Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 17
17 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 I>V Ljóðrænn frumleiki íslenski dansflokkurinn sýnir á Nýja sviöi Borgarteikhúss: 'Da" eftir Láru Stefánsdóttur. Tónlist: Leifur Þórarins- son. Semballeikari: Guðrún Óskarsdótt- ir. Milli heima eftir Katrinu Hall. Tónlist: Pan Sonic og Barry Adamson. Söngur: Hljómeyki. Plan B eftir Ólöfu Ingólfsdótt- ur. Tónlist: Hallur Ingólfsson. Búningar: Stefanía Adólfsdóttir. Ljós: Elfar Bjarna- son. Sviðsmynd: Stígur Steinþórsson. Úr „Da“ eftir Láru Stefánsdóttur Dansararnir voru líflegir, kraftmikiir og einbeittir og hrifu áhorfendur meö sér. DV-MYNDIR HARI Milli heima eftir Katrínu Hall Dans og tónlist komu saman í eina kröftuga heild. ekki síður þögnin og hrynjandi og hljóð sem dansar- amir skapa sjálfir á sviðinu. Dansarar íslenska dansílokksins stóðu sig allir vel. Sérstaka athygli vakti þó dans Hlínar Diego, það er auðséð að hún er í góðu formi þessa dagana. Guð- mundur Elías Knudsen sýndi líka að hann er mjög skemmtilegur dansari og ekki síður liðtækur þegar kemur að leikrænni túlkun. Hildur Óttarsdóttir sem dansaði svo eftirminnilega i verki Rui Horta síðast- liðið vor er greinilega ennþá í góðri þjálfun. Katrin Á. Johnson átti sína góðu spretti, sérstaklega í seinni verkunum tveim. Sýningin var í heild sinni góð skemmtun þar sem hæfileikaríkir danshöfundar í samvinnu við dansara og fjölhæfa tónlistarmenn sýndu snilli sína. Sesselja G. Magnúsdóttir Verkin „Da“, Milli heima og Plan B eiga fátt eitt sameiginlegt annað en vera hluti af nýjustu sýn- ingu íslenska dansflokksins. „Da“ eftir Láru Stef- ánsdóttur er ljóðrænt dansverk við sembaltónlist eftir Leif Þórarinsson; Milli heima eftir Katrínu Hall er nútímaverk í svörtu og hvítu við kröftuga raftónlist í bland við hljómmikinn kórsöng og Plan B eftir Ólöfu Ingólfsdóttur er kómísk út- færsla á því hvað getur gerst þegar tæknin svíkur og dansaramir standa á myrku sviðinu með fuil- an sal af áhorfendum. En þó verkin séu ólík standa þau ágætlega saman í sýningu. Það em góðir hlutir að gerast í íslenskum dansheimi og já- kvætt að íslenski dansflokkurinn skuli taka þátt í að styrkja þann heim og bæta með því að gefa ís- lenskum danshöfundum tækifæri til að setja upp sýningar með flokknum. Dans Það er vandaverk að semja dansverk við semb- altónverk Leifs Þórarinssonar, „Da“ Fantasía. Tón- verkið er óskaplega fallegt og krefst virkrar hlust- unar til þess að það njóti sín. Dans við verkið dreif- ir athyglinni og getur því deyft tónlistina nema vel takist til. Lára nær ekki að fullu að tengja þessa tvo þætti, tónlist og dans, í eina heild. Skapast það með- al annars af því að það er oft og tíðum svo mikið um að vera á sviðinu að tónlistin tapast. Þessi ofgnótt efnis - sem margt er mjög gott - er í raun veikleiki verksins því það vantar fleiri yndisleg grípandi augnablik eins og lokasenuna. Verkið kæmi þó að öllum líkindum betur út á stærra sviði í meiri fjar- lægð. Lára teflir djarft í danssköpuninni bæði hvað tón- listarval snertir og ekki síður í kröfum sinum til dansaranna, en verkið byggir á tvídansi með erfið- um lyftum. Hún teflir fulldjarft bæði fyrir sig og dansarana því þó „Da“ sé fallegt verk með mörgum góðum köflum þá vantar það fágun og festu. Verk Katrinar Hall, Milli heima, var aftur á móti markvisst og grípandi. Upphafs- og lokasenumar eru einstaklega fallegar og skapa sterkan ramma utan um vel unnið verk þar sem dans og tónlist koma saman í eina kröftuga heild. Tónlist Pan Son- ic og Barry Adamson er sérstaklega eftirtektarverð. Plan B er frumlegt og fyndið verk sem á alla at- hygli skilið. Hugmyndin að verkinu er brilljant og útfærsla Ólafar Ingólfsdóttur í samvinnu við dans- arana er frábær. Styrkur verksins liggur í frum- leika efnisins og frumlegri útfærslu. Þar býr reynd- ar einnig veikleikinn því verkið krefst mikiilar ná- kvæmni og öryggis af dansaranna hálfu svo það njóti sín. Tónlistin við verkið hæfir því vel og þá Tónlist Bræðingurinn tókst B + Q + S tónleikarnir fóru fram í gærkvöldi. Þetta var yfirskrift tónleikanna og stendur fyr- ir þrjár hljómsveitir sem komu fram á vegum Sinfóníuhljómsveitar íslands, þ.e. sú ágæta hljómsveit og svo sveitirnar Botnleðja og Quarashi. Við sem fögnum fjölbreyttu menningarlifi höfum lengi þakkað fyrir hversu fjölskrúðugur tónlistargróður landsins hefur verið. Við sækj- um mörg tónleika á klassíska sviðinu, spilum léttar rásir í bílnum og fáum sæluhroll niður bakið þegar bílskúrinn í næsta húsi ætlar að rifna utan af trommutakti ungmennanna. Er þá fátt eitt talið sem í boði er. Við trúum á gildi þess að viöhalda og þekkja það besta úr fortíð menningar okkar og treystum um leið á þá sem á sig leggja, á öllum sviðum tónlistarlífsins, að leita ferskleikans. Hún er alveg sérstök ánægjan sem fylgir því þegar fléttuð er saman upplifun úr svo ólíkum þráðum tónlistarlífsins. Nýtt afl fer af stað. Það að upplifa bræðinginn framkvæmdan á sviði, að sjá ungu hljómsveitirnar leika og sinfóníu- hljómsveitina hljóma í öllu sínu veldi, er eitt- hvað sem við í salnum í gærkvöldi gleymum ekki í bráð. Salurinn var troðfullur. Einar Jónsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson útsettu lögin sem voru á efnisskránni. Ekki var annað að sjá en að hljóðfæraleikararnir í B og Q væru á heimavelli þrátt fyrir viðbætur og breytingar. Allir stóðu þeir sig með afbrigðum vel því það er ekki sjálfgert að spila jafnvel sitt eigið efni snurðulaust við svo framandi aðstæður. Hljóm- sveitarstjórinn leiðir og Hermann Báumer fór á kostum. Túlkunarsviðið var auðvitað ekki mjög vítt, en flest gekk upp glimrandi. Rýmið til viðbóta í nokkuð mínimalískri tón- list Botnleðju er töluvert. Þetta er ekki tekið fram hér sem galli heldur einkenni. Einar fyllti þetta rými á fjölbreyttan hátt án þess að drekkja upprunaefninu. Málmblásturinn var jassaður í laginu Hausverkur, nánast mors- kenndur effect í flautum í laginu Tímasóun góður og í því sama lagi möguleikar sinfóníu- hljómsveitarinnar ágætlega nýttir. Vatnið er mjög fallegt lag og textinn þar dæmigerður fyr- ir einlægnina og nálægðina við áheyrandann. Þar má kannski segja að íburður viðlagsins hafi gengið of langt út úr stíl frá hendi útsetj- ara, en um það má deila. Heiðar söng oft dálít- ið „off“ í byrjun laga en það var eitthvað töfr- andi og innhverft við það. í heildina kom tón- list Botnleðju mjög sterkt út í þessum búningi, oft falleg og alltaf einlæg. Tónlist Quarashi er upprunalega fyliri en tónlist Botnleðju. Hér skal ítrekað að þetta er ekki tekið fram sem kostur heldur einkenni. Þorvaldur Bjarni notaði kannski af þessari ástæðu Sinfóníuhljómsveitina sparlega á köfl- um. Það sem hann gerði hins vegar var gott og þá ekki síst hans persónulegu kryddmolar í út- setningunni. Dæmi um það er flauturödd i lag- inu Transparent parent og nokkur augnablik í laginu Mr. Jinx. Endurlífgun klisja á bannlista í upphafi lagsins Dive in sýndu hvað bræðing- urinn getur gert. Söngvarinn sannaði fjölhæfni sína og samspil hans og bassaklarínettunnar frábært. Þó að textarnir hafi því miður ekki heyrst nógu skýrt til að gefa heildarmynd þá er Ijóst tónlistarlega að þarna er á ferð öflug sveit. Sinfóníuhljómsveit Islands lék einnig tvö styttri verk. Stefið úr Mission Impossible eftir Lalo Shifrin magnaði andrúmsloftið í upphafi og New Era Dance eftir Aaron Jay Kernis var góð byrjun eftir hlé þó það hefði getað setið bet- ur í hryn i upphafi. Öllum sveitunum var fagn- að ákaflega í lokin. Við vonandi gleymum ekki að það að eiga sinfóníuhljómsveit sem fyrir nokkrum dögum lék Mozart feikivel, leikur af smitandi krafti með B og Q í gærkvöldi og flyt- ur nýtt islenskt verk í næstu viku er ómetan- legt. Sigfríður Björnsdóttir Sinfóníuhljómsveit íslands, Botnleðja og Quarashi í Háskólabíói 25.10. Stjórnandi: Hermann Báumer. ___________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Glæsileg gagnrýni í nýju hefti af High Fidelity fær Nína Mar- grét Grimsdótt- ir píanóleikari glæsilega um- sögn fyrir túlk- un sína á píanó- verkum Páls ís- ólfssonar á diski sem BIS gaf út í vor. Höf- undur er Mog- ens Wenzel Andreasen sem við munum eftir úr hinum vinsælu tónlistarspumingaþáttum Kontra- punkti. Hann fjallar fyrst um tónsmíðar á íslandi í sögulegu samhengi, svo um Pál ís- ólfsson sérstaklega og flokkar hann meðal hinna stóru þjóðernisrómantísku tón- skálda. Síðan tekur hann hvert verk fyrir sig, ber Pál bæði saman við Chopin og Grieg og finnst tónlistin oft hrífandi, eink- um Tilbrigðin við stef eftir ísólf Pálsson sem hann segir afar grípandi og frábær- lega vel samin. Nína Margrét leikur verkin af með- fæddri gáfu sem hæfir þeim vel, segir Andreasen. „Hún hefur óvenjufagrari áslátt, þroskaða tilfinningu fyrir tóni, lýtaj- lausa tækni og næman skilning á sérkennj um tónlistarinnar. Jafnvel minnstu smáaf- riði gælir hún við - ég held að hún geri verkin jafnvel ennþá betri en þau eru frá tónskáldsins hendi.“ Og niðurstaðan er: „Mælt með fyrir forvitna og þá sem unna pianóleik." Hér í DV sagði Jónas Sen um sama disk í vor: „Túlkun Ninu Margrétar er litrik, kraftmikil og einlæg og svo sannfærandi að maður sér Pál í alveg nýju ljósi.... Þessi geisladiskm- er þarft framtak og á vafa- laust eftir að verða mikilvægur liður í að heQa Pál sem tónskáld til þeirrar virðing- ar sem á hann á skilið að njóta.“ Wenders í Bæjarbíói Gleymið ekki Wim Wenders-hátíðinni i Bæjarbíói í Hafnarfirði. I kvöld kl. 18 er Lísa í borgunum, kl. 20 Angist markvarð- ar í vítaspymu og Buena Vista Social Club kl. 22. Á morgun hefst hátíðin kl. 16 á I tímans rás, kl. 19 er Alabama 2000 Light Years, Ameríski vinurinn kl. 19.30 og Buena Vista kl. 22. Sunnudagur er lokadagur. Þá er París, Texas sýnd kl. 14, Lísa kl. 16.30, Buena Vista kl. 18.30 og loks hvelfist Himinn yfir Berlín kl. 20.30. Glóðarauga á götuhomi Á morgun kl. 15 verður af- hjúpað lista- verkið „Glóðar- auga“ eftir Harald Jónsson á homi Suður- götu og Hring- brautar. Verk- ið er unnið í nánu samstarfi við vegfarend- ur, gatnamála- stjóra og lög- regluna í Reykjavík en verður aðeins sýnilegt tíma- bundið á þessum stað. I framtíðinni á það eftir að birtast í öðmm myndum víðs veg- ar um höfuðborgina. Við afhjúpun verks- ins verður boðið upp á léttar veitingar og eru allir velkomnir. „Glóðarauga" er hluti í sýningaröðinni „Listamaðurinn á hominu" en aðstand- endur hennar eru myndlistarmennirnir Gabríela Friðriksdóttir og Ásmundur Ás- mundsson. Hugmyndir um almennings- verk hafa tekið miklum breytingum meðal svokallaðra framsækinna listamanna en hafa fengið lítinn hljómgrann eins og sjá má á hinum upphöfnu minnisvörðum sem em allsráðandi hér á landi. Listamaðurinn á hominu á að koma hugmyndaþróuninni áleiðis til fólksins. Aldrei á sunnudögum Eins og fram kom í blaðinu í gær er Gerrit Schuil píanóleikari fingurbrotinn og sunnudags-matinée Ýmis falla niður fram að áramótum. En það verður kátt þar i húsi annað kvöld því Laugardagskvöld á Gili hefst þar kl. 22 með fjölda góðra gesta undir stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.