Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 Skoðun x>v Ætlarðu að fara utan fyrlr jól? Lilja Kjartansdóttir nemi: Mig langar til Bandaríkjanna, þaö er oröiö svo ódýrt aö fljúga þangaö. Bjargey Ingólfsdóttir nemi: Nei, en ég væri til í að fara. Heiöur Gestsdóttir: Ég er aö hugsa um aö fara til Boston. Valgerður Sigurjónsdóttir húsmóöir: Ég býst ekki viö því, en mig langar til sólarlanda. Kristín Guönadóttir matráöskona: Nei, ekki neitt. Gott aö versta hér heima. Irena Björk Asgeirsdóttir nemi: Nei, ég hef engan tíma til þess. Fæðingarorlofið fé- þúfa hinna ríku Katrín Jónsdóttir skrífar: Mikið er nú rætt um fæðingarorlofið manna í milli og sífellt fleiri sjá að þessi tegund fé- lagsmálapakkans er með miklum agnúum og stenst i raun ekki þegar grannt er skoð- að. Ég vil taka undir lesendabréf sem birtist í DV sl. miðvikudag undir yfirskriftinni „Ótrúlegt fæðingaror- lof‘. Sú staðreynd liggur fyrir að hátekjufólkið fær hæstu styrkina frá ríkinu til að vera með börnum sínum í fæð- ingarorlofi. Þeir tekju- lægstu fá lægstu bæt- umar. Heimavinnandi einstæðingar (t.d. ekkj- ur) fá aðeins 200 þús- und krónur fyrir 6 mánaða orlof en hjón með 1 milljón á mánuði í laun hvort fá 7,2 millj- ónir í styrk frá ríkinu til að vera með barni sínu í fæðingarorlofi. Ætli þetta séu ekki hæstu félagslegu bætur í heimi? Hvenær breyttist velferðarkerfið úr aðstoð við þá sem minnst mega sín í féþúfu ríka fólks- ins? Það hefur oft verið rætt um nauð- syn þess að koma í veg fyrir að vel- megandi geti misnotað velferðar- kerfið. Nú er búið að gera þessa misnotkun löglega með nýju lögun- um um fæðingarorlof. Mér skilst að allir flokkar hafi samþykkt að hafa þetta svona, en nær engar umræður hafi farið fram á Alþingi um þetta. Hvernig getur þingið samþykkt svona ólög án ítarlegrar umræðu? IVIeö börnunum í fæöingarorlof Lögleg misnotkun? „Ætli þetta séu ekki hœstu félagslegu bcetur í heimi? Hvenœr breyttist velferðar- kerfið úr aðstoð við þá sem minnst mega sín í féþúfu ríka fólksins?“ Mig langar að vekja sérstaka at- hygli á því að vinstriflokkarnir, sem berja sér á brjóst í nafni samúð- ar með minni máttar, samþykktu þessar háu bætur til hátekjufólksins einum rómi á Alþingi, og til háð- ungar fyrir þá sjálfa fógnuðu þeir þessu sérstaklega. Þingmennirnir Ögmundur Jónasson, Jóhanna Sig- urðardóttir, Steingrímur J. Sigfús- son og Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir studdu öll lög sem veita hæstu velferðarbætur í heimi til ríka fólksins! - Sumir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa jafnvel sagt þessi ólög það „eina góða sem ríkisstjómin hefur gert“. Mér finnst sjálfsagt að allir for- eldrar fái sömu aðstoð í fæðingaror- lofi. En nú er svo komið að forstjóri eða hátekjumaður sem hefur tífalt hærri laun en verkamaður fær tífalt hærri styrk frá ríkinu í fæðingaror- lofi! - Þörf og litrík lagasmíð þetta, og ber þjóðinni gott vitni, eða hitt þó heldur. Spírall á alvarlegu máli Ómar Jónsson skrifar: Ég hef fylgst með umhverfisþætt- inum Spíral í Ríkissjónvarpinu. Þátt- urinn er ætlaður börnum. Það er mikilvægt að kynna börnum um- hverfismál enda um alvarleg mál að ræða sem skipta framtíð okkar allra miklu máli. Ýmislegt gott er um boð- skap þáttarins að segja og mikilvægt að börnin tileinki sér rétta hugsun í umhverfismálum á unga aldri. Þegar börnin eldast er þó hætt við að neyslukapphlaupið fangi hug þeirra eins og dæmin hafa sannað svo ill- þyrmilega. Þegar bömin eldast er þó hætt við að neyslukapp- hlaupið fangi hug þeirra eins og dœmin hafa sannað svo illþyrmilega. En það er framsetning efnisins í þessum þætti sem kemur mér á óvart. Höfundar handrits virðast hafa einsett sér að gera einhvers kon- ar farsa úr þessu alvarlega efni. Hin- ir ágætu leikarar sem fara með aðal- hlutverkin eru látnir haga sér eins og trúðar og helst eru gestir þáttar- ins einnig látnir haga sér eins og furðuverk. Aðalpersónur eru á sí- felldu iði og tala einhvers konar ung- barnamál eða babl til bamanna. Ef svo vill til aö leikurinn er eðlilegur er bmgðið á það ráð að sýna hann á vitlausum hraða til að ná fram af- káralegum áhrifum. Allt er þetta með ólíkindum, en kannski í takt við það sem sett er upp i sjónvarpi ríkisins og hefur verið tíska þar um árabil. En umhverfismál eiga betra skilið en að vera snúið upp í fíflalæti og fáránleika sem börn eiga bágt með að átta sig á og skilja frá hinum raunverulega boðskap. Vinstri-grænt íhald Garra þykja niðurstöður úr skoðanakönnun DV í gær fróðlegar. Þar kemur fram ákveðin „pólarísering" hvað það varðar að ílokkarnir sem skilgreina sig sem miðjuflokka minnka um helming. Framsókn og Samfylking fá samanlagt rétt rúm 26% atkvæða sem lætur nærri aö vera það fylgi sem báðir þessir flokkar - hvor í sínu lagi - hafa gert sér vonir um að vera með. Flokkarnir á köntunum, Vinstri grænir og íhaldið, sækja hins vegar verulega á og geta hreykt sér hátt - þrír fjórðu hlutar þjóðai'innar fylkja sér að baki þeim. Garri er auðvitað einn af þeim sem fylgja sigurvegurunum í það og það sinnið og flokkar sig því sem „vinstri-grænan íhaldsmann" þessa dagana. Skrautfundir brýnir Margir hafa hins vegar átt í erfiðleikum með að skilja hvaða stjómmálastefna það er sem kaliast: „vinstri-græn ihaldsstefna" og sér Garri sér því ekki annað fært en fara nokkrum orðum um hvað felst í þvi vinningshugtaki. Þeir sem aðhyllast vinstri-grænu íhaldsstefnuna eru á móti Evrópusambandinu, miklum og hröðum breytingum i þjóðfélaginu og eru jafnframt hall- ir undir flokkseiningu og skýrar línur i flokks- stefnu. Það skiptir því í raun meira máli að flokksmenn viti hver stefna flokks- * ins er en að þeim finnist hún góð eða jákvæð. Og það skiptir líka höf- uðmáli að flokkm-inn geti sýnt sam- stöðu sína og þor með einhvers kon- ar skrautfundum þar sem leiðtogar eru kjörnir með slíkum samhljóm að hugtakið rússnesk kosning fær á sig blæ sundrungar í samanburðinum. Örfá atriði skipta hins vegar fylk- ingu vinstri-grænna íhaldsmanna upp í undirhópa, t.d. afstaðan til hemaðarins í Afganistan og hafa því þeir sem era á móti þessum hemaði lent í flokki VG, en hinir í Sjálfstæð- isflokknum. Breytt stefna Vandi Samfylkingar og Framsókn- ar felst i því að tilheyra ekki hinni miklu breiðfylkingu vinstri-grænna íhaldsmanna. Garri sér því ekki ann- að úrræði fyrir þessa flokka en breyta um stíl og tileinka sér grunn- atriði þessarar stefnu, sem augljóslega á hug og hjarta íslenskra kjósenda. Þeir félagar Össur og Halldór verða umsvifalaust að láta af Evrópu- Skoðanakönnun DV um fylgi sijómmálaflokkanna: Samfylking á niöurleiö - Sjálfstæðlsflokkur or Vlnstri grænlr bæta við sig fylgi MdfltUui „ u. ■YÆÉí 1% ... ksiMi mM i3f= Skipan þingsæta cæj gælum sinum og taka upp staðfasta þjóðemishyggju þar sem fullveldið verður í fyrirrúmi. Síðan - og það er ekki síður mikil- vægt - verða þessir flokkar að drífa sig f að halda lands- fundi þar sem for- ingjamir eru kosn- ir og klappaðir upp með lófataki og húrrahrópum. Sjálfsagt væri betra fýrir þá að gera þetta nokkrum sinnum, jafnvel einu sinni í viku um skeið, svona rétt á meðan þeir era að vinna upp forskot hinna flokkanna. Hins vegar gætu þeir haft sínar litlu sér- áherslur í einstök- um málum og orðið þannig að nýjum undir- flokkum í hinni nýju alltumlykjandi vinstri-grænu íhaldsstefnu. Gðfn ]-J 1" ■ :lpl m ■ ± „u. lii «§» SrnmfyminQln » |o ilhv-'fUilH llliíiiJ Aöeins dollarar bjarga okkur Hvað segir Seðlabankinn? Prófessorarnir og ESB Magnús Sigurðsson skrifar: Tveir þekktir prófessorar í við- skiptafræðum við Háskólann telja það verða okkur íslendingum tii bjargar að sækja um aukaaðild að Myntbandalagi Evrópu. Þetta yrði þó ekki til annars en að stíga fyrstu skrefin inn í Evrópusambandið. Ekk- ert slíkt samkomulag styrkir okkur íslendinga. Aðeins eitt ráð er eftir til að bjarga okkar fjármálum, þ.e. að tengja krónuna dollaranum eða hreinlega taka upp bandaríska doll- ara og þá með aðild okkar að stóra tollabandalaginu sem er senn að kom- ast á koppinn, þ.e. við Bandaríkin, Kanada, Mexíkó og fleiri suður-amer- ísk ríki og síðar allri Ameríku. Að þessu þarf að vinna hratt og örugg- lega. - Ekki rétt, Seðlabankamenn? Okkur að kenna? Hrafnhildur Kristjánsdóttir hringdi: í fréttatengdum kvöldþætti RÚV- hljóðvarps, Speglinum, sl. þriðjudag var rætt við mann að nafni Magnús Þorkell Bemharðsson. Hann ræddi spuminguna: Af hverju hata þeir okkur? Og átti þá við múslíma og hugsanlega aðra í vanþróuðum ríkj- um Asíu. Heyrðist mér helst að Magnús þessi Þorkell teldi að Vestur- landabúar, og þá auðvitað Ameríkan- ar sérstaklega, ættu alla sök á því meinta hatri sem múslímar kunna að bera í garð Vesturlanda. Svona tala þeir gjaman sem mest hafa fengið í hendur og oft ókeypis frá þeirri gjöf- ulu og óeigingjörnu þjóð Bandarikja- mönnum. - En sjálfsagt að halda úti áróðrinum hér á landi í gegnum RÚV. Þar tala flestir í skjóli preláta þeirra sem lengst hafa notið RÚV og ríkisins í löndum og lausum aurum. Smávinsemd í garð neytenda Ódýrara kjöt, takk! Kjöt á síðasta söludegi Kristinn Sigurðsson skrifar: Ég furða mig á þeim verslunarhátt- um sem hér tíðkast í matvöruverslun þegar borið er saman við slíkar versl- anir í nágrannalöndum. Eitt er það að hér virðist aldrei vera á boðstólum kjöt á niðursettu verði, þ.e. kjöt sem komið er á síðasta söludag. í Svíþjóð þar sem ég þekki vel til (og ekki eru Svíarnir á því að borða eitur) er ávallt einn dagur í viku í matvöru- verslunum þar sem ganga má að sér- stöku borði þar sem kjöt og unnar kjötvörur er selt á 50% lægra verði vegna þess að leyfilegur sölutími er að renna út. - Hér er bara límmiði á pökkuðu kjöti þar sem stendur „Til- boð“ eða „Ódýrt“, en er samt rándýrt. Er ekki hægt að sýna neytendum hér smá vinsemd í þessum málum? En tapar Flugfélagið Eýsteinn hringdi: Enn tapar Flugfélag íslands pening- um, og nú 400 milljónum króna í ár. Ég heyrði forstjóra Flugfélagsins segja fyrir nokkrum mánuðum að ekki mætti verða taprekstur hjá félaginu aftur því þá yrði að taka til skoðunar að leggja af reksturinn eða skera nið- ur í spað eins og ég kalla það ef Flug- félagið ætlar að minnka hann frá því sem hann er nú. - En líklega er þó besti kosturinn að leggja af allt innan- landsflug sem ríkið greiðir með. DVl Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.