Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 27 X>V Helgarblað DV-MYND GVA Afslappaöur keppnismaöur „Mér leiö ekki vel eftir Ólympíuleikana í Sydney, “ segir Jón Arnar. „Ég vissi ekki hvort ég ætti aö standa í þessu áfram. Ég hugsaöi þó sem svo aö ef ég vildi halda áfram væri betra aö halda sér í góöu formi. Ég breytti æfmgunum, létti þær, en ég haföi æft rosalega síöustu sex árin undir miklu álagi. “ Jón Arnar Magnússon kom, sá og sigraði í Portúgal: Ýmist hetja eða skúrkur Á silfurstundu ísland haföi beöiö eftir þessu augnabliki; beöiö eftir því aö fylgjast meö Jóni Arnari í sínu rétta formi á stórmóti. „Þetta var góö tilfmning, sér- staklega fyrir egóiö. Núna veit ég aö ég get haldiö ófram. “ Jón Arrnr Magnússon, tug- og sjöþrautarkappi, sneri í upphafi vikunnar heim frá heimsmeistara- mótinu í Portúgal meö silfur- medalíu í farteskinu. ísland hafði beöiö eftir þessu augnabliki; beöiö eftir því að fylgjast meö Jóni Arn- ari í sínu rétta formi á stórmóti. Það er sagt um Jón Amar að hann sé náttúrubam, frjálsíþróttamaður frá náttúrunnar hendi. Lífleg framganga hans og persónutöfrar hafa heillað þjóðina. Við munum eftir honum í At- lanta, þar sem hann var með skegg í fánalitum, og hafa menn fylgst vel með skeggvexti hans síðan. Um síðustu helgi segjast margir hafa séð annan Jón Amar Magnússon í íþróttahöllinni í Portúgal. Hann var afslappaður, yflrvegaður og glaður. Stofuspekingamir sögðust sjá í honum sunnlenska strákinn sem hefur verið í ungmennafélagi frá þvi hann man eft- ir sér, fullur af krafti, tækni og gleði; laus við áhyggjur og óendanlegar kröf- ur. Erfiöir Ólympíuleikar „Mér leið ekki vel eftir Ólympíuleik- ana í Sydney," segir Jón Arnar. „Ég vissi ekki hvort ég ætti að standa í þessu áfram. Ég hugsaði þó sem svo að ef ég vildi halda áfram væri betra að halda sér í góðu formi. Ég breytti æf- ingunum, létti þær, en ég hafði æft rosalega síðustu sex árin undir miklu álagi.“ Jón Amar er fluttur í Kópavoginn og starfar sem yfirþjáifari World Class í Austurstræti. Hann hefur gengið til liðs við Breiðablik og segist ekki vilja sleppa takinu af ungmennafélagshreyf- ingunni. „Ég vil ekki missa af landsmótunum - þeirri stemningu sem þar ríkir. Það er partur af prógramminu að mæta á landsmót og sýna sig. Þá hefur al- menningur kost á því að sjá mig keppa en það er til dæmis mjög sjaldgæft að sjá bestu keppnismenn Reykvíkinga á mótum úti á landi.“ Inn á milli stórmóta í sumar verður Landsmót UMFÍ á Egilsstöðum og þar mætir Jón Amar. Að þessu sinni verð- ur hann ekki í tjaldi HSK þótt hann segist ætla að líta í heimsókn þangað. „Ég vona að mér verði ekki hent út,“ segir hann og aðspurður um hvort hann muni taka þátt í pönnuköku- bakstri og dráttarvélarakstri segir hann að frjálsu íþróttimar verði að nægja í þetta sinn. „Alvöruuvinna „Ég hafði miklar fjárhagslegar áhyggjur fyrir Ólympíuleikana og kannski það hafi komið niður á ár- angrinum þar,“ segir Jón Arnar, en allt miðaðist við Ólympíuleikana í Sydney, bæði markmið og styrkir. Eft- ir erfiða Ástralíuferð var Jón Amar aðeins með einn styrktaraðila, Lands- símann, en því samstarfi lauk um ára- mótin. „Það er í rauninni ekkert hlé og eng- in tilslökun. Það er mikið í húfi og skiljanlegt að styrktaraðilar endur- skoði sín mál og í hvað þeir leggi pen- ingana sina.“ Varðandi spurninguna um hvort fjárhagsáhyggjur hefðu haft áhrif á gengi hans í Sydney segir Jón Amar: „Kannski, kannski ekki. En það var óþægilegt að hafa það líka á bakinu þvi að ég á stóra fjölskyldu. Erlendis standa samböndin og stórir stuðnings- aðilar á bak við menn. Hér á landi er það fyrst núna sem sérsambandið er að komast á núllið fjárhagslega. Þá get- ur það kannski gert eitthvað." Jón Amar er hættur að treýsta á styrktaraðila og farinn að stunda „al- vöru“vinnu. „Ég er kominn með mína átta tíma á dag og miklu fleiri æfingafélaga. Það era ýmsir brjálæðingar að æfa með mér sem peppa mig upp. Hugarfarið er breytt og einbeitingin er sterkari eins og sást á mótinu í Portúgal. Ég komst strax í annað sæti og hélt þvi til loka keppninnar. Pressan þarf að vera rétt. Einhvers staðar em mörkin sem ráða þvi hvort ég er með eða ekki.“ Mikið lagt undir Umræðan um Jón Amar hefur rokkað eftir því hvemig honum hefur gengið. „Ég er ýmist hetja eða skúrkur. Stundum hef ég verið talinn alveg bú- inn; skotinn alveg niður. Menn hafa sagt að ég ætti að taka sjúkratöskum- ar með og annað þess háttar. Það er ágætt að geta rekið hnefann í andlitið á þeim núna. Ég vissi að ef ég væri heill þá gæti ég náð þessum árangri. Sumir brotna undan þessari um- ræðu. íslendingar gera miklar kröfúr. Það kemur ekkert annað til greina en að vera bestur. Það gera sér ekki allir grein fyrir því hversu mikið er lagt undir í þessari baráttu." Bræðrahópurinn Þegar við fylgjumst með Jóni Am- ari á stórmótum komumst við ekki hjá að taka eftir þvi að hann keppir yfir- leitt við sömu mennina: „Við erum eiginlega eins og bræðra- hópur,“ segir Jón Amar. „Einn og einn dettur út vegna meiðsla annað slagið en annars er þetta yfirleitt sami mannskapurinn. Við þekkjumst vel; þekkjum veikleika hver annars og styrkleika. Utan móta erum við í sambandi og yfirleitt fara samskiptin fram með hjálp tölvupósts. Bestu vinir mínir í þessum hópi eru Erki Nool og Roman Seberle. Samskiptin við Rússana em heldur erfiðari vegna lítillar tölvunotk- unar þeirra.“ Flokkur sérútbúinna Umræðan um lyfjanotkun íþrótta- manna er síst í rénun. Ekki er langt síðan heilt landslið skíðagöngumanna í Finnlandi var nánast þurrkað út vegna lyfjaneyslu. Mest hefur lyfja- notkunin verið umrædd í kringum frjálsíþróttir. Hver man ekki eftir þvi þegar Ben Johnson féll á lyfjaprófi eft- ir að hafa unnið Carl Lewis í mögnuðu hlaupi og sett heimsmet? Það vom margir sviknir eftir það hlaup og ljóst að fólk tekur lyfjanotkun og öðm svindli í íþróttum mjög illa. Jón Amar segir að andinn á stór- mótum sé oft sérstakur vegna þessarar umræðu. „Það er mikið rætt um þetta og menn oft sakaðir um lyfjanotkun. Spjótin beinast helst að þeim sem keppa í lengri hlaupum. En prófin sem fólk þarf að gangast undir verða sífellt fleiri og strangari. Sumir hafa talað um að það þyrfti að skipta fólki í flokka eins og gert er í torfærunni: keppa í flokki götubíla og sérútbúinna. Fagteymið sem er í kringum keppendur skiptir sífellt meira máli. Læknar sérhæfa sig í því að fmna lyf til að ekki sé hægt að finna ólögleg efhi í líkama keppenda. Núna er tæknin hins vegar að verða til þess að hægt er að finna lyfin sem „blokka" ólöglegu lyfin.“ Núna er keifið þannig að þrir efstu menn em teknir í próf og aðrir af handahófi. Jón Amar vonar að prófin verði fleiri en það sé hins vegar mjög dýrt. „Menn hafa stundað þetta því tækn- in til að finna efnin í líkamanum hef- ur ekki verið til staðar. Það verður meira lagt upp úr því að finna allt og þegar það næst verður það stórkostleg- ur áfangi." Góður stuðningur Jón Arnar hefur alltaf búið og æft heima á íslandi. „Ég er einfaldlega heimakær. Ég sé ekki eftir því núna að hafa ekki farið út en kannski mun ég gera það seinna. Líklega hef ég ekki þorað að breyta til. En ég þorði þó að flytja á höfuðborgar- svæðið." Og þegar Jón Amar fer út að skemmta sér: „Þá fæ ég lítinn frið. Fólk vill mikið tala við mig. En ólíkt mörgum íþrótta- fréttamönnum þá hefur almenningur alltaf stutt mig. Ég hef lifað á því að al- menningsálitið er mér hliðhollt og það hefur ýtt mér áfram. Ég á líka góða fjölskyldu; góða konu og yndisleg böm. Og svo frábæra stórfjölskyldu. Það er mjög mikilvægt að fá góðan stuðning því þessi barátta getur farið alveg með rnenn." -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.