Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 30
30
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001
Helgarblað
Dóra Takefusa kom 15 ára
gömul í bæinn austan af
Seyðisfirði þar sem hún
hafði vaxið upp í skjóli austfirskra
fjalla. Þá, eins og nú, varð fólki
starsýnt á hana því Dóra er Japani
í aðra ættina og íslendingur í hina
og dökkt litaraftið, skásettu augun
og villta hárið stilltu henni upp til
hliðar við hópinn. Hún var eins og
austurlenskt bonsai-tré í íslensk-
um jurtagarði, innan um arfa, róf-
ur og garðabrúður.
Þrátt fyrir ungan aldur og litla
reynslu fékk Dóra vinnu í Ríkis-
sjónvarpinu og síöan hefur hún
veriö fastur gestur á skjám lands-
manna og er enn.
Dóra vinnur hjá Skjá einum þar
sem hún er starfsmaður á frétta-
stofu en undanfarið misseri hefur
hún annast ásamt fleirum umtal-
aðan stefnumótaþátt sem heitir
Djúpa laugin. Þetta er þáttur sem
allir elska að hata og margir tala
um en fáir þykjast hafa séð.
Þarna fara menn og konur á létt,
blint stefnumót við einhvern sem
þau velja úr þriggja manna hópi
óséð á grundvelli spurninga. Kon-
ur velja karla, karlar velja konur
eða karlar karla og konur konur.
Allt er leyfilegt og eftir róman-
tíska skemmtiferð og djamm er
parið heppna grillað í sófanum hjá
Dóru sem vill fá að vita allt. Stund-
um kviknar neistinn og stundum
ekki.
Hugmynd sem virkar
DV fór á stefnumót við Dóru eft-
ir sólsetur þegar klukkan nálgaðist
miðnætti og frost og myrkur var
úti. Inni var hlýtt, sterkt kaffi í
bollum, kertaljós og angandi kon-
íak i glösum. Lágvær tónlist og
Dóra Takefusa er drottning stefnumótanna
„Ég held aö allt einhleypt fólk sé alltaf meö radarinn ígangi og sé alltaf aö skoöa hvaö annaö. Fólk fer á barinn og í vinahús og leitar og það mætir í þátt
Á stefnumóti með ]
„ Við höfum ekki verið dl-
veg eins vandar á að ís-
lenskir karlmenn séu
herramenn. En ég held
að bœði kynin séu að
taka sig á í þessum
efnum.“
Dóra Takefusa, baðvörðurinn í Djúpu lauginni, talar um
stefnumótaleiki, samskipti kynjanna, kjaftasögur og ástina.
glitrandi borgarljós langt fyrir neð-
an. Þetta hafði mörg einkenni góðs
stefnumóts.
- Hver er formúlan bak við
stefnumótaþátt eins og Djúpu laug-
ina?
„Þetta er hugmynd sem hefur
virkað út um allan heim. Ég er af-
skaplega glöð að sjá hvað við
komumst langt með hann hérna
þar sem við erum svo fá. Það hefur
ekki enn komið fyrir að það hafi
komið i ljós að fólk hafi þegar ver-
ið saman eða sé skylt. Við leggjum
reyndar mikla vinnu í að finna fólk
af listanum sem passar saman. Sá
sem situr einn öðrum megin við
tjaldið á að geta fundið einhvern
sem passar við hann hinum meg-
in,“ segir Dóra og glottir leyndar-
dómsfull á svip.
- Tekst ykkur alltaf að láta Amor
hafa örvar til þess aö hitta með í
hjartastað?
„Ég giska á að það sé í 30-40%
tilvika sem eitthvað gerist meira.
Stundum smellpassar fólk, nokkrir
hafa farið á annað stefnumót og
stundum hafa lika orðið pör úr
þessu. Við vitum svo ekkert hvern-
ig þessi sambönd endast."
Blandan er eldfim
- Hvernig sækir fólk um að koma
í þáttinn og er nóg framboð af þátt-
takendum?
„Fólk sendir okkur tölvupóst með
upplýsingum um aldur, menntun,
áhugamál, starf og þess háttar og
stutta lýsingu á sér. Margir senda
mynd sem er mjög gott og auðveld-
ar okkur að velja í þáttinn. Þar fyr-
ir utan erum við alltaf að veiða fólk
í þáttinn, bæði eftir okkar hug-
myndum og ábendingum annarra."
- Hver er svo galdurinn við að
velja fólk saman?
„Við reynum að fá blönduna til
þess að virka. Þetta er fyrst og
fremst skemmtun og fólk sem tekur
þátt í þessu á að vera til í það. Þetta
er samkvæmisleikur og vinir kepp-
enda eru allir í salnum og stemning-
in verður að vera góð.“
- Hvað um aldurstakmörk?
„Við erum ekki með nein aldurs-
takmörk upp á við. Það er reyndar
eini vandinn að fólk sem er orðið
þrítugt og eldra virðist vera feimn-
ara við að taka þátt i leiknum.Við
viljum fá fullorðna til að taka þátt í
þessu og ég vil hvetja fólk sem er
komið af unglingsaldri til að hafa
samband við okkur. Við viljum end-
urspegla þjóðfélagið og vera með
fólk af öllum stærðum og gerðum.
Við vorum með þátt með homm-
um og annan með lesbíum. Við gát-
um sett saman einn þátt með kon-
um á miðjum aldri og ef ég gæti sett
saman þátt með fólki yfir sjötugt
væri ég alsæl.
Við höfum hins vegar aldurstak-
mark niður á við og höfum ekki tek-
ið yngra fólk en tvítugt í þáttinn.
Það er lögaldur til flestra hluta,“
segir Dóra.
Radarinn er alltaf á
- Eru þátttakendur að leita að ást-
inni eða stundargamni?
„Ég held að allt einhleypt fólk sé
aUtaf með radarinn í gangi og alltaf
að skoða hvað annað. Fólk fer á bar-
inn og í vinahús og leitar og það
mætir í þáttinn okkar með sama
hugarfari."