Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 DV 5 Fréttir Dekkri efnahagshorfur: Ástæða til að fara varlega - segir Einar Oddur Einar Oddur Kristjánsson, vara- formaður fjárlaga- nefndar, segir þau álit sérfræðinga, m.a. Standard og Poor's, sem komið hafa fram á síð- ustu dögum um að fjárlagafrumvarp- ið byggist á full- bjartsýnum efna- hagsforsendum, undirstrika mikil- vægi þess að Alþingi hækki ekki niðurstöðutölur frumvarpsins í af- greiðslu sinni. „Ég minni á að ég hvatti til þess við fyrstu umræðu um fjárlögin að menn gættu aðhalds og ástæða væri til að fara mjög var- lega - því hið góða skaðaði ekki. Ég tel afar brýnt að Alþingi og ríkis- stjórn standi saman að því að frum- varpið hækki ekki í meðförum þingsins, en það hefur legið í landi hér mjög, mjög lengi að það gerði það,“ segir Einar. Hann kveðst vonast tO að ná sam- starfi um þessi mál við stjómarand- stöðuna, ekki síst í ljósi þess að hún hafi gefið út viðvaranir um ríkis- fjármálin, en hann segir að þá verði menn að vera samkvæmir sjálfum sér og krefjast ekki sparnaðar í öðru orðinu og útgjalda í hinu. „Þá þýðir ekki biðja um utandag- skrárumræður vikulega, iíkt og í fyrra, og krefjast þess að þetta verði nú aukið og bætt, laun kennara yrðu hækkuð o.s.frv. Nú þegar erum við búin að fá tvær utandag- skrárumræður. Önnur var um að styðja sjúkra- liða og hin um að fjölga lögreglu- þjónum," sagði Einar Oddur. - BG Júlíus Vífill er að kanna stöðu sína innan Sjálfstæðisflokksins: Ótímabært að styðja Ingu Jónu - vill að prófkjör ráði hverjir veljist til forystustarfa hjá D-listanum „Það er enn ekki tímabært að gefa út yfirlýsingar eða taka ákvarðanir varðandi fram- boðsmál tU borgarstjórnar. TU dæmis hefur ekki enn verið ákveðið hvort haldið verður prófkjör og þá með hvaða hætti vegna kosninganna," segir Júlíus VífUl Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, aðspurður hvort metnaður hans standi tU leið- togahlutverks hjá flokknum. Júlíus telur aUar-líkur á að hann gefi áfram kost á sér í borgarmálunum í Reykjavík Guðlaugur Þór Þóröarson. Inga Jóna Þórðardóttir. en hann sér ekki hvernig Sjálfstæð- isflokkurinn ætti að komast hjá einhvers konar prófkjöri fyrir kosningarnar. Aðspurður hvort Júlíus styðji Ingu Jónu sem leið- togaefni f næstkomandi kosningum segir hann rétt að bíða og sjá hvort yfirleitt verði haldið prófkjör. Að öðru leyti sé ótímabært að gefa yf- irlýsingar í þá veruna á þessum tímapunkti. Hins vegar getur Júlíus þess að borgarstjórnarhópur Sjálfstæðis- flokksins hafi starfað þétt saman á kjörtímabilinu þótt fjölmiðlar hafi gefið annað í skyn. Upptökin séu hjá R-listanum sem hafi reynt að draga fram ímyndaða sundrungu meðal sjálfstæðismanna til að varpa kastljósinu frá eigin getu- leysi og sundurlyndi í borgarmál- unum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt að hann styðji Ingu Jónu til áframhaldandi forystu og sjálfur hyggst hann gefa áfram kost á sér í borgarmálin. Bæði Júlíus Vífill og Júlíus Vífill Vilhjálmur Þ. Ingvarsson. Vilhjálmsson. Vilhjálmur hafa verið nefndir sem hugsanlegir kandídatar um leið- togasætið og sömu sögu er að segja um Eyþór Arnalds og Guðlaug Þór Þórðarson. Guðlaugur Þór segir að hann hyggist áfram gefa kost á sér til borgarmálanna en vill ekki svara hvert hann stefni að svo stöddu. Hann tekur undir með Júl- íusi um að hann styðji prófkjör en er mun afdráttarlausari hvað varð- ar viðhorfið til Ingu Jónu. „Á þess- ari stundu styð ég Ingu Jónu. Það er alveg ljóst.“ Spurður um metnað til leiðtogastarfans segir Guð- laugur Þór: „Ég er í augna- blikinu að hugsa um það eitt að skapa grunn að sigri Sjálf- stæðisflokksins næsta vor. Eðli málsins samkvæmt úti- lokar maður ekkert í framtíð- inni en Inga Jóna er óum- deildur leiðtogi og ég hef stutt hana og mun gera það áfram." Samkvæmt heimildum DV þykir orðið ólíklegt að Björn Bjarnason muni blanda sér í borgarstjóraslaginn og með þvi þykir sjálfstæðismönnum lík- legast að Inga Jóna muni verði for- ystuefni listans. Hún hefur stað- fastlega gefið til kynna að hana fýsi í annan bardaga um borgina. Tvennt kemur til greina hvað varðar kosningafyrirkomulag Sjálf- stæðisflokksins. Annaðhvort verð- ur stillt upp á listann og þá segja heimildamenn DV að það geti 'orð- ið á næstunni. Hins vegar er próf- kjör sterkur möguleiki og það yrði þá að líkindum ekki fyrr en í febr- úar. -BÞ FRABÆRIR FOSTUDAGAR 20.00 Charmed 21.00 Kokkurinn og piparsveinninn 21.50 Fréttir og Málið 22.00 Djúpa laugin 22.50 Malcolm in the Middle Heillandi nornir, stefnumót af ýmsu tagi, Fréttir og Máí sem hlustað er á Við skemmtum þér. KOKKURINN & ARSVEININ SKJARE/NN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.