Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 14
14 Útlönd FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 I>V REUTER-MYND Varöturnlnrt rifinn Breskur hermaöur mundar sig viö aö rífa varöturn á Noröur-írlandi sem gekk undir nafninu Romeo 101. Brynvarðar her- stöðvar rifnar Breski herinn reif niöur nokkrar brynvarðar stöðvar sinar á Norður- írlandi í gær, í kjölfar yfirlýsingar írska lýðveldishersins (IRA) um að hann væri byrjaður að eyðileggja vopnabúr sitt, hið stærsta sem neð- anjarðarsamtök i Evrópu ráða yfir. Þá sneru ráðherrar mótmælenda í heimastjórn héraðsins aftur til vinnu sinnar í gær. Þeir höfðu einmitt gengið út í síðustu viku vegna þrákelkni IRA við að afvopn- ast. Hættan á ofbeldi er þó ekki liðin hjá á Norður-Irlandi, eins og sann- aðist best í fyrrakvöld þegar tveir menn með vélbyssu voru handtekn- ir í útjaðri Belfast. Þeir eru taldir tilheyra hópi lýðveldissinna sem er á móti friðarferlinu. Fiskurinn í hættu vegna ríkisstyrkja Alþjóðlegi náttúruverndarsjóður- inn (WWF) segir að vegna mikilla ríkisstyrkja til sjávarútvegs í heim- inum sé mjög gengið á flskistofna og það eigi sinn þátt i þeim ógöngum sem fiskveiðar eru komnar í. I skýrslu sem WWF birti í gær kemur fram að ríkisstyrkirnir, sem flestir séu duldir, nemi rúmum 1.500 milljörðum króna á ári. Samtökin vilja að ríki heims komi sér saman um endurskoðun þessara mála og að það verði gert á vettvangi Heims- viðskiptastofnunarinnar. Japanar eru sakaður um hæstu styrkina, eða rúma 200 milljarða króna. Miltisbrandur rannsakaöur Ekkert lát er á miltisbrandsplágunni í Bandaríkjunum, en nýjustu tilfellin komu upp hjá CIA og i utanríkisráöuneytiinu. Smit hjá CIA og í utanríkis- ráðuneytinu Starfsmaður í bandariska utan- ríkisráðuneytinu, sem vinnur við póstflokkun, hefur greinst smitaður af miltisbrandi og mun bakterían vera af mjög skæðum stofni að sögn talsmanns ráðuneytisins. Ekki er enn vitað hvernig maðurinn smitað- ist, en hann mun nú á sjúkrahúsi þar sem hann fær nauðsynlega með- ferð. Póststofu ráðuneytisins hefur verið lokað og allri póstdreifingu hætt meðan málið er í rannsókn. Þá var 1 morgun tilkynnt að einni byggingu bandarísku leyniþjónust- unnar CIA hefði verið lokað, eftir að smit fannst þar í póstsendingu. Slysið í Gotthard-göngunum: Ellefu eru látnir og 128 manns saknað ítölskum og svissneskum slökkvi- liðsmönnum tókst loksins í morgun að ná tökum á eldinum í Gotthard- göngunum i svissnesku Ölpunum, eft- ir að tveir flutningabílar lentu þar í hörðum árekstri á miðvikudagsmorg- un, með þeim afleiðingum að upp kom eldur sem fljótlega varð að óvinnandi eldhafl. Fljótlega var staðfest að tíu manns höfðu farist í eldinum og átti sú tala eftir að hækka í ellefu þegar leið á daginn. Vegna aðstæðna, þar sem göngin fylltust fljótlega af svört- um reyk og óbærilegum hita, reyndist erfitt að meta stöðuna, en eftir að um 300 metra kafli af loftklæðningu gang- anna hafði fallið niður var talið að allt að þrjátíu bílar hafi orðið undir henni. Því var óttast að tala látinni ætti eftir að hækka til muna og það varð líka reyndin, því í morgun var staðfest að alls 128 manns væri sakn- að og lítil von um aö nokkur þeirra fyndist á lífl. Svissnesk yflrvöld lifa þó enn í von- inni um að hluti þeirra sem saknað er Svissneskur björgunarmaöur Svissneskur björgunarmaður undirbýr sig undir aö fara inn í Gotthard-göngin, en mikill hiti og reykur hindruöu aö mestu björgunarstörf þar til í morgun. hafi i raun náð að bjarga sér út úr göngunum, en tölur eru byggðar á til- kynningum sem borist hafa frá að- standendum f gegnum sima og hafa því ekki verið staðfestar. „Það er alls ekki um það að ræða að 128 manns sé saknað, heldur að fólk hafi tilkynnt eða spurst fyrir um 128 manns sem hugsanlega gætu hafa ver- ið i göngum þegar slysið varð,“ sagði Michel Egger, talsmaöur svissneskra samgönguyfirvalda, í morgun. „Við getum þó staðfest að ellefu eru látnir, en ómögulegt að gera sér grein fyrir því hve margir eiga eftir að finnast," sagði Egger. Þegar hafa verið borin kennsl á átta þeirra látnu og er þar um að ræða fjóra Þjóðverja, einn Frakka, einn Lúxemborgara, einn ítalala og einn frá Sviss. Staðfest hefur verið að yfir 100 bíl- ar hafi fundist í göngunum, þar af 15 flutningabílar, en aðstæður til björg- unarstarfa eru enn mjög erfiðar sök- um reyks og hita. REUTER-MYND Grænfriöungar með uppblásin dýr Liösmenn Greenpeace-samtakanna komu uppblásnum dýrum fyrir í flutningaskipi frá Panama í höfninni í Marin á noröurströnd Spánar. Dýrin eru fulltrúar sjö svæöa jaröar þar sem veriö er aö eyöileggja skóglendi. Loftárásir á Kabúl í nótt: Bin Laden talinn eiga efni í kjarnorkusprengju Breskir fjölmiðlar greindu frá því i morgun að sádi-arabíski hryðju- verkamaðurinn Osama bin Laden, sem grunaður er um að hafa skipu- lagt hryðjuverkaárásimar á Banda- ríkin í síðasta mánuði, hefði komist yflr kjarnakleyft efni sem hugsan- lega væri hægt að nota til frekari hryðjuverka. Dagblaðið Times og sjónvarps- stöðin Channel 4 höfðu eftir vest- rænum leyniþjónustumönnum að bin Laden hefði fengið efnin á ólög- legan hátt frá Pakistan. Það er þó huggun harmi gegn að bin Laden og samtök hans ráða ekki yflr tækni til að búa til kjarnorkusprengjur. Bandarískar herflugvélar vörp- uðu allt að tíu sprengjum á Kabúl, höfuðborg Afganistans, í nótt. Sjón- REUTER-MYND Osama bin Laden Sádi-arabíski hryöjuverkamaöurinn er sagöur eiga efni til aö búa til kjarnorkuvopn en ekki kunnáttuna. arvottar og talibanastjórnin sögðu að sjö manns hefðu týnt lífi. Talibanar handtóku í morgun einn helsta leiðtoga stjórnarand- stöðunnar í útlegð þar sem hann var að reyna að fá ættflokk pashtúna til að safna liði gegn stjómvöldum í Kabúl. Bandarískar herþyrlur reyndu árangurslaust að koma í veg fyrir handtökuna. Leiðtoginn, Abdul Haq, sem gat sér gott orð i baráttunni við sovéska herinn á 9. áratug síðustu aldar, reyndi að komast undan á hestbaki en talibönum tókst að góma hann. Hersveitir Norðurbandalagsins sögðu í morgun að þær hefðu ekki í hyggju að ráðast til atlögu gegn Kabúl í bráð, þrátt fyrir loftárásir á víglínur talibana við borgina. Bush fær börnin í liðið George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur fengið skóla- börn í lið með sér í baráttunni gegn hryðj uverkamönn- um. Hann vill að börnin komi þeim boðum á framfæri að Bandaríkin eigi ekkert sökótt við múslíma með því að eignast pennavini í löndum ís- lams. Dökkt útlit í Makedóníu Boris Trajkovski Makedóníufor- seti sagði í gær að friðarferlið í landinu kynni að fara út um þúfur nema albanski minnihlutinn féllist á breytingar á friðarskilmálunum. íranar vilja hjálpa Iransforseti bauð í gær fram að- stoð sína við að koma á laggirnar nýrri ríkisstjórn í Afganistan. Meira ofbeldi í Kasmír Tuttugu manns hafa fallið í fjölda sprenginga og átaka í indverska hluta Kasmírs þar sem aðskilnaðar- sinnar hafa aukið ofbeldisverk sín að undanfórnu. Soraya látin Önnur eiginkona íranskeisara heitins, Soraya Esfandiari Bakhti- ari, fannst látin á heimili sínu í Par- ís í gær. Hún var 69 ára. Erfiðar ákvarðanir Ráðherrar frá Heimsviðskiptastofn- uninni þurfa að taka erfiðar ákvarðanir um efnahagsmál heimsins þegar þeir koma saman í Persaflóaríkinu Kat- ar eftir hálfan mán- uð, að sögn Mikes Moores, fram- kvæmdastjóra WTO. Aðskilnaður í strætó Heittrúaðir gyðingar í ísrael hafa sett á laggirnar sérstaka strætis- vagnaþjónustu þar sem konur og karlar eru aðskilin, í samræmi við stranga túlkun helgra bóka þeirra. Efnahagur ílægð Ekki blæs byrlega i bandarísku efnahagslífi um þessar mundir. I síðasta mánuði fjölgaði atvinnulaus- um og fasteignasala dróst saman. Havel á batavegi m Vaclav Havel Tékk- i Jj landsforseti virðist ■ vera á batavegi eftir L - að læknar hans gáfu I - I honum ný sýklalyf 81 við krónískri berkju- ||l bólgu sem hann þjáist af. Ekki verður annað séð en að sótthitinn fari lækkandi. Rannsóknin í fullum gangi John Ashcroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að rannsóknin á hryðjuverkaárásun- um á landið væri i fullum gangi. Ekkert sannast á írak Bandarískur þingmaður sagði í gær að engar sannanir væru fyrir því að Saddam Hussein íraksforseti og stjórn hans tengdust hryðju- verkaárásinni í september eða milt- isbrandstilfellunum sem hafa komið upp siðustu vikur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.