Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 Helgarblað I>V Gulli smyglað í flauels- fóðruðum viðarkössum Allt lygi sem skrifaö hefur verið Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseti, segir allt lygi sem skrifaö hefur veriö um fjölskyldu hans. Hann kveðst ekki eiga neina bankareikninga erlendis. Júgóslavneskir rannsóknarmenn, vestrænar leyniþjónustur og aðalsaksóknari stríðsglæpadómstóls Sameinuöu þjóöanna leita nú falinna fjársjóöa Milosevics og manna hans. Ekki langt frá Champs-Elysées í París, á bak við tannlæknastofu og nokkur tölvufyrirtæki á þriðju hæð gamallar skrifstofubyggingar, er fransk-júgóslavneski bankinn, fyrr- verandi vinnustaður Miodrags Zecevics, eins vina Slobodans Milos- evics, fyrrverandi Júgóslavíufor- seta. Árið 1965 var Zecevic svaramaður við brúðkaup Milosevics. Seint á áttunda áratugnum var Zecevic með skrifstofu í Belgrad nálægt skrif- stofu Milosevics í Beogradska bank- anum. í lok níunda áratugarins skipaði Milosevic Zecevic yfirmann bankaútibúsins í París þar sem hann var tíður gestur á dýrum veit- ingastöðum og afhenti stundum embættismönnum í heimsókn frá Belgrad Rolex-úr. Zecevic er einn margra náinna vina Milosevics og er sakaður um að hafa komið undan gífurlegu fjármagni frá Júgóslavíu. Sam- kvæmt gögnum franskra saksókn- ara færði Zecevic í leyni yfir 1 millj- ón dollara af reikningi bankans, sem tilheyrði seðlabanka Serbíu, yf- ir á reikninga dóttur sinnar og ann- ars aðila í tveimur svissneskum bönkum, Barclays Bank og Credit Suisse. Síðar var hluti fjárins lagð- ur inn á útibú Beogradska bankans á Kýpur á reikninga tveggja starfs- manna hans, að því er rannsóknar- menn í Belgrad greina frá. Eftir það var innstæðunni skipt á milli fleiri reikninga yfir 20 sinnum. Enginn veit hver stóð á bak við færslurnar. Handtekinn í París Árið 1997 var Zecevic gerður að yfirmann i JUBMES-bankans í Belgrad þar sem margir bandamenn Milosevics störfuðu. En áður en hann fór frá París falsaði hann, að sögn júgóslavneskra rannsóknar- manna, undirskrift aðstoðarbanka- stjóra seðlabanka Júgóslavíu til að tryggja endurgreiðslu lána upp á 90 milljónir dollara sem banki hans hafði veitt júgóslavneskum fyrir- tækjum með náin tengsl við stjórn Milosevics. Þegar Zecevic kom í stutta heim- sókn til Parísar í ágúst 1998 var hann handtekinn. Honum var gefið að sök að hafa brotið frönsk lög með því að hafa dregið sér fé serbneskra yfirvalda. Yfirvöld í Belgrad voru ekki hrifin af þessari afhjúpun. Þrjátíu háttsettir aðstoðarmenn Milosevics voru sendir i þotu til Parísar til þess að fara fram á að Zecevic yrði látinn laus. Meðal sendimannanna var utanríkisráð- herra Júgóslavíu og bróðir Milos- evics. Zecevic var sleppt í næsta mánuði eftir að hann hafði lofað að greiða háa tryggingu. Um leið og hann var kominn heim sendi hann 300 þúsund dollara úr varasjóði JUBMES-bankans til Parísar. Hann mætti hins vegar aldrei þangað þeg- ar ákæra var birt. Nú bíður Zecevic réttarhalda í Belgrad fyrir að hafa falsað undir- skrift og notað sjóði bankans í eigin þágu. Hann hefur tjáð blaðamönn- um að hann hafi aðeins verið bankamaður og að handtaka hans í Frakklandi hafi verið af pólítískum toga. í síðastliðnum mánuði gekk eiginkona Zecevics inn í seðlabanka Júgóslavíu og afhenti gjaldkera and- virði 300 þúsund dollara í þýskum mörkum. Hún kvaðst vera að endur- greiða lánið sem eiginmaður henn- ar fékk til að greiða tryggginguna í Frakklandi. Nú velta menn því fyr- ir sér hvar hún fékk peningana. Við fall stjórnar Milosevics var svo að segja allt þjóðfélagið gegnum- sýrt af spillingu. Embættismaður- inn, sem bar ábyrgð á að koma flóttamönnum frá Kosovo fyrir, er sakaður um að hafa komið undan tugum milljóna dollara af fénu sem verja átti í verkefnið. Embættismað- ur, sem fór með utanríkisviðskipti, stal milljónum dollara frá þeim sem fluttu inn banana. Víðtæk spilling var innan tollsins. „Þetta eru rústir," segir núver- andi fjármálaráðherra Serbíu, Bozidar Djelic, um efnahagsástand- ið að loknum valdatíma Milosevics. „Það er allt rotið. Það er alls staðar skipulögð glæpastarfsemi." Mirja neitar ríkidæmi eiginmannsins Ísíðustu viku neitaði eiginkona Milosevics, Mirjana Markovic, þvi að eiginmaður hennar hefði orðið ríkur á valdatíma sínum. Hún sagði hins vegar að allir forstjórar góðra fyrirtækja og borgarstjórar í stærri borgum væru ríkari en hann. Hún sagði að nýja stjórnin ætti að kanna bankareikninga ýmissa manna, stærðir fasteigna þeirra og kostnað við menntun barna þeirra erlendis. Ýmislegt myndi koma á óvart. Þrátt fyrir yfirlýsingar Mirju eru ný yfirvöld í Beigrad ekki í vafa um spillingu Milosevics. Sjálfur lýsti hann því yfir i viðtali við ítalska blaðið La Stampa í síð- astliðnum mánuði að hann hefði ekki auðgast á meðan hann gegndi forsetaembættinu. „Allt sem hefur verið skrifað um okkur er lygi.“ Hann kvaðst aðeins hafa þegið laun sín og ekki eiga neina bankareikn- inga erlendis. Falinna fjársjóða leitaö Rannsóknarmenn frá Júgóslaviu, bandaríska fjármálaráðuneytinu, leyniþjónustum Vesturlanda og að- alsaksóknari stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna leita engu að síður að földum flársjóðum Milos- evics og manna hans. Rannsóknar- menn segjast hafa undir höndum gögn sem bendi til að fjölskylda Milosevics og um 200 embættis- menn og stjórnmálamenn, sem stjórnuðu flestum ríkisfyrirtækjun- um, hafi komið undan á milli hund- raða milljóna dollara til nokkurra milljarða til einkanota. Um miðja þessa viku fengu rann- sóknarmenn staðfest að náinn ætt- ingi Milosevics ætti bankareikning á Kýpur. Slóðin hefur hins vegar ekki bara verið rekin til Sviss og Kýpur heldur einnig til Grikklands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Rússlands, Kína, Bretlands, Liechtenstein og Suður-Afríku. Svissnesk yfirvöld hafa þegar greint frá því að tveir fjölskyldu- meðlima Milosevics og 35 nánir samstarfsmenn hans hafi átt banka- reikninga í Sviss. Á sumum þeirra var yfir hálf milljón dollara í fyrra. Hvarf hundraöa milljóna rannsakaö Hvarf 200 milljóna dollara af þeim milljarði dollara, sem ítölsk og grisk símafyrirtæki greiddu 1997 fyrir rikissímafyrirtækið PTT í Serbíu er meðal stærstu málanna sem verið er að rannsaka. 200 millj- ónirnar voru aldrei lagðar inn á bankareikninga ríkisins. Fullyrt er að 350 milljónir dollara hafi farið til fyrirtækja undir stjórn vina forset- ans. Aidrei hefur verið gerð grein fyrir þessari upphæð. Embættismenn í Belgrad saka Milosevic og Nikola Sainovic, fyrr- verandi aðstoðarfjármálaráðherra, um aö hafa rekið Bor-gullnámurnar eins og lénsveldi. Námumenn segja Sainovic hafa heimsótt námurnar nær vikulega. Þar sem stjórn Milos- evics flokkaði alla gullframleiðslu sem hernaðarleyndarmál segjast rannsóknarmenn innan seðlabank- ans ekki hafa komist að því fyrr en i síðasta mánuði að kýpverska fyrir- tækið MCC og dótturfyrirtækið RTB Copper hefðu skipulagt útflutn- ing á tæpum 800 kílóum af gulli síð- astliðin þrjú ár. „Þetta er bara örlít- ill hluti. Okkur grunar að miklu meira hafi verið flutt út,“ segir Mla- djen Dinkic, bankastjóri seðlabank- ans i Júgóslavíu. Hann segir engan vita með vissu hver hafi hagnast á útflutningnum en allt bendi til að féð, sem fékkst fyrir gullið, hafi orð- ið um kyrrt erlendis. Svissneskir rannsóknarmenn hafa komið upp um flutning á fimm öðrum gullfórmum í september og október á síðasta ári. Þeir segjast hafa rakið hagnaðinn af. sölunni til bankareiknings MCC-fyrirtækisins á Kýpur. Embættismenn í Belgrad segja að náinn samstarfsmaður Milosevics, Dusan Matkovic, hafi staðfest að stálfyrirtæki sem hann stjórnar eigi fimmtung i MCC. Ekki er vitað hverjir hinir eigendurnir eru. Fyrirtækið hefur enga skrif- stofu á Kýpur. Það er ekki í síma- skrám og ekki með skilti í neinni byggingu. I skjölum um fyrirtækið er heimilisfangið pósthólf lög- mannsstofu sem hefur marga júgóslavneska viðskiptavini. Smyglað í flauelsfóðruðum sérsmíðuðum viðarkössum Rannsóknarmenn segja gullsteng- urnar hafa verið fluttar til Belgrad frá Bor-námunum undir lögreglu- fylgd í skotti einkabíla. Stöngunum var pakkað inn í sérsmíðaða viðar- kassa sem fóðraðir voru með flaueli. Á útflutningsskjölum var gullið skráð sem kopar. Gullið var flutt með svissneskum þotum til Sviss þar sem það var selt á mörk- uðum. Að sögn talsmanna seðla- banka Júgóslavíu var útflutningur- inn ólögleglegur þar sem gull frá Bor-námunum verður að fara í rík- iskassann. Árið 1993 beittu Sameinuðu þjóð- irnar Júgóslavíu viðskiptaþvingun- um vegna aðildarinnar að stríðinu í Bosníu. Eignir júgóslavneska ríkis- ins erlendis voru frystar og erlend- um fyrirtækjum var skipað að stöðva viðskipti við júgóslavnesk fyrirtæki. En gögn, sem rannsókn- armenn hafa undir höndum, gefa til kynna að aðgerðirnar hafl verið gagnslausar. Milosevic hafi gert sér grein fyrir hvað var í vændum og rúmu ári fyrirfram hafl hann stofn- að net fyrirtækja, banka og reikn- inga erlendis til að komast hjá áhrifum viðskiptaþvingananna. Kýpur var miðstöð peningaflutn- inganna, að sögn vestrænna og júgóslavneskra rannsóknarmanna. Þá voru þar engin takmörk sett á innflutning á reiðufé og hægt var að stofna fyrirtæki, sem notuð voru til að fela aðra starfsemi, á nokkrum dögum fyrir nokkur hundruð doll- ara. Að sögn rannsóknarmanna voru tugir slikra fyrirtækja stofnaðir á Kýpur. Auk þess höfðu margir Kýpverja samúð með Milos- evic. Þeir báru saman stríð hans við múslíma á Balkanskaga við baráttu sína við Tyrki á norðurhluta eyj- unnar sinnar. Tveir háttsettir grískir embættis- menn, sem ekki vilja láta nafns síns getið, segja aðstoðarmenn Milos- evics hafa flutt kistur fullar af pen- ingum til Grikklands. Byggt á Washington Post og Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.