Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Side 11
11 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001____________________________ X>V ______________________________________________________ Neytendur Frumvarp til laga um fasteignakaup: Mikilvæg réttarbót - með mörgum athyglisverðum nýjungum í nýju frumvarpi um fasteigna- kaup, sem væntanlega tekur gildi 1. júní 2002, eru margar nýjungar og í þeim felst mikil réttarbót, bæði fyr- ir kaupendur og seljendur. Neyt- endasíðan gluggaði i frumvarpið og skoðaði athyglisverða kafla sem í því eru. Lögin munu gilda í öllum fast- eignakaupum en eru frávíkjanleg semjist svo um, nema þegar um svokölluð neytendakaup er að ræða. Neytendakaup eiga sér staö þegar keyptar eru fasteignir af þeim sem hafa atvinnu af því að byggja og selja íbúðarhúsnæði. Afar brýnt þykir að bæta réttarstöðu neytenda við slík kaup, enda oft ekki jafnræði með einstaklingi sem er að kaupa íbúðarhúsnæði, e.t.v. í fyrsta sinn, og stóru byggingarfyrirtæki sem selur tugi eða fleiri íbúðir á ári. Reglur laganna munu því veita í þeim tilvikum neytendum vernd sem ekki er heimilt að víkja frá í samningum. Ástandsskýrslur Helsta nýjungin er ef til vill sú að í bígerð er að þeir sem hyggjast selja fasteign láti fylgja með henni svokallaða ástandsskýrslu. Ástands- skýrsla er gerð af hlutlausum aðila sem hefur opinbert leyfi tii að gera slíka skýrslu og greiðir seljandinn fyrir þá vinnu. Á hún m.a. að taka til eftirfarandi þátta fasteignar: (a) Lýsing á byggingartíma fast- eignar og byggingarefni hvers hluta hennar, (b) stærðar, bæði flatarmáls og rúmmáls, eignarinnar í heild og flatarmál hvers rýmis fyrir sig, (c) skipan herbergja og allra ann- arra rýma í fasteign og skal sérstak- lega tekið fram ef fasteign er ekki í samræmi við samþykktar teikning- ar byggingaryfirvalda, (d) að hvaða leyti einstakir hlutar eða búnaður fasteignar hefur verið endurnýjaður frá því fasteign var byggð, (e) ástand fasteignar og einstakra hluta hennar með hliösjón af aldri hennar, byggingarefni og gerð. (f) hvort á eign séu raka- eða lekaskemmdir eða hvort líklegt sé að í fasteign sé raki eða leki, (g) hvort einhverjir gallar séu á fasteign, einkum hvort hún og bún- aður hennar sé ekki í samræmi við fyrirmæli í reglum sem giltú um þau atriði er fasteign var byggð, hvort á henni séu skemmdir sem séu meiri en telja megi til venjulegs slits miðað við aldur hennar eða endurbætur, sem á henni hafa verið gerðar, hvort hönnunargallar séu á fasteign eða búnaði hennar eða aðr- ir gallar. Ef galli sem ekki er tilgreindur i ástandsskýrslu finnst í fasteign, eða fasteignin reynist ekki í samræmi við skýrsluna getur kaupandi krafið höfund hennar um bætur vegna beins og óbeins tjóns sem hann hef- Þjóðarauður- inn falinn í fasteignum - og því mikilvægt að setja skýra löggjöf um þau mál „í gegnum tíðina hefur það verið þýðingarmikill þáttur í hagsmuna- baráttu Húseig- endafélagsins að stuðla að réttarbót- um á þeim réttar- sviðum sem snerta fasteignir og eig- Sigurður Helgi endur þeirra,“ seg- Guöjonsson. ir sigurður Heigi Guðjónsson, formaður Húseigendafé- lagsins. „Mjög mörg mál koma til kasta félagsins viðvíkjandi viðskipti með fasteignir og vanefndir á þeim. Um fasteignakaup skortir bagalega, að mati félagsins, löggjöf sem kveði skýrt á um það hvernig slík kaup skuli gerast og hver séu réttindi og skyldur aðila og skilgreining á van- efndum og hverju þær varði.“ Ráðherra á þakkir skildar „Þjóðarauöur okkar er að stórum hluta í fasteignum falinn og oftast er aleiga fólks undir í viðskiptum um slíkar eignir. Samningar um fasteignakaup eru algengustu og þýðingarmestu samningarnir sem venjulegt fólk gerir sín á milli og sætir i raun furðu að ekki skuli fyr- ir löngu hafa verið sett lög á þessu mikilvæga sviði. Við hjá Húseig- endafélaginu höfum barist fyrir bættri löggjöf um fasteignir en talað fyrir daufum eyrum. Dómsmálaráð- herra á því þakkir skildar fyrir for- göngu sína í þessu máli og á hún heiður skilinn fyrir að hafa tekið á því af slikum skörungsskap og krafti sem raun ber vitni." Flest ágreinings- og álitamál vegna fasteignakaupa eru tilkoinin vegna þeirrar réttaróvissu sem leið- ir af skorti á skráðum lagareglum og eru því eftirmál og ágreinings- efni mjög tið í fasteignaviðskiptum. Þess vegna telur Húseigendafélagið brýna þörf á þessari löggjöf um fast- eignakaup." Óljósar, óskráðar reglur „Um fasteignakaup er og hefur verið beitt ákvæðum lausafjár- kaupalaganna nr. 39/1922 með lög- jöfnun og ýmsum ólögfestum regl- um og sjónarmiðum og byggist rétt- arstaða aðila slíkra viðskipta ekki síst á dómafordæmum. Réttarstaða aðila í fasteignakaupum byggist ekki á skráðum og aðgengilegum réttarreglum, sem almenningur get- ur kynnt sér og vísað til. Óskráðar reglur og dómafordæmi eru óljósar og ótraustar réttarheimildir og ekki kunnar nema tiltölulega fáum sér- fræðingum. Mjög erfitt hefur verið fyrir venjulega kaupendur og seljendur að gera sér grein fyrir réttindum sínum og skyldum og vanefndaúr- ræðum sínum á þessu sviði. Leiti aðilar til lögfræðinga eru svörin og ráðleggingarnar oftar en ekki i vé- fréttastíl. Það hefur t.d. verið mjög á huldu hvenær fasteign telst gölluð og hvenær ekki og til hverra úr- ræða skal og má grípa og hvers þarf að gæta í því efni. Með skýrri og ítarlegri löggjöf um fasteignakaup verða þessi við- skipti öruggari og fækkar mjög ágreiningsefnum og eftirmálum og dómsmálum, sem er sá dilkur sem réttaróvissan á þessu sviði hefur dregið á eftir sér. Eru mörg sorgleg dæmi um veruleg fjárhagsleg skakkafoll aðiia þegar slík mál hafa farið fyrir dómstóla og gildir þá oft einu hvort menn „vinna" mál eða tapa því,“ segir Sigurður Helgi. Stór fjárfesting Og því mikilvægt aö setja skýrar reglur sem eru til hagsbóta fyrir kaupendur og seljendur. ur oröið fyrir af þeim völdum. Því verður það skilyrði leyfisveitingar til að gera ástandsskýrslur að um- sækjandi um það leggi fram stað- festingu um að hann hafi keypt ábyrgðartryggingu vegna þess starfa síns. Reglur um ástandsskýrslur eru algert nýmæli í íslenskri löggjöf og einsýnt að nokkurn tíma tekur að undirbúa framkvæmd þeirra. Þvi er talið eðlilegt að gildistaka þeirra verði síðar en annarra reglna frum- varpsins. Smágallar í frumvarpinu er einnig tekið á gallamálum sem upp geta komið og eru algeng í fasteignaviðskiptum hérlendis en flest dómsmál sem rek- in eru milli kaupanda og seljanda fasteignar eru vegna ágreinings um hvort fasteign var göiluð eður ei. Ákvæðin þar að lútandi eru alger nýjung i íslenskum réttarreglum um fasteignakaup og er þeim ætlað að skýra réttarstöðuna um þetta efni. í greinargerð með frumvarp- inu er vakin sérstök athygli á þeirri reglu að sé ágalli á notaðri fasteign svo smávægilegur að „hann nái ekki að rýra verðmæti hennar „svo nokkru nemi“ þá telst hann ekki galli í skilningi laganna, nema selj- andi hafi sýnt af sér sök. Ástæða þessa er sú að allt of mikið hefur verið um að kaupendur hafi uppi kröfur vegna ágalla á fasteign, sem eru í raun smávægilegir miðað við þá staðreynd að um notaðar eignir er að ræða, oft eignir sem eru ára- tugagamlar og eru óhjákvæmilega farnar að láta eitthvað á sjá vegna eðlilegs slits. Hefur mikið borið á óraunhæfum væntingum kaupenda, sem óeðlilegt er að seljandi eigi að þurfa að standa undir. Ástæðulaust er þó að láta selj- anda losna undan ábyrgð hafi hann sýnt af sér saknæma háttsemi og er því sá fyrirvari gerður að ágalla- þröskuldur eigi ekki við í þeim til- vikum. -ÓSB Verðkönnun Samkeppnisstofnunar á kostnaði við að skipta um hjólbarða: Meðalverð hækkaði um 21% milli ára Meðalkostnaður við skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu hjól- barða á fólksbíl hefur hækkað um 21% frá því sambærileg könnun var gerð síðasta haust. Á sama tíma hef- ur vísitala neysluverðs hækkað um 8% og launavísitalan um 9,1%. Þess- ar upplýsingar koma fram í frétta- tilkynningu frá Samkeppnisstofnun sem 15. október kannaði verð hjá 26 hjólbarðaverkstæðum á höfuðborg- arsvæðinu. Sem kunnugt er eiga bíl- ar að vera komnir á vetrarhjólbarða þann 1. nóvember nk. Eins og sjá má á töflunni reyndist skiptingin dýrust hjá Gúmmívinnu- stofunni Skipholti og Réttarhálsi, þar sem hún kostaði 4917 kr„ og Hjólbarðastofunni BUdshöfða, 4900 kr. Ódýrust var þjónustan hjá Kaldaseli ehf. á Dalvegi í Kópavogi, eða 3800 kr„ og hjá Vöku hf„ Elds- höfða, 4000 kr. Munurinn á hæsta og lægsta verði var 1117 kr. eða tæp- lega 30%. Einnig kannaði Samkeppnisstofn- un verð á skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu á hjólbörðum sendibUa, auk verðs á negldum og ónegldum hjólbörðum. Þær niður- stöður má finna á heimasíðu stofn- unarinnar www.samkeppni.is. TiililililililiiiliíilM^V^ ..... Fólksbtlar Sendiferdabilar Fyrirtæki Barðinn Bæjardekk Dekkiö Hjólbaröav. Grafarvogs Hjólbaröav. Klöpp)íji0i Hjóibaröav. Nesdekk HjólbaröaviögeröirVesturbæjar Hjólbaröaviögerðir Bilaspítalans Hjólbaröahollin Hjólbaröaþjónusta Hjalta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.