Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 DV 37 Eiríkur á föstudegi Mjólkurkýr af Skaga íslenska bóka- félagið hefur keypt þrjár ritr- aðir af bókaút- gáfunni Hörpu á Akranesi; ritrað- ir sem Harpa hefur gefið út um áratugaskeið og verið undir- staða útgáfunnar. Um er að ræða bókaflokkinn Lífsgleði, þar sem Þórir S. Guðbergsson ræðir við þekkta íslendinga á efri árum um lífið og tilveruna, þýddar spennu- sögur Jack Higgins og norsku ást- arsögumar eftir Bodil Fossberg. „Þetta passaði vel inn í útgáfu- línuna hjá okkur og því keyptum við. Þessar bækur eiga sér tryggan lesendahóp sem bíður árlega eftir nýrri bók,“ segir Páll Bragi Krist- jónsson hjá Nýja bókafélaginu. Akranes Bækur í bæinn. Hemmi Á fullu í Tælandi. Bréf frá Hemma Sögðum frá því hér á siðunni fyr- ir löngu að Hemmi Gunn hefði tek- ið við veitingarekstri Diana-State hótelsins á Pataya-ströndinni í Tælandi. Sendum honum línu og fengum nokkrar til baka: „Heill og sœll minn kœri! Þakka þérfyrir bréfió og kveöjuna. Ég hefþað frábœrt, nóg að gera, bú- inn að breyta hér miklu og þetta lof- ar bara góöu enda vertíóin fram und- an. Hingað streyma túristar þrátt fyr- ir allan ófrióinn um allan heim. Auð- vitaó saknar maöur allra góðu vin- anna heima en þetta er spennandi og ögrandi verkefni sem á vel vió mig. Hér hefur verið svona 30-34 stiga hiti en ég heftvœr sundlaugar til að kœla mig og hef eignast hér góða vini. Hef svo aðstoðað býsna marga við að -feróast um þetta dýrlega land sem er undraveröld sem því miður margir landar okkar hafa ranghugmyndir um. Hafðu það sem allra best og gangi þér vel. Þinn vinur, Hemmi Gunn. “ F.O.V.F.T.B. Aðalfundur F.O.V.F.T.B., sem haldinn var 24. október, skorar á Launanefnd sveitarfélaga að ganga að sanngjörnum launakröfum tón- listarkennara. F.O.V.F.T.B. stendur fyrir Foreldra- og velunnarafélag Tónlistarskóla Bessastaðahrepps. Leiðrétting Vegna frétta af slakri rekstraraf- komu Eimskipafélagsins skal árétt- að að Björgólfur Guðmundsson, milljarðamæringur og bjór- og lyfja- framleiðandi í Búlgaríu, hyggst ekki kaupa fyrirtækið né heldur breyta nafni þess í Samskip. Lóa fyrir DV-MYND HILMAR PÓR í flugtaki utan Kjörgarð og kveður með því að blaka höndum í kveðjuskyni. Lóa er flogin mmimm Óskar Magnússon Sjarmerandi húmoristi með viöskiptavit. Siguröur Guðmundsson Læknar öll sár með röddinni. Friðrik Weisshappel Vildi fá hann sem inn- réttingu. Kristmann Guðmundsson 100 ára einsemd. Ólafur Ólafsson Foringjaefni á besta aldri. Ragnar Amalds í Veöjaði á réttan hest. S * im Lil L, Toppsex-llsti Kollu bygglr á grelnd, útgeislun ogandlegu menntunarstlgl þelrra sem á honum eru. Nýr listl næsta fostudag. ---------------------------------------------- eftir 16 ár og 10 daga í Kjörgaröi Lóa í Lóuhreiðri í Kjörgarði er flogin á braut eftir að hafa selt þakklátum viðskiptavinum sínum heimalagaðan mat í sextán ár og tíu daga. Lóa segist ætla að leggjast í leti og bætir því viö að hún sé búin að kaupa flugmiða aðra leiðina í Karíbahafið - en það er ekki alveg frágengið. Nýir eigendur taka nú við og ætla að halda uppi merki Lóu með heimalagaða matinn í öndvegi. „Ég er farfugl eins og lóan og búin að vera hér lengi. Ég hætti á toppnum því það hefur aldrei verið jafn mikið að gera og á síðasta ári,“ segir Lóa og hristir flugvængina eft- ir langa kyrrstöðu í Kjörgarði. - Af hverju heitir þú Lóa? „Ég heiti ekki Lóa heldur Sigur- veig Gunnarsdóttir. Mamma mín hét líka Sigurveig, svo og amma mín. Lóu-nafnið var fundið upp og sett á mig til að aðgreina mig frá hinum Sigurveigunum og það hefur loðað við mig.“ - Hvaða réttir voru vinsælastir í Lóuhreiðri? „Hakkabufíið var vinsælt og fiski- bollurnar. Plokkfiskurinn átti líka upp á pallborðið hjá mörgum, svo ekki sé minnst á súpumar sem voru magnaðar, enda uppskriftin leynd- armál,“ segir Lóa sem er menntaður þjónn og hefur starfað sem slikur, auk þess að reka Eddu - hótel með sínu lagi. En nú finnst henni nóg komið. Búast má við ýmsum breytingum í Kjörgarði þegar Lóa flýgur burt því fyrir borgaryfirvöldum liggur nú umsókn um að breyta Kjörgarði í glæsilegt miðbæjarhótel. Er þá gert ráð fyrir að byggja eina hæð ofan á bygginguna sem tekin var í notkun snemma á sjöunda áratugn- um og var þá fyrsta og eina alvöru- verslunarmiðstöðin í Reykjavík. Þangað var meira að segja keyptur rúllustigi frá Ameríku en hann er farinn. Svona eins og Lóa núna. Rugeldasýningin á menningarnótt Gladdi borgarbúa meira en margt annað þrátt fyrir kostnað. Árshátíð Orkuveitunnar: Púað á Hjörvar Helgi Hjörvar, forseti borgar- stjórnar, varð að gera hlé á hátíðar- ræðu sinni á árshátíð Orkuveitunnar um siðustu helgi vegna frammíkalla gesta sem mislíkaði gam- ansemi hans: „Á þessu getur maður átt von. Ég var að gera góð- látlegt grín að sjálfstæðis- mönnum," sagði Helgi sjálfur eftir árshátiðina sem var haldin á Hótel ís- landi um síðustu helgi og fór hið besta fram ef frá er talið púið á Helga. Málavextir voru þeir að Helgi rifj- aði í ræðu sinni upp gagnrýni sjálf- stæðimanna á kostnað vegna flug- eldasýningar Orkuveitunnar á menningarnótt i Reykjavík en þær flugeldasýningar hafa verið hinar glæsilegustu og glatt borgarbúa meira en margt annað. Flugeldasýn- ingin á Menningarnótt 2000 var sú stærsta, árið eftir var hún minni í sniðum og svo lét Helgi Hjörvar árshátiðar- gesti telja niður fyrir flug- eldasýninguna 2002:... fimm, fjórir, þrír, tveir, einn og þá ... kviknaði á litlu stjömu- ljósi i hálfmyrkvuðum sal Hótel íslands. „Þessi flug- eldasýning er í boði Sjálf- stæðisflokksins," sagði Helgi í ræðu sinni sem þar með náði því risi sem til var ætl- ast. Sjálfstæðismönnum i salnum var hins vegar ekki skemmt og hófu þeir að púa á ræðumann. Linnti lát- um fyrr en síðar og allir gengu sátt- ir heim. 10-11 í Garðabæ Stendur lokað með öllum búnaði og bíður eftir tjölgun íbúa. Úr gini „Það er ekki nóg að opna. Stundum verður maður að loka,“ segir Þórður Þórisson, framkvæmdastjóri hjá 10-11, sem hefur ákveðið að loka tveimur verslunum sem ekki hafa staðið undir væntingum. Verslun á Seltjamamesi var lokað um síðustu helgi, svo og annarri við höfuðstöðvar verslunar- keðjunnar í Garðabæ. „Hér vorum við eins og í gini ljóns- ins og eins gott að forða sér,“ sagði starfsmaður á Seltjamamesi á lokun- ardaginn. Hann átti þar við keppinaut- ana sem vom allt um kring: Bónus, Hagkaup, Krónuna og Nóatún. Það var ekki pláss fyrir 10-11. Starfsmaðurinn flyst ásamt félögum sínum, innrétting- ljónsins um og vörum í gömlu Hagabúðina við Hagamel þar sem ný 10-11 verslun verður opnuð 1. desember. „Við viður- kennum að það var rangt að opna á Nesinu," segir Þórður framkvæmda- stjóri en hans bíður nú það verk að ráðstafa húsnæðinu sem hann er með á langtímaleigu. „Ég er ekki kominn svo langt að ákveða hvað verður gert við húsnæðið," segir hann. Verslunin í Garðabæ verður hins vegar látin standa lokuð með öllum tækjum og búnaði þar til Garðbæing- um fjölgar. Menn hafa trú á því að nýtt bryggjuhverfi við Amamesvog eigi eft- ir að fjölga íbúum í nágrenninu og þar með viðskiptavinum 10-11. Rétta myndin DVA1YND HILMAR ÞÓR Beöiö eftir aldri Strákarnir sitja fyrir utan spilasalinn og bíða eftir aö eldast - verða nógu gamlir til aö fá aö fara inn og spiia eins og þeir fullorönu. Vonandi veröur gaman þegar stundin rennur upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.