Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001
I>V
Fréttir
*
Sérfræðingar hjá Búnaðarbanka og Islandsbanka:
Telja álitamál hvort vaxta-
lækkunin hafi verið tímabær
- gengi krónunnar hafi veikst eftir vaxtalækkun Seðlabankans
Deildar meimngar ciu
meðal sérfræðinga í við-
skiptalífinu hvort tíma-
bært hafi verið fyrir Seðla-
bankann að lækka stýri-
vexti. Flestir hafa fagnað
lækkuninni og hefur hún
þegar skilað sér inn í
bankakerfið. Hins vegar
heyrast einnig raddir um
að bankinn hafi verið of
fljótur á sér. í því sam-
hengi er bent á að enn vanti nokk-
uð upp á að samdráttareinkenni
séu komin fram.
Yngvi Örn Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Búnaðarbankans
Verðbréfa, segir að áhrifin á verð-
bréfamarkaðinum hafi verið óljós
eftir vaxtalækkunina. Þannig hafi
hvorki komið fram lækkun á
ávöxtunarkröfu skuldabréfa né
hækkun á gengi hlutabréfa. Þá
hafi gengi krónunnar
einnig frekar veikst. Við-
brögðin einkennist af óör-
yggi sem erfitt sé að túlka
öðruvísi en markaðurinn
hafi ekki fulla trú á að
verðbólga og ofþensla séu í
rénun.
Yngvi Örn segir að hann
hefði átt von á að Seðla-
bankinn myndi bíða með
vaxtalækkunina þangað til
samdráttareinkennin hefðu orðið
ótvíræðari vegna mikilvægis þess
að endurheimta stöðugleika í verð-
lagsmálum. „Seölabankinn nefnir
einkum tvennt til röksemdar
vaxtalækkuninni. Annars vegar
lækkandi verðbólguvæntingar,
sem er mjög hverfull mælikvarði,
og hins vegar að útlánavöxturinn
undanfarna þrjá mánuði hafi farið
minnkandi. Útlánavöxturinn er þó
enn of mikill og ástæða til
að sjá hægari útlánavöxt í
lengri tíma áður en dregn-
ar eru ályktanir af þróun
undanfarinna þriggja mán-
aða. Þá setur veiking krón-
unnar og áframhaldandi
launaskrið þrýsting á verð-
lag,“ segir Yngvi Örn.
Ingólfur Bender, hag-
fræðingur hjá íslands-
banka, segir að vaxtalækk-
unin skili sér á endanum en það
geti tekið langan tíma, eða allt upp
undir eitt til tvö ár, að áhrifin
komi fram að fullu. „Ef Seðlabank-
inn vildi flýta fyrir þeirri þróun
ætti hann að taka á lausafjárskort-
inum en hann er að halda vöxtum
á millibankamarkaði talsvert
langt yfir stýrivöxtum bankans,"
segir Ingólfur.
Viðskiptabankarnir hafa lækk-
að vexti til samræmis við
0,8% lækkun Seðlabankans
en áhrifin á eftirspurn eru
ekki komin fram nema að
óverulegu leyti. Ingólfur
telur rétt að meta og sjá
hvernig markaðurinn þró-
ast núna á næstu dögum í
kjölfar þessarar lækunar og
skoða frekari vaxtalækkun
í því ljósi. Hann hyggur að
Seðlabankinn hefði átt að
lækka stýrivextina enn meira en
gert var, eða um heilt prósent, og
spáir verulegri vaxtalækkun á
komandi misserum. „Við erum að
spá því að vaxtalækkun geti
numið ríflega 200 punktum á
næstu 13 mánuðum og ofan á það
bætist aðrir 200-300 punktar áður
en árið 2003 er liðið,“ segir Ingólf-
ur. Með því á hann við allt að 5%
heildarlækkun. -BÞ
Ingólfur
Bender.
Miðbærirín:
Verslunum
fækkað um 57
Verslunum í miðborg Reykjavíkur
hefur fækkað um 57 síðan 1996 þegar
þær voru alls 372. Nú eru verslanir
miðborgarinnar 315 talsins. Þetta
kemur fram í árlegri skýrslu Þróunar-
félags Reykjavíkur. Mesta hlutfalls-
lega fækkunin er í Kvosinni þar sem
verslanir voru 67 árið 1996. Nú eru
þar 35 verslanir. Fækkun verslananna
er mest á milli áranna 2000 og 2001
þegar þeim fækkaði úr 337 í 315 eða
um 22. Þar af fækkaði um 10 verslan-
ir á Laugaveginum.
Árið 1999 er eina árið sem verslun-
um miðborgarinnar fjölgaði en þá
voru þær 351 í stað 347 árið áður.
í hliðargötum miðbæjarins hefur
verslunum fjölgað á árabilinu 1996 til
2001. Þær voru 36 en eru nú 42. Skóla-
vörðustígur hefur haldið sínu og er
með 48 verslanir sem er sami fjöldi og
árið 1996.
í skýrslunni kemur fram að á sama
tíma og umrædd fækkun verslana átti
sér stað hefur veitingastöðum stór-
fjölgað. -rt
Nýr margmiðlunardiskur:
Alfræði ís-
lenskrar tungu
Lýðveldissjóöurinn og Námsgagna-
stofnun hafa gefið út margmiðlunar-
disk sem heitir Alfræði íslenskrar
tungu. Diskurinn er eitt af fjórum
stórum verkum sem verkefnissjóður
Lýðveldissjóðs stendur fyrir.
Diskurinn skiptist í tvennt, Alfræði
og Málslóðir. í Alfræðihlutanum er að
finna margvíslegan fróðleik um mál
og málnotkun en á Málslóöum er efn-
ið þríþætt, einfólduð útgáfa Alfræð-
innar, myndefni til fróðleiks og
skemmtunar og stiklur úr mannkyns-
sögunni. -kip
Spenningurinn aö fara meö mann D'AMYND BRINK
Fremur styttist nú til jólahátíöar landsmanna og sér þess merki víöa í mannheimum. Þessi ungi piltur málaöi upp
gleöina í sínu Itfi framan við rauðkiaeddu karlana í bænum, en þeim köllum hefur fariö fjölgandi í búöargluggum bæja
og borga á síöustu dögum. Nú eru innan viö 40 dagar til jóla og aöeins sex helgar aö hafa til aö kaupa inn og þrífa
og baka og pakka inn. En þetta hefst, eins og fyrrijólin.
Beiðni viðskiptaráðherra um athugun eldsneytisverðs:
Engar niðurstöður að hafa
- þrátt fyrir að Samkeppnisstofnun hafi fengið erindið fyrir ári
Ekki sér enn fyrir endann á at-
hugun Samkeppnisstofnunar á verð-
myndun eldsneytis og hugsanlegu
samráði hjá olíufélögunum. Val-
gerður Sverrisdóttir viðskiptaráð-
herra sendi stofnuninni erindi þess
efnis að athuga þessa þætti fyrir um
það bil ári síðan. Nýlega sagöi hún
svo við DV aö hún myndi ítreka
beiðnina í kjölfar umræðu um vax-
andi álagningu olíufélaganna á
bensín.
Eins og DV hefur greint frá þykir
ýmislegt benda til þess að olíufélög-
in hafi aukið álagningu á eldsneyti
á undanförnum árum. Talsmenn
þeirra hafa borið viö auknum kostn-
aðargrunni og gengistapi. Þrátt fyr-
ir það sýna árshlutareikningar 01-
iufélagsins og Skeljungs drjúgan
rekstrarhagnað.
Vegna umfjöllunar DV um vax-
andi álagningu olíufélaganna sagði
viðskiptaráðherra það óþolandi ef
rétt reyndist. Fullyrðingar þessa
efnis myndu verða til þess að hún
kallaði þegar eftir svörum stofnun-
arinnar.
„Þetta er á verksviði Samkeppnis-
Dregst á langinn
Ráöherra hefur ítrekaö nauösyn
þess aö athugun Samkeppnis-
stofnunar á verömyndun á olíu veröi
hraöaö.
stofnunar," sagði ráöherra þá. „Hún
hefur m.a. það hlutverk með hönd-
um að vinna gegn óréttmætum við-
skiptaháttum.
í vikunni rituðu Samtök iðnaðar-
ins viðskiptaráðherra bréf þar sem
þau óska eftir því að ráðherrann
beiti sér fyrir því að þessari athug-
un verði hraöað eins og kostur er.
Þau gagnrýna að við síðustu verð-
breytingu á eldsneyti hafi verð
gasolíu ekkert lækkaö.
Guðmundur Sigurðsson, forstöðu-
maður samkeppnissviðs Samkeppn-
isstofnunar, sagði við DV í gær, að
engin ítrekun þessa efnis hefði
borist frá viðskiptaráðherra nýlega.
Hins vegar hefði ráðherrann í fyrra
sent stofnuninni beiðni er lyti að at-
hugun á verðmyndun olíufélaganna
á eldsneyti. Einnig heíðu stofnun-
inni borist athugasemdir Samtaka
iönaðarins sem ráðuneytið hefði
áframsent.
Aðspurður um hvers vegna það
tæki heilt ár eða meira að athuga
þennan þátt sagði Guðmundur að
Samkeppnisstofnun hefði farið af
staö með athugun eftir að erindi
ráöherra barst á sínum tíma, en
niðurstööu hefði ekki verið skilað.
„Starfslið hér er fámennt og verk-
efnin mörg sem berast hingað,"
sagði hann og bætti við að óljóst
væri hvenær stofnunin skilaði af
sér. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig
frekar um málið.
DV náði ekki í Valgeröi Sverris-
dóttur viðskiptaráðherra vegna
málsins þar sem hún er stödd er-
lendis. -JSS
Áminning til baka
Lúðvik Ólafsson,
settur landlæknir,
dró i gær til baka
áminningu sem hann
hafði veitt Högna
Óskarssyni geðlækni
vegna afskipta Högna
af „prófessorsmál-
inu“ svokallaða.
Högni fær andmælafrest til 26. nóvem-
ber en að þeim tíma liðnum tekur Lúð-
vík Ólafsson að nýju efnislega afstöðu
til máls hans.
Enginn árangur
Enginn árangur varð af fundi samn-
inganefnda flugumferðarstjóra og rík-
isins hjá sáttasemjara í gær. Næsti
fundur er ekki boðaður fyrr en á
fimmtudag í næstu viku og því litil
hreyfing á málum. Sem kunnugt er
frestuðu flugumferðarstjórar verkfalls-
hrinu sinni sem hefjast átti í dag, í
kjölfar ótvíræðra skilaboða frá ríkis-
stjóminni að sett yrðu á þá lög sem
bönnuðu þeim verkfallsaðgerðir.
Samræmdu prófin
Nemendur i 4. bekk grunnskóla á
Norðurlandi eystra náðu bestum ár-
angri í samræmdum prófum sem lögð
voru fyrir alla grunnskólanema í þess-
um aldursflokki í haust. Samræmd
próf voru einnig lögð fyrir nemendur í
7. bekk grunnskólanna og þar höfðu
nemendur höfuðborgarinnar besta út-
komu.
Hannes þriðji
Hannes Hlífar
Stefánsson, stór-
meistari í skák, fékk
bronsverðlaun fyrir
þriðja besta árangur
á 1. borði í Evrópu-
keppni landsliða í
skák sem lauk á
Spáni í gær. íslenska
landsliðinu gekk ekki eins vel og
Hannesi Hlifari því liðið varð að gera
sér 21. sætið að góðu, en þátttökuþjóð-
ir voru 35 talsins.
Hæstiréttur staðfesti
Hæstiréttur hefur staðfest gæslu-
varðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norð-
urlands eystra þess efnis að maður
sem braust inn i bát í Dalvikurhöfn
nýlega og stal þaðan lyfjum skuli sæta
gæsluvarðhaldi til 12. desember. Mað-
urinn sem um ræðir er sibrotamaður
og hjá lögregluyfirvöldum í Eyjafirði
eru til rannsóknar fjölmörg mál sem
hann tengist á einn eða annan hátt.
Skilið á milli
Guðjón Amar Kristjánsson, alþing-
ismaður Frjálslynda flokksins, hefur
flutt frumvarp á Alþingi um algjöran
aðskilnað rikis og kirkju. í frumvarpi
Guðjóns Arnars segir að öllum trúar-
brögðum skuli gert jafn hátt undir
höfði hér á landi.
Haldið til haga
í frétt um húsakaup þekktra íslend-
inga i miðbæ Reykjavíkur á EIR-síðu á
miövikudaginn var rangt farið með
nafn Halldórs Þorsteinssonar sem um
árabil rak Málaskóla sinn í Miðstræti
7 þar sem hann og bjó. Er beðist vel-
virðingar á þeim mistökum. -gk
II helgarblað
I Helgarblaði DV
á morgun er brugð-
ið upp nærmynd af
athafnaskáldinu
Ingvari Þórðarsyni
sem á litríkan feril
að baki í islensku
skemmtanalífi og
afþreyingariönaði.
Ingvar er þekktastur sem fram-
kvæmdastjóri og eigandi Kaffibars-
ins sem nú er innsiglaður og Ingvar
farinn úr landi.
í blaðinu er einnig viðtal við Guð-
berg Bergsson rithöfund sem talar
um hundinn í okkur öllum, Rætt er
við Ágúst Einarsson, varaþingmann
Samfylkingarinnar, og fjallað um
kvalalosta. DV birtir myndir af öll-
um 19 keppendunum sem vilja fá tit-
ilinn Herra ísland 2001, segir frá
skemmdarverkum í listum og rifjar
upp átakanlega atburði sem geröust
á Reykjum í Ölfusi árið 1957.