Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 43 3>V Helgarblað - Þið sendið parið í ferðalag sam- an og skemmtun. Er þetta hið full- komna stefnumót? „Við reynum að dekra við fólkið og gera því kleift að kynnast við ólíkar aðstæður. Þorsteinn Erlings- son hjá Travel-2 hefur skipulagt ferðirnar. Það fær að upplifa að vera kóngur og drottning í einn dag.“ - Hefur þetta stundum mistekist - að kveikja neistann? „Það hefur gerst að fólk hafi farið saman út og ekki verið að fíla hvað annað. Það sést þá yfirleitt vel.“ - Nú eruð þið nokkuð ágengar við fólkið eftir stefnumótið og viljið fá að vita hvort fólk hafí „gengið alla leið“ og stundum svarar fólk því ját- andi undir rós. Er það algengt? Margir fara alla leiö „Fólk þarf ekki að svara okkur frekar en það vill. Stundum segir það frá og stundum ekki. Við virð- um rétt fólks á þessu sviði en það er óhætt að segja að fólk hefur oft far- ið lengra en komið hefur fram í þáttunum." - En hefur þú ekki í gegnum þetta kynnst samskiptum ungs fólks á þessu sviði? Ertu ekki orðin sér- fræðingur í stefnumótum? „Vinir og starfsfélagar kvarta undan óþarfa afskiptasemi af ásta- málum þeirra. Ætli ég sé ekki alltaf í vinnunni." Láttu bara vaöa - Ef ég væri 25 ára og væri hrif- inn af stelpunni í bakaríinu - hvernig ætti ég að fara að því að bjóða henni á stefnumót? „Ég er enginn sérfræðingur í al- vörunni en ég myndi hvetja þig til að láta vaða. Lífið er of stutt fyrir hugleysi. Ég stend alltaf fast á því að hreinskilnin sé besta leiðin. Þetta er gamla klisjan: Að vera mað- ur sjálfur. Ég hef aldrei þolað leiki og meðan ég var laus og liðug þoldi ég aldrei herra sem voru með ein- hverja sýndarmennsku. Annað- hvort vil ég eitthvað eða vil það ekki. Mér finnst lífið svo stutt og ef við erum hrifin af einhverjum þá er að grípa stundina og gera eitthvað i málinu. Ekki sitja og bíða.“ - Á ég þá bara að svífa á hana í bakaríinu og bjóða henni út? „Það er áreiðanlega vandræðalegt með alla kúnnana í biðröðinni svo að líklega væri betra að hringja í hana í þessu tilviki." Þetta er allt að koma - Margir þekkja hinn ameríska stefnumótaleik þar sem ókunnugt fólk býður hvað öðru út og um sam- skiptin gilda ákveðnar reglur. Sumt má á fyrsta stefnumóti og annað á öðru og svo framvegis. Er þessi þátt- ur staðfesting þess að íslendingar séu farnir að tileinka sér þennan leik? „Fólk er orðið ófeimnara við að bjóða á stefnumót. Það á ekki síður við um stelpur sem hika ekki við að bjóða strákum sem ég held að áður fyrr hafi ekki verið gert. Ég hef oft gagnrýnt íslenska stráka fyrir að þora ekki að nálgast stúlkur fyrr en á 10. glasi og þá varla talandi og enn síður girnilegir. Ég held að það sé orðinn meiri kúltúr í kringum þetta. Valentínus- dagurinn er orðinn hátíðisdagur á fáum árum og fólk farið að taka meira þátt í leiknum. Hér áður fyrr held ég að fólk hafi farið heim saman eftir gott ball og ef fólk fór þrisvar sinnum heim saman þá var það komið á fast.“ Margir lesendur munu án efa kannast við atburðarás eins og þá sem lýst er hér að ofan. Svo virðist sem tU skamms tíma hafí íslendingar talið að kynlíf milli ókunnugra væri með einhverjum hætti viðkunnan- legra en að sofa hjá einhverjum sem maður þekkir. Ef marka má strauma samfélagsins er einhver áhugi á að snúa þessu við svo fólk hafi rætt um stund saman yfir kaffibolla áður en neysla sterkari drykkja tekur við og náin kynni verða í framhaldinu. Áfram stelpur Dóra segir að hún sérstaklega ánægð með kynsystur sínar sem séu stöðugt að verða ákveðnari og taki meira frumkvæði í samskiptum kynjanna. „Stelpur eru öruggari með sig en áður og ef þær hafa áhuga á ein- hverjum þá hika þær ekki við að stiga fyrsta skrefið. Ég hef líka heyrt sumar stelpur tala um að þær verði svolítið vandræðalegar þegar strákar bjóða þeim út og „tríta“ þær vel og vita ekki almennilega hvern- ig þær eiga að haga sér. Við kunnum að höndla það þegar einhver klípur í rassinn á okkur og segir: Komdu að dansa. Við höfum ekki verið alveg eins vandar á að ís- lenskir karlmenn séu herramenn. En ég held að bæði kynin séu að taka sig á í þessum efnum.“ Bændur inn við beinið - Þú talar um okkur eins og við séum hálfgerðir drumbar. Erum við það? „íslendingar eru bændafólk og durgurinn býr enn í karlmönnum. Menn eru hræddir við að stíga fyrsta skrefið af ótta við höfnun; þora ekki að opinbera sig.“ - Eru íslendingar fjöllyndir? „Mér leiðist þegar íslendingar segja aö þeir séu lauslátir. Það get- ur enginn sagt þetta án þess að telja sjálfan sig með. Ég held að við séum alls ekkert lauslátari en aðrar þjóð- ir. Fjöllyndi og framhjáhald er ekk- ert algengara hér en í öðrum lönd- um. Það er sýnilegra hérna í fá- menninu þar sem allir þekkja alla. íslendingar eru fullir orku og frjálslyndir og eru fullir af sjálfs- trausti. Ég hef búið bæði í Banda- ríkjunum og Bretlandi og mér finnst þetta sterka sjálfstraust og óþol einkenna íslendinga. Þeir vilja fá það sem þá langar í strax. Ekki á morgun. Þetta á líka viö um marga þeirra í samskiptum við hitt kynið.“ Greddan eins og bylgja - Dóra kom aftur heim til íslands fyrir tæpum tveimur árum eftir nokk- urra ára dvöl í Bretlandi. Hvað fannst henni mest áberandi þegar hún kom aftur heim til íslands? „Þegar ég kom heim eftir fyrstu tvo mánuðina þá hrökk ég svolítið við. Allt í einu fannst mér fólk svo agressíft og gratt. Maður kom í dyrn- ar á skemmtistað og fann gredduna skella á sér eins og bylgju en þetta er orka, gríðarleg orka. Við erum full af orku. íslendingar vinna mjög mikið og þurfa að losa mikla orku um helg- ar með drykkju, dansi, tali eða kannski kynlífí." - Er alltaf best að vera á íslandi? „Það eru alger forréttindi að fæðast hér. ísland er eins og mamma eða for- eldrar. Maður elskar þá og þó maður fari að heiman yfirgefur maður þá aldrei. ísland er landið mitt og hérna er hjartað mitt og hér á ég heima.“ Dópisti og hjónadjöfull - Dóra tilheyrir þeim hópi fólks á íslandi sem er eiginlega hálfgerð þjóð- areign. Allir þekkja hana alls staðar og vita, eða þykjast vita, aUt um hana og hennar einkalíf. Hvernig höndlar hún frægðina? „íslendingum finnst óþægilegt að vita ekki aUt um fólk. Ef þeir vita ekki hið sanna þá búa þeir bara til eitthvað og því neikvæðara því betra. Þegar ég byrjaði 15 ára gömul að vinna í sjón- varpinu var ég mjög viðkvæm fyrir þessu. Ég var saklaus stúlka frá Seyð- isfirði og var allt í einu stimpluð dópisti, hjónabandsdjöfull og ég veit ekki hvað. Ég skildi ekki hvaðan þess- ar árásir komu en svo vandist ég þessu. Eftir þátt sem við gerðum um eitur- lyf, þegar ég sá um unglingaþáttinn Ó, gengu miklar sögur um dópneyslu mína. Fyrst í stað særði þetta oft fjöl- skyldu mína. Mamma sat kannski á hárgreiðslustofu þegar einhverjar konur voru að masa um þessa voða- legu stúlku. Fjölskylda mín kannaðist ekkert við þessa manneskju sem verið var að lýsa og ég hef oft þurft að róa fólkið mitt niður út af söguburði. Fólkið mitt veit hver ég er og þekkir mig og vill vernda mig og það er eina fólkið sem skiptir mig máli en ég er sjálf löngu búin að brynja mig fyrir umtali. Ég get heldur ekki ætlast til að öll- um líki við mig. Það getur það enginn og maður verður bara að vera maður sjálfur." íslendingar eru fullir orku og frjálslyndir og eru fullir af sjálfstrausti.^L Ég hef búið bœði í Bandaríkjunum og Bret- landi og mér finnst þetta sterka sjálfstraust og óþol einkenna íslendinga. Þeir vilja fá það sem þá langar í strax. Ekki á morgun. Hrafn var I símanum - Fimmtán ára stelpan frá Seyðis- * firði hefur greinilega haft nægt sjálfs- traust. Hvernig fór hún að því að fá vinnu í sjónvarpinu? „Hrafn Gunnlaugsson sá mig í myndbandi með hljómsveit sem hét Rickshaw og hann hringdi i mig og ég kom upp í sjónvarp og var sett upp við vegg, réttur míkrófónn og sagt: Segðu eitthvað. Ég stökk bara út í þótt ég vissi ekkert hvað ég væri að gera.“ Kokkteilboðin eru verst - Þú virkar á skjánum eins og þú sért aldrei feimin. Er það rétt? „Ég er ekki feimin fyrir framan myndavélina eða i vinnunni yfirhöf- uð. En í kokkteilboðum, afmælum og fermingarveislum, þar sem ég er.-. kannski innan um fólk sem ég þekki lítið eða ekki, þá líður mér ekkert rosalega vel. Kokkteilboðin eru oft ógurlega vandræðaleg og ég held reyndar að ég sé ekki ein um að finnast þau erfið. Ég held að það líði öllum svona sem eru þar.“ Sæki það sem ég vil - En hefur þú mikla reynslu af því að fara á stefnumót sjálf? „Ég held að ég hafí farið einu sinni á stefnumót á íslandi. Einu sinni fór ég á stefnumót í Ameriku' en kunni ekki leikinn og ég sat bara og flissaði og fannst þetta ferlega óþægilegt. Ég held að flestum stelp- um finnist samt innst inni gaman þegar er komið fram við okkur eins og drottningar því við erum allar prímadonnur inn við beinið." - En hefur þá drottning stefnu- mótanna fundið ástina sjálf? „Ég er afar hamingjusöm, enda sótti ég það sem mig langaði í.“ -PÁÁ Dóra vill ganga hreint til verks „Lífiö er of stutt fyrir hugleysi. Ég stend alltaf fast á því að hreinskilnin sé besta leiðin. Þetta er gamla klisjan: aö vera maöur sjálfur. Ég hef aldrei þolaö leiki og meðan ég var laus og liöug þoldi ég aldrei herra sem voru meö einhverja sýndarmennsku. Annaöhvort vil ég eitthvaö eöa vil þaö ekki. “ DV-MYNDIR E.ÓL. inn okkar með sama hugarfari. “ Dóru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.