Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 27
31
FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001
X>V Tilvera
Smárabíó - Yamakasi ★
Afsakið mig
medan ég æli
Hópur sjö ungra manna í París
klifrar upp byggingar sjálfum sér til
skemmtunar og lögreglunni í hverf-
inu til mikillar gremju. Hópurinn
kallar sig Yamakasi og nýtur svo
mikillar virðingar meðal barna i
hverfmu að einn daginn fylgir ungur
drengur með hjartagalla fordæmi
þeirra og reynir að klifra upp í tré.
Skiptir engum togum að stráksi dett-
ur úr trénu og fær hjartastopp. Eftir
að hafa verið lagður inn á spítala
kveður læknir upp þann skringilega
dóm að foreldrar hans hafi hálfan
sólarhring til að útvega 400.000
franka til að kaupa svissneskt hjarta
í gegnum Netið svo hægt verði að
græða það i hann á hádegi næsta
dags. Sé það hins vegar ekki gert
muni drengurinn deyja! Yamakasi-
hópurinn kemur í heimsókn á spítal-
ann en þeir virðast samt taka það
furðulítið nærri sér að lítill krakki
sé dauðvona vegna þess að hann
ákvað að herma eftir þeim. Snáöinn
lýsir yfir miklum áhuga á að fá að
ganga í Yamakasi-hópinn þegar
hann verður stór og drengirnir segja
honum að kannski geti hann það
einn daginn ef hann þjálfi sig nógu
vel. (Falleg skilaboð til krakka sem
er að deyja vegna hjartagalla!) Hetj-
urnar okkar taka til við að ræna sjö
auðmenn til þess að geta útvegað
drengnum fé fyrir aðgerðinni og þeg-
ar sú þvæla hefur notið sín í hálf-
tímasyrpu þar sem allt vonda ríka
fólkið er rænt af öllu góða fátæka
fólkinu þá stranda söguhetjurnar
okkar á aðalskúrk myndarinnar. Sá
er hættulega áhrifamikill og ger-
spilltur stjórnmálamaður sem hefur
gífurleg ítök í frönsku lögreglunni og
getur sent lítinn her á vettvang með
því einu að smella fingrum ...
Yamakasi-strákar
Töffarar sem hoppa á milli húsþaka.
Eins og sést þá er handrit myndar-
innar skuggalega lélegt og það hlá-
legasta er að Luc Besson skrifaði það
sjálfur, en kappinn þykir svo sem
, enginn þungavigtarmaður i bransan-
um. Besson fær falleinkunn fyrir
sinn hlut í myndinni - honum tekst
ekki einu sinni að skrifa almenni-
lega fimmaurabrandara, fyrir utan
það hvað myndin er fordómafull og
þröngsýn. Hún elur á þeirri hug-
mynd að allir lögreglumenn séu ras-
istar, nema þeir séu ekki hvítir, að
stjórnmálamenn hiki ekki við að
fórna lífi saklausra í eigin hags-
munaskyni (eins og og fjölmiðlar séu
blindir og leyfi pólitíkusum að kom-
ast upp með slíkt) og að læknar séu
tilfinningalausir og fégráðugir
skúrkar sem ganga með byssur.
Leikaramir eru allir ömurlegir
enda að leika ömurlega skrifuð hlut-
verk. Þetta helst oft i hendur. Ég vil
helst ekki segja meira um þessa
mynd nema það að hún er ljót, leið-
inleg, elur á fordómum og hefur væg-
ast sagt tviræðan boðskap. Þó er
stundum gaman að horfa á klifursen-
urnar og fyrir það slefar ræman upp
í eina stjörnu. Mais cíest tout!
Ari Eldjárn
Leikstjóri: Ariel Zeitoun. Handrit: Luc
Besson. Kvikmyndataka: Philippe Pfif-
fetau. Leikarar: Charles Perriere, Laurent
Piemontesi, Chau Belle og Williams
Belle.
Hrædd viö mengunarslys
Sandra María Filippusdóttir úr Selja-
skóla varar viö sinubruna.
Jarðfræöingurinn
Sveinn Bergsteinn Magnússon,
nemandi í Ártúnsskóla, flytur fróö-
leik um jaröfræöina í Eiiiöaárdai.
Skáldlð
Perla Sif Hansen úr Ártúnsskóla hef-
ur ort Ijóö um dalinn.
Sagnafr óö
Alexandra Elísabet Kristjánsdóttir,
nemandi í Fellaskóla, kann margar
sagnir tengdar dalnum.
Barnaráðstefna í Loftkastalanum:
Það getur allt
gerst í þessum dal
DV-MYNDIR HARI
Syngur einsöng
Ýmis skemmtiatriöi eru flutt milli ræöuhaldanna. Hér syngur Jóhann Árna-
son, Ártúnsskóla, um hreppsómagahnokka sem hýrist inni á palli.
Það er ekki á hverjum degi sem
íslensk börn halda alvöru ráðstefnu.
Dagurinn í dag er slíkur dagur enda
helgaður íslenskri tungu. Um 300
tólf ára böm úr grunnskóla Reykja-
víkur standa, ásamt Orkuveitunni,
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og
Gerðubergi, fyrir ráðstefnu undir
heitinu Töfrar Elliðaárdals. Fyrir-
lesarar eru á fjórða tuginn og við-
fangsefnin af margvíslegum toga.
Öll tengjast þau dalnum góða. Börn-
in hafa notið aðstoðar ýmissa sér-
fræðinga við að afla sér fróðleiks og
meðal umræðuefna eru: örnefni,
þjóðsögur, gróðurfar, dýralíf, saga
rafstöðvar, jarðfræði veiðar, vættir,
mannlíf, álfar og huldufólk. Svo
hafa þau líka fengið kennslu í fram-
sögn og ráðstefnuhaldi og voru á
fullu að æfa sig í Loftkastalanum
gær þegar DV leit þar við. Við kró-
uðum nokkur barnanna af og spurð-
um þau aðeins út í efnið sem þau
ætluðu að flytja.
Merki um ísöld greinileg
Fyrst er það Sveinn Bergsteinn
Magnússon úr Ártúnskóla. Erindið
sem hann ætlar að flytja á ráðstefn-
unni fjallar um jarðfræði dalsins
sem hann segir stórmerkilega og
óútreiknanlega. „Það getur allt
gerst í þessum dal,“ segir hann og
er afar leyndardómsfullur. Hann
segir Elliðaárdal geyma margs kon-
ar náttúruminjar, líklega þær fjöl-
skrúðugustu á Reykjavikursvæð-
inu. „Þarna sést til dæmis vel merki
um ísöldina á steinum og klöppum,"
segir hann og aðspurður um eldgos
á svæðinu segir hann hraun hafa
flætt um dalinn fyrir 5.200 árum. Þá
vitum við það.
Morð við Skötufoss
Alexandra Elísabet Kristjánsdótt-
ir er nemandi í Fellaskóla. Hún seg-
ist oft leika sér í Elliðaárdalnum því
frænka hennar búi þar rétt hjá. Al-
exandra kann ýmsar sagnir tengdar
dalnum. Sjálf kveðst hún aldrei hafa
orðið vör við neitt á sveimi þar. En
hún veit um margt voveiflegt sem
hefur gerst. Hún nefnir morð við
Skötufoss og nú er forvitni blaða-
manns vakin fyrir alvöru. - Hver
var myrtur? „Það var Sæmundur
Þórarinsson og hann var 41 árs.“
segir hún heldur sormædd á svip.
Hún veit líka upp á sína tíu fingur
hver framdi ódæðið. „Það var Sig-
urður Arason 26 ára.“ ... „Þetta
gerðist 1704,“ bætir hún svo við.“
Alexandra er alger sagnasjóður og
áður en við er litið er hún farin að
segja frá Laxadeilunum svokölluðu.
„Það eru stærstu deilur Elliðaár-
dalsins og lengstu deilur íslands
fyrr og síðar," fullyrðir hún. Þetta
verður hún að útskýra nánar. „Það
var maður að nafni Dittlev Tomsen
sem setti laxakistur í ána og þver-
girti hana alla. En Benedikt Sveins-
son, alþingismaður fór í mál við
hann og þau málaferli stóðu í 14 ár.
Loks var í Hæstarétti dæmt „Þver-
girðingar Tomsen ólöglegar".
Ef kveikt væri í sinu
Sandra María Filippusdóttir úr
Seljaskóla varð næst spurð hvað
hún ætlaði að leggja til málanna á
ráðstefnunni. „Ég ætla að tala um
hættu á mengurnarslysum í Elliða-
árdalnum. Ég er búin að búa til
ræðu um það,“ segir hún. Hvað
skyldi það helst vera sem dalnum
stafar ógn af?
“Ef kveikt væri í sinu þá gæti
orðið stórfellt tjón á gróðri og dýra-
lífi í dalnum. Skógurinn gæti
brunnið, smádýralíf deyja og fugl-
arnir gætu hætt að verpa þar. ,Það
gæti meira að segja kviknað í hús-
um í nágrenninu," segir hún alvar-
leg í bragði. Vonum að það gerist
aldrei.
Um dimmar nætur fer huldu-
fóik á fætur
Perla Sif Hansen úr Ártúnsskóla
flytur frumsamið ljóð. Það heitir að
sjálfsögðu:
Elliðaárdalur
Efégganga vil
égfer í Indiánagil.
í Elliðaárdal
ég vera skal.
Þar er Fagrabrekka
þar sem hœgt er að boróa og drekka.
Árósar
eru einnig þar
Er sólin er fögur
fara um skóginn sögur.
En um dimmar nœtur
fer huldufólk á fætur
Skóginum við ei ögrum
heldur höldum honum fógrum.
-Gun
Bæjarlind 4 • 201 Kópavogur • Sími 544 5514
Hljómsveitin
SIXTIES
Allir íþróttaviðburðir í beinni á risaskjám. Pool. Góður matseðill.
Tökum að okkur hópa, starfmannafélög. Stórt og gott dansgólf.