Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Síða 21
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 Helgarblað 21 DV Ingibjörg Sólrún Hún er vinsælust í Reykjavík eins og vesturbærinn þar sem hún býr. Leiðtogar fylgja fjöldanum og fjöldinn fylgir þeim í vestur. Hallgrímur 101 Hallgrímur Helgason er holdgervingur miöbæjarins. Hann er ungskáldið sem allir vilja líkjast og flytja til hans í Þingholtin. Sigurður Hlíðaskáld Sigurður Pálsson er fulltrúi hinnar fótlaga 68-kynslóðar sem vill hafa miöbæinn í seilingarfjarlægð og þá eru Hllíðarnar svo passlegar Laugarnes og Vogar 27 sögðust vilja búa í sjávarilmin- um í Laugarnesi, þar sem listamenn- irnir búa og menn hafa talið sig vita um rústir af bæ Hallgerðar langbrók- ar. í Vogahverfinu ólst upp á sjötta áratugnum heil kynslóð rithöfunda og listamanna. Þar voru bæði Bubbi, Friðrik Þór og Einar Már að slást en í þessari könnun komst þetta fræga hverfi varla á blað því aðeins 8 sögð- ust vilja búa þar. Fáir sem spurðir voru virtust setja markið virkúega hátt. Þau hverfi í Reykjavík þar sem sterkefnaðir íbúar hafa safnast saman i einbýlishúsum sínum komust varla á blað. Þó nefndu 10 Laugardalinn sem heimili drauma sinna en enginn nefndi Laugarásveg sérstaklega né heldur Stigahlíð, Háu- hlíð eða Ægisíðu eða Lynghaga. Hvaöa Grafarholt? Enginn nefndi heldur sérstaklega að hann vildi búa í nýja Þúsaldar- hverfinu sem verið er að skipu- leggja í Grafarholti en nokkrir vildu greinilega segja skilið við Reykjavík þótt könnunin næði aðeins til Reyk- víkinga þvi Kópavogur, Mosfells- bær og Hafnarfjöröur voru nefndir í könnuninni. Þess er skylt að geta að Vatns- mýrin fékk 4 atkvæði sem æskileg- ur bústaður. Nú er þar ekkert hverfi sem þekkt er undir þessu nafni en sennilega eru svarendur bjartsýnir á að flugvöllurinn verði kosinn burtu og þeir geti glaðir flutt í Vatnsmýrina eftir 16 ár eða svo. Þó rýnt sé fast í niðurstöður verð- ur ekki séð að konur hafi aðrar skoðanir en karlar í þessum efnum. Bæði kynin standa jafnfætis þegar kemur að því velja eftirlætisbústað. Hefur lengi verið svona Jón Guðmundsson fasteignasali, sem rekur Fasteignamarkaðinn við Óðinsgötu, er alira manna kunnugast- ur fasteignamarkaði höfuðborgarinn- ar: „Mér heyrist þessar niðurstöður vera mjög í takt við þann veruleika sem við þekkjum," sagði Jón. „Vesturbærinn hefur verið vin- sælasta hverfi bæjarins síðustu 10-12 árin og þau hverfi sem koma þar á eft- ir hafa einnig verið mjög vinsæl. Verðið í þessum hverfum er hærra, í samræmi við þessar vinsældir. Ég hef á tilfínningunni að yngra fólk sérstak- lega vilji búa nær miðbænum, án þess að vera alveg ofan 1 honum." Jón sagði að gott úthverfi tæki um það bil 5-10 ár að verða gróið og það væri einkenni þeirra sem næöu að festa rætur í úthverfunum að þeir vildu helst ekki yfirgefa hverfið. Hann sagði t.d. að nýja Grafarholtshverfið yrði án ef vinsælt í framtíðinni. Honum fannst ekki einkennilegt að dýrustu hverfi bæjarins væru ekki hátt á listanum. „Ég býst við að fólki finnist hverfi eins og Skerjafjörður og Laugarás of dýr fyrir sig en það þýðir ekki að vin- sældir þeirra hafi neitt dvínað." Allir á bryggjuna Beðinn að spá um vinsælustu hverfi framtíðarinnar sagði Jón það vera sitt álit að fólk myndi sækja í þá byggð sem myndi þétta Reykjavík. „Auk þess tel ég að bryggjuhverfin í Grafarvogi, Kópavogi og síðan í Arn- arnesvogi muni njóta mikilia vin- sælda í framtíðinni. Það er reynslan erlendis að slík hverfi þykja þau alfín- ustu.“ -PÁÁ : m Anna Birgis, Friðrik G. Friðriksson, Guðmundur V, Karlsson, Þorleifur Friðriksson gefa upplýsingar um ferðir sumarsins. Ungverjaland 10. - 24. maí og 14. - 26. sept. Fararstjóri: Ferenc Utassy Mið-Evrópu- draumurinn 10. - 25. ágúst. Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson Stórborgarveisla Prag, Bratislava, Búdapest og Vín 1. - 14. sept. Fararstjóri: Friórik G. Frióriksson ítalska menningarreisan Mílanó, Róm, Sorrento, Flórens 14. - 25. ágúst. Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson Nóttúruperlan Como Comovatn & ítölsku Alparnir 21. ágúst - 1. sept. Fararstjóri: Rebekka Kristjánsdóttir Austur-Evrópa Berlín, Dresden, Prag, Krakow 4. -18. ágúst. Fararstjóri: Þorleifur Friðriksson Norður-Spdnn 25.maí -1. júní. Fararstjóri: Kristinn R. Ólafsson Draumasigling um Miðjarðarhaf Feneyjar, Aþena, Efesus, Krít, Korfu og Simione 25. ágúst - 8. sept. Fararstjóri: Unnur Ölfarsdóttir í fótspor faraóanna Egyptaland 1. - 15. nóv. Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson Kínaferðin mikla Peking, Xian, Guilin og Shanghai 25. sept - 9. okt. Fararstjóri: Anna Birgis Undraheimar Asíu Bangkok - Burma og Vietnam 5. - 24. okt. Fararstjórar: Erla Ólafsdóttir og Garðar Siggeirsson Dekurdagar í Ölpunum Freiburg, Lindau, Innsbruck, Lugano 14. - 23. júní. Fararstjóri: Friðrik G. Frióriksson .M Nánari upplýsingar og bókanir á netinu og í síma 585 4070 www.urvalutsyn.is URVAL-UTSYN Lágmúla 4: sími 585 4000 • Kringlunni: sími 585 4070 Kópavogi: 585 4100 • Keflavík: sími 585 4250 Akureyri: sími 585 4200 • Selfossi: sími 4821666 •og hjá umboðsmönnum um land alll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.