Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001_______________________________________________________________________________________________29 _____________________ ______________________________________Tilvera * Tennishjónin Agassi og Graf Agassi og Grafgengu í þaö heilaga á mánudaginn. Andre Agassi og Steffi Graf í það heilaga Tennisstjörnurnar Andre Agassi og Steffi Graf gengu mörgum á óvart í það heilga á mánudaginn og fór athöfnin fram með hálfgerðri leynd í Las Vegas, þar sem aðeins nánustu ættingjar og vinir voru viðstaddir. Þar með er óvissunni lokið um það hvort þau myndu gifta sig áður eða eftir fæðingu frumburðarins, sem væntanlegur er í heiminn í desember, en þau höfðu nýlega upplýst heimsbyggð- ina um að gifting væri ekki ráð- gerð fyrr en eftirt fæðinguna. „Við erum ágnæð með að þetta skuli yf- irstaðið og nú einbeitum við okkur að því næsta í lífinu sem er að und- irbúa fæðinguna," sögðu hjóna- kornin. Giftingin kom einnig á óvart þar sem til stóð að Agassi tæki þátt í tennismóti i Basen í Sviss, sem hann afboðaði á síðustu stundu til mikillar gremju fyrir mótshaldara. „Ástæðan var sögð of- þreyta," sögðu svissneskir íjölmiðl- ar, en annað átti eftit að koma í ljós. Þau Agassi og Graf byrjuðu að vera saman árið 1999, eftir að Agassi hafði unnið sigur á franska opna meistaramótinu, sem tryggði honum „stórfernu", þ.e.a.s. sigur á öllum fjórum stærstu stórmótunum i heiminum. Þetta var önnur ferð hans upp að altarinu, en þá fyrri fór hann til að kvænast leikkon- unni.Brooke Shields, árið 1997. Fjórtán ára töframaður á Nesinu: Gaman að skemmta fólki. og koma því á óvart - segir Lárus Guðjónsson, öðru nafni Lalli Potter Lárus segir að hann sé búinn að læra ótrúlega margt af Pétri og lík- ar vel að vera i þjálfun hjá honum. Til gamans má geta þess að það var einmitt Baldur Brjánsson sem miðlaði af sinni reynslu til Péturs þannig að segja má að Lárus sé þriðja kynslóð töframanna. En hvað skyldi það vera við töfra- brögðin sem heillar Lárus svona? „Það er gaman að skemmta fólki, koma þvi á óvart og leyfa því að sjá eitthvað sem það hefur aldrei séð áður,“ segir hann. Óvenjulegt áhugamál Auk sýningarinnar á Broadway hefur Lárus meðal annars sýnt nokkrum sinnum i sjónvarpinu, á menningarnótt, og svo tekur hann að sér að skemmta í barnaafmælum. Töfrabrögðin sem hann sýnir eru margs konar, til að mynda spilagaldr- ar og svo lætur Flestir krakkar kannast við hinn göldrótta Harry Potter en það eru fáir sem vita að á Seltjarnar- nesinu er að finna strák sem oft er kallaður Lalli Potter og finnst fátt skemmtilegra en að sýna töfra- brögð. Fullu nafni heitir hann Lár- us Guðjónsson og er fjórtán ára nemandi í Valhúsaskóla. Lárus er upprennandi töframaður og verð- ur með atriði í upphafi sýningar- innar PG magic show, galdrar á ís- landi, næstu helgar. og þannig kynnt- ist ég þessu. Svo gaf pabbi mér líka svona dót hann kom eitt sinn frá útlöndum og þá fór ég að prófa þetta sjálfur," Lárus sem hefur ekki getað hætt að töfra síöan. Fyrir nokkrum árum kynntist Lárus síðan töframanninum Pétri pókus sem er ein- hvers konar læri- meistari hans í faginu. hann hluti hverfa. Lárus segir að það kosti miklar æfingar að verða góður töframaður og til þess þurfi mikla þolinmæði því oft getur tek- ið langan tíma að læra ákveðinn galdur. „Ég er til að mynda búinn að vera að reyna að læra einn í heilt ár og er ekki enn þá búinn aö læra það alveg,“ segir Lárus sem er þó ekki á því að gefast upp. Hann segir að fjölskyldan taki þessum galdaráhuga sinum vel þrátt fyrir að þetta sé kannski óvenjulegt áhugamál. Töfrabrögð eru samt sem áður ekki bara eina áhugamál Lárusar því hann spilar einnig fótbolta og er að læra á trommur í tónlistarskóla. Hann segir að það séu hins vegar töfra- brögðin sem hann ætli að leggja fyrir sig í framtíðinni. -MA DV-MYND HILMAR ÞÓR Gaman að galdra Lárusi fmnst fátt skemmtilegra en að galdra og kann nú þegarýmis töfrabrögö. Byrjaði sjö ára Hann segir að áhuginn á töfra- brögðum hafl byrj- aði þegar hann var sjö gamall. „Bróðir minn átti töfradót -4 Gömul harmoníkulög Einars Kristjánssonar frá Hermundarfelli gefin út: Þrjátíu lög á tvöfölda harmoníku „Faðir minn spilaði á harm- oníku sem ungur maður en hvíldi sig svo á spilamennskunni í nokkra áratugi. Hann var um sex- tugt þegar hann eignaðist harm- oníku að nýju og fór að spila. Hann átti svo sjálfur frumkvæði að því á sínum tíma að fara til Svavars Gests til samninga um að þessi tónlist yrði gefin út og Svavar tók honum eins og „Hollywoodgellu", svo notað sé orðalag föður míns,“ segir Einar Kristján Einarsson. Hann er sonur Einars Kristjáns- sonar sem jafnan er kenndur við Hermundarfell og betur þekktur sem rithöfundur en harmoníku- leikari. Nýlega hefur verið endurútgefinn geisladiskur þar sem Einar frá Her- mundarfelli leikur á tvöfalda harm- oníku en plata með sömu lögum kom út árið 1979. Platan hefur verið ófáanleg um árabil og fjölskylda Einars gekkst fyrir þvi að afrita hana á geisladisk i tilefni af þvi að Einar hefði orðið níræður 26. októ- ber. Einar lærði á svokallaða'tvöfalda harmoníku hjá Guðjóni Einarssyni á Sævarlandi í Þistilfirði og lék á dansleikjum þar í byggðarlaginu. Tvöföld harmoníka hefur aðeins eina nótnaröð, alls 21 nótu. Tónarn- ir eru tvöfalt fleiri því hver nóta breytir um tón eftir því hvort belg- ur harmoníkunnar er dreginn sam- an eða sundur. Það er þvi talsverð kúnst að tileinka sér möguleika þessa hljóðfæris. Einar eignaðist harmoníku að nýju árið 1970 er hann var fluttur til Akureyrar. Fór hann þá að rifja upp harmoníkuleikinn og gömlu lögin og komst að því að á ferðinni væru menningarverðmæti sem rétt væri að varðveita fyrir komandi kynslóð- ir. Samningar tókust við SG-hljóm- plötur og árið 1979 kom út hljóm- plata með 30 lögum þar sem Einar leikur á tvöföldu harmoníkuna og Garðar Jakobsson frá Lautum í Reykjadal í nokkrum lögum. Meðal laga á diskinum má nefna: Norska bóndabrúðkaupið, Sjóarlandspolka, Hermundarfellsræl, Arnbjargar- polka, Árnatrylli, Vakra Skjóna, Skerjagarðsstelpuna og Fiðluna hans Jóa. -gk Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli meö tvöföldu harmoníkuna *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.