Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 Helgarblað 21 DV Ingibjörg Sólrún Hún er vinsælust í Reykjavík eins og vesturbærinn þar sem hún býr. Leiðtogar fylgja fjöldanum og fjöldinn fylgir þeim í vestur. Hallgrímur 101 Hallgrímur Helgason er holdgervingur miöbæjarins. Hann er ungskáldið sem allir vilja líkjast og flytja til hans í Þingholtin. Sigurður Hlíðaskáld Sigurður Pálsson er fulltrúi hinnar fótlaga 68-kynslóðar sem vill hafa miöbæinn í seilingarfjarlægð og þá eru Hllíðarnar svo passlegar Laugarnes og Vogar 27 sögðust vilja búa í sjávarilmin- um í Laugarnesi, þar sem listamenn- irnir búa og menn hafa talið sig vita um rústir af bæ Hallgerðar langbrók- ar. í Vogahverfinu ólst upp á sjötta áratugnum heil kynslóð rithöfunda og listamanna. Þar voru bæði Bubbi, Friðrik Þór og Einar Már að slást en í þessari könnun komst þetta fræga hverfi varla á blað því aðeins 8 sögð- ust vilja búa þar. Fáir sem spurðir voru virtust setja markið virkúega hátt. Þau hverfi í Reykjavík þar sem sterkefnaðir íbúar hafa safnast saman i einbýlishúsum sínum komust varla á blað. Þó nefndu 10 Laugardalinn sem heimili drauma sinna en enginn nefndi Laugarásveg sérstaklega né heldur Stigahlíð, Háu- hlíð eða Ægisíðu eða Lynghaga. Hvaöa Grafarholt? Enginn nefndi heldur sérstaklega að hann vildi búa í nýja Þúsaldar- hverfinu sem verið er að skipu- leggja í Grafarholti en nokkrir vildu greinilega segja skilið við Reykjavík þótt könnunin næði aðeins til Reyk- víkinga þvi Kópavogur, Mosfells- bær og Hafnarfjöröur voru nefndir í könnuninni. Þess er skylt að geta að Vatns- mýrin fékk 4 atkvæði sem æskileg- ur bústaður. Nú er þar ekkert hverfi sem þekkt er undir þessu nafni en sennilega eru svarendur bjartsýnir á að flugvöllurinn verði kosinn burtu og þeir geti glaðir flutt í Vatnsmýrina eftir 16 ár eða svo. Þó rýnt sé fast í niðurstöður verð- ur ekki séð að konur hafi aðrar skoðanir en karlar í þessum efnum. Bæði kynin standa jafnfætis þegar kemur að því velja eftirlætisbústað. Hefur lengi verið svona Jón Guðmundsson fasteignasali, sem rekur Fasteignamarkaðinn við Óðinsgötu, er alira manna kunnugast- ur fasteignamarkaði höfuðborgarinn- ar: „Mér heyrist þessar niðurstöður vera mjög í takt við þann veruleika sem við þekkjum," sagði Jón. „Vesturbærinn hefur verið vin- sælasta hverfi bæjarins síðustu 10-12 árin og þau hverfi sem koma þar á eft- ir hafa einnig verið mjög vinsæl. Verðið í þessum hverfum er hærra, í samræmi við þessar vinsældir. Ég hef á tilfínningunni að yngra fólk sérstak- lega vilji búa nær miðbænum, án þess að vera alveg ofan 1 honum." Jón sagði að gott úthverfi tæki um það bil 5-10 ár að verða gróið og það væri einkenni þeirra sem næöu að festa rætur í úthverfunum að þeir vildu helst ekki yfirgefa hverfið. Hann sagði t.d. að nýja Grafarholtshverfið yrði án ef vinsælt í framtíðinni. Honum fannst ekki einkennilegt að dýrustu hverfi bæjarins væru ekki hátt á listanum. „Ég býst við að fólki finnist hverfi eins og Skerjafjörður og Laugarás of dýr fyrir sig en það þýðir ekki að vin- sældir þeirra hafi neitt dvínað." Allir á bryggjuna Beðinn að spá um vinsælustu hverfi framtíðarinnar sagði Jón það vera sitt álit að fólk myndi sækja í þá byggð sem myndi þétta Reykjavík. „Auk þess tel ég að bryggjuhverfin í Grafarvogi, Kópavogi og síðan í Arn- arnesvogi muni njóta mikilia vin- sælda í framtíðinni. Það er reynslan erlendis að slík hverfi þykja þau alfín- ustu.“ -PÁÁ : m Anna Birgis, Friðrik G. Friðriksson, Guðmundur V, Karlsson, Þorleifur Friðriksson gefa upplýsingar um ferðir sumarsins. Ungverjaland 10. - 24. maí og 14. - 26. sept. Fararstjóri: Ferenc Utassy Mið-Evrópu- draumurinn 10. - 25. ágúst. Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson Stórborgarveisla Prag, Bratislava, Búdapest og Vín 1. - 14. sept. Fararstjóri: Friórik G. Frióriksson ítalska menningarreisan Mílanó, Róm, Sorrento, Flórens 14. - 25. ágúst. Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson Nóttúruperlan Como Comovatn & ítölsku Alparnir 21. ágúst - 1. sept. Fararstjóri: Rebekka Kristjánsdóttir Austur-Evrópa Berlín, Dresden, Prag, Krakow 4. -18. ágúst. Fararstjóri: Þorleifur Friðriksson Norður-Spdnn 25.maí -1. júní. Fararstjóri: Kristinn R. Ólafsson Draumasigling um Miðjarðarhaf Feneyjar, Aþena, Efesus, Krít, Korfu og Simione 25. ágúst - 8. sept. Fararstjóri: Unnur Ölfarsdóttir í fótspor faraóanna Egyptaland 1. - 15. nóv. Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson Kínaferðin mikla Peking, Xian, Guilin og Shanghai 25. sept - 9. okt. Fararstjóri: Anna Birgis Undraheimar Asíu Bangkok - Burma og Vietnam 5. - 24. okt. Fararstjórar: Erla Ólafsdóttir og Garðar Siggeirsson Dekurdagar í Ölpunum Freiburg, Lindau, Innsbruck, Lugano 14. - 23. júní. Fararstjóri: Friðrik G. Frióriksson .M Nánari upplýsingar og bókanir á netinu og í síma 585 4070 www.urvalutsyn.is URVAL-UTSYN Lágmúla 4: sími 585 4000 • Kringlunni: sími 585 4070 Kópavogi: 585 4100 • Keflavík: sími 585 4250 Akureyri: sími 585 4200 • Selfossi: sími 4821666 •og hjá umboðsmönnum um land alll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.