Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 I>V 13 Fréttir Tekist á í borgarráði: Þverpólitískur ágrein- ingur um hundahald Erfiðlega virðist ætla að ganga að koma nýrri hundasamþykkt fyrir Reykjavík í gegnum borgarkerfið. Starfshópur sem vann aö endur- skoðun á samþykktinni lauk störf- um í ágúst og náðist innan hans þverpólitísk samstaða um tillögur hópsins og voru drög að breyttri samþykkt, auk greinargerðar um málið, lögð fyrir borgarráö. Þar myndaðist hins vegar þverpólitísk- ur ágreiningur um málið, að sögn Hrannars B. Arnarssonar sem stýrði starfshópnum. „Nú eru tiHög- urnar hjá borgarlögmanni tH endur- skoðunar og fara siðan tU umfjöU- unar í borgarstjórn." Hrannar segir að ágreiningurinn liggi í því að sumum finnist helst til langt gengið í rýmkun á reglum um hundahald í Reykjavík í tiUögum nefndarinnar en helstu breytingarnar varða sam- þykkisreglur eigenda fjöleignar- húsa. Lagt er til að íbúar í fjöleign- arhúsum megi halda hund án sam- þykkis annarra íbúa hafi þeir sér- inngang þótt um sameiginlegt hús- rými af öðrum toga sé að ræða. Hins vegar verður bannað að vera með hunda á sameiginlegri lóð. í tiUög- unum frá starfshópnum er einnig lagt tU að eigendur rað- og parhúsa þurfi ekki lengur að leita samþykk- is eigenda aðliggjandi íbúða ætli þeir að sækja um undanþágu til að halda hund. Taldi starfshópurinn það „ankannalegt" ef eigendur með sérinngang í fjölbýlishúsi hefðu rýmri rétt til hundahalds en eigandi í parhúsi eða raðhúsi. Aðrar breyt- ingar eru óverulegar og að mestu orðalagsbreytingar. í starfshópnum áttu sæti 3 fuUtrú- ar Umhverfis- og heilbrigðisnefnd- ar, 1 fuUtrúi Húseigendafélagsins og 1 fuUtrúi Hundaræktarfélags ís- lands. - ÓSB Besti vinur mannsins? Hundar og hundahald valda oft deil- um, nú innan borgarkerfisins Sameiningartilraun 7 sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum: Bjartsýnn á að okkur muni takast að sameina - segir Reinhard Reynisson, formaður sameiningarnefndarinnar „Ég er þokkalega bjartsýnn á að sameiningin verði samþykkt að svo miklu leyti að okkur takist að sameina sveitarfélög í framhaldi af þessum kosningum," segir Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavik og formaður undirbún- ingsnefndar að sameiningu 7 sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum, en kosiö verður um sameininguna í almennum kosningum í sveitar- félögunum 3. nóvember. Ákveðið hefur verið að verði sameiningin ekki samþykkt í öllum sveitarfé- lögunum séu samt sem áður sam- einingarmöguleikar fyrir hendi. Verði sameining t.d. feUd í tveim- ur sveitarfélaganna geta hin sveit- arfélögin fimm ákveðið samein- ingu, svo framarlega að 2/3 íbú- anna séu innan þeirrar samein- ingar. Það þýðir að Húsavík má ekki vera annað sveitarfélagið þar sem sameiningunni væri hafnað. Nokkuð hefur borið á gagnrýni á sameininguna þrátt fyrir að fylgjendur hafi sýnt sig að vera fjölmennari, a.m.k. víðast hvar. „Þátttaka í kynningarfundum hefur verið mjög dræm sem sýnir áhugaleysi almennings. Þetta verður án efa fellt á sumum stöð- unum, ekki síst vegna þess að ijárhagsstaða t.d. Húsavíkur er mjög slæm, menn óttast samþjöppun valds tU Húsa- víkur, að ekki verði af þessu peningalegur ávinningur og þá muni jaöarbyggðirnar, t.d. Mý- vatnssveit og Öxarfjörður, ekki hafa sveitarstjórnarmann og eng- in áhrif á gang mála,“ segir sveit- arstjórnarmaður á svæðinu sem vUdi ekki tala undir nafni að svo stöddu. Reinhard Reynisson svarar þessari gagnrýni ákveðið: „Það er hreint og klárt kjaftæði," segir hann um það að aðsókn á kynn- ingarfundi hafi verið dræm. „Við höfum verið að fá allt að helmingi kosningabærra íbúa í sveitarfé- lagi á fundina og í Mývatnssveit mættu t.d. um 10% íbúa. Þetta er ekki dræm fundarsókn. Það hefur ekki komið fram á þessum fundum að sameiningin mætti mótspyrnu vegna fjárhags- Stöðu Húsavíkur, enda held ég að fólk sé búið að sjá í gegnum þá umræðu, skuldsetning er nokkur á Húsavik en ekkert til að óttast," segir Reinhard. Hann segir þau sjónarmið alltaf koma upp aö menn haldi aö Húsvíkingar komi til með að ráða öUu í sameinuðu sveitarfélagi. „Misskilningurinn liggur í því að það sé verið að búa til hlutafélag þar sem Húsvíkingar eigi 60% og aðrir minna en það verður bara til eitt sveitarfélag með 3700 íbúum og þar hefur Hús- vikingurinn ekkert meira vægi en annar íbúi í öðru hverfi í nýju sveitarfélagi." Reinhard segir aö sameiningin muni hafa einhverja peningalega hagræðingu í för með sér en meg- inávinningurinn liggi ekki í því. „Við erum fyrst og fremst að sam- eina sveitarfélögin tU að mynda sterkari stjórnsýslueiningu tU aö sækja fram og styrkja atvinnu- grunninn í þessu héraöi sem hef- ur orðið fyrir miklum áföUum. Því að jaðarbyggðirnar verði af- skiptar og fái ekki fulltrúa í sveit- arstjórn er svo til að svara að ég hef ekki trú á að átthagafélög bjóði fram til sveitarstjórnar, Rit Byggðastofnunar, Byggðarlög í sókn og vörn: Félagslegar íbúðir sagðar fjárhagsbyrði „Byggðarlögin eru miðstöðvar stjórnsýslu, verslunar og þjón- ustu, samgangna og menntunar á sinu landsvæði. Byggðarlögin eru af nægUegri stærð tU að bjóða upp á fjölbreytt atvinnutækifæri og góð búsetuskilyrði." - Þetta er sá texti sem er undir sérstakri fyrir- sögn og á að sýna styrk byggðar- laganna í nýútkomnu riti Byggða- stofnunar sem nefnist „Byggðar- lög í sókn og vörn“, en þar er m.a. fjallað um svæðisbundinn styrk og veikleika byggðarlaga á íslandi og þær ógnir og þau tækifæri sem byggðarlögin búa við. Textinn sem fjallar um veik- leika byggðarlaganna er hins veg- ar miklu lengri. Þar segir m.a. að Alþingi hafi flutt verkefni frá ríki til sveitarfélaga og sett lög um önnur verkefni sem sveitarfélög- unum er ætlað að leysa. Jafnframt hafi ýmsar skattkerfisbreytingar leitt af sér skerðingu tekjustofna sveitarfélaganna. Sveitarfélög með 1000-3000 íbúa séu einna verst stödd hvað þetta varðar. Félagslegar íbúðir eru sums staðar sagðar fjárhagsbyrði fyrir sveitarfélögin en á níunda áratug síðustu aldar hafi verið byggt mikið af þeim, og 90% þeirra á landsbyggöinni. Sveitarfélögin hafi haft innlausnarskyldu við sölu íbúðanna og þurft að leysa þær til sín sem hafi leitt tU skuldasöfnunar. VeikUeiki byggðarlaganna kem- ur einnig fram í því aö aðeins 19% aUs fólks á aldrinum 25-64 ára sem lokið hefur háskólamenntun er búsett á landsbyggðinni, en 53% þess fólks á sama aldri sem einungis hefur grunnskólamennt- un. Aðrir veikleikar byggðarlaganna eru lægri tekjur fyrir sömu störf í flestum greinum en á höfuðborgar- svæðinu, Skemmtanalíf er ekki eins fjölbreytt og færra tU afþrey- ingar, fólk fær víðast hvar léleg veð út á eignir sinar og þá geti skortur á leiguhúsnæði haft hamlandi áhrif þar sem aðfluttir sækist oft eftir sliku húsnæöi fremur en að kaupa fasteignir. Af ógnunum við byggðarlögin er nefnt að samkvæmt nýlegri könn- un Þjóðhagsstofnunar vUja fyrir- tæki á landsbyggðinni fækka starfsfólki um 0,1%. Ástandið hafi þó batnað og sé að þessu leytinu betra en á höfuðborgarsvæðinu. Af tækifærum byggðarlaganna eru nefndar lausnir á vanda vegna félagslegra íbúða, reynslusveitarfé- lögin eru sögð vel heppnuð, efling fasteignamarkaöar, tækifæri fyrir menntað fólk, efling mannauös, jöfnun aðstöðu, frumkvæði og framtak heimamanna, aukin fjöl- breytni atvinnulifs, fé tU nýsköp- unarverka og fjárfesting í samgöng- um, menntun og fjarskiptum. -gk Frá Húsavík Kosið verður um sameiningu við sex önnur sveitarfélög í nóvember. hvorki Torgarar á Húsavík né Keldhverfingar. Sveitarstjórnar- mál í þessu héraði munu grund- vaUast á lífsskoðunum fólks en landafræðin hefur ekki áhrif á það hvaðan fulltrúarnir koma. Þingeyingar eiga líka þaö mann- val að þeim mun takast að velja fólk í sveitarstjórn sem skUur að það hefur umboð af öllu svæðinu og skyldur við aUt sveitarfélagið," segir Reinhard. -gk MiininisHaiar í lJDorado 10 bolir oq barmmerki: Sonja Rún Linda O. Gunnarsdóttir bórhallur Örn Gísli Guðnason Þórunn 3. Heimisdóttir Stefán ?. bórðarson Asdís S. Pétursdóttir Orri Sigurjónsson Hannes 3. Halldórsson Anný M. Lárusdóttir Krakkaklúbbur DV oq Sam-myndbönd Á vinningshöfum til ha Vinningarnir verða sendir vinnit Þökkum jyé Kveðja. Tígri og nr. 16340 nr. 10035 nr. 14560 nr. 17064 nr. 12750 nr. 9069 nr. nr. nr. nr. leiknum 10 myndbönd: Vegurinn til El Dorado: Sverrir Jónsson nr. 16075 Viktor S. Sigurðarson nr. 17237 Hólmfríður Pórarinsd. nr. 14513 Elfa Sjörk nr. 17500 Magnus Srynjólfsson nr. 12515 Gísli V. Gíslason nr. 10140 Margrét Hannesdóttir nr. 12330 Pórhallur Sigurðsson nr. 2290 Sindri Pór Jónsson nr. 7426 Andri S. Agnarsson nr. 10503

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.