gegnum Guðmund, Andersen diktaði
en Jónas þýddi. Ein sagan birtist
reyndar bæði á dönsku og íslensku og
undir var skrifað: J. Hallgrímsson
þýddi 28/3 1906.
Guðmundur Kamban mun hafa ver-
ið mjög efnilegur miðill á yngri árum
en svo heilsutæpur að lokað var fyrir
með sérstökum að-
9 í i ur<5a &.C 3522
* í * j t / /
fS x'VVfcó
o- p, c * t u. V vtr X y X . (Jt
V- SwfuiL -SjcutUfSS 5 Jýnc. J-jVlíúil
Stafróf framliðinna á Mars
Miöillinn Helen Smith skrifaöi um tíma ósjálfráöa skrift í
letri íbúa á plánetunni Mars.
gerðum
fundi.
á miðils-
Fjörgyn eöa
Karitatata
Árið 1919 gaf
Guðmundur Dav-
íðsson frá Hraun-
um, bróðir Ólafs
þjóðsagnasafnara,
út hefti sem heitir
„íslendingabygð á
öðrum hnetti". í
heftinu sem er til-
Guðmundur Davíðsson
frá Hraunum
Guömundur hélt því fram aö Ólafur
bróöir hans og Jónas Hallgrímsson
heföu stýrt hendi sinni til aö koma
skilaboöum á milli heima.
einkað Dr. Helga Pjeturss með mestu
virðingu, pára framliðnir í gegnum
Guðmund lýsingu á bústað sínum á
öðrum hnetti. Guðmundur segir að
þeir sem noti hönd sína séu faðir
hans, tengdafaðir og Ólafur bróðir
hans. Guðmundur segist ekki þurfa
neina afsökun til að birta efnið opin-
berlega þar sem hann beri hvort eð er
enga ábyggð á því vegna þess að hann
hafi ekki verið með sjálfum sér þegar
hann skrifaði það niður.
í heftinu er að finna bráðskemmti-
lega og greinargóða lýsingu á verustað
íslendinga eftir að þeir yfirgefa þenn-
an heim og flytja á plánetuna Fjörgyn
eða Karitatata eins og hún nefnist á
handanheima islensku. Fjörgyn mun
vera í 369 ljósára fjarlægð frá jörðinni
og í næsta nágrenni við stjömu sem
nefnist Aldebaram. íslendinganýlend-
an gengur í kringum tvær sólir og
kemur önnur upp þegar hin sest
þannig að íbúarnir búa við eilífan dag.
Geysilega stór sól
Ólafur Davíðsson, bróðir Guðmund-
ar, er duglegur að skrifa í gegnum
hann og lýsa náttúrunni á Fjörgyn.
„Afarlangt frá okkur, svo langt að við
aðeins sjáum með berum augum, er
geysistór hnöttur - sól.“ Sólin er svo
stór að þótt allt sólkerfi sem við búum
í væri horfið inn í hana miðja þá væri
ekki hálfnað út að brúnum hennar frá
ystu reikistjörnunni.
„Dýrin eru, mörg hver, samskonar
og hjá ykkur, og þar er skemst frá að
segja, að mörg þeirra eru sömu dýrin,
sem þið hafið þekt og ykkur hefir þótt
vænt um.“ Ólafur segir Guðmundi síð-
an að uppáhaldshesturinn hans, reið-
skjótinn Svanar, bíði eftir honum í
vörslu góðra
manna. Hann
áréttar að öll dýr
öðlist ekki fram-
haldslíf óg að ör-
lög sálar málleys-
ingjans fari fyrir
margar nefndir
sem annaðhvort
gefi þeim grænt
Ijós eða sameini
þau alheims sál-
inni og afmái éin-
staklingsvitund-
ina.
Af upprunaleg-
um dýrategundum
á Fjörgyn skrifar
Ólafur um „nokk-
urskonar hesta,
Gylt blóm í garðinum
Skáldið og náttúrufræðingurinn
Jónas Hallgrimsson kemur einnig við
sögu i tengslum við ósjálfráða skrift
Guðmundar frá Hraunum, líkt og hjá
nafna hans Kamban. I einu bréfi sem
þjóðskáldið skrifaði í gegnum hin and-
setna skrifara segir hann frá garðin-
um sínum. „Ég á í garðinum mínum
blá blóm, með gyltum, ekki gulum,
kollum og gylt, ekki gul, blóm með blá-
um kollum. [. . .] Sumar blómakrón-
umar eru 2-3 fet að þvermáli og sum
blómin ennþá stærri."
Annar ónefndur meðlimur rithöf-
undasambandsins segir að í sínum
garði séu raðir af trjám. í einni röð-
inni eru nokkurs konar fíkjutré. í
annarri brauðaldintré og í þeirri
þriðju kartöflutré. „Aldinin á því tré,
eða kartöflualdinin, sem við svo nefn-
um eru lík kartöflunum ykkar að út-
liti og á stærð við eins punds kartöflu;
en þeir eru dísætir og afar ljúffengir."
Ritandinn heldur áfram og lýsir m.a.
pálmatrjám, eikum og trjám sem á
vaxa gullepli.
Uppreisn æru
Hér að framan hafa aðeins verið tínd
til nokkur dæmi um ósjálfráða skrift en
dæmin eru mun fleiri og greinilegt að
íslendingar lögðu stund á slíkar skriftir
i byijun síðustu aldar. Forvitni manna
á fyrirbærinu hélt velli langt fram á
tuttugustu öldina. Bókin Bréf frá Júlíu
kom fyrst út hér á landi árið 1907 og aft-
ur 1956, í bókinni er að finna bréf sem
W.T. Stead mun hafa skrifað í leiðsluá-
standi og í bæði skiptin seldist hún upp
á skömmum tíma.
Árið 1973 og 1974 kom ævisaga Ragn-
heiðar Brynjúlfsdóttur biskups í Skál-
holti, bókin mun vera að nokkru leyti
skrifúð af Ragnheiði sjálfri, sem lést
1663, í miðilssambandi við Guðrúnu
Sigurðardóttur. í bókinni er æra Ragn-
heiðar hreinsuð og gerð tilraun til að
hreinsa af henni brókarsóttarstimpill-
inn sem sem Megas rifjaði svo
skemmtilega upp um árið. -kip@ff.is
Ósjálfráöur penni
Meö þessu áhaldi átti aö vera tryggt aö skriftin væri
ósjálfráö. Hugmyndin minnir óneitaniega á andaglas þar
sem margir leggja til farvegi fyrir andana.