Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 48
60 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 Tilvera x>v íslandsmót skákfélaga: Urslit réðust á lokasekúndum Taflfélag Reykjavíkur vann glæstan sigur á Islandsmóti skákfélaga sem lauk um síðustu helgi. í síðustu um- ferð sigraði Tatlfélag Reykjavíkur Skákfélag Akureyrar, 5,5-2,5, en Hellir sigraði Taflfélag Garðabæjar á sama tíma, 6,5-1,5. Þetta dugði TR þar sem munurinn var 1,5 vinningar fyrir viðureignina. TR vann því með hálfum vinningi en Hellismönnum hefði dugað að að fá jafn marga vinninga og TR þar sem þeir sigruðu í innbyrðis viður- . eign. Mikil spenna var á skákstað en úrslitin réðust ekki íyrr en á síðustu sekúndum síðustu umferðar. Það er því ljóst hvað sem tautar og raular að Taflfélag Reykjavíkur hefur endur- heimt titilinn sterkasta tafl- og skákfé- lag landsins. Það hefur verið mikið rætt um þátt- töku skákmanna erlendis frá og sitt sýnist sumum. Staðreyndin er samt sú að erlendir keppendur eru i öllum deildakeppnum erlendis og í Efnahags- bandalaginu er ekki hægt að takmarka fjölda þeirra (vegna Boosmans-máls- ins). Það er ekki hægt að hindra fjölda útlendinga í liðum þar vegna þess að langflestir eru þetta nokkurs konar at- vinnumenn og eiga samkvæmt lögum Efnahagsbandalagsins rétt á því að fá stunda vinnu hvar sem er. Það eru að- eins liðin sem ráða því sjálf enn þá hverja þau vilja hafa innanborðs og þó. Við íslendingar höfum notið góðs af því og spurning hvort við getum tak- markað þátttöku skákmanna frá EB. í Þýskalandi er m.a. skáklið (Lúbeck) sem eingöngu hefur menn af erlendu bergi brotna í sínu liði. Samt er eigin- lega sárgrætilegt að sjá félögin nota takmarkað fé sitt í þetta fyrir eina helgi eða tvær á árinu og engin alþjóð- leg mót haldin. Skákfélag Grandrokk tekur sæti í 1. deild en það vann nauman sigur á Tafl- félagi Bolungarvíkur í 2. deild. D-sveit Taflfélags Reykjavíkur féll í 3. deild. Taflfélag Vestmannaeyja sigraði i 3. deild og tekur sæti í 2. deild eftir nokk- urra ára fjarveru. Skákfélag Austur- lands féll í 4. deild. Grand-c sigraði í 4. deild og tekur sæti í 3. deild að ári. Skákstjórar voru Ólafur S. Ásgríms- son, Þráinn Guðmundsson, Kristján Örn Eliasson, Haraldur Blöndal og Bragi Kristjánsson. Ég ætla að sýna nokkrar skákir frá keppninni. Þessi skák er tefld í siðustu umferð og á öðru borði í viðureign Skákfélags Akureyrar og Taflfélags Reykjavíkur. Á fyrsta borði sátu stórmeistaramir Margeir Pétursson fyrir TR og Jóhann Hjartarson fyrir Skákfélag Akureyrar. Það er ekki langt síðan að þeir sátu sem fyrirliðar andstæðrar fylkingar! Þeirra skák lauk með jafntefli. Á öðru borði áttust við 2 gamlir félagar úr Ólympíusveitinni og a.m.k. annar þeirra hefur yndi af að tefla!? Senni- lega báðir. Hvítt: Jón G. Viðarsson Svart: Þröstur Þórhallsson íslandsmót skákfélaga. 2000-01 Reykjavík, 2001 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 RfB 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 a6 7. Re2 Rc6 8. c3 b5 9. g3 b4 10. Bg2 a5 11. 0-0 g6 12. g4 h5 13. h3 hxg4 14. hxg4 cxd4 15. cxd4 Ba6 16. Hf2 Be7 17. Bfl Db6 18. Be3. Keppendur hafa lokið liðsskipan sinni og ljóst er að hart verður barist á öllu borðinu. Hvítur stendur þó betur er hér er komið við sögu. 18. -f5 19. exf6 Rxf6 20. Hg2 Re4 21. Hh2 Hxh2 22. Kxh2 0- 0-0 23. Hcl Kb7 24. Rg3 Bxfl 25. Rxfl Bd6. Hann er veiklulegur f4 reiturinn og tímahrakið nálgast. 26. Kg2 Hc8 27. Re5 Bxe5 28. fxe5 Dd8 29. Rg3 Dh4. Hann er snjall hann Þröstur að búa til sóknir úr litlu! 30. Rxe4 dxe4 31. Bf2 Dg5 32. Hc5 Df4 33. De2 Hh8 34. Bg3. Hér þarf Þröstur ekki að óttast Db5+ Ka7 og öll spjót standa á hvítum. Nú kemur rothögg í víðtækum skilningi! 34. -Dh6 35. Kf2 Dhl 36. Ke3 HfB 37. Bf4 Dgl+ 38. Df2 Dxf2+ 39. Kxf2 Hxf4+ 0-1. Helgi Áss Grétarsson stórmeistari tefldi vel fyrir lið sitt, Helii. Hrannar Baldursson kom alla leið frá Mexíkó-pavoginum tii að bjarga liði sínu, Taflfélagi Kópavos, frá falli. Ég slæ þar meö 2 flugur í einu höggi. Munum bara að galdralæknirinn deyr líka þó hann þekki grösin. Hvitt: Helgi Áss Grétarsson Svart: Hrannar Baldursson. íslandsmót skákfélaga. 2000-01 Reykjavík, 2001 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. f4 Bg7 5. Rf3 Bg4 6. Be3 c6 7. h3 Bxf3 8. Dxf3 Da5 9. 0-0-0 Rbd7 10. g4 d5 11. e5 Re4 12. Rxe4 dxe4 13. Dxe4 Dxa2 Svartur hefur látið miðborðspeð fyr- ir a-peðið. Þar með hvarf öll von um tafljöfnun. Þung sókn hefst með næsta leik. 14. c4 Rb6 15. Dc2 0-0 16. Bd3 Hac8. Ég er hrifmn af næsta leik! Petr- osjan gamli var óhræddur að færa kóng sinn i þægilegra skjól þegar svo bar undir. Sannkallaður stórmeistara- leikur. 17. Kd2 Da5+ 18. Ke2 Ra8 19. h4 b5 20. b3 bxc4 21. bxc4 Hb8 22. h5 e6 23. Kf3 Hb7 24. Dh2 Hfb8 25. hxg6 hxg6. Nú hefst lokaatlagan! Hvað er þessi knái riddari að gera á a8? 26. f5 exf5 27. gxf5 f6 28. Dh7+ KfB 29. exfB Bxf6 30. Bh6+ Ke8 31. Hhel+ Be5 1-0. Svo er það önnur deildin. Þar sigr- aði Grandrokk naumlega. Jón Kristinsson, útibússtjóri Búnað- arbankans á Hólmavík, teflir vel þegar hann gefur sér tíma til. Það er eins og hann hafi laumast i tíma til Petrosjans gamla á meðan hann var og hét. Jón teflir fyrir Bolungarvík en einu sinni hét sú sveit því göfuga nafni Skáksam- band Vestfjarða. Verður hver með sjálfum sér lengst að fara. Hvítt: Jón Kristinsson Svart: Tómas Björnssoh íslandsmót skákfélaga. 2000-01 Reykjavík, 2001 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. e3 e6 7. Bxc4 Rbd7 8. 0-0 Bd6 9. De2 Bg4 10. h3 Bxf3 11. Dxf3 0-0 12. e4 e5 13. d5 a5 14. Hdl De7 15. Be3 c5 16. Rb5 Re8 17. Bd3 b6 18. Dg4 Rdf6 19. Df5 g6 20. Dg5 Rc7 21. Dh4 Hfc8 22. Bg5 Rce8 23. Rxd6 Dxd6 24. Bb5 Ha7 25. Hel Rh5 26. Hadl f6 27. Bh6 Hac7 28. b3 Hd8 29. Dg4 Rhg7 . Nú hefst sóknin loksins, loksins. 30. f4 He7 31. fxe5 fxe5 32. Hfl Rf6 33. Dh4 Hf8 34. Hf3 Hef7 35. Hdfl Rfh5 36. Bg5 Rf4 37. Kh2 Rfh5. Tímahrak tekur sinn toll, stundum. 38. Be7 Hxf3 39. Hxf3 1-0. Hvítt: Einar Kristinn Einarsson Svart: Róbert Harðarson Taflfélag Akranes - Skákfélag Grandrokks Einar lék hér 39. Re6 og féll á tíma! í síðustu umferð. Það er stutt á milli máts og gráts og svona nálægt voru Grandrokkarar að vinna ekki 2. deild- ina. En það er ekki til heppni í skák segja fróðir menn svo eitthvað annað hefur gerst. Hvað? Einar féll á tíma. rrzu&iimlmruuiiÁf us murs Itelhf&m ty/sirlkiil ^ MjAtlil f.ii Þú sækír miðstærð af pizzu með 2 áleggstegundum á , . 749 kr. Þú sækir stóra (16") pizzu með 2 áleggstegundum á 999 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.