Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 23 DV Helgarblað „Satt best að segja er lít- ið vitað um matarœði ís- lendinga á jyrstu öldun- um af skrifuðum lýsing- um. Matur kemur varla við sögu í fornsögunum nema þegar verið er að drekkja einhverjum í soðkatli eða rota hann með bjúga. Matur er svo hversdagslegur og algeng- ur á hverjum tíma að mönnum hefur ekki þótt taka því að segja sérstak- lega frá honum. “ svæðinu hleyptu nýju lífi í þorra- blót, svo dæmi sé tekið, og íslend- ingar erlendis vita ekkert hátíð- legra en matinn að heiman. Það er vegna þess að svo mikið af menn- ingu okkar er fólgið í matnum og hvernig við matreiðum hann.“ Matur er kvennamenning Hallgerður gaf út mikla bók um íslenska matarhefð fyrir rúmu ári. Hún segist hafa skrifað lokaritgerð sina um eldhús en vera alin upp við mikinn áhuga á mat og matargerð. Hún fékk styrk úr Vísindasjóði til þess að fara í rannsóknarleiðangra út um land ásamt Steinunni Finn- bogadóttur og safna þannig þekk- ingu á vettvangi um matargerö ís- lendinga. „Ég fékk svo frí til að skrifa bók- ina. Ég vildi gera þessum mikil- væga þætti í menningu okkar skil en fræðimenn höfðu ekki sýnt þessu mikinn áhuga. Ég beitti mér fyrir útsendingu spurningalista um mat og hélt til haga flestu sem ég rakst á. Það vakti líka fyrir mér með þessu að draga ákveðna kvenna- menningu fram í dagsljósið en mat- ur og matargerð hversdagsins hefur alltaf verið og er kvennamenning meðan hátíðamatreiðsla og atvinnu- mennska er að mestu í höndum karla. Þetta sést t.d. ágætlega á því að það er engin kona í landsliði ís- lands í matargerð." Hallgerður telur að auðveldlega mætti skrifa fleiri bækur um matar- hefðir og matargerð íslendinga þvi þar sé heilmikið efni óunnið. Sér- staklega mætti sinna betur rann- sóknum á mismunandi matarvenj- um og siðum í ólíkum landshlutum. Hefðir eru afstæðar Það er freistandi að spyrja þann sem hefur skrifað um hefðir og venjur hvenær siður verði að hefð: „Það er ákaflega afstætt," segir Hailgerður. „Þegar ég vann á Þjóðminjasafninu fyrst þá var sá siður við lýði um nokk- urra ára skeið að öðru hverju var pantaður turnbauti með re- múlaðisósu. Þetta var kölluð hefð og er það sjáifsagt. Annað dæmi er að ég starfa með leikfélaginu Hugleik og þar hefur skapast sú venja að skömmu fyrir frumsýningu er elduð bauna- súpa sem menn borða saman í lok æf- ingar. Þetta er ekki nema rúmlega 10 ára gamalt en þetta er talið meðal sterkustu hefða leikfélagsins okkar.“ Þannig verður það niðurstaða okk- ar að það sé auðvelt að skapa skemmtilegar og ánægjulegar hefðir og þær þurfi ekki langan tíma til að festast í sessi. -PÁÁ DV-MYND INGÓ Hallgerður Gísladóttir Hún hefur starfað á þjóöháttadeild Þjóðminjasafnsins í um 20 ár. Matur og matarhefðir eru sérstakt áhugamál hennar og hún hefur gefið út bók um íslenska matarhefð. Go mætir á nýjan leik ?< r /■ verð fra 14.750kr með flugvallarsköttum báðar lelðlr TM fij) ódýri ferðamátinn til london tryggðu þér lægsta fargjaldið núna á www.go-fly.com eða hringdu í síma +44 1279 66 63 88 (250 kr. símaþóknun bætist við) • samkvæmt skilmálum • 350 kr. greiðslukorts kostnaður • flogið er til stanstedflugvallar í I ondon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.