Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 JOV Norðurland Rannsóknir í fjallinu fyrir ofan miðbæ Siglufjarðar: Snjóflóðavarnir fyrir a annan milljarð „Það er verið að vinna að undir- búningi fyrir næstu skref, frum- rannsóknir eru í gangi og erlendir sérfræðingar hafa gert skýrslu í því sambandi," segir Guðmundur Guð- laugsson, bæjarstjóri á Siglufirði, en þar í bæ eru menn að huga að næstu skrefum í snjóflóðavarnamál- um. Þar er um að ræöa gerð upp- takastoðvirkja og vamargarða í fjallinu fyrir ofan bæinn, frá norð- urenda byggðarinnar og nokkuð suður fyrir miðbæinn. Guðmundur segir að þessi hluti framkvæmdanna sé á nokkru frum- stigi, en þó séu að fara í gang kjarnaborunarrannsóknir til að kanna jarðveg þar sem koma hugs- anlega litlir þvergarðar. „I áætlun- um Ofanflóðasjóðs um aðgerðir hér hefur verið gert ráð fyrir að farið væri í þessar framkvæmdir á árun- um 2002-2004 og við erum bara að vinna samkvæmt þessari áætlun." Guðmundur segir að hér sé um mikil mannvirki að ræða, sérstak- lega upptakastoðvirkin sem eru einnig mjög kostnaðarsöm. „Áætl- anir Ofanflóðasjóðs í upphafi gerðu sárWvi.-JiS Frá Siglufiröi Nýju snjóflóðavarnamannvirkin munu verja byggðina frá nyrstu húsunum og suður fyrir miðbæinn. ráð fyrir að kostnaður við þessar framkvæmdir yrði eitthvað á annan milljarð og er reiknað með að þær tölur standi. Ætli það muni ekki kosta um 1,2 milljarða sem eftir er að gera hér í snjóflóðavörnum. Það er gríðarlega mikil byggð sem er varin með þessum framkvæmdum, en þetta er langt innan þess sem það myndi kosta ef kaupa þyrfti upp hús og byggja á öðrum stað,“ segir Guð- mundur. -gk Endurbætur á Mánabergi: Slippstööin fékk verkið Slippstöðin á Akureyri mun annast mjög umfangsmiklar end- urbætur á frystitogaranum Mána- bergi sem er í eigu Þormóðs ramma - Sæbergs. Samningar hafa verið undirritaðir, en þetta verkefni er það umfangsmesta sem Slippstöðin á Akureyri hefur ráðist í á undanförnum árum. Ýmislegt stuðlaði að því að þetta verkefni kom í hlut Slipp- stöðvarinnar. Þar hefur þróun gengis krónunnar mikið að segja, en ekki síður það að takast mun að stytta mjög þann tíma sem skipið verður frá veiðum, en það næst m.a. með þvl að forsmíða ýmsa hluti. Áætlað er að skipið komi í slipp á Akureyri í mars og fari þaðan til veiða í maímánuði. Helstu endurbætumar sem unn- ar verða á skipinu eru á togdekki og á vinnslulínum á millidekki. Vinna í Slippstöðinni er að hefjast þótt Qórir mánuðir séu þangað til skipið er væntanlegt tO viðgerðar. -gk Vegaframkvæmdir í Kelduhverfi: Stærsta verkefni vegagerðar í mörg ár „Þetta er stærsta ein- staka verkefnið í vega- gerð á Norðurlandi á næstu árum,“ segir Guð- mundur Heiðreksson hjá Vegagerðinni á Akureyri um framkvæmdir á Norð- austurvegi frá Bangastöð- um á Tjömesi, um Fjalla- höfn að Víkingavatni í Kelduhverfí. Samningur Vegagerðarinnar og ístaks um framkvæmd verksins verður undirrit- aður í dag, en ístak átti lægsta tilboðið í verkið, rúmlega 380 milljónir króna. Þetta er stærsta einstaka verkefnið í vega- gerð á Norðurlandi síðan Múlagöngin voru gerð. Þessi vegagerð er áfangi í endurbótum á veginum fyrir Tjör- nes og mikilvægur liður 1 vegasam- göngum í N-Þingeyjarsýslu. Nýi vegurinn, sem verður 10,3 km lang- ur, styttir leiðina fyrir Tjörnes um Vegaframkvæmdir Nýi vegurinn verður ,,skorinn“ í 76 metra háa sjávarhamra ofan Lónsins í Kelduhverfi. 2,5 km. Hann mun liggja lægra í landi og brekkur verða styttri, hæð- arlína batnar og vegaskilyrði eru talin mun hagstæðari en á þeim hluta Tjörnesvegar sem leggst af. Snjóflóðahætta, sem verið hefur talsverð, hverfur, ekki síst vegna þess að vegur- inn um Auðbjargar- staðabrekku leggst af. Nýi vegurinn mun að hluta til liggja í tæplega 600 metra langri skerðingu i gegnum 76 metra háa sjávarhamra. Skorið verður í hamrana þannig að gott pláss myndast fyrir veginn, vegskurð ofan við hann og öryggissvæði framan við hann. Efn- ið sem þama fæst verður notað sem burðarlagsefni, fyll- ingarefni og rofvörn við brúna sem byggð verður á sönd- unum yfir Lónsós. -gk Samdráttur Landsbankans: Dregur kjark úr fólki - segir verkalýðsfélagið Verkalýðsfélag Raufarhafnar gagnrýnir stjórnendur Landsbanka íslands harðlega vegna þeirrar ein- hliða ákvörðunar forráðamanna bankans á Norðurlandi að draga úr þeirri þjónustu sem bankinn hefur veitt á Kópaskeri og Raufarhöfn. „Verkalýðsfélagið telur að þetta komi til með að draga kjark úr fólki að búa áfram á þessu svæði,“ segir i ályktun verkalýðsfélagsins. Þar er einnig bent á að Landsbankinn hafi „ekki einu sinni haft uppi tilburði á öld tæknivæðingar til að koma upp hraðbanka í þessum útibúum sín- um. Er því lágmark að bankinn sé opinn áfram þessa þrjá og hálfan tíma á dag líkt og verið hefur und- anfarið og má ekki minna vera,“ segir verkalýðsfélagið. Skorar það á forráðamenn Landsbankans að finna aðrar leiðir til hagræðingar en skerðingu á þjónustu við íbúa Raufarhafnar og Kópaskers. Á Raufarhöfn og Kópaskeri hafa verið þrir starfsmenn á hvorum stað í einu og hálfu stöðugildi og hefur tveimur verið sagt upp á hvorum stað. Útibússtjóri er sá sami fyrir báða staðina. -gk Akureyri: Hækkun leikskóla- gjalda mótmælt Á fundi bæjarráðs Akureyrar hafa verið lagðir fram undirskriftalistar vegna hækkunar leikskólagjalda, bæði þeirrar hækkunar sem varð 1. júlí sl. og fyrirhugaðrar hækkunar sem koma á til framkvæmda um ára- mót. Á undirskriftalistunum voru nöfn 745 foreldra sem mótmæltu hækkun gjaldanna. Bæjarráð ályktaði um mál- ið á þann veg að ákvörðun um hækk- un leikskólagjalda yrði tekin við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2002. Þá voru á sama fundi bæjarráðs lagðir fram undirskriftalistar með nöfnum 148 íbúa sem lýstu yfir stuðn- ingi við kjarabaráttu' tónlistarkenn- ara og hvatt til að samið verði við þá sem fyrst. -gk m Akureyri: Bílar á ný í göngugötu “Þótt göngugatan í Hafnarstræti á Akureyri hafi ekki verið form- lega opnuð fyrir bílaumferð hafa bíleigendur riotað götuna aö und- anförnu enda er búið að mála akstursleið á malbikið og einnig afmarka bílastæði. Eftir er ein- hver smávegis lokavinna við göt- una og svo uppsetning stöðumæla. Opnun göngugötunnar nú er einungis til bráðabirgða, en ætl- unin er að í vor hefjist fram- kvæmdir við breytingar á götunni til frambúðar, sem miða að því að þar verði umferð bíla í miðri göt- unni, en gatan verður þá svoköll- uð vistgata. -gk DV-MYND BG Göngugatan á Akureyri Þótt göngugatan hafi ekki verið formlega opnuð hefur bíiaumferð um hana verið talsverð undanfarna daga. Efhún erekks inni skai ég hundur heita!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.