Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 Helgarblað Ótrúleg áhrif Áhorfandi fór hamförum þegar hann sá Hopkins á hvíta tjaldinu. Enginn étinn Myndin Hannibal fer sigurför um heiminn þótt margir séu óá- nægöir með myndina og það sem hún boðar. Bandarískir fjölmiðl- ar hafa verið fullir af fólki sem ælir og líður út af við sýningu myndarinnar. Nýjasta dæmið er þó heldur verra. í bíósal í Conn- ecticut var myndin nýbyrjuð þegar 24 ára maður, Timothy O’Neill, byrjaði með mikil læti og bægslagang. Að sögn vitna stóð Timothy upp og byrjaði að öskra af öllum kröftum, auk þess sem hann réðst að nálægum áhorfendum og veitti þeim högg. Skelfingu lostnir áhorfendur hlupu til bfó- stjórans sem kallaði til lögreglu- lið sem yfirbugaði Timothy. Hann var nokkuð erfiður viður- eignar og þurfti að koma honum í bönd til að hann slasaði lög- regliunennina ekki alvarlega. Nú er búið að kæra Timothy fyrir árás og að sletta sér fram í störf lögreglunnar. Samkvæmt opinberum skýrslum slösuðust tveir lítiUega en „enginn var bit- inn“. Kannski var það lán í óláni að Timothy bijálaðist í byijun myndarinnar því hver veit hvað hefði gerst undir lokin þegar Anthony gamU Hopkins gæðir sér á heila Ray Liotta sem er í hlutverki lifandi disks. íslenskur sjúkraflutningamaður í Pittsburgh: Aökoman eins og í sláturhúsi - Ólafur Þór Ólafsson lærir í Ameríku Þrír íslendingar eru nú í Pitts- burgh þar sem þeir stunda nám í bráðatækni. Einn þeirra, hinn 28 ára Ólafur Þór Ólafsson, segir hér frá náminu og lífínu á sjúkrabílnum þar ytra sem er heldur meiri hasar en sjúkraflutningamenn hér heima eiga að venjast. „Bráðatækni er nám fyrir sjúkra- flutningamenn sem veitir þeim m.a réttindi til þess að gefa handvirkt hjartarafstuð, setja í barkaslöngur, nota utanáliggjandi hjartagangráð, veita rafvendingu, taka 12 leiðslu hjartalínurit og setja upp æðaleggi en þessir hlutir eru yflrleitt á könnu lækna,“ segir Ólafur Þór Ólafsson sem búsettur er í Pitts- burgh í Bandarikjunum þar sem hann, ásamt tveimur öðrum íslend- ingum, þeim Guðmundi Guðjóns- syni og Sveinbirni Berentssyni, leggur stund á þetta nám. Sjö aðrir íslendingar hafa verið í þessum sama skóla en námið er styrkt af slökkviliðinu og Rauða krossinum. Kennt er viö háskólann í Pitts- burgh. Námið samanstendur af bók- legum tímum í lyfjafræði og líffræði sem og verklegum tímum á sjúkra- húsum þar sem nemendur eru látn- ir taka þátt í flestum þáttum í með- ferð sjúklinga, svo sem uppskurðum og krufningum. Mikil áhersla er lögð á lestur og greiningu á hjarta- línuritum og meðferð í framhaldi af því. Að auki taka nemendur vaktir á sjúkrabílum og sjúkraþyrlum borg- arinnar. Markmið námsins er að gera sjúkraflutningamenn ennþá færari til að sinna sjúklingum á slysstaö enda geta þær mínútur sem liða frá því að komið er að sjúklingi og þar til hann kemst undir læknis- hendur skipt sköpum. Ólafur segir að nám þetta sé ágæt viðbót viö þá góðu menntun sem sjúkraflutningamenn á íslandi hljóta. DV MYND E.OL. Olafur Þór Olafsson sjúkraflutningamaður. Er í námi og starfsþjálfun í Pittsburgh í Bandaríkjunum: „Raunveruleikinn er allt annar þarna úti en hér heima. Þaó líöur vart sá dagur aö viö þurfum ekki aö eiga viö stungu- eöa skotsár sem sjást sjaldan hér heima og þaö þrátt fyrir að Reykjavík sé vaxandi borg, “ Blóð úti um allt Að starfa sem sjúkraflutninga- maöur í Pittsburgh er að sögn Ólafs nokkuð annað en í Reykjavík. íbúar borgarinnar eru um ein milljón en samtals búa þrjár milljónir á eftir- litssvæði þyrluvaktarinnar og þar er ofbeldi daglegt brauð. „Raunveruleikinn er allt annar þama úti en hér heima. Það líður vart sá dagur að við þurfum ekki að eiga við stungu- eða skotsár sem sjást sjaldan hér heima og það þrátt fyrir að Reykjavík sé vaxandi borg,“ segir Ólafur sem hefur svo sannar- lega komist í hann krappan þessa mánuði sem hann hefur verið úti. Á einni af fyrstu vakt sinni lenti Ólafur í því að þurfa að fara inn á heimili þar sem fjölskyldufaðirinn hafði stungið eiginkonu sína 40 sinnum og dóttur hennar 28 sinn- um. Konunni hafði tekist að hringja í Neyðarlínuna en var dáin þegar sjúkrabillinn kom á staðinn. Dóttur- inni tókst hins vegar að bjarga. „Að- koman var eins og í sláturhúsi, það var blóð uppi um alla veggi,“ segir Ólafur sem virðist þó vera orðinn flestu vanur enda búinn að vinna sem sjúkraflutningamaður siðan 1994. „Eiiiu sinni komum viö að konu sem hafði ekið bíl sínum fram af sjöundu hæð á bílastæðahúsi. Hún ætlaði að stíga á bremsuna en steig í staðinn á bensíngjöfina svo bíllinn flaug fram af. Það ótrúlega við þetta var að hún slasaðist varla neitt og gekk sjálf inn í sjúkrabílinn,“ segir Ólafur. Hallgrímur Helgason Flokkur útí mýri... (Ég vil byrja á því að þakka alla þá rafpósta sem mér hafa borist frá U2-aðdáendum í vikunni sem leið. Ég biðst afsökunar. Bono er örugg- lega góður maður þó hljómsveitin sé leiðinleg.) Ókei. R-listinn áttaði sig of seint á flugvallarmálinu. Ingibjörg Sólrún skrifaöi undir milljarða-endurbætur á Reykjavíkurflugvelli einmitt þeg- ar tækifærið gcifst til að færa hann, byggja nýjan völl eða gera járnbraut til Keflavikur. Gott og vel. En Sjálf- stæðisflokkurinn getur lítið sagt. Hann svaf sjálfur í sama máli og átt- aði sig ekki á sögulegu tækifæri og hefur reyndar ekki áttað sig enn. Nú situr hann útí homi eins og gömul nöldurkerling og vill „ekkert ræöa málið núna ... á ekkert að kjósa um málið núna ... á ekkert að vera að kjósa... svo langt þangað tii...“ og bla bla bla... Sjálfstæðisflokkurinn hefur sagt sig úr leik í borgarmálunum. Hann ætlar ekki að vera með í kosningun- um í dag. Oddvitar hans ætla ekki að kjósa. Þeir hafa ekki einu sinni sagt okkur frá afstöðu sinni í flug- vallarmálinu, málinu sem allir eru að tala um og skrifa um og meira að segja Mogginn (sem aldrei fyrr hef- ur tekið opinbera afstöðu) er búinn aö mynda sér skoðun á. Ingu Jónu hefur með „lýðskrums“-nöldri sínu og fortíðartuði tekist að afskrifa sig sem hugsanlegan borgarstjóra. Og Guðlaugur Þór hefur valdið okkur öllum vonbrigðum, okkur sem héld- um að hressandi væri fyrir Reykja- vík að fá ötulan framkvæmdastrák eftir átta ár af kvenlegri varkámi. Hann hefur heldur enga skoðun á flugvallarmálinu. Þeir sem ekki hafa skoðun á örlögum Reykjavíkur mega ekki verða borgarstjórar. Og til að kóróna allt hefur Björn Bjarnason heldur ekki (ég talaði við hann nú síðast klukkan 8 í morgun) ákveðið sig hvort hann ætlar að kjósa í flugvallar-kosningunni. En ef hann mun kjósa mun hann kjósa völlinn áfram í Vatnsmýrinni. Guð forði okkur frá slíkum baksýnisgler- augum í Ráðhús Reykjavíkur. Kæri Bjöm. Vertu bara áfram heima á síðunni þinni. Þetta fólk setur sína smáborgaralegu stundar- skíts-pólitík ofar heildarhagsmun- um borgarinnar. Það þolir ekki að R-listanum sé að takast að fá alla borgarbúa til að hafa skoðun á skipulagsmálum. Það eyðir sínum tíma í að saka einn R-listamann um að hafa skipt um skoðun í flugvall- armálinu en hefur enga sjálft. Flokkur útí mýri, sett’uppá sér stýri, úti varö ævintýri. Nei. Eyþór Arnalds er eina von okkar um álit- legan valkost á móti hinni ósigrandi Ingibjörgu Sólrúnu. Annars eigum við ekkert val. Annars er Sjálfstæð- isflokkurinn endanlega úr leik í borgarpólitíkinni. í flugvallarmálinu hefur Sjálf- stæðisflokkurinn hrapað aftur í þá ímynd sína sem við ólumst upp við fyrir daga Davíðs: Afturhaldssamur flokkur gamalla feitra karla sem þráðu óbreytt ástand. Reyndar er ímynd hans nú öllu frekar gamlir þreyttir fýlupokar sem sitja útí homi með hendur fyrir eyru og vilja ekki vera með. Því gömlu feitu status-quo-karlarnir eru þó með í leiknum. Þeir sitja nú sveittir við og skrifa greinar i blöð og vappa reiðir um flughlöð, skipuleggja vöm sína i hersátinni um flugvöllinn, með flug- málastjóra fyrir loftvömum og sam- göngumálaráðherra fyrir fótgöngu- liðinu. Hollvinir Reykjavikurflugvallar minna dálítið á heimilisfoður sem kemur heim einn daginn og er bú- inn að skipuleggja sumarfríið fyrir alla fjölskylduna og verður stein- hissa og voða sár þegar fjölskyldan hafnar hugmyndum hans. Ung- lingsdóttir segir að sig langi ekkert í dorgveiði í Lapplandi. Og hann sem var búinn að taka tillit til allra fjölskyldumeðlima og hennar lika: Hún átti að geta farið á tón- leika með Tinu Tumer í Kaup- mannahöfn á bakaleiðinni. „Pabbi. Tinu Tumer?! Hallo-ó!“ Og pabbi stendur á miðju eldhús- gólfi, á svipinn eins og svikinn hundur sem er búinn að ná i spýt- una en fær engan mola. Einhvern veginn þannig eru þeir á svipinn, Hollvinir Reykjavíkurflugvallar, þegar þeir standa frammi fyrir borgarbúum sem vilja ekki sjá hugmyndir þeirra um framtíð Reykjavikurflugvallar. Opin- mynntir, með upprúllaðar tillög- umar í kjaftinum, alveg bit. „Og við sem vorum búnir að hanna ný hverfi og allskonar..." í allri þeirri greinahríö sem dun- iö hefur á okkur undanfamar vik- ur hef ég ekki rekist á einn stuðn- ingsmann flugvallarins sem fædd- ur er eftir 1945. Hollvinir Reykja- víkurflugvallar eru fæddir fyrir eða í striðinu. Og þeim er annt um sinn stríðsvöll. Kannski eru þeir fæddir á flugvellinum? Kannski ólust þeir upp í braggahverfunum kringum flugvöllinn? Kannski komu þeir imdir í flugskýli 5, hver veit? Við getum svosem skOið að þeim þyki vænt um völlinn sinn. Sjálfur grét ég þegar Framvöllur- inn hvarf undir skrifstofuhúsnæði og Gallerí List. Alveg eins og ein- hverjir aðrir grétu þegEir MelavöU- urinn var þurrkaður burt fyrir Þjóðarbókhlöðu. En svona eftir á að hyggja. Var nokkur eftirsjá að þessum malarvöllum? Flugvöllur- inn í Vatnsmýrinni er Melavöllur dagsiris í dag. Kæm Reykvíkingar. Skiljum nú gamla fólkið eftir heima og ökum á kjörstað til þess að kjósa, til þess að gefa borginni okkar hverfið sem ennþá er hemumiö af Bretum. Kæru Sjálfstæöismenn. Skiljið nú forystu hans eftir heima og kjósið hvað sem þið viljið. Bara kjósið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.