Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 28
32 Tilvera -*---------- FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 1>V Gunnlaugur Scheving: Haustkvöld Sumar sveitalífsmyndir hans minna á helgimyndir. Prír stórviðburðir í Listasafni íslands á morgun: Scheving, gagna- grunnur og netstofa Tónlist í Dómkirkjunni: Rafrænt verk fyrir kór og einsöngvara Á sunnudag hefj- ast Tónlistardagar Dómkirkjunnar i Reykjavík í 20. sinn. í þessari ár- vissu veislu fyrir áhugafólk um kirkjulega tónlist er enn á ný boðið upp á frumflutning á nýju verki. Jafn- framt því sem Tón- listardagamir eiga tuttugu ára afmæli eru þetta fyrstu Tónlistardagamir á nýj- um aldartug og því vel við hæfi að frum- flutta verkið er rafrænt, en tónskáldið er fyrrverandi félagi í kómum, nú tón- skáld á Ítalíu, Þuríður Jónsdóttir. Verk hennar, Rauður hringur, er jafnframt skrifað fyrir blandaðan kór og þrjá einsöngvara og verður frumflutt á setningartónleikum Tónlistardaganna sunnudaginn 28. október, kl. 17.00, í Dómkirkjunni. Á þeim tónleikum verð- ur einnig vígður nýr flygill kirkjunnar og flytur Dómkórinn, auk Alinu Dubik, verk eftir Fauré og Mendelssohn við undirleik Hrefnu Eggertsdóttur, undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Brúökaup Tonys og Tinu Stefán Bjarnarson (Tony) og Halldóra Jónsdóttir (Tina) Villt veisla í Mosfellsbæ Leikfélag Mosfellssveitar hefur haflð sýningar á Brúðkaupi Tonys og Tinu eftir Nancy Cassaro og fleiri. Formið er svokallað gagn- virkt leikhúsform þar sem áhorf- endur taka virkan þátt í sýning- unni. Gestir streyma til kirkjunnar líkt og þeir væru að sækja hefðbundið brúð- kaup. Á móti þeim taka fjölskyldumeð- limir brúðhjónanna sem þekkja að sjálf- sögðu alla - þó svo misjafnlega mörg ár séu síðan þeir hafa hitt ættingja sína. Eins og gerist og gengur innan mann- margra fjölskyldna er misjafn sauður í mörgu fé og ekkert er til sparað i per- sónusköpun verksins. Leikstjóri er Guðný María Jónsdóttir og alls taka 23 leikarar þátt i sýningunni og reiknað er með að hámarki 50 gest- um í brúðkaupinu þannig að nálægð leikara og áhorfenda er mikil. Hafnarfjarðarkirkja: Beethoven og Hafliði Sigurgeir Agn- arsson seflóleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir pí- anóleikari efna tfl tónleika i Hásölum, safhaðarheimili Hafnargarðar- kirkju, á sunnudag- inn kl. 16. Á efnisskránni er sónata nr. 6 í C- dúr eftir Luigi Boccherini, sónata op. 102, nr. 1, eftir L.v. Beethoven, Solitaire eftir Hafliða Hallgrímsson og Le Grand Tango eftir Astor Piazzolla. Undanfarin ár hefur Sigurgeir verið búsettur í Þýskalandi og er um þessar mundir að ljúka námi við Robert Schumann-tónlistarháskólann í Dússeldorf. Steinunn Bima er íslenskum tónlist- aráhugamönnum löngu kunn fyrir virka þátttöku í islensku tónlistarlífi. Jafnframt mun Bryndís Halla Gylfadótt- ir sellóleikari koma fram á tónleikunum og aðstoða við flutning á einu verkanna. Á morgun er stór dagur í sögu Lista- safns íslands. Opnuð verður yfirlitssýn- ing í öllum sölum safnsins d verkum Gunnlaugs Schevings, eins af merkustu myndlistarmönnum landsins á öldinni sem leió; opnaður verður gagnagrunn- ur Listasafnsins og svokölluð Netstofa þess. Markmið yfirlitssýningarinnar á verkum Gunnlaugs Schevings (1904-1972) er að sýna allan listferil hans, og gefur þar að líta fjölda verka sem aldrei hafa sést opinberlega áður. Á veggjum safnsins verða um 90 mynd- ir eftir Gimnlaug, olíumálverk, teikn- ingar og tréristur frá áranum 1928-1970, en auk þess era sýndar myndir hans í stafrænum gagna- grunni. Alls á Listasafn íslands tæp- lega 2000 verk eftir Gunnlaug (mál- verk, teikningar, vatnslitamyndir, skissubækur og grafíkverk) sem lista- maðurinn ánafnaði því sjálfur. Fyrsta yfirlitssýning á verkum hans í Lista- safni íslands var haldin 1970, og fyrir fjórum áram var stór sýning úr eign safnsins á verkum Gunnlaugs þar sem áhersla var lögð á að gefa innsýn í sköpunarferli verka hans. „Þar sýnd- um við skissur, teikningar, vatnslita- myndir - undirbúningsmyndir undir þessi stóru olíumálverk," sagði Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafnsins og sýningarstjóri, í viðtali við DV fyrr í haust: „Nú verða eingöngu sýnd mál- verk, en þessar tvær sýningar á verk- um hans, 1997 og 2001, mynda eitt metnaðarfyllsta rannsóknarverkefni sem við höfum ráðist í hér á safninu." Sýningin stendur til 9. desember. Alþýðan í öndvegi Gunnlaugur Scheving fæddist 1904 og ólst upp á Austurlandi. Seyðisfjörð- ur var heimabær hans fram á fuflorð- insár og líka um nokkurra ára skeið eftir að hann kom frá listnámi erlend- is. Gunnlaugur hélt fyrstu myndlistar- sýningu sina í Reykjavík 17 ára eftir tilsögn hjá Einari Jónssyni og Guð- mundi Thorsteinssyni (Muggi) en 23 ára hóf hann listnám í Kaupmanna- höfn. Gunnlaugur er af þeirri kynslóð sem fram kom í íslenskri myndlist á hinum róttæka fjórða áratug þegar ný myndefni leituðu á: alþýðufólk við dag- leg störf, götumyndir og hversdagslegt umhverfi. Hann aflaði sér viðfangsefna viða um land en árunum 1939-47 dvaldi hann langdvölum í Grindavík. Þar þróaði hann myndstíl sem skflaði sér m.a. í stórbrotnum myndum af sjó- mennsku. í list Gunnlaugs er maður- inn ávallt í öndvegi, hvort sem um er að ræða stórsniðnar sjávarmyndir, draumkenndar sveitalífsmyndir eða samsett þjóðsagnaminni. Á flórða ára- tugnum var hann mótaður af ex- pressjónisma þess tima en síðar mót- aðist hann fyrst og fremst af viðhorf- um innan módemismans sem komu fram tfl dæmis hjá Picasso og Léger, hinni fígúratívu myndlist sem óx fram í Evrópu upp úr 1920. Það var innan þess ramma sem hann þróaði sitt mjög svo persónulega tjáningarform. Gunnlaugur reyndi ekki að ögra með verkum sínum en á áranum 1941-44 var hann ásamt fleiri samtíma- listamönnum sakaður um að stunda „úrkynjaða“ list og átti verk á opin- berri sýningu sem Jónas Jónsson frá Hriflu lét setja upp til að ófrægja þá. En Gunnlaugur var þá þegar farinn að þróa list sína enn frekar í átt að hinu hlutbundna og frásagnarkennda, þrátt fyrir uppgang abstraktlistarinnar. Engum líkur Það er sterkt samhengi í verkum Gunnlaugs Schevings þegar litið er yfir ferflinn. Hann einbeitti sér að því að lýsa lífi vinnandi fólks til sjós og lands en lagði minni áherslu á lands- lag og náttúrastemmur. Gunnlaugur lagði líka mikið upp úr þeirri list sem stóð nærri alþýðulist. Hann hefur að margra mati náð íslendinga lengst í því að lýsa í myndum sambandi mannsins og hafsins, en sumar sveita- lífsmyndanna bera svipmót helgi- mynda. „Annars vegar er Scheving lista- maður sem vinnur með mjög sterka frásögn," sagði Ólafur Kvaran i áður- nefndu viðtali. „Hann er frásagnarmál- ari sem fjallar um íslenskan veruleika. Hins vegar hefur hann nýtt sér í rík- um mæli bæði hugmyndalega og form- ræna ávinninga módernismans. Það gefur honum ákveðna sérstöðu. Ég tel hann tvímælalaust meðal okkar allra bestu myndlistarmanna og efnistök hans, hvemig hann vinnur með myndefni sitt - manninn - í ólíku sam- hengi, gera hann afar sérstakan. Um leið tvinnar hann myndefnið svo vel inn í alþjóðlegt samhengi. Mig minnir að Erró hafi einu sinni sagt í viðtali að maður þekkti Scheving afls staðar, verk hans væra svo sérstök - og það hafa margir þá reynslu." í tflefni sýningarinnar kemur úr bókin „Gunnlaugur Scheving, yfirlits- sýning". í henni er ítarleg grein eftir Gunnar J. Ámason heimspeking um ævi og listferil Gunnlaugs og útdráttur hennar á ensku, ásamt ferilskrá og heimildaskrá og rúmlega 50 myndum af verkum listamannsins. Þúsund myndir í gagnagrunni í stafrænum gagnagrunni sem unn- ið hefur verið að undanfarin misseri geta gestir skoðað í tölvum um 1000 verk Gunnlaugs Schevings, og þurfa notendur ekki að hafa neina sérstaka tölvukunnáttu til að skoða þessa „sýndar“-sýningu. Gagnagrannurinn á að auka aðgengi almennings og fræði- manna að safneigninni og er áfangi í umfangsmiklu þróunarverkefni við að skrá allar tiltækar upplýsingar um listamenn. Verk þeirra eru ljósmynd- uð i stafrænu formi og gerð aðgengileg í tölvum. Gagnagrunnurinn verður öfl- ugt fræðslu- og rannsóknartæki á sviði íslenskrar iistasögu og aðgengilegur öllum sem hafa áhuga á myndlist. Þeg- ar hafa verið skráð á sjötta hundrað æviágrip listamanna ásamt sýningar- ferli. Gagnagrunnurinn gerir gestinum kleift að ferðast í veröld málarans á nýjan hátt. Verkin eru flokkuð eftir myndefni og tækni. Þannig getur gest- urinn valið að skoða sjávarmyndir, sveitamyndir eða konumyndir, eða þá teikningar, vatnslitamyndir eða olíu- málverk. Safnið á hundrað mynda eft- ir Gunnlaug Scheving af sveitabæjum, þorpum og landshlutum sem eftir er að bera kennsl á og leitar nú aðstoðar gesta á sýningunum við að staðsetja og tímasetja þær myndir sem upplýsingar vantar um. Endurgjaldslaust á Netiö Þar sem áður var veitingastofa Listasafns íslands verður opnuð net- stofa safnsins þar sem gestir geta end- urgjaldslaust notað tölvur til að skoða vefsíður þekktra erlendra listasafna og sýningarsala með háhraðatengingu. Miklar framfarir hafa oröið í framsetn- ingu safna, listsýninga og listasögu á veraldarvefnum og geta gestir notfært sér þjónustu netstofunnar án sérstakr- ar tölvukunnáttu. Framsetningu og tæknimál gagna- grannsins og netstofunnar kostar og annast Síminn, aðalstyrktaraðili Lista- safns íslands. -SA Þuríöur Jónsdóttir. Gunnlaugur Scheving: Hákarlinn tekinn inn Hinn vinnandi maöur var eitt hetsta viðfangsefni hans og sjómannslífið málaöi hann í Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.