Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Page 11
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 11 I>V Skoðun Amma er Gvendur jaki Che „amma“ Guevara En þótt ég sé hræddur viö gam- alt fólk þá er mér ekki illa við það. Ég ber virðingu fyrir eldra fólki sem kemur fram við mig eins og manneskju. Ég kvíði þvi þegar amma mín og vinkonur hennar storma með Ólafi Ólafssyni niður aö Alþingi í „Che Guevara-gírn- um“. Og það er ekki vegna þess að ég sé hræddur um að amma verði sett inn. Nei, mér finnst leiðinlegt að afar og ömmur þessa lands þurfi að fara í stríð til að pabbar og mömmur íslands muni eftir því og komi almennilega fram við það. Þeir dagar eru liðnir sem gam- alt fólk var góðlegt. Það er ekki til neins að vera góður. Maður lifir nefnilega ekki á góðmennskunni strípaðri. Góðmennskan veitir ekki skattaafslátt. Kleinum hent í Alþingi Unglingar ársins 1968 gerðu að- súg að gömlu gildunum og segja að eina vopn þeirra hafi verið ást- in. Þeir börðu foreldra sína til hlýðni með ástinni og börnin sín líka. Þetta var fyrsta byltingin sem var sjónvarpað beint. Svo kom pönkið sem hippunum fannst náttúrlega óttalega barnaleg bylt- ing. Byltingarnar og ósóminn hafa vanalega verið bundin við unga fólkið. Núna er unga fólkið hins vegar afskaplega yfirvegað og sátt við aðstöðu sína. Gamla fólkið er hins vegar orðið dálítið pirrað. Kannski stefnir það í byltingu ef ekkert verður gert til að bæta kjör þess. Kannski vaknar þingheimur upp við það að mörg þúsund eldri borgarar eru komnir niður á Austurvöll og henda kleinum og öðru bakkelsi í Alþingishúsið. Götum í miðbænum verður lokað með ruggustólum og mæðradags- plöttum fleygt í Víkingasveitina. Og amma, ef þú vilt endilega byltingu skaltu bara hringja í mig. Ég kann að steikja ágæt- is kleinur. Þegar ég var barn þá var ég hræddur við unglinga. Þetta eltist af mér þegar ég varð unglingur en þá varð ég hræddur við börn. Enn þá er ég hræddur við gamalt fólk sem ég þekki ekki. Gamalt fólk sem ég mæti í búðum, götum og sundlaugum - sérstaklega sund- laugum. í sundlaugunum grúppar gamalt fólk sig saman og gerir uppreist gegn samfélaginu og ákveður, meðvitað eða ómeðvitað, að brjóta lög. Það stendur í hóp þar sem djúpa laugin fjarar út og ræðir málin án tillits til sund- fólksins - kannski um alheims- byltingu eldri borgaranna. Ég gæti alveg trúað því en ég er stundum með hálfgert of- sóknaræði þannig að ég trúi ekki sjálfum mér. Amma er Gvendur jaki Gamlar konur ryðjast iðulega fram fyrir mig í bönkum og öðr- um þeim stöðum þar sem biðraðir myndast. Þama er biðröðin á Kaffibarnum reyndar undantekn- ing. Núna er ég kominn með ein- hvem heimabanka þar sem eru engar biðraðir. Ég get setið ótta- laus í skrifborðsstólnum og borg- að reikninga. Elsta konan sem Sigtryggur Magnason blaðamaður kemur í heimsókn er amma mín. Og talandi um ömmu mína þá er ég dálítið súr út i Ólaf Ólafsson landlækni. Hann er búinn að gera Gvend jaka úr ömmu minni. Þeg- ar ég slæðist í heimsókn þá þrum- ar hún yfir mér um kjör eldri borgara og hvernig samfélagið hefur girt þá af. Hún má eiga það hún amma að hún getur talað í línuritum. Og auðvitað hafa aldr- aðir verið girtir af. Það er dálítið langt síðan það gerðist og það var eiginlega ekki ég sem ber ábyrgð á því. Það voru eiginlega foreldrar mínir - börnin hennar ömmu. Mín kyiislóð ræður engu um kjör aldraðra. Það besta sem þessi kyn- slóð getur gert fyrir eldri borgara er að heimsækja afa sinn og ömmu. Og við gerum það. X-kynslóðin Þeir sem eru gamlir núna voru foreldrar árið 1968. Það voru böm- in þeirra sem voru besta æska í heimi. Æskan sem breytti heimin- um, kveikti í skólunum og réðst inn í sendiráðin. Foreldrunum fannst það kannski ekkert at- hugavert þá en ég held að þeir hafi áttað sig. Það er bara um seinan. 68- kynslóðin er búin að koma sér vel fyrir og hefur hent hugsjónun- um með gömlu muss- unum. Frá því ég man eftir mér hefur ástandið á unga fólkinu aldrei verið jafn slæmt. Þannig hefur það ver- ið á hverju einasta ári. Æskan er rotin eins og kívi í vondum ávaxtabar. Diskókyn- slóðin var alveg tóm, pönkkynslóðin var illa lyktandi og ógn- vekjandi, Duran- durankynslóðin var með bleik bindi, sítt að aftan og axlapúða og X-kynslóðin með e-pillur í rassvasan- um. Ég man þegar e- pillan kom í umræð- una. Og af því að dæma hvernig meðvitaðir pólitíkusar á besta aldri töluðu þá var þessi plága alls staðar. Maður beið alltaf eftir því að einhver yrði dreginn upp á Al- þingi sem eina unga eintakið sem ekki væri útúrdópað. Það gerðist ekki og allir töldu að það væri vegna þess að það væri einfald- lega ekki til á landinu. 68-kynslóðin var í öngum sín- um. Hvernig gat þessu unga fólki dottið i hug að til væri skaðlaust vímuefni? Vissi þetta fólk ekki neitt? Hvað hugsuðu foreldrar 68- kynslóðarinnar á sínum tíma þeg- ar virðulegir vísindamenn boðuðu útvíkkun hugans með hjálp LSD? Ó boj. Rítalín- aöur Grettir Ung- lingar eru vondir. Þeir ha alltaf ver- ið Kannski vaknar þing- heimur upp við það að mörg þúsund eldri borg- arar eru komnir niður á Austurvöll og henda kleinum og öðru bakkelsi í Alþingishúsið. Götum í miðbœnum verður lokað með ruggustólum og mœðradagsplöttum fleygt í Víkingasveitina. en í minn- ingunni eru þeir bara ágætir. vondir. Hver man ekki eftir drykkjulátunum í Agli Skalla- grímssyni þegar hann var dreng- ur. Grettir sterki var ekki sérlega dælt barn, hann væri örugglega á rítalíni í dag. Og verður rítalinað- ur Grettir 21. aldarinnar einhvern tímann hetja? Það er afskaplega auðvelt að eyðileggja börn. Þannig hefur það aUtaf verið. Áður gerði fámennið og áreitisleysið það að verkum að foreldrar voru stærsti áhrifaþátt- urinn. Þá var alveg ljóst hvar ábyrgðin lá - hjá foreldrunum. Núna höfum við sjónvarpið og alla fjölmiölana, skólann og aðrar „menntastofnanir". Eftir skóla- væðinguna benda foreldrar alltaf á aðra þegar kemur að ábyrgðinni á lifi barna sinna. Grunnskólinn er auðvitað hlægilegur, nei ekki hlægilegur, sorgleg- ■. Ég óttast það að senda börnin mín í skóla af því mér þykir vænt um þau. Eitt sinn ung Fólk sem kallar sig fullorðið segir oft að unga fólkið beri enga virðingu fyrir þeim sem eldri eru. „Það verða allir gamlir," segir það í ásökunartón. En það hafa líka allir verið ungir og í raun miklu fleiri en lifa það að vera gamlir. Fólk gleymir því oft og í því felst hluti af vandamálinu. Þegar fólk er ungt þá hefur það þörf til að marka sér sérstöðu, skera á bönd- in við foreldrana. Ungt fólk hrærir i heiminum, gerir heimskulega hluti og gáfu- lega. Ungt fólk leitar sjálfstæðis með vali á tónlist sem eldra fólk hatar. Þannig er það með Eminem og þannig var það með Rolling Stones. í raun voru Rollingarnir alveg jafn skelfileg fyrirmynd - Skoöanir annarra Rússneskt njósnafár „Ef trúa má rík- isstjóm Vladímírs Pútíns gengur njósnafaraldur meðal þegnanna yfir Rússland. Tvenn lokuð rétt- arhöld, yfir gamal- reyndum stjómar- erindreka og háskólaborgara, standa nú yfir. Innan skamms verða nokkrir til viðbótar ákærðir. Það, segir Öryggisþjónusta sambandsrík- isins, eða FSB, arftaki sovésku leyniþjónustunnar KGB, er aðeins toppurinn á ísjakanum. I ársskýrslu hennar kom fram að hún hefði fylgst með 350 Rússum sem störfuðu fyrir erlendar leyniþjónustur. Marg- ir Rússar eru slegnir yfir þessum fréttum en ekki vegna þess að meint ríkisleyndarmál hafi glatast. Fólkið sem er fyrir rétti er virtir háskóla- borgarar, vísindamenn, blaðamenn og stjórnarerindrekar og það er greinilegt að ákærurnar eru tilbún- ingur.“ Úr forystugrein Washington Post 15. mars. Styttur og lifandi fólk „Mótmælin gegn eyðileggingu Talebana á ómetanlegum listafjár- sjóðum í Afganistan eru fullkom- lega réttmæt. En maður getur furð- að sig á þvi að mótmælin gegn versnandi lífskjörum lifandi fólks af völdum Talebana hafa verið miklu daufari. Maður getur líka furðað sig á því að hættan á hungurdauða milljóna Afgana hefur ekki vakið mikla athygli. Þvert á móti brýst reiðin í garð Talebana fram í sífellt meira skeytingarleysi umheimsins gagnvart þjáningum þjóðarinnar, eins og starfsmaður hjálparstofnun- ar bendir á í blaðinu í dag. Hann óttast að eyðileggingin á Búdda- styttunum í Afganistan muni ekki aðeins auka á andstyggð umheims- ins, heldur einnig draga úr að- stoðinni, sem er þó lítil fyrir.“ Úr forystugrein Politiken 15. mars. Goðsögnin og réttinom „Zapatistahreyf- ingin í Mexíkó er ekki nein venjuleg skæruliðasamtök. Þau hafa ekki hleypt af skoti í sjö ár og yrðu auðveld bráð hermanna kæmi til átaka. Marcos, grímuklæddur leiðtogi samtakanna, heyr orrusturnar á þeim vígvelli sem hann er sterkast- ur á: í fjölmiðlunum. Margir menntamenn í Mexíkó eiga erfítt með að sætta sig við sviðsetningar hans og marxistaslagorðin sem flæða úr munni hans. En Marcosi, sem sjálfur er ekki indíáni, er að takast það sem engum suður-amer- ískum leiðtoga hefur tekist áður, það er að setja þarfir og réttindi frumbyggjanna efst á dagskrána hjá ríkinu. Nýr forseti Mexíkó, Vincente Fox, hefur lagt fram laga- frumvarp sem staðfestir réttindi frumbyggjanna. Yrði farið eftir lög- unum yrðu stórfelldar breytingar á efnahagnum og þjóðfélaginu." Úr forystugrein Dagens Nyhet- er 16. mars. Evrópusambandið hótar „Norsk yfirvöld byggðu á þjóðar- rétti þegar þau settu á bann við inn- flutningi á kjöti og kjötafurðum frá öllu ESB og EFTA-svæðinu. Þrátt fyrir hótanir framkvæmdastjórnar ESB um gagnaðgerðir heimilar end- urskoðað öryggisákvæði EES-sam- komulagsins einstökum löndum að grípa tU ákveðinna varnaðarað- gerða þegar heUsu dýra og manna er alvarleg hætta búin. Hávaðinn í ESB núna er ekki vegna aðgerða Noregs. Ástæðunnar á að leita hin- um megin Atlantshafsins. Það svið- ur meira þegar Bandarikin loka landamærum sínum fyrir matarinn- flutningi frá ESB. Taugaveiklun ESB stafar einnig af skærum sem margir óttast að breytist í viðskipta- stríð miUi ESB og Bandaríkjanna." Úr forystugrein Aftenposten 15. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.