Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 Helgarblað 33 V „Þjáningin er þó merki um að eitt- hvað hafi gerst,“ segir Húbert, illa þefjandi fyrrverandi kennari, skömmu eftir hlé í sýningu Þjóðleikhússins, Laufm i Toscana, eftir Lars Norén. Höfundurinn er fyrir margt mjög sér- stakur og er talinn með bestu núlif- andi leikskáldum heimsins. Hann hef- ur skrifað um sextíu leikrit og meðal annars lýst sér sem „hitamæli í enda- þarmi heimsins". Fyrir tveimur árum kallaði Lars Norén yfir sig hneykslun hins meðvitaða sænska samfélags. Hann hafði þá unnið verkið 7:3 sem fjallaði um miðaldra höfund og sam- skipti hans við fanga. Verkið vann hann með fóngum og setti hann það upp með þeim. Hafði Norén komist að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa gengið til sáifræðings fimm sinnum í viku í fimmtán ár, að leiklistin gæti hjálpað fóngum við að verða betri menn. Til- raun hans þótti djörf en eftir síðustu sýninguna, sem fór fram utan fangels- ismúranna, struku „leikararnir", frömdu bankarán og drápu tvo lög- reglumenn. Almenningur og fjölmiöl- ar snerust gegn Norén og sögðu hann einfeldning og vOdu margir meina að þar færi meiri glæpamaður en stroku- fangamir. En hvað sem líður dómgreind höf- undar síðustu misserin verður ekki annað sagt en Laufin i Toscana séu magnað leikverk í einstakri uppfærslu listamanna Þjóðleikhússins undir leik- stjórn Viðars Eggertssonar. Lægstu hvatir og háleitustu markmið Stefán Jónsson leikur hinn hall- ærislega fyrrum kennara, Húbert. Þeg- ar líður á verkið er okkur tjáð að Hú- bert lykti illa - og við trúum því alveg. Hann er bara þannig persóna. Stefán Jónsson var hins vegar snyrtilegur þegar ég hitti hann í litlu bókakaffi við Laugaveginn, daginn eft- ir sýningu á Laufunum í Toscana. Við fáum okkur kaffi og tertur og Stefán talar um bresku hráu verkin sem eru svo áberandi núna; hvemig fólk er dregið niður i undirdjúpin í dóp og vændi. „Ég hef heyrt og séð sum þessara leikrita og hef stundum velt því fyrir mér hvort það væri lík í lestinni; eitt- hvað sem flýtur með tískunni. Verkin geta sýnt breyskleika mannsins á sinn hrottafengna hátt en kveikja ekki endilega í manni. Svo kemur svona verk eins og Laufin í Toscana sem fjallar um hið svokallaða venjulega fólk, ef það er þá til. Það spannar allt litrófið, frá lægstu hvötum til háleit- ustu markmiða. Gæði verksins felast i snilld höfundarins og innsæi. Það var kærkomið fyrir mig að takast á við þetta verkefni." Stefán fanga í vissum týpum sem ég hef séð hér á gangi eða á börum. Eins og Hú- bert þykir mér lika gaman að leggja lag mitt við fólk á kaffihúsum og krám. Þótt ég yrði kannski ekki á það þá fylgist ég gjaman grannt með mannlifinu; stúdera skrýtið fólk og undarlegar persónur. Ég hef ekki beint tengt það starfinu en það er eig- inlega að renna upp fyrir mér að ég nota þetta fólk töluvert í vinnunni. Og í Húbert kristallasta vissulega karakt- erar sem ég hef séð á ferli hér í bæn- um.“ Hollywood-leikarar geipa oft af því að hafa dvalist langdvölum á hinum undarlegustu stöðum þegar þeir und- irbjuggu sig fyrir ákveðin hlutverk. Þótt raunveruleiki Hollywood (ef hann er þá til) sé fjarri íslenskum veruleika þá hefur Stefán notað þessa aðferð. „Þegar ég lék í Gaukshreiðrinu þá fór ég inn á hæli til að skoða veikt fólk. En ég bý vel: raunveruleikinn er ekki langt frá því að vera geðveikra- hæli. Fólk er misbilað og það þarf ekki inn á stofnanir til að hitta þetta fólk. Maður þarf bara að vera með augun opin fyrir umhverfi sínu - og ekki síst sjálfum sér.“ Húbert býr ekki á Njálsgötu Stefán er ekki sammála trúðnum Úlfari sem sagði i viðtali við Helgar- blað DV fyrir skömmu að hann væri ekki hrifinn af því að leita mikið að sjálfum sér því hann væri hræddur um að finna eitthvað allt annað en sjálfan sig. „Það er nauðsynlegt að gera sér ein- hveija grein fyrir því hver maður er. Kannski er maður ekki maður sjálfur fyrr en maður leitar og finnur. Það gefur lífinu lit að finna eitthvað allt annað en maður bjóst við aö finna. Ég held að vinnan við Laufin í Toscana hafi reynt töluvert á leikhópinn. Per- sónumar eru svo ótrúlega mannlegar og þvottekta. Leikhópurinn virtist ganga í gegnum ákveðnar fæðingar- hríðir. Á ákveðnum stigum vinnunnar kom i ljós að það var mjög stutt í kvik- una í leikurunum. Það sýnir vonandi að við höfum verið að fiska á réttum miðurn." Stefán reynir að taka vinnuna ekki með sér heim. „Húbert bjó ekki á Njálsgötunni á æfingatímabilinu. Hann var búsettur við Hverfisgötuna. Hann er líka svo illa lyktandi að hann hefði ekki fengið lengi inni. Ég vil ekki dröslast heim með karaktera, vil ekki hafa þá innan um bömin. En þetta á við um öll störf, það er ákveöin hætta á að fólk rugli saman vinnu og einkalífi. Manngerð Húberts er mjög fjarri mér og það er skemmtilegt að fá þannig verkefni. Ég hef afskaplega Jónsson leikur hinn illa þef jandi Húbert í sýningunni Laufin í Toscana: DV-MYND E.ÓL. „Þegar ég lék í Gaukshreiörinu þá fór ég inn á hæli til aö skoöa veikt fólk. En ég bý vel: raunveruleikinn er ekki langt frá geöveikrahæli. Fólk er misbilaö og þaö þarf ekki inn á stofnanir til aö hitta þetta fólk. Maöur þarf bara aö vera meö augun opin fyrir umhverfi sínu - og ekki síst sjálfum sér.“ Raunveruleikinn er hæli Kvikindisleg kaldhæöni „Þetta verk virkar á svo mörgum plönum. Það getur fjallað um leikhús- ið og það sjálfhverfa fólk sem þar býr. Það vísar í leikhús Tsjekhovs og um leið i Rússland þarsíðustu aldamóta, endalok aðalsins. En einnig í atburði nýliðinnar aldar; hrun hugmyndakerf- anna. Mér hefur þótt skemmtilegt að skoða alla þessa fleti en það sem upp úr stendur eru þessar berstrípuðu manneskjur sem verkið sýnir. Þær eru jafn áhugaverðar hvort heldur þær starfa í leikhúsi, apóteki, eru geö- læknar eða kennarar." Laufin í Toscana eru frá árinu 1991 og segja margir að í verkinu megi sjá uppgjör höfundarins við sjálfan sig. „Þetta er uppgjör við fjölskyldu- dramað og Lars Norén speglar sjáifan sig í verkinu og höfundunum Ólafi og Samúel sem birtast okkur á sviðinu. Ólafur er eldri og á að baki góðan fer- il sem höfundur en Samúel er ungur og upprennandi, vill sprengja rammana og búa til nýtt leikhús. Eftir að hann skrifaði verkið byrjar Norén markvisst að vinna að uppbroti formsins. Hann fjaliar um allt öðruvísi fólk, meðal annars nýnasista. Honum var legið á hálsi fyrir að draga taum nýnasista þegar hann vann verk upp úr viðtölum við fanga og skýrslum án þess að beita ritskoðun. Hann tók ekki íjfcfnftn com hnfnndiir' vnr ninnnaic skrásetjari og gaf þannig höggstað á sér.“ En þótt verkið sé uppgjör við drama þá neitar Stefán því að þetta sé „sænskt stofudrama". „Verkið er fjarri þvi að vera týpiskt sænskt drama. Þetta er ekki hið al- ræmda sænska vandamálaleikrit. Verkið er einfaldlega of gott til að geta talist til slíkra verka. Þar fyrir utan er það drepfyndið. Húmorinn sem maður upplifði á fyrsta samlestri verksins er blessunarlega enn til staðar. Karakter- ar og tilsvör, ironísk og kvikindisleg." Fólk er misbilað Persónan sem Stefán skapar á sviö- inu og gegnir nafninu Húbert er eigin- lega einstök. „Húbert er ótrúlega heillandi karakter til að takast á við. Ég leitaði DV-MYND INGÓ Skrýtinn maöur og undarlegur „Húbert er ótrúlega heillandi karakter til aö takast á viö. Ég leit- aöi fanga í vissum týpum sem ég hef séö hér á gangi eöa á börum. Eins og Húbert þykir mér líka gam- an aö leggja lag mitt viö fólk á kaffihúsum og krám. Þótt ég yröi kannski ekki á þaö þá fyigist ég gjarnan grannt meö mannlífinu; stúdera skrýtiö fólk og undartegar persónur. “ gaman af sérstökum karakterum. Mér þykir þeir áhugaverðari en venjulegir munnar sem mæla mörg orð. Góð hlutverk eru ekki alltaf spurning um orð. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð, ef út í það er farið, hvort heldur er á sviðinu eða á götum úti. Hins vegar geta fá orð fengið mesta athygli á leik- sviði.“ Sinnar gæfu smiður Stefán Jónsson hefur hvað eftir ann- að sýnt hversu góður leikari hann er þrátt fyrir að hlutverk hans hafi yfir- leitt ekki verið í sviðsljósinu miðju. Margir fá enn kaldan hroll þegar þeir minnast hans í hlutverki Vaskes í Leitt hún skyldi vera skækja. Þannig hefur Stefán hvað eftir annað stolið senunni. „Auðvitað vili maður vaxa og dafna og fá að takast á við verðug verkefni. Fólk verður að gera sér grein fyrir því þegar það stefnir inn í leiklistarheim- inn að hann er lítill heimur og sjáif- hverfur. Það er voðalega auðvelt að verða gamall og bitur ef maður heldur að maður verði fóðraður á kjarnfæði alla tíð. Auðvitað á leikarinn töiuvert undir sínum vinnuveitendum en ef honum finnst honum ekki sýndur sómi þá verður hann bara að berja í borðið eða skipta um vettvang; það er hver sinnar gæfu smiður.“ -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.