Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 Helgarblað DV Vesturbær Míðbær Brelöholt Hlföahverfí Árbær Grafarvogur Austurbær Laugameshverfí Fossvogur Bústaöahverfí Laugardalur Vogahverfí Vatnsmýri Smáíbúöahverfí Skerjafjöröur f■, ■■ .._____ : 14,4% ...i 11,9% 10,2% 7,6% 22,5% 7,3% 4,7% 4,3% 2,2% J 1,2% §1,0% 0,7% Draumalandið fyrir vestan Læk Flestir Reykvíkingar vilja búa í vesturbænum samkvæmt könnun DV Maðurinn þolir ekki kyrrstöðu. Hann er aldrei ánægður með það sem hann hefur heldur dreymir um annað, betra. Þess vegna þekkja all- ir orðatiltækið: Grasið er alltaf grænna hinum megin við girðing- una. í skoðanakönnun DV í vikunni voru 600 Reykvíkingar spurðir hvar þeir vildu helst búa í borginni. Úr- takið var jafnt milli kvenna og karla og svörun við þessari spurningu var afar góð því af 600 manns voru að- eins 3% sem neituðu að svara eða voru óákveðin. Vesturbærinn góöi Úrslitin eru nokkuð skýr. Vest- urbærinn er vinsælasta hverfi borgarinnar. Þar vildu flestir, eða 130 alls, búa. Þetta staðfestir orð borgarskáldsins Tómasar Guð- mundssonar sem orti um hallir keisarans í Kina, sem kváðu skína svo fallega, en ekkert vissi auga hans fegra en vorkvöld í Vestur- bænum. í hugum margra er ekkert eins reykvískt eins og að búa i vesturbænum og það staðfestist í þessari könnun. Við reiknum með að þegar fólk nefnir vesturbæinn þá eigi það við svæðið beggja vegna Hringbrautar en enginn tiltók nánar hvar innan hverfisins draumar hans lægju. 101 draumur Næst á eftir vesturbænum kom það sem fólk kallar miðbæ Reykja- víkur og er póstnúmer 101 Reykja- vík. Þetta er elsti hluti borgarinnar og sá sem líkist einna mest stór- borg. Þama er allt, og þá meina ég allt, enda hefur hverfið verið gert ódauðlegt í skáldsögu Hallgríms Helgasonar, 101 Reykjavík, og síðar í kvikmynd Baltasars með sama nafni. Næturlífið í 101 er heims- frægt. Þarna sögðust 83 aðspurðra vilja setjast að. Nokkrir nefndu Þingholtin sérstaklega sem sinn draumastað sem er þá væntanlega í hæfilegu göngufæri við hjartslátt miðbæjarins. S m ** 3 * Z, 1*1 * i • « i F * > ■ ■ fÍÍsOÚ S»»* * WJ&m. » » m Mr - * .'jj- M UUUKi rizM'A r » ilK k~z****m£& lSX mS *§.**££ S "TW 7Tf' »■»'* Vesturbærinn í Reykjavík Samkvæmt skoðanakönnun DV um eftirsóttustu búsvæöin í Reykjavík er vesturbærinn langvinsælastur. Þögnin í Breiðholti Ekki eru allir sama sinnis og taka hin hljóðu og öruggu úthverfi fram yfir ysinn i miðbænum. Þetta er fólk sem vill ekki vakna viö söng nátthrafnanna, fólk sem vill eiga fal- legan garð og bílskúr eða una sátt í fuglabjörgum blokkanna. Breiðholt- ið varð í þriðja sæti í téðri könnun með 69 atkvæði. Breiðholtið er stórt blandað svæði þar sem uppbygging hófst í kringum 1970. Nokkrir þátt- takenda nefndu Seljahverfið sér- staklega. Hlíðarnar voru fyrsta eiginlega úthverfið í Reykjavik og eru enn í þægilegri fjarlægð frá miðbænum. Þetta er afskaplega traust og vel skeljasandsvarið hverfi og þar er gott að búa. Það völdu 59 þátttak- endur og Hlíðarnar urðu í fjórða sæti. Komdu nær Þetta leiðir sem sagt í ljós að 45% Reykvíkinga vilja búa í Hlíðum, miðbænum eða vesturbæ. Miðað við heildarflatarmál borgarinnar mætti draga af þessu þá óvísinda- legu ályktun að Reykvikingar vildu gjaman búa þéttar en þeir gera. Ef við skilgreinum Árbæ, Breiðholt og Grafarvog sem ótvíræðustu úthverf- in í Reykjavík þá eru aðeins 25% að- spurðra sem vilja helst búa þar. Það er sem sagt einn af hverjum fiórum sem vill helst vera úthverfabúi. Árbær í Reykjavík var lengi al- gerlega einangraður frá borginni því fáir eða engir íbúanna sáu til annarrar byggðar. Þarna var og er ein fiölmennasta gata landsins, Hraunbær, þar sem búa fleiri en í flestum sjávarplássum landsins. Þetta friðsæla hverfi er vinsælt því þar vildi 51 búa. Ekki Grafarvog 42 aðspurðra nefndu austurbæ sem sinn draumabústað en það er illskilgreinanlegt hugtak og getur verið svæðið allt frá Hlemmi að Lækjartorgi og að Elliðaám eftir því hve gömul viðmið eru notuð. Grafarvogur er nýjasta og stærsta hverfi Reykjavíkur og þar sögðust 44 helst vilja búa eða rúm 7% að- spurðra. I raunveruleikanum munu ríflega 11% Reykvíkinga búa í Graf- arvogi. 25 sögðust vilja búa í Fossvogin- um friðsæla þar sem göngustígur- inn er aðalslagæð hverfisins og dalsins sem var bjargað undan hraðbrautinni á sínum tíma. 13 í viðbót nefndu Bústaðahverfið sér- staklega og hafa kannski átt við það sama.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.