Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 32
36 _________________________________________________FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 Tilvera i>V í f iö Hljóds bið ég allar Listnemar Myndlistaskólans á Akureyri, Arts Academy, Turku Polytechnic í Finnlandi og Lista- skólans í NUUK á Grænlandi sýna viðamikla útfærslu á ragnarökum í náttúru íslands í Ketilhúsinu í kvöld, kl. 20. Nemamir taka í svokölluðu GIFT-verkefni og stunda nám í dansi, tónlist, myndlist og hönn- un. Yfirskriftin sýningarinnar er „Hljóðs bið ég allar“ sem eru upphafsorð Völuspár. Popp______________ HARÐKJARNI/UNGLIST I TJarnar- bíói verða tónleikar á vegum Unglist- ar í kvöld og hefjast kl. 20. Hljóm- sveitirnar sem koma fram eru Mín- us, Andlát, Snafu, I Adapt og Klink. Leikhús BLESSAÐ BARNALÁN Leikfélag Akureyrar sýnlr Blessað barnalán eftir Kiartan Raenars í kvöld kl. 20. KAFFILEIKHÚSIÐ I kvöld kl. 21 sýnir Kaffileikhúsiö í samvinnu viö The lcelandic Take Away Theatre Veröldin er vasaklútur. MEÐ VÍFH) í LÚKUNUM ! kvöld veröur leikritið Meö vífiö í lúkunum eftir Ray Cooney sýnt á stóra sviöi Borgarleikhússins kl. 20. SYNGJANDI í RIGNINGUNNI Leik og söngverkiö Syngjandi í rigning- unni veröur sýnt í kvöld í Þjóöleik- húsinu á stóra sviöinu. ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN ís- lenski dansflokkurinn sýnir Haust í kvöld kl. 20 á nýja sviði Borgarieik- hússins. Þaö eru þrjú ný verk, Da eftir Láru Stefánsdóttur, Milli heima eftir Katrinu Hall og Plan B eftir Olöfu Ingólfsdóttur. ÓPERAN í kvöld flytur íslenska óperan Töfraflautuna eftir Wolfgang Amadeus Mozart og hefst sýningin stundvíslega kl. 20. Kabarett KARL AGUST OG ORN ARNASON I LEIKHUSKJALLARANUM I kvöld verða Orn Arnason og Karl Ágúst Ulfsson meö skemmtikvöld. MYNDLISTARÞING j HAFNARHÚSI Þaö er boðið upp á myndlistarþing í Hafnarhúslnu í dag, allan daginn. Ó BORG MÍN BORG Kristján Krist- jánsson, KK, og Magnús Eirríksson veröa á Borginni ásamt gestum. Fundir og fyriríestrar BARNAHJÚKRUN Á TÍMAMÓTUM Guörún Kristjánsdóttir, prófessor í hjúkrunarfræði, flytur fyrirlesturinn Barnahjúkrun á tímamótum; Þjónusta við börn og fjölskyldur þeirra í krafti þekkingar í hátíöasal Háskóla íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 16.00 og er öllum opinn. VERI ALLIR VELKOMNIR Kvæöamannafélagið löunn heldur fýrsta fund haustsins í kvöld í sal Blindrafélagsins í Hamrahlíö 17, 2. hæð. Kveönar veröa vísur úr jónsmessuferö og landsmóti. Myndlist TOLLI í SMÁRALINP Tolli opnar tvær sýningar í Smáralindinni í dag. Yfirlitssýningu í verslunarrými og Einskismannsland I Vetrargaröinum. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Sólkerfið viðfangsefni á þemadögum í Háteigsskóla: Geimverur, geimför og geimtónlist Viltu taka mynd af okkur? dv-myndir eól Þessir hressu strákar vildu endilega láta taka af sér mynd og Ijósmyndari DV lét það eftir þeim. Ragnar Anton Svanbergsson, Jón Bragi Gíslason, Ólafur Hjaltason, Einar Valur Erlingsson, Ásgeir Guðmundsson og Már Arnarsson. Þórður Óskars- son skólastjóri segist vera mjög ánægður með þemavikuna og að hún hafi tekist vonum framar. „Það er gott starf í gangi, viö erum að taka upp svona þemaviku eftir langt hlé og ég sé ekki betur en hún heppnist vonum framar.“ Til framandi hnatta Kaja Szyszka var að búa til geimfiaug ásamt vinkonum sínum, Hönnu Trbnnes, Öddu Rún Jóhannsdóttur, Adömu N’dure og írisi Jónsdóttur. framtaki sínu hefur Háteigs- skóli sýnt og sannað að lifandi og frjótt skóla- starf er undir- staða þess að kennurum og nemendum líði vel í skólanum og að gagn og gaman eigi að haldast í heldur. -Kip Verur utan úr geimnum Fjóla Kristín Freygarösdóttir og Halldóra Ósk Guð- mundsdóttir í geimverubúningunum. Undanfarna daga hafa kennarar og nemendur Háteigsskóla lagt nið- ur hefðbundið nám og kennslu og hellt sér út í þemavinnu, tengda sól- kerfinu. Stundaskráin hefur verið brotin upp og allir unnið efni sem á einhvern hátt tengist þemanu og milli klukkan 12.30 og 13.30 í dag verður foreldrum boðið að koma og skoða afraksturinn. Mikill lærdómur Hulda K. Guðjónsdóttir, fulltrúi skólastjóra, segir aö krakkarnir geri sér enga grein fyrir því hvað þeir læra mikið í svona vinnu. „Krakkarn- ir fullyrða að þeir hafi verið að leika ■ sér alla vikuna. “ Það er leikur að læra Yngsta stig skólans vinnur með jörðina og fjallað er um gerð henn- ar, nótt og dag, gróðurbeltin, veður- far, lönd og tungumál. Verkefni miðstigs tengist geimnum og krakk- arnir búa til geimfor, geimverur, geimstöð og spila geimtónlist. Nem- endur á efsta stigi búa til líkan af sólkerfinu, teikna upp stjörnumerk- in, búa til stjörnukíki, baka geim- kökur, gera stuttmynd og gefa út fréttablað, svo eitthvað sé nefnt. inni, vatnsdropum og furðulegum geimbúum. I sal skólans er hljómsveit að æfa titillagið úr Stjörnustríðsmyndun- um og nemendur efsta stigs að hengja upp myndir af stjömumerkj- unum í neonlitum svo að þau komi vel út í „blacklight". ... meira í dag en í gær Nemendurnir sem teknir voru tali voru himin- lifandi og allir sammála um að nú væri gaman í skólanum. Kaja Szyszka var í óða- önn að búa til geimflaug ásamt skólasystrum sín- um og Denis Cako gaf sér ekki tíma til að líta upp frá þvi að hengja lauf á tungu- mála- tréð. Með Tónlist utan úr geimnum Stórsveit Háteigsskóla er búin að æfa stíft og ætlar að leika titillagið úr Stjörnustríðsmyndunum á sýningu sem krakkarnir ætla að halda fyrir foreldra sína og hefst klukkan 13.30 i dag. Tungumálatréö Denis Cako, átta ára, var einn þeirra sem unnu við aö setja lauf á tungumálatré sem býður góðan daginn á ótal tungumálum. Leikur sá er mér kær Hulda K. Guðjónsdóttir, fulltrúi skólastjóra í Háteigsskóla, segir að vegna þemavikunnar sé allt hefðbundið skólastarf brottið upp. „Við blöndum krökkunum á milli bekkja og það er ekki annað að sjá en þeir skemmti sér prýðilega. Ég held að krakkamir átti sig ekki á því hvað þeir eru búnir að læra mikið. Þeir fullyrða að þeir hafi ekki lært neitt og verið að leika sér alla vikuna. Þetta bætir einnig samskipt- in á milli nemendanna og þeir kynnast betur innbyrð- is.“ A5 læra meira og meira Skólinn er fullur af lífi, kennarar og nemendur á þön- um, allir hafa nóg að gera og vafamál hvorir skemmta sér betur, kennarar eða nemendur. Á göngum er búið að setja upp myndir af sól-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.