Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 Fréttir DV 40 30 20 10 0 -10 -20 -30 -40 -30,6 Vinsælustu og óvinsælustu stjórnmálamennirnir - samkvæmt skoöanakönnun DV 24. október 2001 - -14,8 Ásgrímsson r*1 Skarpjróðlnsson '"fi*" Jóhanna Siguröardóttir ra Ogmundur Jónasson r?: Geir H. Haarde -3,8 -3,0 -2,2 -0,3 -9,1 Skoðanaköimun DV Bornar eru saman vin- sældir og óvinsældir tíu umdeildustu stjómmála- mannanna samkvæmt skoðanakönnun DV. Grænu súlurnar sýna niðurstöðu síðustu skoðanakönnunar sem var birt í ágúst 2001. Kolbrún Halidórsdóttlr 0,3 -2,7 Aml Johnsen o,o -10,2 Skoðanakönnun DV um vinsældir stjórnmálamanna: Davíð langvinsælastur - endurheimti topp óvinsældalistans af Árna Johnsen Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur endurheimt stöðu sína sem bæði vinsælasti og óvinsælasti stjómmálamaður landsins í skoð- anakönnun DV sem gerð var á mið- vikudagskvöld. Árni Johnsen stal efsta sæti óvinsældalistans í könn- un DV í ágúst en Davíð hefur einok- að það sæti, eins og efsta sæti vin- sældalistans, um langa hríð. Árni er þó enn sterkur á óvinsældalistan- um, er 3. óvinsælasti stjórnmála- maðurinn, enda mál hans öll enn í fersku minni. Vinsældir Áma mæl- ast engar. Steingrímur J. Sigfússon situr öruggur í öðru sæti beggja lista nú en saman em hann og Dav- íð umdeildustu stjómmálamenn landsins þessa dagana þótt Davíð hafi þar algera sérstöðu, bætir við sig á báðum listum. Staöa fjögurra vinsælustu stjórnmálamannanna er óbreytt frá síðustu könnun DV. Halldór Ásgrímsson er 3. vinsælast- ur og Össur Skarphéðinsson vermir 4. sætið. Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra er nýtt andlit á þess- um listum. Hún er í 7.-8. sæti óvin- sældalistans en vinsældir hennar eru vart mælanlegar. Könnun DV var gerð á miðviku- dagksvöld. Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt á milli höfuðborgarsvæð- is og landsbyggðar, sem og kynja. Spurt var tveggja spurninga: Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú mest álit um þessar mundir og á hvaða stjórnmálamanni hefur þú minnst álit um þessar mundir? Óákveðnir og þeir sem svöruðu ekki reyndust 38,3 prósent þegar spurt var um mest álit en 38 prósent þegar spurt var um minnst álit á stjórnmálamanni. Hópurinn sem ekki tekur afstöðu nú er töluvert stærri en í síðustu könnun DV þeg- ar samsvarandi tölur voru 34,5 og 28,5 prósent. 32 nöfn eru á vinsældalistanum en 35 á óvinsældalistanum. Fjórflokksformenn Formenn fjórflokksins raöa sér í 4 efstu sæti vinsældalistans en Sverrir Hermannsson er í litlum vinsældum mun neðar á listanum. Athygli vekur að af 10 efstu sætum vinsældalistans fara 6 undir þingmenn stjórnarand- stöðunnar. í hinum 4 eru 2 ráðherrar sjálfstæðismanna og 2 ráðherrar Fram- sóknar. Breytingamar eru ekki miklar en þó þær að Margrét Frímannsdóttir tek- ur stórt stökk upp á við en vinsældir Bjöms Bjamasonar dala. Þá fer Geir H. Haarde fjármáiaráöherra úr 5. i 8. sæti vinsældalistans. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er fasta- gestur á vinsældalistanum, hækkar sig um eitt sæti frá því í tveimur síðustu könnunum DV. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, er einnig að festa sig í sessi meðal 10 vinsælustu stjómmála- manna landsins. Fimm ráðherrar og Árni Ef Ámi Johnsen væri ekki að blanda sér í baráttuna um titilinn óvinsælasti stjórnmálamaður lands- ins væru 5 efstu sæti óvinsældalist- ans nánast spegilmynd af efstu sæt- um vinsældalistans, nema hvað Össur og Halldór hafa sætaskipti. Formenn fjórflokksins eru því allir umdeildir og borgarstjórinn að auki. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráö- herra er ný á óvinsældalistanum, deilir sæti með Kolbrúnu Halldórs- dóttur, Vinstri grænum. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra er í 9. sæti óvinsældalistans, á svipuðu róli og í síðustu könnun. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingunni, og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra em saman í 10.-11. sæti. Af 11 efstu sætum óvinsældalistans fara 5 undir stjórnarandstöðuna en 6 stjórnar- flokkana, þar af 5 undir ráðherra. Frjálslyndir koma lítið við sögu á þessum listum sem fyrr. Óvinsældir Sverris eru þó meiri en vinsældir hans. Lengi lifir... Þótt menn séu ekki lengur í suðu- potti stjómmálanna falla þeir eigi í gleymsku þegar spurt er um vin- sældir eða óvinsældir. Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra var þannig nefndur tvisvar vinsælda- megin í könnuninni en Svavar Gestsson, starfsbróöir hans, einu sinni óvinsældamegin. Þá fékk Ólaf- ur Ragnar Grímsson forseti tvö óvinsældaatkvæði. Aðrir vinsælir 4 atkvæði Guðni Ágústsson og Jón Krist- jánsson. 3 atkvæði Björn Bjarnason og Pétur Blön- dal. 2 atkvæði Halldór Blöndal, Hjálmar Árna- son, Jón Baldvin Hannibalsson, Sverrir Hermannsson og Vilhjálm- ur Egilsson. Eitt atkvæði Birgir ísleifur Gunnarsson, Ingi Björn Albertsson, Jónína Bjart- marz, Kjartan Gunnarsson, Kolbrún Halldórsdóttir, Kristinn H. Gunn- arsson, Lúövík Geirsson, Markús Möller, Ranveig Guðmundsdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Tómas Ingi 01- rich, Þorgerður Gunnarsdóttir og Þórunn Sveinbjamardóttir. Aðrir óvinsælir 7 atkvæði Björn Bjarnason, Guðni Ágústs- son og ísólfur Gylfi Pálmason. 6 atkvæði Páll Pétursson 5 atkvæði Sverrir Hermannsson og Ög- mundur Jónasson. 2 atkvæði Halldór Blöndal, Kristinn H. Gunnarsson, Margrét Frímanns- dóttir, Ólafur Ragnar Grimsson, Sturla Böðvarsson og Valgerður Sverrisdóttir. 1 atkvæöi Geir. H. Haarde, Gunnar I. Birgis- son, Hjálmar Ámason, Inga Jóna Þórðardóttir, Jón Bjamason, Krist- ján Gunnarsson, Margrét Gríms- dóttir, Pétur Blöndal, Sigrún Magn- úsdóttir, Svavar Gestsson, Vilhjálm- ur H. Vilhjálmsson, Þorsteinn J. -hlh 133 Vinsælustu stiórnmálamennirnir - innan sviga eru níourstööur DV-könnunar 7. ágúst 2001 Sæti Nafn Atkvæði % þeirra sem tóku afstöðu X. (1.) Davíö Oddsson 160 43,2 (36,9) 2. (2.) Steingrimur J. Sigfússon 84 22,7 (14) 3. (3.) Halldór Ásgrímsson 27 7,3 (7,1) 4. (4.) Össur Skarphéöinsson 15 4,1 (6,9) 5. (6.) Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 13 3,5 (4,3) 6. (7.-8.) Jóhanna Siguröardóttir 8 2,2 (3,1) 7.-9. (7.-8.) Ögmundur Jónasson 7 1,9 (3,1) 7.-9. (5.) Geir H. Haarde 7 1,9 (4,8) 7.-9. (20.-23.) Margrét Frimannsdóttir 7 1,9 (0,5) 10. (13.-14.) Siv Friöleifsdóttir 5 1,4 (1,3) 023 Óvinsælustu stiómmálamennirnir - innan sviga eru niourstööur DV-könnunar 7. ágúst 2001 Sæti Nafn Atkvæði % þeirra sem tóku afstöðu 1- (2.) Davíö Oddsson 114 30,6 (19,1) 2. (5.-6.) Steingrimur J. Sigfússon 55 14,8 (2,3) 3. (1.) Árni Johnsen 38 10,2 (54,8) 4. (3.) Össur Skarphéöinsson 34 9,1 (4,4) 5. (14.-17.) Halldór Ásgrimsson 14 3,8 (0,8) 6. (8.-12.) Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 11 3 (1,2) 7.-8. (7.) Kolbrún Halldórsdóttir 10 2,7 (1,6) 7.-8. (-) Sólveig Pétursdóttir 10 2,7 (-) 9. (8.-12.) Árni Mathiesen 9 2,4 (1,2) 10.-11. (13.) Jóhanna Siguröardóttir 8 2,2 (1) 10.-11. (4.) Siv Friöleifsdóttir 8 2,2 (2,8) ■ iBHHffiTf Umsjón: Horöur Kristjánsson netfang: hkrist@dv.is Hlynntur fyrningarleið? Á aðalfundi Landssambands smá- bátaeigenda, sem haldinn var á Seyð- isfirði, mætti Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Þekkt er að Árni hefur staðið ■ harður gegn hug- myndum um svokall-' aða fymingarleið sem byggir á þvl að út- vegsmenn skili eign- færðum kvóta að nýju til þjóðarinnar. Árni Jón Sigurðsson spurði nafna sinn þá hvort það hefði ekki verið í and- stöðu við stjórnarskrána þegar ævaforn veiöiréttur eigenda jarða, sem lægju að sjó, hefði verið afnum- inn. Sjávarútvegsráðherra var snögg- ur til svars og sagði að þær kröfur væru fyrir löngu fyrndar. í heita pottinum þóttu þetta mikil tíðindi. Þetta væri í fyrsta skipti sem fram kæmi að Árni M. Mathiesen væri hlynntur fyrningu veiöiréttar ... 102 prósent Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn vai' í Laugardalshöllinni fyrir skömmu, fékk Davíð Oddsson 98 prósent atkvæða í formannskjöri. Einhvern tíma hefði það verið kölluð rússnesk kosning, en á tímum Sovétríkj- anna var ekki óal- gengt að leiðtogar væm kynntir til sögu með 99% atkvæða á bak við sig. í því ljósi þykir kosning Davíðs frekar slöpp. Á landsfundi Vinstri-grænna nokkmm dögum síð- ar var hins vegar kynntur aftur til sögu mun öflugri leiðtogi. Hann gerði betur en Davíð og gerði líka betur en að fá rússneska kosningu. Steingrím- ur J. Sigfússon fékk með lófaklappi að minnsta kosti 100% atkvæða. Sagt er að atkvæðin hafi líklega verið 102% - dyraverðirnir klöppuðu líka ... Út í veður og vind Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, skipaði fyrr á árinu nefnd til aö semja frumvarp til laga um breytingar á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. Þegar ljóst var að hug- ' myndir um dreifingu ösku áttu góðan hljómgrunn í nefnd- inni hnoðaði ritari hennar, Hjalti Zóph- -------~ óníasson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, saman eftir- farandi vísu, aðallega í því skyni að mana formann nefndarinnar, sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest, til vísnagerðar. Brádum blasir vió betri mynd bálför mun Ijúka vid fjallatind, afi sem var brenndur hann veröur nú sendur úr krukku út i vedur og vind. Öskudreifingarráðuneyti í veislu Kirkjuþings sem haldin var í Iðnó við Reykjavíkurtjöm sl. fimmtudagskvöld var sr. Hjálmar, sem þar var meðal gesta, inntur eftir vísunum sem hann haföi lofað í kjölfar visnagerðar Hjalta Zóphóníassonar á Kirkjuþinginu. Hann brást skjótt við, leit- aði uppi bréfsefni - sem reyndust vera úr- elt nafnspjöld hans sjálfs frá Alþingi - og penna, og áður en langt um leiö hafði hann fest vísur á blað. Stóð hann síðan upp við hentugt tækifæri, manaði Hjalta til að fara með ofan- greinda vísu, og flutti svo sínar vis- ur, veislugestum til skemmtunar. Visurnar eru á þessa leið: Lcetur okkur lög i té ijúf þótt stundum valdi beiti. Stjórnar eins og ekkert sé öskudreifingarráóuneyti. Duftið berst um flóa og fjall þófagra útför margur vildi, Hjalti er yfir-öskukall eftir aö lögin taka gildi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.