Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 27
31 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 !OV Tilvera --------- *►- Leikkona ársins Halldóra Geirharðsdóttir (Þá yröi líklega farín af mér feimni) Margrét Vilhjálmsdóttir (Mávahlátur) Ugla Egilsdóttir (Mávahlátur) Mót sem fylgst er með á skákvefsíðum um allan heim Eddan: Tilnefningar til Eddunnar Bíómvnd ársins íkingút Leikstjóri: Gísli Snær Eríingsson. Mávahlátur Lcikstjóri: Ágúst Guðmundsson. Viililjós Leikstjórar: Ásgrímur Sverrisson, Dagur Kári Pétursson, Einar Þór Gunnlaugsson, Inga Lísa Middleton, Ragnar Bragason. Siónvarpsverk/ Stuttmvnd ársins Fóstbræður Leikstjóri: Ragnar Bragason Krossgötur Leikstjóri: Siguröur Kaiser. Þá yrði líklega farin af mér feimni Leikstjóri: María Kristjánsdóttir. Handrit ársins Ágúst Guðmundsson (Mávahlátur) Huldar Breiðfjörö (Vliilijós) Jón Steinar Ragnarsson (íkingút) Leikstióri ársins Ágúst Guðmundsson (Mávahlátur) Gísli Snær Erlingsson (íkingút) Ragnar Bragason (Fóstbræður) Siónvarpsfréttamaður ársins Árni Snævarr (stöb 2) Eva Bergþóra Guðbergsdóttir (Stöö 2) Ómar Ragnarsson (Sjónvarpiö) Siónvarpsþáttur ársins MÓSaík (Sjónvarpiö) Umsjón: Jónatan Garöarsson. Ok (Sjónvarpiö) Umsjón: Harpa Rut Hilmarsdóttir og Vigdís Þormóösdóttir. Tantra - Listin að elska meðvitað (Skjár 1) Umsjón: Guöjón Bergmann. Heimildamvnd ársins Braggabúar Stjómandi: Ólafur Sveinsson. Fiðlan Stjórnandi: Steinþór Birglsson. Lalli Johns Stjórnandi: Þorfinnur Guðnason. Minningarmót Jóhanns Þóris Jónssonar: Mávahlátur með tíu tilnefningar - fimm leikkonur í Mávahlátri fá tilnefningu Þá er búiö aö birta tilnefningar til Eddunnar og eins og ávallt, þeg- ar tilnefningar til verðlauna eru birtar, sýnist sitt hverjum um ágæti valnefndar og það má fjasa fram og til baka um tilnefningam- ar og hafa gaman af. Staðreyndin er þó sú að þeim verður ekki breytt. Svo er bara að sjá hverjir hreppa hnossið 11. nóvember þegar verðlaunin verða afhent. Sigurför Mávahláturs Ágústs Guðmuundssonar heldur áfram. Þjóðin er rétt nýbúin að melta góða dóma um myndina þegar í ljós kemur að hún fær hvorki meira né minna en tiu tilnefningar til Edduverðlaunanna og er ekki annað að sjá en að hún eigi þær allar skilið. Ágúst sjálfur fær tvær tilnefningar, sem besti leikstjóri og besti handritshöfundur. Af kvik- myndum er það annars helst að nefna að íkingút fær íimm tilnefn- ingar og Villiljós fjórar tilnefning- ar. Bætt hefur verið við tveimur flokkum frá því í fyrra: handriti ársins og sjónvarpsfréttamanni ársins. Eitt er það sem kemur nokkuð spánskt fyrir sjónir og það er að spyrða saman í einn flokk sjónvarpsþætti og stuttmyndir. Gróskan hefur verið mikil í stutt- myndagerð hér á landi. Meðal ann- cæs er haldin Stuttmyndahátíð ár hvert og þessar kvikmyndir eiga alveg skilið að fá eigin flokk. Það er mikill munur á stuttmynd og skemmtiþáttaröð sem gerð er í sjónvarpi. Afhending Edduverðlaunanna í fyrra fór fram fyrir fullu húsi gesta i Þjóðleikhúsinu. Að þessu sinni fer athöfnin fram á skemmtistaðn- um Broadway við Ármúla. Strax Mávahlátur Margrét Vilhjálmsdóttir, Ugla Egilsdóttir og Edda Björg Eyjólfsdóttir. að lokinni verðlaunaathöfninni verður efnt til hátíðardansleiks á sama stað. Sjö manna valnefnd sá um flest- ar tilnefningarnar. Formaður hennar er Salvör Nordal en auk hennar eru í nefndinni Sveinbjöm I. Baldvinsson, Hilmar Jónsson, Ragnar Agnarsson, Kristín Ómars- dóttir, Þorsteinn Jónsson og Ásta Hrönn Stefánsdóttir. Auk þess mun þriggja manna fagvalnefnd, skipuð kvikmyndagerðarmönnum, velja fagverðlaunin. í ár verða einnig sjónvarpsfréttamanni árs- ins veitt verölaun og mun sérstök þriggja manna fréttavalnefnd sjá um það val. Formaður fréttaval- nefndar er Ingvi Hrafn Jónsson en aðrir eru Margrét Indriðadóttir og Helgi Már Arthúrsson. -HK a: Leikari ársins Hjalti Rúnar Jónsson (íkingút) Jón Gnarr (Fóstbræöur) Pálmi Gestsson (íkingút) Leikkona ársins í aukahlutverki Halldóra Geirharðsdóttir Mavahlátur) Kristbjörg Kjeld (Mávahlátur) Sigurveig Jónsdóttir (Mávahlátur) Leikari ársins í aukahlutverki 3jörn J. Friöbjörnsson (vimijós) Eyvindur Erlendsson (Mávahiátur) Hilmir Snær Guðnason (Mávahiátur) Heiðursverðlaun ÍKSA aunnar Eyjólfsson og Kristbjörg <jeld yrir framlag sitt til íslenskra biómynda og jónvarpsmynda. Framlas íslands til óskarsforvals kíngút flávahlátur iskabörn þjóðarinnar (illiljós Mótið var sett í Ráðhúsi Reykja- víkur og var setningin ákaflega há- tíðleg. Guðmundur G. Þórarinsson, bróðir Jóhanns Þóris, flutti tölu, Jóhanna Ósk Valsdóttir óperusöng- kona söng við undirleik Pavels Manáseks og Jóhann Sigurðarson leikari söng My Way. Var söngur þeirra beggja magnþrunginn og tár brutust fram hjá mörgum. Hrannar Björn Arnarsson, forseti SÍ, flutti tölu og Ríkharður Sveinsson, yflr- dómari mótsins, fór yfir reglurnar, en þær breytast stundum svolítið, núna er t.d. teflt með svokölluðum Fischer klukkum. Sigríður Vil- hjálmsdóttir lék siðan fyrsta leikn- um fyrir Friðrik Ólafsson Jóhann Þórir Jónsson líður okk- ur skákmönnum seint úr minni og svo er um flesta sem hann átti sam- skipti við á lífsleiðinni. Hann var guðfaðir íslenskar skáklistar með- an hann lifði, aflgjafi hennar og eldhugi. Það væri langt mál að rekja það sem hann afkastaði, á því miður of stuttum æviferli. Helgar- mótin 49 og alþjóðlegu mótin mörgu, sem útgáfa tímaritsins Skák heima og erlendis verður að duga að sinni. Mótsins er getið á mörgum skákvefsíðum um heim allan og þeir skipta tugum þúsunda sem skoða síðurnar á hverjum degi. Keppendur koma viða að að venju á alþjóðlegum skákmótum og allt eru þetta góðkunningjar íslenskra skákmanna. Friðrik Ólafsson, lærifaðir íslenskra skákmanna, er með og fer rólega af stað með 2 jafnteflum. Friðrik sagði við mig, glettnislega, að það væri skömm að ekki hefði verið búið að finna upp þessar Fischer-klukkur fyrr. Þær bæta nefnilega hálfri mínútu við tím- ann við hvern leik. Friðrik hefði sennilega landað fleiri vinning- um í „den“ hefðu þessar klukkur verið til þá, flestir voru sammála um það. Hannes H. Stefánsson vann tvær fyrstu skákirnar og margir „skáktitlaveiðimenn“ eru á svæðinu, flestir íslenskir. Hannes Hlífar minnti Norð- menn á hver er sterkasta skák- þjóð Norðurlanda í 2. umferð með því að leggja Leif Erlend, geðþekkan „skáktitilsveiði- mann“. Hvítt: Hannes H. Stefánsson - Svart: Leif Erlend Johannes- sen Slafnesk vörn. Minningarmót Jóhanns Þóris Jónssonar, Reykjavík (2), 24.10.2001 1. d4 e6 2. c4 d5 3. Rf3 c6 4. e3 Rf6 5. Bd3 Rbd7 6. 0-0 dxc4 7. Bxc4 Bd6 8. Rc3 0-0 9. e4 e5 10. Bg5 De7 11. Hel Hd8 12. d5 Rb6 13. Bb3 Bg4 14. h3 Bh5 15. g4 Bg6 „Höfðu þeir slafneska byrjun", var annar unnandi skáklistarinnar, Guðmundur Ágústsson, vanur að segja við okkur strákana í Taflfélaginu! 16. Rh4 Bb4 17. Df3 cxd5 18. exd5 Hac8 19. Hadl Rc4 20. Rxg6 hxg6. X X ★ li fii A A A i4 A A.& m a A A A X X & Staðan er að því er virðist nokkuð óljós en nú finnur Hann- es snjallan leik sem snýr taflinu honum í vil. 21. d6 Hxd6 22. Hxd6 Dxd6 23. Dxb7 Hb8 24. Df3 Rd2 25. Bxd2 Dxd2 26. He2 Dcl-i- 27. Kg2 Bxc3 28. bxc3 e4 29. De3! Dxe3 30. Hxe3 g5 31. f3 exf3+ 32. Kxf3 Hc8 33. c4 Hc5. Hversu vel Hannes stendur sést vel hér. Hann er heilum kóng yfir í endataflinu, enda eiga þeir að berjast eins og aðrir!?! Hrókurinn ryður brautina! 34. He7! a5 35. Ke3 Kf3 36. Ha7 He5+ 37. Kd4 He4+ 38. Kc5 He3 39. Kb6 Hxh3 40. c5 a4 41. Hxa4 1-0.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.