Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 25 DV Helgarblað sé þvl að æfa vel og sjá þarf til þess að menn séu vel búnir tækja- lega. „Við höfum verið mjög lánsamir og það er mjög langt síð- an íslenskur slökkviliðsmaður lét llfiö við vinnu,“ segir Marteinn. Þrátt fyrir að slökkviliðsmenn þurfi oft að takast á við erfiðar stundir eru líka margar gleði- stundir, til að mynda þegar endur- lífgun tekst eða þegar taka þarf á móti barni. í næsta herbergi eru nokkrir lögreglumenn að störfum i fjar- skiptamiðstöð lögreglunnar i Reykjavík og nágrenni. Öllum símtölum sem Neyðarlínan fær og varða ósk um aðstoð lögreglu á þessu svæði er beint þangað yfir. Friðgerður Jónsdóttir aðalvarð- stjóri hafði í nógu að snúast við að svara símtölum þar sem meðal annars var verið að tilkynna um bílarán, hávaða í fjölbýlishúsum og slagsmál. Þegar beiðni kemur inn á miðstöðina er fundið út hvaða lögreglubíll er næstur og hann beðinn að fara á vettvang. Þar er einnig fylgst með því sem er að gerast í miðbæ Reykjavikur á nokkrum sjónvarpsskjám sem tengdir eru við öryggismyndavél- arnar sem þar eru. Krefjandi starf Það getur veriö krefjandi starf aö taka við hjálparbeiðnum fólks í gegnum síma, sérstaklega þegar um alvarleg slys er að ræöa en þvi hefur Eiríkur Jós- epsson kynnst í starfi sínu sem vaktstjórí hjá Neyöarlínunni. án. Hann telur þaö mjög gott að ís- lenskir slökkviliðsmenn geti farið út í þjálfun og fyrir vikið verði þjónusta þeirra mun betri. Bráða- kerflð hér sé með því besta sem gerist í heiminum og lögð sé áhersla á að hafa ný og góð tæki. Að mati Stefáns er erfiðast við starfið að fara í útköll þegar um stórslys er að ræða og þegar börn hafa dáið, t.d. vöggudauða. „Starf- ið er líka gefandi og það er gaman að geta hjálpað fólki og látið því líða vel,“ segir Stefán. Starfið sé líka spennandi því hann viti aldrei fyrirfram hvað gerist eða hvert hann eigi að fara. „Á einni vakt þurfti ég að fara með sjúkraþyrlu norður í land vegna rútuslyss og svo á Akureyri með slasaða far- þega og endaði síðan á að fara á Egilsstaði þar sem flytja þurfti slasaðan mann suöur með sjúkra- flugi,“ segir Stefán. í þvi kemur beiðni um sjúkrabíl og er Stefán rokinn af stað til að sinna útkall- inu en rétt áður en hann leggur af stað út úr stöðinni er beiðnin aft- urkölluð. Liðið er á nótt og klukkan farin að halla í fimm þegar blaðamaður leggur af stað heimleiðis. Þrátt fyr- ir að væri fullt tungl virtist það ekki hafa haft mjög slæm áhrif á landsmenn sem voru nokkuð ró- legir þessa nóttina. Þegar starfs- menn Neyðarlínunnar ljúka næt- urvakt sem þessari hafa þeir svar- að um 800 til 1000 símtölum. En eitt er vist að í Skógarhlíðinni er það hjálpsemin sem ræður ríkjum, hvenær sem er sólarhringsins. -MA Á ferðinni með lögreglunni Arnar Marteinsson varðstjóri og Ásgerður Stefánsdóttir, lögreglu- maður í almennu deildinni, voru að vakta lífið í borginni á bíl 271 þessa nóttina og lá leið blaða- manns næst út með þeim. Frekar rólegt var í bænum þetta kvöldið og ekki margir á ferðinni. Eftir að hafa ekið um vesturbæinn, Sel- tjarnarnesið og Öskjuhlíöina berst tilkynning um að bensíni hafi ver- ið sprautað á stéttir við bensínstöð í Klettagörðum og eru þau Arnar og Ásgerður beðin um að athuga málið. Þegar þangað kemur eru þrír lögreglumenn komnir á vett- vang til að loka svæðinu og búið er biðja um aðstoð slökkviliðsins. Einhverjir óprúttnir náungar höfðu leikið sér að því að sprauta bensíni um alla stöðina og því var þar mikil eldhætta. Þegar slökkvi- liðið er komið á vettvang berst önnur tilkynning um átök milli sambýlisfólks í húsi í borginni en þegar á staðinn kemur reynist hins vegar allt vera meö kyrrum kjörum. Gaman að geta hjálpað fólki Þegar komið er aftur á vaktina hjá Neyðarlínunni er nokkuö ró- legt um að litast og ekkert alvar- legt hefur komið upp á það sem af er nóttinni. Stefán Kristinsson slökkviliðsmaður er að fylgjast með í herbergi Neyðarlínunnar en hann er búinn að fara í nokkra sjúkraflutninga það sem af er kvöldi. Stefán hefur starfað í slökkviliðinu frá því árið 1993 og kann vel við starfið. Árið 1998 fór hann í ársnám til Pittsburgh í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði nám fyrir sjúkraflutn- ingamenn en Slökkviliðið sendir árlega menn út í nám. „Það felst meðal annars í því að læra allt sem við kemur bráðaþjónustu á slysstað, endurlífgun og menn vinna til að mynda á slysadeild, geðdeild og barnadeild," segir Stef- Miöbærinn vaktaöur Vel er fylgst meö öllu sem gerist í miöbænum I gegnum öryggismyndavélarnar. ÞU KEMUR 0G SEMUR KRIR BILAR 0PIÐ í DAG FRÁ10 TIL16 Við kynnum Mégane Opera 2, snilldarlega útsetningu á hinum örugga Renault Mégane, ríkulega búinn bíl I vandaðri útfaerslu. Við bjóðum þér að koma að Grjóthálsi 1 og semja við okkur um verðiö. Pú gerir vart betri kaup þessa dagana, en haföu hraðann á því aðeins er um nokkra bíla að ræða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.