Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 30
34 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 íslendingaþættir_________________________________________________________________________________________________________py Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára______________________________ Elinóra Samúelsdóttir, Austurbyggö 17, Akureyri. Jóhannes Ásbjörnsson, Stöð, Stöövarfiröi. 80 ára______________________________ Hanna Valdimarsdóttir, Miövangi 13, Hafnarfiröi. Vigfús Pétursson, Báröarási 7, Snæfellsbæ. 75 ára______________________________ Ása Snæbjörnsdóttir, Hólmgarði 46, Reykjavlk. Ásdís Vigfúsdóttir, Hamratanga 7, Mosfellsbæ. Hulda Þórarinsdóttir, Þórunnarstræti 124, Akureyri. Ágústa Skúiadóttir, Vallholti 39, Selfossi. 70 ára______________________________ Eggert Eggertsson, Klapparstíg 1, Reykjavík. Siguröur Sigurösson, Gnoðarvogi 60, Reykjavík. Jón Magdal Bjarnason, Svalbaröi 13, Hafnarfiröi. Friöjón Jónsson, Grenihlíö 2, Sauöárkróki. Elín Friðriksdóttir, Furulundi 6c, Akureyri. gO-ára______________________________ Dagvin B Guölaugsson, Steinageröi 5, Reykjavlk. Kjartan Leifur Sigurösson, Starrahólum 8, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum aö heimili sínu eftir kl. 19.00. Georg Tryggvason, Arnartanga 32, Mosfellsbæ. Runólfur Haraldsson, Birkivöllum 28, Selfossi. 50 ára______________________________ Helga Ragnheiöur Óskarsdóttir, Barðavogi 18, Reykjavik. Guöný Rósa Óskarsdóttir, Laugarnesvegi 65, Reykjavík. Ragnar Danielsen, Hagaflöt 8, Garðabæ. Guðrún Ólöf Mikkaelsdóttir, Markarflöt 53, Garöabæ. Siguröur Straumfjörö Pálsson, Einibergi 7, Hafnarfiröi. Bergrós Ananíasdóttir, Snægili 23, Akureyri. Laufey Eiríksdóttir, Brávöllum 10, Egilsstöðum. 40 ára______________________________ Siguröur Jóhannesson, Flókagötu 27, Reykjavík. Katrín Guömundsdóttir, Bleikargróf 5, Reykjavík. Birna Benediktsdóttir, Hryggjarseli 4, Reykjavík. Steinþóra Siguröardóttir, Vesturási 64, Reykjavlk. Eiríkur Bragason, Heiðarhjalla 28, Kópavogi. Haraldur Arason, Hllöarbyggö 44, Garöabæ. Sólbjörg Hilmarsdóttir, Heiðargaröi 24, Keflavlk. Gunnar Sveinsson, Króktúni 22, Hvolsvelli. Helena G. Zoéga, Hæöargarði 20, Reykjavik, lést mánudagskvöldið 22.10. Ólafur Galti Kristjánsson, Skeiöarvogi 69, lést þriöjud. 23.10. sl. visirJs Notaðu vísifingurinn! Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri. Kristján er röskur og verklaginn enda sjómaöur frá fyrri tíö meö skipstjórnar- réttindi. Eftir aö hafa tekiö heföbundna skóflustungu fyrír íþróttahúsinu brá- hann sér upp í vélgröfu og hélt verkinu áfram eins og alvanur vélamaöur. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, lék á als oddi er hann tók fyrstu skóflustunguna að fjölnota íþróttahúsi á svæði íþrótta- félagsins Þórs á Akureyri. Með því mannvirki fá knattspyrnumenn á Akureyri þak yfir höfuðið. Starfsferill Kristján fæddist á Akureyri 15.7. 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1977, fyrsta og annars stigs skip- stjórnarprófi frá Stýrimannaskólan- um í Reykjavík 1978, stundaði nám í íslensku og almennum bókmenntum og lauk prófi í uppeldis- og kennslu- fræði frá HÍ 1984. Kristján var stýrimaður og skip- stjóri á skipum frá Dalvík samfellt frá 1978-81 og á sumrin 1981-85. Hann var kennari við Stýrimanna- skólann á Dalvík 1981-86 og við Dal- víkurskóla 1984-86, ritstjóri Bæjar- póstsins á Dalvík 1985-86, bæjar- stjóri á Dalvík 1986-94, bæjarstjóri ísafjarðarkaupstaðar 1994-96 og ísa- íjarðarbæjar 1996-97, og hefur verið bæjarstjóri á Akureyri frá 1998 jafn- framt setu í bæjarstjórn. Kristján situr í Bæjarstjórn Akur- eyrar og hefur setið i stjórnum eftir- talinna stofnana og fyrirtækja: Ey- þing, Fasteignamat ríkisins, Fjár- festingarbanki atvinnulífsins (FBA), Ferðamálaráð Islands, Fjórðungs- samband Norðlendinga, Hafnasam- band sveitarfélaga, Héraðsráð Eyja- fjarðar, Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf., Landsvirkjun, Lífeyrissjóður Norðurlands, Lífeyrissjóður starfs- manna Akureyrarbæjar, Ráðgjafar- nefnd Tölvuþjónustu sveitarfélaga, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samherji hf., Slippstöðin hf., Sæplast hf., Söltunarfélag Dalvikur hf., Togaraútgerð ísafjaröar og Út- gerðarfélag Dalvíkinga hf. Fjölskylda Eiginkona Kristjáns er Guðbjörg Ringsted, f. 12.1. 1957 myndmennta- kennari. Foreldrar Guðbjargar: Baldvin Gunnar Ringsted, f. 23.10. 1914, d. 27.12. 1988, tannlæknir, og Ágústa Sigurðardóttir, f. 3.8. 1925, húsmóðir. Börn Kristjáns og Guðbjargar eru María, f. 12.8. 1984; Júlíus, f. 15.12. 1986; Gunnar, f. 16.7.1990; Þorsteinn f. 15.1. 1997. Systkini Kristjáns eru Sigvaldi, f. 7.7. 1952, útvarpsþulur; Ásgeir Páll, f. 26.7. 1961, viðskiptafræðingur. Foreldrar Kristjáns: Júlíus Krist- jánsson, f. 16.9. 1930 á Dalvík, for- stjóri, og Ragnheiður Sigvaldadóttir, f. 5.5.1934 á Akureyri, skjalavörður. Ætt Júlíus er sonur Kristjáns Eldjárn, b. og sjómanns í Nýjabæ á Dalvík sem er fyrsta íbúðarhúsið í plássinu, byggt 1899, bróður Jónínu, langömmu Jóns Hjaltasonar sagn- fræðings. Kristján var sonur Jóns, útgerðarmanns, póststjóra og frum- byggja á Dalvík, hálfbróöur Sigurð- ar Draupnisformanns, afa Sigur- steins, forstjóra SÍS í Edinborg, föð- ur Magnúsar Magnússonar, fyrrv. dagskrárgerðamanns hjá BBC og fyrrv. rektors Edinborgarháskóla, fóður Sallýjar, fréttakonu á BBC. Jón var sonur Sigurðar, skipstjóra á Böggvisstöðum og síðan hreppstjóra á Hálsi í Svarfaðardal Jónssonar. Móðir Kristjáns var Rósa, systir Steinþórs, langafa Bernharðs Har- aldssonar, skólameistara VMA, og Sigurðar J. Sigurðssonar, forseta bæjarstjórnar Akureyrar. Annar bróðir Rósu var Kristján, afi Björns Jónssonar, forseta ASÍ og ráðherra. Systir Rósu var Þórey, móðir Stein- þórs, fyrrv. kaupmanns í Vörubæ. Rósa var dóttir Þorsteins, b. á Öxn- hóli i Hörgárdal Þorsteinssonar, Sig- urðssonar, bróður Rósu, ömmu Vil- hjálms Stefánssonar landkönnuðar. Móðir Rósu í Nýjabæ var Kristín Kristjánsdóttir. Móðir Júlíusar var Þórey Frið- björnsdóttir, útvegsb. í Efstakoti á Upsaströnd Gunnarssonar, b. í Efstakoti Jónssonar. Móðir Frið- bjöms var Þórey Jónsdóttir. Móðir Þóreyjar var Hólmfríður Sveinsdótt- ir, b. i Sjöundakoti í Fljótum Jóns- sonar. Ragnheiður er dóttir Sigvalda frá Upsum, skipstjóra, bróður Magnús- ar, afa Magnúsar Gauta kaupfélags- stjóra. Systir Sigvalda var Rósa, móðir Magnúsar Péturssonar píanó- leikara. Sigvaldi var sonur Þor- steins, útvegsb. á Upsum, bróður Helga, afa Atla Rúnars og Jóns Bald- vins Halldórssona. Þorsteinn var sonur Mínervu-Jóns, sjómannafræð- ara á Hofi og Upsum Magnússonar. Móðir Þorsteins var Rósa Sigríður, systir Snjólaugar, móður Jóhanns Sigurjónssonar skálds, ömmu Sigurjóns, fyrrv. lögreglustjóra í Reykjavík og Ingibjargar, móður Magnúsar hjá BBC, og lang-ömmu Benedikts Árnasonar leikstjóra. Sveinn Gíslason, f. 22.4. 1987, bú- settur á Akureyri Dóttir Gísla og Höllu er Auður Björk Gísladóttir, f. 13.8. 1995. Systkini Gísla, sammæðra, eru Indíana Auður Ólafsdóttir, f. 12.9. 1962, skrifstofumaður við Bifreiða- Loks var Snjólaug, langamma Stef- áns Gunnlaugssonar, fyrrv. bæjar- stjóra í Hafnarfirði, föður Guðmund- ar Árna, alþm. og fyrrv. bæjarstjóra. Rósa Sigríður var dóttir Þorvalds, b. á Krossum á Árskógsströnd, Gunn- laugssonar, ættfóður Krossaættar Þorvaldssonar. Móðir Sigvalda var Anna Björg, dóttir Benedikts Jóns- sonar úr Kelduhverfl, og Hólmfríður Gísladóttur, b. á Þorvaldsstöðum á Langanesströnd Sveinssonar. Móðir Ragnheiðar var María, dóttir Jóhanns, b. á Syðri-Haga á Árskógsströnd Jóhannssonar, b. þar Einarssonar. Móðir Jóhanns yngra var Sigríðar Jensdóttur Buck frá Húsavík. Móðir Maríu var Lára, dóttir Gissurar, bátasmiðs í Ytri- Skjaldarvík Gissurarsonar og Maríu Jónsdóttur frá Efri-Dálksstöðum. verkstæði BHS á Árskógsströnd, bú- sett á Áskógsströnd; Jón Vídalín Ólafsson, f. 19.2. 1965, matreiðslu- maður og rekur veitingastaðinn Tikk Takk, búsettur á Akureyri. Systkini Gísla, samfeðra, eru Ragnheiður Ketilsdóttir, f. 22.3. 1959, starfsmaður við leikskóla, bú- sett í Reykjavík; Ólafur Ketilsson, f. 28.12. 1966, flugvirki, búsettur í Garðabæ; Auður Ketilsdóttir, f. 19.6. 1968, hjúkrunarfræðingur, búsett í Garðabæ; Steinunn Ketilsdóttir, f. 30.7. 1977, nemi, búsett í Garðabæ; Ketill Ámi Ketilsson, f. 25.3. 1979, flugvirki, búsettur í Garðabæ; Hild- ur Ketilsdóttir, f. 14.5. 1981, nemi, búsett í Garðabæ. Foreldrar Gísla eru Ólafur Jóns- son, f. 23.11.1937, og Marselía Gísla- dóttir, f. 8.3. 1939. Jarðarfarir Þrúöur Guömundsdóttir er látin. Útför hennar verður gerð frá Kópavogskirkju föstud. 26.10. kl. 15. Jóhannes G. Jóhannesson, skipstjóri og útgerðarmaður, Framnesvegi 15, Kefla- vík, frá Gauksstöðum, Garði, veröur jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju föstud. 26.10. kl. 14. Guörún Lovísa Siguröardóttir, Vesturhól- um 1, Reykjavlk, veröur jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju 26.10. kl. 13.30. Ingveldur Sigríöur Guömundsdóttir, Gnoöarvogi 40, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Langholtskirkju föstud. 26.10. kl. 10.30. Kristín Kristjánsdóttir, áður á Eyrarvegi 23, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstud. 26.10.kl. 13.30. Fertugur Gísli Ólafur Ólafsson umsjónarmaður við Glerárskóla á Akureyri Gísli Ólafur Ólafsson húsasmiða- meistari, Vættagili 21, Akureyri, er fertugur í dag. Starfsferill Gísli fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann var í Barnaskóla Ak- ureyrar og síðan Gagnfræðaskóla Akureyrar, lauk prófum frá Iðnskól- anum á Akureyri, lærði húsasmíði, lauk sveinsprófi 1981 og öðlaðist meistararéttindi í greininni nokkru síðar. Á unglingsárunum vann Gísli m.a. við gatnagerð hjá Akureyrar- bæ í nokkur sumur. Hann var á báti frá Árskógsströnd einn vetur. Þá var hann í sumarafleysingum í lög- reglunni á Akureyri í þrjú sumur 1981-84. Gisli starfaði við húsasmíðar, frá því hann lauk námi og nánast óslit- ið til ársins 1999. Þá hóf hann störf sem umsjónarmaður við Glerár- skóla á Akureyri og vinnur við það enn. Gísli hefur starfað mikið með Skotveiðifélags Eyjafjarðar og var formaður þess í fjögur ár. Þá hefur hann starfað með ferðaklúbbnum 4x4 og hefur tvívegis setið í stjórn klúbbsins. Fjölskylda Gísli kvæntist 23.7. 1994 Höllu Jensdóttur, f. 6.6.1968, þjóni. Hún er dóttir Braga Benediktssonar, f. 6.8. 1937, og Sigriðar Hallgrímsdóttur, f. 15.6. 1951. Synir Gisla frá fyrra hjónabandi eru Ingvar Örn Gíslasson, f. 15.6. 1982, búsettur á Akureyri; Ólafur Merkir Islendingar Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli, rithöfundur og dagskrárgerðarmaður, fæddist að Hermundarfelli í Þistilfirði 26. október 1911, sonur Kristjáns, bónda þar Einarssonar, og Guðrúnar Pálsdóttur húsfreyju. Einar stundaði nám við unglinga- skólann að Lundi í Öxarfirði, við Hér- aðsskólann í Reykholti og Bændaskól- ann á Hvanneyri. Hann stundaði verkamannavinnu og landbúnaðar- störf 1927-37, var bóndi að Hermundar- felli og á nýbýlinu Hagalandi í Þistilfirði 1937-46 en bjó á Akureyri frá 1946. Þar var hann verkamaður og iðnaðarmaöur til 1947 og húsvörður við Barnaskóla Akureyr- ar frá 1947. Einar Kristjánsson Meðal rita Einars eru Rit\ Septemberdagar, 1952; Undir högg ad sœkja, 1955; Dimmir hnettir, 1959; Gottfólk, 1960; Blóm afþökk- uð, 1965; Eldrauða blómió og annarlegar manneskjur, 1975; æviminningarnar Fjallabœjarfólk, 1979; Ungs manns gœfa og gaman, 1980; Lengi vœntir von- in, 1981; Dagar mínir og annarra, 1982; Andardrúttur mannlífsins, 1983, og Góðra vina fundir, 1985. Einar annaðist hinn geysivinsæla útvarpsþátt Mér eru fornu minnin kœr um árabil en alls sá hann um hundrað og áttatíu slíka þætti og flutti auk þess útvarpserindi. Hann var ritstjóri Alþýðu- bandalagsblaðsins 1970-71. Einar lést 6. júlí 1996.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.