Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 24
28
p Tilvera
FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001
x>v
v
y
i bunga
pvorfelL
Kistufell
■
Mógilsá
Hrafm
jKort férigið frá Lahdmælingum
Gott framtak
Hafdís og Bylgja ásamt Hákoni Þór,
framkvæmdastjóra Netsins.
Gáfu vinnu-
framlag sitt
Framhaldsskólanemarnir Hafdís
Hafsteinsdóttir, nemi i Kvennaskól-
anum í Reykjavík, og Bylgja Rún
Svansdóttir, nemi í Verslunarskól-
anum, helguöu ásamt fjölda ann-
arra framhaldsskólanema jafnöldr-
um sínum á Indlandi einn skóladag.
í staö þess aö sinna hefðbundnu
námi unnu þær einn vinnudag hjá
Netinu, markaðs- og rekstrarráö-
gjöf. Þær gáfu vinnuframlag sitt
þennan dag í sjóð sem rennur til
uppbyggingar á iönnámi á Indlandi.
Jafnframt gaf Netið framlag til
verkefnisins. Dagsverkefni þeirra
fólst einkum í ferð á hótel og gisti-
heimili með upplýsingar fyrir ferða-
menn og skrifstofustarfi.
Langholtskirk j a:
Þrír kórar
Verkefnið „Norrænir karlakórar"
er unnið að frumkvæði tveggja
karlakóra frá Álandseyjum og
Gotlandi í Svíþjóð en það eru Mari-
ehamns Kvartetten á Álandseyjum
og Nio sángare frá Visby á Gotlandi
í Svíþjóð. Þessir kórar eru nú á ís-
landi og verða til 28. október. Telst
íslandsheimsókn þeirra hápunktur
verkefnisins.
Aðaltónleikarnir í ferð kóranna
eru í kvöld í Langholtskirkju. Þar
koma þeir fram ásamt karlakórnum
Fóstbræðrum. Tónleikarnir hefjast
kl. 19.30. Á tónleikunum er boðið
upp á fjölbreytt efni þar sem þemað
er ísland, Finnland, Svíþjóö og
Álandseyjar. Nokkur verk, sem
skrifuð hafa verið sérstaklega fyrir
kórana og verkefnið, verða frum-
flutt á tónleikunum.
Glerárkirkja:
Söngskemmtun
hjá eldri borg-
urum
Kór Félags eldri borgara á Akur-
eyri hefur farið víða undanfarið og
m.a. hlotið góðar undirtektir bæði í
Vestmannaeyjum, á Dalvik og á
Ólafsfirði. Söngskráin er fjölbreytt
og skiptist í almennan kórsöng, ein-
söng og tvísöng. Stjómandi er Guð-
jón Pálsson og syngur kórinn í Gler-
árkirkju á morgun, laugardag, kl.
17, en aðgangseyrir að tónleikunum
er kr. 1.000. -BÞ
Esjan
Sannkölluö fjalladrottning
Á Hábungu:
Þar sem Esjan rís hæst
Esjan hefur verið nefnd fjalla-
drottning Reykjavíkur og er það
sannkallað réttnefni, enda hæsta
og umfangsmesta fjalllendi í ná-
grenni höfuðborgarinnar. Hún er
um 17 km löng, í beinni loftlínu frá
Hvalfirði í vestri að Mosfellsheiði í
austri. Esjan laðar líka til sín mik-
inn fjölda fólks um hverja helgi og
eru stígarnir sem liggja upp hlíð-
arnar frá Kollafirðinum næstum
eins þéttskipaðir og Laugavegur-
inn á góðum dögum. Ágúst Birgis-
son, sölumaður I Sólarfílmu, kýs
að leiða okkur aðra leið upp á Esj-
una en þessa „venjulegu". Hún
liggur upp svokallað Gunnlaugs-
skarð sem er dæld framan í fjall-
inu og þaðan upp á Hábungu þar
sem Esjan rís hæst. Hefst nú ferða-
lagið:
Lyng og litlir lækír
„Við leggjum bilnum ekki á
hinu hefðbundna bilastæði við
Esjurætur heldur keyrum með-
fram skógræktinni í austurátt þar
til komið er á móts við Gunnlaugs-
skarðið. Það skal tekið fram að
þetta er töluvert erfiðari ganga en
upp á Þverfellshomið sem oftast
er gengið á og er beint upp af bíla-
stæðinu," byrjar Ágúst lýsinguna.
„Þarna er ekki merkt leið eða til-
búinn stígur en þaö gerir gönguna
enn „náttúrulegri." Framan af er
þetta þægileg ganga upp grónar
hlíöar, með lyngi og litlum lækj-
um. Ekkert mjög á fótinn. Kolla-
fjarðará kemur reyndar upp þarna
í skarðinu en hún er enginn farar-
tálmi. Maður stikar létt yfir
hana,“ segir hann.
Stífasti hluti leiðarinnar
Kistufell skagar út fyrir austan
Gunnlaugsskarð og þama í hlíðum
þess mælir Ágúst með að pústa að-
eins og líta yflr land og sæ áður en
lagt er á mesta brattann. Svo held-
Ágæt dagsganga
segir Ágúst Birgisson sölumaður
sem fer ekki endilega troðnustu
slóðina upp á Esju.
ur leiðarlýsingin áfram: „Þama er
gengið upp dálítið bratt skásnið í
átt að skarðinu - annað hvort eitt
langt snið eða sikksakka hlíðina.
Það er stífasti hluti leiðarinnar og
reynir dálítið á fótinn. í Gunn-
laugsskarði er næstum alltaf skafl
en á þessu sumri hvarf hann þó al-
veg. Það er mjög fátítt," segir
Ágúst. Hann telur skaflinn þó
aldrei til trafala. „Bæði er yfirleitt
hægt að sneiða fram hjá honum og
svo er oft betra að ganga i snjó en
lausum skriðum, það er að segja ef
ekki er um harðfenni að ræða,“
segir hann.
Smá útúrdúr
á Kerhólakamb
Þá er komið að þvi að velja leið
niður. Ágúst segir um nokkrar að
velja. „Það er hægt að ganga í norður
og koma niður að Meðalfellsvatni í
Kjós. Þá verður maður að hafa haft þá
fyrirhyggju að ferja einn bíl þangað.
Lengsta gangan er að sjálfsögðu vest-
ur af fjallinu en hyggilegast er að
taka strikið í átt að hinni algengu
gönguleið að Þverfellshorni, kannski
með smá útúrdúr á Kerhólakambinn.
Þá er maður búinn að fara ansi góðan
hring. Þegar komið er niður í hlíð-
arnar í sunnanverðri Esjunni liggja
stígamir um kjarr og lyng og yfir
brúaða læki.“
Þarf líka að komast niður
„Þetta er ágæt dagsganga," segir
Ágúst og bætir við: „Bæði er þetta
lengri leið en upp á Þverfellshom eða
Kerhólakamb og stiginu erfiðari. En
hún er ákjósanleg fyrir þá fjölmörgu
sem eru búnir að ganga „hina leið-
ina“. Sé fólk hins vegar að ganga í
Góöar undirtektir
Kór Fétags eldri borgara á Akureyri hefur fengiö góöar undirtektir undanfarið.
Styst á hæsta toppinn
Eitt af því sem Ágúst telur gefa
þessari leið gildi er að af Gunn-
laugsskarði er styst að ganga á
hæsta topp Esjunnar, Hábungu.
Hún er 914 metra há og dálítið inni
á fjallinu. „Fyrr tel ég ekki aö mað-
ur hafi gengið á Esjuna en maður
hefur komist inn á hana,“ segir
hann. „Þangað er þægileg ganga
upp aflíðandi halla úr skarðinu en
Esjan er samt dálítið grýtt og ógró-
in þarna uppi. Þegar upp á Há-
bungu er komið sér maður niður á
Móskarðshnúka og Skálafelli í
austur og yfir Reykjavík í suður en
þá er brúnin á Esjunni farin að
taka aðeins af útsýninu yfir Kolla-
fjörö og Mosfellsbæ. Til norðurs
sést niður í Kjós og vitt um Borg-
arfjörð."
fyrsta sinn á Esjuna mæli ég með að
það byrji á hefðbundnu leiðinni. Eða
gangi bara upp á einhvern hjallann í
hlíðum fjallsins, í fyrstu ferð. Það er
nefnilega ekki nóg að komast upp,
það þarf líka að komast niður aftur
og sumir eiga miklu erfiðara með að
labba niður bratta, einkum ef þeir
eru orðnir þreyttir."
Stafurinn þarfaþing
Ágúst kveðst alltaf hafa með mér
staf í fjallgöngur og segir bæði þæg-
indi og öryggi felast í því. „Það þarf
ekki annað en maður komi að læk
sem verður að stikla til að stafurinn
komi að gagni,“ segir hann. Mesta
þýðingu segir hann þó stafinn hafa á
leið niður bratta, þá sé svo gott að
hafa stuðninginn. „Sumir hafa tvo
stafi og nota þá eins og skíðastafi. Það
léttir verulega gönguna." -Gun
SM;