Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 Fréttir DV Allir lífeyrissjóðir landsins reknir með tapi í ár: Tugir milljarða tapast - miklu skárri afkoma þó en hjá breskum og bandarískum lífeyrissjóðum Framkvæmdastjórar lífeyris- sjóöa á landinu viðurkenna að tap sjóðanna í ár geti numið tugum milljarða en þeir séu hins vegar betur reknir en flest önnur fjár- málafyrirtæki í augnablikinu. Tap varö á sjóðunum í fyrra og stefnir í að útkoman verði töluvert lakari í ár en þá. Fjármálamarkaðir hafa verið erf- iðir um skeið og stefnir í talsvert neikvæða raunávöxtun hjá senni- lega öllum sjóðum landsins. Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norðurlands, segir að menn megi þó vel við una, t.d. mið- að við breska og ameríska lífeyris- sjóði. Munurinn á hagstæðari afkomu innlendra sjóða felist ekki síst i minni hlutabréfaeign íslenskra sjóða því í þeim geira hafi tapið orðið mest. Þrátt fyrir þetta hafl lífeyrissjóð- ir innanlands verið gagnrýndir fyr- ir að taka of mikla áhættu en áður hafi þeir fengið bágt fyrir að fjár- festa ekki nægilega í hlutabréfun- um. íslensk hlutabréf hafa lækkað um 20% á árinu en flestar erlendar sambærilegar vísitölur hafa hrapað Hinn vinnandi maöur Menn velta fyrir sér ávöxtun lífeyrissjóöanna og framtíöarlífeyri hins vinnandi manns. enn meira. Fæstir lífeyrissjóða landsins hafa skilað 6 mánaða upp- gjöri þessa árs en annar fram- kvæmdastjóri sem DV ræddi við sagði nánast ljóst að hver einasti sjóður myndi tapa fé í ár. Á það er hins vegar bent að óeðlilegt sé að taka eitt og eitt ár út úr. Þannig hafl mikið góðæri verið hjá sjóðun- um árið 1999 en rekstur þeirra byggist ekki á slíkum sveiflum. „í fyrra var bankabókin best og kannski aftur i ár. Það er ekki þar með sagt að svo verði næsta ár,“ segir fram- kvæmdastjórinn sem telur að sam- anlagt tap sjóðanna verði klárlega tugir milljarða í ár. Hins vegar er einnig bent á að eignir verðbréfa- sjóða muni rýrna mun meira en eignir lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðir landsins eru allt of margir að mati kunnugra og mætti ná verulegri hagræðingu í grein- inni með áframhaldandi samþjöpp- un. 10 stærstu lífeyrissjóðirnir eiga nú um 80% eignanna en menn eru sammála um að losa verði smælkið út. Sem dæmi um sjóði sem orka tvímælis vegna smæðarinnar eru Lífeyrissjóður verkstjóra og Lífeyr- issjóður leiðsögumanna. -BÞ íslenskt sendiráð í Tokyo: Á sjötta hundrað gestir viðstaddir opnunina - þar á meðal Takamado-no-miya prins Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra opnaði í gær við hátíðlega at- höfn nýtt sendiráð íslands í Japan við sendiráðsbygginguna í Tokyo. Á sjötta hundrað gestir voru viðstadd- ir, þar á meðai Takamado-no-miya prins og eiginkona hans. Einnig voru á staðnum háttsettir embættis- menn og fulltrúar í japönsku viö- skiptalifi. Á meðal boðsgesta voru Islendingar, búsettir i Japan, og fulltrúar um þrjátíu íslenskra fyrir- tækja og viðskiptavinir þeirra. Kammersveit Reykjavíkur og Blásarakvintett héldu tónleika í tengslum viö opnunina og íslenskir júdó- og karatemenn sýndu listir sínar. Jafnframt taka sjö íslenskir myndlistarmenn þátt í samsýningu með japönskum myndlistarmönn- um og hópur nemenda úr Verslun- arskólanum tekur þátt í málþingi í Tokyo með japönskum nemendum. Nokkru fyrir opnunina í gær af- henti utanríkisráðherra þremur japönskum íslandsvinum fálkaorðu hins íslenska riddarakross fyrir störf þeirra í þágu Islands. Þau eru Junichi Watanabe rithöfundur, fyr- ir störf í þágu japansk-íslenska vin- áttufélagsins, Tatsuro Asai, fyrir rannsóknir og kynningu á jarðfræði íslands, og þingmaðurinn Shinako Tsuchiya, fyrir störf í þágu menn- ingar-og stjórnmálasamskipta. Halldór Ásgrímsson er nú í opin- berri heimsókn í Japan ásamt sendinefnd embættismanna og full- trúa islenskra fyrirtækja og hefur hann átt viðræður við háttsetta jap- anska ráðherra um samskipti þjóð- anna. í fyrradag hitti Halldór óvænt að máli Junichiro Kozumi forsætis- DV-MYND NG Opnun sendiráðsins í Tokyo Á sjötta hundraö gestir, þar á meðal Takamado prins og háttsettir japanskir embættismenn, voru viöstaddir athöfn í gær þegar utanríkisráðherra opnaöi nýtt íslenskt sendiráö í Tokyo í Japan. ráðherra en sá fundur hafði ekki verið á dagskrá heimsóknarinnar. Sendiráðið í Tokyo er annað ís- lenska sendiráðið í Asíu en fyrir nokkrum árum var opnað sendiráð í Kína. íslenskir starfsmenn sendi- ráðsins eru Ingimundur Sigfússon, sendiherra, Ragnar Baldursson, sendiráðunautur, og Gunnlaug Guð- mundsdóttir, ritari. Jafnframt eru tveir staðarráönir starfsmenn við sendiráðið. Andri Þór Valgeirsson. Lýst eftir 13 ára dreng Lögreglan í Reykjavik lýsir eftir 13 ára pilti, Andra Þór Val- geirssyni. Andri Þór er 165 cm á hæð, grannvax- inn, með blá augu og stuttklippt gullitað hár. Hann er klæddur í dökk- bláar buxur og úlpu sem er rauð og svört að lit, með hvítum stöfum á baki. Andri Þór strauk frá meðferðarheimilinu að Torfastöðum í Árnessýslu sl. sunnu- dag. Þeir sém geta geflð upplýsingar um ferðir Andra Þórs eða hvar hann gæti verið eru beðnir að láta lögregl- una i Reykjavík vita. -aþ Akureyri: Leitað að Honda-bifreið Lögreglan á Akureyri leitaði 1 nótt og í morgun að bifreið af teg- undinni Honda, svartri að lit, eftir árekstur sem varð við Hótel Norð- urland í Geislagötu í nótt. Þar var ekið á kyrrstæða bifreið við hótelið, en sá sem þar var að verki stakk af þrátt fyrir að báðar bifreiðarnar væru talsvert skemmd- ar. Vitni sá bifreiðinni sem árekstr- inum olli ekið í burtu í snarhasti eftir áreksturinn. Skráningarnúmer náðist ekki, en lýsing á bifreiðinni og er leitað samkvæmt henni. -gk Ofsaakstur Grunsamlegt aksturslag ökumanns á Seyðisfirði í gær varð til þess að lögreglan ákvað að hafa tal af mann- inum. Hann sinnti hins vegar ekki stöðvunarmerkjum lögreglu sem hóf eftirför. Barst leikurinn um götur bæjarins og ók sá sem eltur var á ofsahraða þar til lögreglunni tókst að lokum að stöðva ferð hans í miðbæn- um og handtaka hann. Þykir mildi að enginn skyldi slasast í þeim mikla glannaakstri sem þarna fór fram. -gk Skartgripum stolið Skartgripum var stolið úr búðar- glugga skartgripaverslunar í vestur- bæ Reykjavíkur skömmu eftir mið- nætti. Sá sem þar var að verki braut rúðu í sýningarglugga og hreinsaði síðan skartgripina út. Þjófsins var enn leitað í morgun. Þá var hátölur- um stolið úr bifreið í vesturbænum í nótt. Loks var bifreið stöðvuð í vesturbænum i nótt og reyndust vera í henni tveir „kunningjar" lög- reglunnar og voru þeir með fikni- efni í fórum sínum. -gk 13 v’’ '4* <15 l u \ \ )ý 11 REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 17.31 17.10 Sólarupprás á morgun 08.55 08.46 Síódeglsflóö 14.59 19.32 Árdeglsflóó á morgun 03.32 08.05 á vQfðutfeaimum wjwnATT 10 4—— WTl > j'Í. 5 o V</1j0 íl® 10 El norðan til Norölæg átt, 13-18 m/s með austur- ströndinni en annars yfirleitt 8-13 m/s. Rigning eöa súld austanlands, dálítil él norðan til en léttskýjaö suðvestanlands. Hiti 0 til 8 stig, mildast syöst. -10° \VINDSTYRKUR I nwtrum á súkúndu ‘ HEIOSKÍRT >■: ’ o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ w Ct!ÍJC ö RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA W ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF' RENNINGUR ÞOKA Hálka á heiðum Allir helstu þjóðvegir landsins eru færir. Þó eru hálkublettir á Siglufjarðarvegi frá Hofsósi í Fljót og hálka þaðan til Siglufjarðar. Einnig er hálka á Steingrímsfjaröarheiði. Snjóþekja og skafrenningur er á Axarfjarðarheiöi. Einnig eru hálkublettir og snjóþekja á öörum heiöum á Noröaustur- og Austurlandi. Þorskafjarðarheiði er aðeins fær jeppum. rnsniii dUSNJÓR mm ÞUNGFÆRT mm ÓFÆRT SHEHIOBÆ»Wær«lifíia:IIHHga Kólnar í veðri Fremur hæg norðlæg átt. Léttskýjaö vestan til, dálítil rigning eöa slydda suðaustanlands og él við norðausturströndina. Hiti 1 til 5 stig við suöurströndina en í kringum frostmark annars staöar. Blr Þríöjudagur Vindur: O P' X 5-13 m/« ’ Hiti 2° til 8° Vindur: ( 7-15 WW Hiti-1° «15° Vindur: C yJLy 5-9 ,„A Hiti -3° til 5° ' Suóaustan 5-13 m/s, Noröan- og norövestanátt. hvassast suövestan tll. Rigning eöa slydda Rlgnlng eöa slydda. Snýst noröaustanlands, él Noröanátt og él í suövestanátt meö skúr- norövestan til en annars noröaustan- og um sunnan- og vestan- úrkomulítiö. Kólnandi austanlands en léttskýjaö lands. Hltl 2 tll 8 stlg veöur. vestan tll. Vægt frost. AKUREYRI BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEWYORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG skúrir skýjaö snjóél rigning léttskýjaö léttskýjaö alskýjað léttskýjaö léttskýjaö skýjaö alskýjaö þokumóöa súld þokumóöa rigning rigning hálfskýjaö þokumóða iéttskýjaö þoka skýjað súld súld þokumóöa skýjað rigning þoka skýjaö skýjaö snjókoma þoka þokumóöa 2 1 0 3 6 3 1 2 4 12 8 10 11 7 10 9 18 11 11 8 11 16 11 10 2 15 10 12 8 0 þoka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.