Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 9 DV Fréttir íslendingar og Þjóðverjar í samstarf á sviði fiskeldis: Býður upp á mikla möguleika - segir fulltrúi íslenska fyrirtækisins íslenskt sjávarsilfur ehf. og þýska fyrirtækið United Food Technologies AG hafa ákveðið að taka upp samstarf um könnun á hagkvæmni eldis fisktegunda sem vaxa hratt. Að sögn Jóns Arnars Guðbrandssonar er mikill fengur fyrir íslendinga að komast í sam- starf við þýska fyrirtækið þar sem það er eitt stærsta fiskeldisfyrirtæk- ið í heiminum í dag. Hann segir að fyrirtækið sé með nýjar hugmyndir í fiskeldi fyrir ís- lendinga og Norður-Evrópubúa. Það vinni meðal annars að því að rækta tegundir sem hægt er að slátra eftir sjö til átta mánuði í stað tveggja til þriggja ára. „Við viljum komast í þekkingarbók þeirra og fá þá til að aðstoða okkur við þá tækni og kunnáttu sem þarf til að setja þetta af stað,“ segir Jón Arnar. Að sögn Jóns Arnars finnst fyrir- tækjunum spennandi kostur að fara út í eldi á styrju. „Þjóðverjarnir hafa framleitt styrju en úr henni eru styrjuhrognin fengin. Þeir geta með hjálp skurðlækninga náð hrognum fjórum sinnum úr hverri styrju og stefna að því að ná þeim sjö sinnum," segir Jón Arnar. Hann segir að fyrir kílóið af hrognum fái Þjóðverjarnir um sjötíu til áttatíu þúsund krónur sem gerir þau að einu dýrasta matarhráefni í heimin- um. „Við viljum vita hvernig þeir vinna þessar skurðlækningar og þeir hafa einnig mikinn áhuga á að vinna með okkur,“ segir Jón Arnar. Hann segir að með því að komast að þekkingu Þjóðverjanna sleppi ís- lendingar við að eyða miklum fjár- munum í þróunarvinnu. Næsta skref sé að vinna að viðskiptaáætl- unum og um leið og fengir hafa ver- ið íjárfestar sé hægt að taka stóru skrefin. „Það eru miklir möguleikar fólgnir í þessu og ég hef fulla trú á að samstarfi muni verða mjög gott,“ segir Jón Arnár. -MA Iðnþing Samtaka iðnaðarins: Flestir félags- menn vilja í ESB (d) SAMTOK IÐNAÐARINS Hátt gengi, há laun og háir vextir vega að samkeppnistöðu íslenskra fyrir- tækja er meðal þess sem fram kemur í ályktun Iðnþings Samtaka iðnaðarins sem fram fór í gær. í ályktunni kémur einnig fram ekki megi fórna þeim árangri sem náðst hefur í að við- halda stöðugleika og friði í ís- lensku efnahagslífi undanfarin ár. Þá er bent á að stjórnvöld megi ekki bíða of lengi með að lækka vexti og skatta því það getur kom- ið niður á efnahagslífinu ef það er dregið of lengi. Líka er tekið fram í ályktunni að EES-samningurinn dugi ekki til frambúðar og eru 62% félagsmanna í Samtökum iðnaðarins þeirra skoðunar að að- ild að Evrópusambandinu sé efna- hagslega hagkvæm. Á þinginu fór einnig fram kosning til stjórnar og ráðgjafaráðs. Vilmundur Jós- efsson var kjörinn nýr formaður samtakanna og einnig voru fjórir nýir stjórnarmenn kjörnir. -MA II Barnalán í borginni dvjviynd ingó Svo viröist sem í sumum húsum borgarinnar sé meira barnalán en annars staðar. Ljósmyndari DV rakst á eitt slíkt þar sem fjögur börn sváfu vært í vögnunum sínum eða kannski að þau hafi bara verið í heimsókn. Hólpin úr árekstri: Innilegar þakkir fyrir hjálpina Elva Björk Sigurðardóttir, sem lenti í umferðaróhappi og hörðum árekstri á Reykjanesbraut í fyrrakvöld, vildi kom á framfæri innilegu þakklæti við vegfarendur, slökkviliðs- og björgunar- menn sem komu fólkinu til aðstoðar. Vildi hún færa Rannveigu Guðmunds- dóttur sérstakar þakkir. „Það skipti okkur miklu máli hvað hún var elsku- leg við okkur öll, fyrir utan aðra sem að komu. í okkar bil voru fjórir og það þurfti að klippa mig úr flakinu en ég er öll marin og blá. Við erum þó öll á lífi og það þökkum við bílbeltunum. Það var mjög mikils virði að fá strax alla þessa hjálp,“ sagði Elva Björk Sigurð- ardóttir. -HKr. Skagafjörður: Ekki sótt um flóttamenn DVÍ AKUREYRÍi ' Byggðarráö Skagafjarðar hefur sérstaklega ályktað um það að sveit- arfélagið Skagaijörður hafi ekki sótt um það að taka á móti flóttamönn- um sem fyrirhugað er að flytja til landsins á þessu ári. Bókunina ger- ir byggðarráðið vegna þess að Flóttamannaráð kom þeim „frétt- um“ á framfæri að umsókn um mót- töku flóttamannanna hefði komið frá Skagafirði. Það eina sem gerst hafði var að sveitarstjóri Skagafjaröar hafði í tveggja manna samtali við formann Flóttamannaráðs óskað eftir því að sveitarfélagið fengi frest til að skoða málið með hugsanlega umsókn í huga. Byggðarráð Skagafjarðar hef- ur nú samþykkt að taka upp við- ræður við félagmálaráðuneytið og Flóttamannaráð um hugsanlega móttöku flóttamannanna og er það gert án skuldbindinga. -gk Ford Mondeo Ghia 2,0, n.skr. 09.97, ek. 60 þ. km, ssk., álfelgur, CD. Verð kr. 1.290 þús. VW Vento Gli 1,6, n.skr. 11.96, ek. 60 þ. km, bsk., álfelgur, CD, vindskeið. Verð kr. 790 þús. Suzuki Swrft 1,3, n.skr. 08.96, ek. 44 þ. km, bsk. Verð kr. 540 þús. Suzuki Baleno Wagon 1,6, 4x4, n.skr. 05.98, ek. 61 þ. km, bsk. Verð kr. 990 þús. Ford Escort Ghia 1,4, n.skr. Skoda Octavia 1,6, n.skr. 07.96, ek. 65 þ. km, bsk., toppl. 05.99, ek. 16 þ. km, bsk. Verð kr. 670 þús. Verð kr. 1.090 þús. Hyundai Elantra 1,6, n.skr. 03.99, ek. 16 þ. km, ssk., vindskeið, fjarstart o.fl. Verð kr. 1.070 þús. Subaru Legacy 2,0, n.skr. 02.92, ek.159 þ. km, bsk. Verð kr. 550 þús. Notaðir bílar Þar sem þú færð notaða bíla á kóresku verði! FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 555 6025 • www.kia.is Suzuki Sidekick Sport 1,8, n.skr. 01.97, ek.70 þ. km, ssk., krókur. Verð kr. 1.090 þús. Toyota Corolla Xli 1,3, n.skr. 05.96, ek.71 þ. km, bsk. Verð kr. 660 þús. KIA KIA ISLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.