Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 12
12 Viðskipti__________ Umsjón: Vidskiptabla&iö Baugur ihugar kaup á Arcadia Hugsanleg kaup Baugs á bresku verslunarkeðjunni Arcadia Veröi af kaupunum er um verulega spennandi tækifæri fyrir Baug sem myndu breyta mjög ásýnd fyrirtækisins. Baugur íhugar nú að gera tilboð í öll útistandandi hlutabréf bresku verslanakeðjunnar Arcadia Group PLC en tilkynning um að slík kaup væru hugsanleg var send út á bresku kauphöllina í gær. Bæði félög hafa þó gefið það út að viðræður séu aðeins á byrjunarstigi og því sé í dag með öllu óljóst hvort Baugur muni gera tilboð í félagið. Eins og kunnugt er á Baug- ur fyrir 20% hlut eða 38 milljóna hluta í Arcadia og er stærsti hluthafi félagsins, auk þess sem það stýrir nokkrum Arcadia-verslunum á Norð- urlöndum. Þær verðhugmyndir sem heyrðust í morgunsárið í gær hljóðuðu upp á 280-300 pens á hvern hlut en þegar markaðir lokuðu í fyrradag var verö- ið 218,75 pens. Þrátt fyrir það er það mat margra breskra markaðssér- fræðinga að þessar verðhugmyndir séu líklega of lágar til aö úr tilboði geti orðið. Gerðu þeir þvi skóna í breskum fjölmiðlum í gærmorgun að verðið væri í það minnsta 10-15% of lágt og að tilboð upp á 350 pens á hvern hlut væri mun nær lagi. Það kom enda á daginn að fjárfestar tóku fréttunum af hugsanlegum kaupum vel og um hádegisbilið í gær hafði verð bréfa Arcadia hækkað um rúm 25% frá lokaverði miðvikudagsins. Hækkunin gekk síðan lítið eitt til baka þegar leið á daginn og við lok- un markaða í gær stóð verð bréfanna í 267 pensum, sem samsvarar 22% hækkun yfir daginn. Bréf Arcadia hafa nú hækkað um 173% það sem af er árinu en það er með mestu hækk- unum einstakra fyrirtækja á mark- aðnum í London á þessu ári. Voru bréfm komin niður í 49,25 pens áður en þau tóku við sér. Til samanburðar má nefna að breska verslunarvísital- an hefur hækkað um 1,8% á sama tímabili. Mikil viðskipti urðu einnig með bréf Baugs á Verðbréfaþinginu í gær, eftir aö tilkynning um viðræð- urnar barst, og námu rúmum 219 milljónum króna, sem samsvaraði næstum helmingi allra hlutabréfa- viðskipta á VÞÍ í gær. Verð bréfa fé- lagsins hélst þó óbreytt yfir daginn og var 11,20 krónur við lokun mark- aða. Það er ljóst að ef af kaupunum verður er um að ræða verulega spennandi tækifæri fyrir Baug og myndu kaupin gjörbreyta uppbygg- ingu, áhættu og ásýnd félagsins. í Morgunpunktum Kaupþings í gær kom fram að næðu kaupin i gegn myndi velta Baugs nema 300 milljörð- um króna á næsta ári en það sam- svarar veltu 12 stærstu félaganna á Verðbréfaþingi miðað við veltu síð- asta árs. fjárfesting Baugs í Arcadia sé ein stærsta fjárfesting íslendinga í erlendum félögum til þessa. Mikill rekstrarbati milli ára Áður en fréttir af viðræðum Baugs og Arcadia komu fram höfðu fjárfest- ar einblínt á fréttir af góðri afkomu Arcadia á síðasta reikingsári sem lauk 25. ágúst sl. en félagið birti árs- hlutauppgjör sitt í gærmorgun. Nam hagnaður Arcadia fyrir skatta og óreglulega liði 53,3 milljónum punda eða um 8 milljörðum íslenskra króna og var afkoman í takt við væntingar. Var um gríðarlegan viðsnúning að ræða frá fyrra reikningsári þegar tap félagsins nam 8,5 milljónum punda. Arcadia hafði i apríl sl. tilkynnt að félagið hefði hafið umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir og er ljóst að þær hafa gengið vel. Hefur félagið lagt aukna alúð í rekstur frægustu verslanakeðja sinna, s.s. Dorothy Perkins, Burton, Evans, Wallis, TopShop/TopMan og Miss Selfridge en sala í þessum verslunum jókst á árinu um 6,6%. Síðan reikningsárinu lauk hefur salan svo vaxið áfram um 7,9%. Á móti hefur Arcadia reyndar losað sig við minna arðbærar versl- anakeðjur og fyrir nokkrum vikum seldi það verslanir Principles, Warehouse, Racing Green og Hawks- head til Rubicon-keðjunnar fyrir 35 milijónir punda. Frá rekstrarreikningi Arcadia má síðan segja að hagnaður félagsins á hvern hlut var 20,8 pens fyrir óreglu- lega liði og afskrift viðskiptavildar, samanborið við tap á hlut upp á 9,1 pens á fyrra ári. Arður á hlut var 2 pens. Heildarkostnaður lækkaði um 5,6% á milli ára, brúttóhagnaður hækkaði um 2% og nam nú um 24 milljörðum íslenskra króna. Nettó- skuldir voru lækkaðar um 117 millj- ónir punda og stóðu í árslok í 140 milljónum, eða 21 milljarði íslenskra króna. Samkvæmt forsvarsmönnum Arcadia er stefnt á að koma skuldum félagsins niður fyrir 100 milljónir punda haustið 2002. Hagnaður VÍS eykst þrátt fyrir fjölgun tjóna Aukin umsvif Samskipa í Rússlandi Samskip Russia GmbH tóku við umboði fyrir japanska skipafélagið Mitsui O.S.K. Line (MOL) í Rúss- landi 15. október síðastliðinn. Eftir þessar breytingar nær umboðs- svæði Samskipa nær til Úralfjalla, Yekaterinburg og Chelyabinsk. Hjá Samskipum Russia GmbH starfa tæplega 40 manns á fjórum skrifstofum, í Hamborg, Pétursborg, Moskvu og Murmansk. Félagið sinnir flutningum fyrir viðskipta- vini Samskipa inn i Eystrasaltið og býður upp á alhliða flutningaþjón- ustu inn og út úr Rússlandi, Eystra- saltslöndunum og öðrum fyrrver- andi lýðveldum Sovétríkjanna. Á fyrstu átta mánuðum ársins jókst velta félagsins um rúmlega 150% og er gert ráð fyrir verulegum vexti á komandi misserum. Framkvæmda- stjórar félagsins eru Sigurjón Mark- ússon sem er í Pétursborg og Dierk Tonnemacher sem er í Hamborg. MOL er eitt af stærstu skipafélög- um heims og má rekja rætur fyrir- tækisins allt til ársins 1884 þegar Osaka Shosen Kaisha var stofnað. Það rekur eigin gámavelli í Tokyo, Yokohama, Osaka, Kobe, Los Angel- es, Oakland, Seattle og í Bangkok. MOL hefur frá árinu 1998 átt sam- starf við American President Line (APL) og Hyundai Merchant Marine (HMM) undir nafninu The New World Alliance i þeim tilgangi að bjóða upp á alhliða flutningaþjón- ustu til og frá Austurlöndum. Hagnaður af rekstri Vátryggingafé- lags íslands hf. fyrstu níu mánuði þessa árs nam 338 milljónum króna eft- ir skatta, samanborið við 103 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. í fréttatilkynningu frá VÍS kemur fram að þrátt fyrir að afkoman nú sé nokk- uð betri en í háifsársuppgjörinu, en þá nam hagnaðurinn 316 milljónum króna, hafl bati í tjónaþróun félagsins gengið að mestu til baka og þannig hafl bókfærð tjón hækkað um 2% frá þvi í fyrra og eigin tjón hækkað um 14% á sama tímabili. Jafnframt kemur fram að VÍS hyggist hefja sölu á hluta- bréfum í félaginu um næstu mánaða- mót. Bókfærð iðgjöld VÍS námu 5.576 milljónum króna á fyrstu níu mánuð- um þessa árs, samanborið við 4.602 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Eigin iðgjöld námu 4.240 milljónum króna en voru 3.381 milljón í fyrra. Bókfærð tjón námu 3.389 milljónum króna, samanborið við 3.383 milljónir árið 2000 og eigin tjón námu 4.132 miilj- ónum króna eftir að hafa verið 3.633 milljónir á sama tíma á síðasta ári. Hagnaður fyrir skatta nam um 473 milljónum króna á fyrstu þremur árs- fjórðungum þessa árs og voru reiknað- ir skattar 135 milljónir. Fram kemur hjá Vátryggingafélagi íslands hf. að iðgjöld hafi hækkað tölu- vert á milli ára. „Hækkunin i 9 mán. uppgjörinu miðað við sama tímabil á árinu 2000 nemur 21% sem á sem fyrr einkum sínar skýringar í hækkun ið- gjalda sem ákveðnar voru á árinu 2000. Eigin iðgjöld hafa hækkað um 25%. Sá bati í tjónaþróun sem fram kom í 6 mánaða uppgjörinu hefur því miður gengið að mestu til baka. Þannig eru bókfærð tjón nú 2% hærri en á sama tíma í fyrra og eigin tjón hækka um 14% á milli ára. Þegar færðar hafa ver- ið á vátryggingareksturinn, lögum samkvæmt, ijárfestingartekjur að Qár- hæð 1.710 m. kr. kemur þó fram veru- legur bati í vátryggingarekstrinum og nemur hagnaður af honum 900 m. kr. Á móti kemur að mikið tap er af fjár- málarekstri. Heildar fjárfestingartekj- m- fyrstu 9 mánuði ársins námu 1.334 m. kr. og tap varð af fjármálarekstri að fjárhæð 400 m. kr. Þetta er töluvert verra en var í 6 mánaða uppgjörinu sem starfar einkum af þeim hremmingum sem fjármálamarkaðir hafa lent í síð- ustu mánuði svo og, eins og áður var nefnt, að 1.710 m. kr. fjárfestingartekjur eru færðar yfir á vátryggingarekstur," segir í tilkynningu frá félaginu. Hreinn rekstrarkostnaður félagsins nam 894 m. kr. en var 848 m. kr. á sama tíma í fyrra og nemur hækkunin 5%. Fram kemur hjá VlS að á fyrri hluta yfirstandandi árs hafl orðið nokkur Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyj- um var rekin með 276 milljóna króna tapi á rekstrarárinu sem lauk 31. ágúst sl. Tapið skýrist öðru fremur af um 700 milljóna króna gengistapi en afkoma fyrir afskriftir batnaði verulega á milli ára. Heildarvelta Vinnslustöðvarinnar á rekstrarárinu nam 3.213 milljónum króna, samanborið við 2.373 milljónir árið áður. Hagnaður fyrir afskriftir var 1.026 milljónir, eða 31,9% af veltu, en var 21,1% árið á undan. breyting til batnaðar á tjónaþunga í umferðarslysum og tjónum þeim tengdum. Tjónum í umferðinni hefði fækkað miðað við fyrra ár og tilkynn- ingum um slys á fólki einnig. Það hafi valdið félaginu verulegum vonbrigð- um að þessi þróun hafi snúist við. í sumar og haust hafi fjöldi tjóna, bæði slysatjóna og munatjóna, orðið mun meiri en var á fyrrihluta ársins og einnig sé tjónaþunginn meiri en var á sama tíma í fyrra. Tímamót verða síðan í sögu félags- ins nú um mánaðamótin þegar hafln verður sala á hlutabréfum í VÍS til starfsmanna félagsins, auk þess sem Landsbankinn, sem er stærsti hluthaf- inn i félaginu, mun selja af sínum hlut til starfsmanna sinna. Stefnt er að sölu á stærri hlutum í félaginu til fagfjár- festa en stjóm félagsins mun taka ákvörðun um það síðar að teknu tilliti til markaðsaðstæðna. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 856 milljónir króna og því varð 276 milljóna krópna tap af rekstrinum í fyrra. Árið áður var 256 milljóna króna tap af rekstri félagsins. Veltufé frá rekstri þrefaldaðist lið- lega á milli ára og nam alls 615 milljón- um króna, samanborið við 188 milljón- ir árið áður. í rekstraráætlun fyrir yfirstandandi rekstrarár er gert ráð fyrir að framlegð félagsins verði um 950 milljónir króna og að hagnaður verði um 200 milljónir. Tap Vinnslustöðvarinn- ar 276 milljónir FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 DV 1 HEILDARVIÐSKIPTI 1.022 m.kr. - Hlutabréf 447 m.kr. - Húsbréf 199 m.kr. IVIESTU VIÐSKIPTI Q Baugur 219 m.kr. 0Marel 55 m.kr. 0 Landsbankinn 46 m.kr. MESTA HÆKKUN © Kögun 26,9% 0 Húsasmiðjan 3,4% ©Eimskip 2,1% MESTA LÆKKUN Oflogleiðir 8,6% ©ísl. hugbúnaöarsjóöurinn 3,6% ©Kaupþing 1,7% ÚRVALSVÍSITALAN 1.104 stig - Breyting o -0,09% Hlutabréf í Col- urrabus IT Partner hækka um 30% í kjölfar þeirra hrossalækninga sem bíður stjómar og starfsmanna hugbún- aðarfyrirtækisins Columbus IT Partner hafa bréf fyrirtækisins hækkað um 30%. Opin kerfl, Skýrr og Talenta-há- tækni eiga öll hlut í Columbus. Hrossalækningin felst í því að æðstu stjómendur Columbus geta valið á milli þess fá 40% lægri laun í tvo mánuði eða 15% lægri laun næsta hálfa árið. Laun almennra starfsmanna munu einnig lækka en ekki til jafhs við það sem yfir- mönnum er gert að taka á sig. Hlutabréf í Columbus hafa lækkað verulega undanfarin misseri og fóru í 11 danskar krónur hluturinn í gærdag en stóðu í 13,4 dönskum kr. þegar síðast fréttist. Fjöldauppsagnir hjá hollenska símafyr- irtækinu KPN Hið skuldum vafða hollenska símafyrirtæki, KPN, hefur tilkynnt um uppsagnir 4.800 stars- manna í þeirri viðleitni að lækka kostnað. KPN sagði Paul Smits, forstjóra fyrirtækisins, upp í september í kjölfar þess að fyrirtækinu mistókst í tvígang að finna samrunaaðila og lækka eitthvað af skuld- um sinum sem nema í dag 21,5 milljörðum dollara. Bréf fé- lagsins, sem hafa lækkað um meira en 3/4 frá hæsta gildi sínu, hækk- uðu um 8% í byrjun dags í kaup- höllinni í Amsterdam. Vandi KPN er, líkt og margra símafyrirtækja, miklar gárfestingar í þriðju kynslóð farsímakerfa, auk þess sem KPN keypti þriðja stærsta farsímafyrirtæki Þýskalands, E- Plus Mobilfunk fyrir 9,1 milljarð punda. „Stjórn fyrirtækisins hefur óskað eftir samstarfi við verkalýðs- félagið í því skyni að finna farsæla lausn á þeim uppsögnum sein standa fyrir dyrum. Alls vinna 45.000 manns hjá KPN og þvi er um að ræða 10,7% af öllu vinnuafli fyr- irtækisins. 26.10.2001 kl. 9.15 KAUP SALA BSiDollar 104,990 105,530 i^^Pund 150,270 151,030 il*lkan. dollar 66,620 67,040 i_j.Dönsk kr. 12,6030 12,6720 i ftrri Norsk kr 11,7660 11,8310 CSsænsk kr. 9,9340 9,9890 iHHFi. mark 15,7603 15,8550 ' fjSi Fra. franki 14,2854 14,3713 1 j iBelg. franki 2,3229 2,3369 ; Q Sviss. franki 63,6300 63,9900 ^JJhoII. gyllini 42,5220 42,7776 — Þýskt mark 47,9112 48,1991 [J.it. Hra 0,04840 0,04869 HElAust. sch. 6,8099 6,8508 SjjHÍPort. escudo 0,4674 0,4702 f^JSpá. peseti 0,5632 0,5666 1 • jjap.yen 0,85660 0,86180 1 g jírsktpund 118,982 119,697 SDR 133,2400 134,0400 [ EIecu 93,7063 94,2693

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.