Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Qupperneq 26
30 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 DV ♦ Tilvera William berar boss- ann fyrir austan Lögregluyflrvöld í Singapore eru ekki sátt viö þaö aö popparinn Robbie Willi- ams beri það út aö hann hafi verið sektaður fyrir þaö aö sýna beran boss- ann á tónleikum í smáríkinu um síðustu helgi. Williams mun hafa sagt áhorfend- um frá þessu á tónleikum í Bangkok á miövikudaginn og sagðist hafa verið sektaður um 5700 dollara fyrir uppátæk- iö. Talsmaður lögreglunnar segir þetta ekki rétt og kannast ekki við að Willi- ams hafi verið sektaður. Eftir að hafa boriö aðdáendum sínum í Bangkok frétt- irnar, gerði hann sér lítið fyrir og beraði bossann aftur við mikinn fögnuð við- staddra. Clooney skammast Leikarinn George Clooney hefur gagnrýnt stéttasamband leikara, SAG, fyrir að gera upp á milli manna hvað varðar sektir fyrir brot á lögum sam- bandsins. Um er að ræða þá Mario Cecchini, Gerry Donato og Robert Kalomeer, en þeir munu hafa tekið þátt í gerð auglýsinga á meðan lög- skipað auglýsingaverkfall var í gangi. Clooney segir að Elizabeth Hurley og Tiger Woods hafi sloppið með 100 þús- und dollara sekt en þremenningamir hins vegar verið reknir úr samband- inu. Clooney viðurkenndi þó að refsa ætti viðkomandi fyrir þessa yfirsjón, en allir ættu að sitja við sama borð. Shaquille O'Neal hefði til dæmis alveg sloppið og mál hans aldrei verið tekið fyrir. Húmor og heilsa: Skopleg orö og atvik eru allt í kringum okkur - segir Bjarni Jónasson heimilislæknir DV-MYND E.ÓL. Meö viljann aö vopni Bjarni Jónasson læknir er meöal þeirra sem færa húmorinn á háskólastig og bendir á gildi hans fyrirgott heilsufar. „Ég tel að húmor hafi mikið gildi I störfum heilbrigðisstétta al- mennt,“ segir Bjarni Jónasson heimilislæknir en tekur fram að málið snúist ekki um aö þessar stéttir eigi að reyta af sér brand- ara daginn út og inn, því allir þreytist á því. „Aðalatriðið er að reyna að framkalla bros og létta á stemningunni, því það auöveldar öll tjáskipti verulega,“ segir hann. Bjarni kveðst þó ekki vera að mæla með takmarkalausri léttúð. Flestum séu það erfið spor að fara til læknis og oft viti hvorki sjúk- lingur né læknir til fulls hvað sú heimsókn geti leitt af sér. Hvort eitthvað alvarlegt sé á seyði eöa ekki. Því sé viss spenna í loftinu. „Hæfilegur húmor getur minnkað þá spennu, aukið öryggiskennd fólks og gert öll samskipti eðli- legri,“ segir hann. Húmorinn á háskólastig Enda þótt Bjarni sé þarna að tala um vissa tegund af skopi er greinilegt að honum er fyllsta al- vara með sínu máli. Sjálfur er hann einn þriggja fyrirlesara á námskeiðinu Húmor og heilsa sem haldið er í dag í Endurmenntunar- stofnun HÍ og ætlað heilbrigöis- stéttum. Hann segir svokallað læknaskop hafa verið í umræð- unni síðustu ár og stofnuð hafi verið læknaskopssamtök á Norð- urlöndunum í janúar 1999, Nor- disk selskap for medicins humor. Starfsemi þeirra sé virk í fjórum löndum, þar á meðal á íslandi - í Fróndeildinni, eins og hún heitir. „Nú er komið að því að færa húmorinn á háskólastig og höfða til heilbrigðisstétta í víðasta skiln- ingi þess orðs,“ segir Bjarni og á þar við námskeiöið sem Fróndeild- in og Endurmenntunarstofnunin halda í sameiningu. Aðspuröur kveðst hann ekki vita tU að slíkt námskeið hafi verið haldið á veg- um háskólastofnunar áður. „Við förum út í þetta með viljann að vopni,“ segir hann og bætir viö: „Viö fáum til okkar góðan gest frá Noregi. Sá heitir Sven Svebak og er prófessor við læknadeildina í Þrándheimi, sálfræðingur og mik- ill vísindamaður í húmorfræðum. Sven fjallar um vísindalegar rann- sóknir á húmor og hvernig hann nýtist fólki sem streituvöm. Léttir mönnum lífíð. Það er eintóm til- hlökkun að fá aö heyra í honurn," segir Bjarni og bætir því við að Pétur Pétursson, heilsugæslulækn- ir á Akureyri, sé einnig með er- indi á námskeiðinu, auk hans sjálfs. Ef sprengjan er fallin Bjami er læknir á heilsugæslu- stöðinni í Garðabæ og hefur starf- aö þar í nær tuttugu ár. Skyldi hann nota húmor á Garðbæingana í lækningaskyni? „Ekki nema ómeðvitað," svarar hann og bætir við: „Skop á vissulega miklu greið- ari leið þar sem heilbrigðisstarfs- maðurinn og sjúklingurinn þekkj- ast vel. Það er til dæmis ósjaldan sem sjúklingur kemur inn til mín með spaug á vörum.“ Bjarni segir flesta hafa meðfædda kímnigáfu og hjá þeim sem geri sér far um að þroska þann þátt í fari sínu verði húmorinn hluti af tjáningarform- inu og eðlilegur þáttur í samskipt- um. Hann viðurkennir þó að stundum sé svo mikil alvara á feröum í starfinu að grín og glens sé alls ekki viðeigandi. Það versta sem geti gerst af hálfu heilbrigðis- starfsfólks sé að misstíga sig í beit- ingu húmors. „Fátt er jafn erfitt og að spóla til baka ef skopið er ekki rétt tímasett og sprengjan er fall- in,“ segir hann. Jákvæðni gagnvart lækna- skopi Næst er Bjarni spurður hvort hann eða aðrir hafi gert rannsókn- ir á léttlyndi hér á íslandi og áhrif- um þess á heilsuna. Hann nefnir könnun sem gerð var á heilsu- gæslustöðvum í Garðabæ og á Ak- ureyri sumarið 1999, þar sem rúm- lega 300 manns voru inntir eftir áliti sínu á læknaskopi. „Þetta var á þeim tíma sem orðiö læknaskop var að komast í umræðuna. Um 80% þeirra sem svöruðu höfðu heyrt á það minnst og meiri hlut- inn var á því að skop væri til bóta í samskiptum sjúklinga og lækna ef aðstæðurnar leyfðu. Drjúgur helmingur aðspurðra sagðist hafa hitt lækni sem hefði spaugað í samtali og kvaðst hafa kunnað því vel,“ segir Bjami. Gerum lífið bærilegra Árið 2000 fór farandsýningin Hláturgas 2000 á milli sjúkrastofn- ana í landinu. Það voru íslenska menningarsamsteypan art.is og Glaxo Welcome, auk Fróndeildar norrænu læknaskopssamtakanna sem ýttu henni úr vör. Þetta voru skopteikningar sem Bjarni segir hafa hlotið verðskuldaða athygli og fallið í góðan jarðveg. Á sýning- unni hafi samskipti lækna og sjúk- linga verið í brennidepli en aörar stéttir innan heilbrigðisgeirans þurfi líka að vera opnar fyrir þeim gullmolum sem komi upp í starf- inu á hverjum degi. „Skopleg orö og atvik eru allt í kringum okkur," segir hann og bætir við: „Viö sem störfum að heilbrigðismálum þurf- um að gefa þeim gaum og nýta þau til að gera lífið bærilegra, bæði fyrir okkur sjálf og sjúklingana." -Gun. Hætti við að selja Skartgripahönnuðurinn Stefano Cantur, sem hannaði hálsmenið glæsilega sem Nicole Kidman bar í myndinni Moulin Rouge, hugðist selja menið á uppboði hjá Christies í New York, en hætti við á síðustu stundu, rétt áöur en uppboðið átti að hefjast þar sem hann gat ekki hugsað sér að sjá á eftir því. Búist var við að þetta glæsilega hálsmen, sem skreytt er meö alls 1308 demöntum, myndi selj- ast á allt að 660 þúsund pund, sem er hæsta verð sem nokkurn tíma hefur fengist fyrir skartgrip sem notaður hefur verið í kvikmynd. Talsmaður Christies sagðist vel skilja Cantur. „Þetta er glæsilegur gripur sem hlýt- ur að vera honum mjög kær.“ Tyggjóklessur hreinsaðar af gangstéttum Strætó segir tyggjóklessum stríð á hendur Strætó bs. sagði tyggjóklessum á gangstéttum stríð á hendur um- hverfis skiptistöðvar fyrirtækisins við Mjódd og Ártúnshöfða í tilefni af íslensku dagsverki, átaki fram- haldsskólanema sem fram fór mið- vikudaginn 24. október sl. Auk þess sem tyggjóklessum var skilað til sinna heima, í ruslafotur, voru lóð- ir stöðvanna hreinsaðar og almenn tiltekt gerð á svæðinu. Tiltektin tók ríflega 3 klukku- stundir á hvorum stað. Að verki loknu mátti sjá umtalsverða breyt- ingu á umhverfi stöðvanna sem var hreinlegt og þrifalegt, og laust við tyggjóklessur. Á myndinni má sjá, frá vinstri, þær Láru, Maríönnu, El- ínu og Ágústu fjarlægja tyggjókless- ur en þær eru nemendur við Borg- arholtsskóla. Þær stöllur fengu greitt fyrir gott og þarft dagsverk og rennur féð til byggingar iðnskóla fyrir stéttlaus böm á Indlandi. Vinkonur hreinsa tyggjóklessur Á myndinni má sjá, frá vinstri, þær Láru, Maríönnu, Elínu og Ágústu fjaríægja tyggjóklessur en þær eru nemendur viö Borgarholtsskóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.